Morgunblaðið - 08.03.2021, Page 32

Morgunblaðið - 08.03.2021, Page 32
Sýning á verkum eftir Gísla B. Björnsson var opnuð um helgina í Galleríi Fold. Gísli er einn þekktasti grafíski hönnuður sinnar kynslóðar hér á landi og hefur komið að mörgum vel þekktum merkjum fyr- irtækja í gegnum árin. Hin síðustu ár hefur hann einkum einbeitt sér að myndlist og er náttúra Íslands honum hugleikin í henni. „Gísli er mikið náttúrubarn og hefur ferðast mikið um hálendið á hestum sem rata gjarna í verk hans. Margbreytileiki í landslagi, formi fjalla, svartir sandar og marglitar ár og skógar með öllum sínum tónum eru hans yrkisefni,“ segir í tilkynningu. „Ég hef farið í áratugi um landið, mest á hestum. Þetta markar klárlega mína myndsköpun. Form hinna ýmsu fjalla láta mig ekki í friði,“ er haft eftir Gísla. Sýningin stendur til 20. mars og er opin á afgreiðslu- tíma gallerísins. Gísli sýnir myndlist í Galleríi Fold MÁNUDAGUR 8. MARS 67. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Dominykas Milka var stigahæstur Keflvíkinga þegar lið- ið heimsótti Þór frá Þorlákshöfn í toppslag úrvals- deildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn í gær. Milka skoraði 21 stig og tók sex fráköst en leiknum lauk með sex stiga sigri Keflavíkur, 94:88. Þá gerðu KR-ingar góða ferð til Sauðárkróks og unnu fimm stiga sigur gegn Tindastóli, 104:99. Á sama tíma þurfti Stjarnan að hafa fyrir sigrinum gegn Hetti á Egilsstöðum og þá unnu Þórsarar Grindavík á Akureyri í spennuleik. »26 Keflavík stendur vel að vígi eftir sigur í Þorlákshöfn í toppslagnum ÍÞRÓTTIR MENNING Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Ég hef búið í Ameríku alla mína ævi. Þar voru alltaf búðir eins og Pound land og Dollar store og ég spurði mig hvers vegna þetta væri ekki til á Íslandi og hvort þetta myndi mögulega virka hér á landi,“ sagði Stefán Franz Jónsson, sem heldur úti hundrað krónu búðinni 100kr.is, í samtali við Morgun- blaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort fólki myndi finnast þetta of ódýrt eða hvort fólk væri mögulega bara til í þetta.“ Stefán Franz er 23 ára frum- kvöðull sem lærði hagfræði og fjár- mál í Háskólanum í San Diego og útskrifaðist með BS-gráðu þaðan í vor. Hann samdi við heildsölur sem þurftu að rýma til á lagernum sín- um, ýmist vegna plássleysis eða vegna þess að matvara var komin nálægt síðasta söludegi, um að fá að selja vörur fyrir þær. „Í stað þess að henda mat sem gæti runnið út í verslunum hugsaði ég að það væri miklu betra að nýta hann einhvern veginn. Ég hugsaði hvernig hægt væri að selja þennan lager sem hraðast, án þess að þurfa að henda. Úr varð hundrað krónu búðin og lagerinn kláraðist í dag,“ sagði Stefán á sunnudagskvöldi. Stefán myndi gjarnan vilja halda starfseminni áfram ef hann finnur til þess birgja sem þurfa að rýma til hratt og örugglega. „Kannski breytist þetta mögu- lega í 200kr.is, þetta snýst bara allt um hvort hægt sé að finna vöruna,“ segir Stefán. Hugmyndin um hundrað krónu búðina er því eins og ein samfelld rýmingarsala með minnkun sóunar fyrir augum. „Það eru lagerar með matvöru sem þeir sjá ekki fram á að ná að selja vegna þess hve nálægt síðasta söludegi er komið. Svo vorum við líka með árstíðabundnar vörur sem voru ekki á réttum árstíma, við vor- um til dæmis með jólasokka í mars,“ sagði Stefán. Hann segir bróður sinn hafa hjálpað sér með framkvæmdina. „Mér fannst þetta alveg virka mjög vel en þetta var líka mjög mikil vinna,“ segir Stefán, aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að þetta sé eitthvað sem hann vilji gera að framtíðarstarfi. Haldi hann áfram með búðina sér hann fyrir sér að koma undir hana betri aðstöðu og huggulegri stað fyrir fólk til að koma á. Búðin var rekin í geymslu í Fosshálsi þar sem pantanir voru sóttar. Rúmlega 8.800 vörur voru til sölu í búðinni, í 514 vöruflokkum og 14 yfirflokkum frá þremur heildsölum. Allt frá hreingerningarvörum til bílavara og verkfæra var að finna á síðunni. Ljósmynd/Aðsend Lager Stefán Franz rak hundrað krónu búðina í geymslu í Fosshálsi. Hann segir söluna hafa gengið afar vel. Allt seldist upp í fyrstu hundrað krónu búðinni  Rúmlega 8.800 vörur voru til sölu í 514 vöruflokkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.