Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 42
Óþolandi hringlandaháttur
reynist okkur dýr
Þ
að hefur ekki farið fram hjá nein-
um að enn á ný hefur veiran lekið
inn í samfélag okkar gegnum
landamærin. Enn er ekki vitað
hve margir hafa sýkst í nýjustu
„hópsýkingunni“. Vonandi náum við utan um
smitin sem þegar eru greind án þess að fjórða
bylgja faraldursins brjótist út.
Ég mæli fyrir munn mjög margra þegar ég
alhæfi og segi: Við erum búin að fá nóg. Hann
er með hreinum ólíkindum þessi eilífi hringl-
andaháttur við að taka afgerandi og fyrir-
byggjandi ákvarðanir hvað varðar landamær-
in sem allir vita að eru veikasti hlekkurinn í
okkar sóttvörnum. Stigin hafa verið hænu-
skref í rétta átt en alls ekki nógu stór.
Spyrja má í hvaða þágu landamærunum er haldið lek-
um í stað tryggum? Reynslan hefur kennt okkur hversu
smitandi þessi veira er. Ég hef frá upphafi viljað beita
öllum varnaðaraðgerðum gegn veirunni á landamær-
unum, í því skyni að freista þess að halda samfélaginu
okkar opnu innan þeirra. Forsenda þess er að „loka“
landamærunum. Þessa aðferð notuðu Nýsjálendingar.
Reynslan þar er búin að sýna að þar tóku stjórnvöld hár-
réttar ákvarðanir. Engan sérfræðing þarf til að sjá raun-
verulegan ábata fyrir allt samfélagið af því að við fáum
að lifa frjáls innanlands.
Á meðan efnahagsbati er hafinn á Nýja-Sjálandi þar
sem hagvöxtur í landinu mældist 14% á tímabilinu frá
júlí fram í september 2020 (tökum eftir; í
miðjum heimsfaraldri), þá hrynur allt í kring-
um okkur. Atvinnuleysi hér er þannig að um
27.000 manns eru án vinnu. Hér er áætlað að
bæta verði við tugum milljarða inn í atvinnu-
leysistryggingarsjóð á árinu, til viðbótar við
þá ríflega 70 milljarða sem þegar eru greiddir
til atvinnulausra.
Verðbólgan mælist nú 4,3% með tilheyr-
andi skuldavexti heimilanna. Skuldir þeirra
hafa vaxið um tugi milljarða króna á stuttum
tíma. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri
vildu telja okkur trú um að ekki þyrfti að hafa
áhyggjur af verðtryggðum lánum heimilanna,
engin teikn væru á lofti um að verðbólgan
færi af stað. En staðreyndirnar tala sínu
máli.
Heigulsháttur stjórnvalda og fálmkenndar opnanir/
lokanir hafa kostað okkur óafsakanlegan, óafturkræfan
skaða sem aldrei hefði þurft að verða af þeirri stærðar-
gráðu sem raun ber vitni. Stjórnvöld sem sveiflast eins
og pendúll, og vita ekki hvort þau eru að koma eða fara,
eru vanhæf stjórnvöld. Við viljum ekki sjá fjórðu bylgju
þessa andstyggðarfaraldurs. Það er ríkisstjórnarinnar
að sjá til þess að vernda okkur gegn henni og það strax.
Við viljum njóta þeirra forréttinda sem fylgja því að búa
örugg á fallegu eyjunni okkar.
Inga Sæland
Pistill
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Gjörbreyting hefur orðið áfjarvinnu í flestum at-vinnugreinum á tíma kór-ónuveirufaraldursins.
Meðal háskólamenntaðra höfðu ein-
ungis 16% unnið að einhverju leyti
heima í dæmigerðri vinnuviku fyrir
kófið en ný könnun leiðir í ljós að
samsvarandi hlutfall nú er 74%.
Vilhjálmur Hilmarsson, hag-
fræðingur BHM, greindi frá niður-
stöðum þessarar nýju könnunar sem
BHM lét gera, á fjarvinnu meðal há-
skólamenntaðra á veffundi sem BHM
stóð fyrir í gær. Rúmlega fjögur þús-
und félagsmenn í aðildarfélögum
BHM svöruðu og var svarhlutfallið
26%. Er þetta ein stærsta ef ekki
stærsta könnun sem gerð hefur verið
á fjarvinnu á Íslandi að sögn hans.
Reynslan undanfarna mánuði
hefur leitt í ljós bæði kosti og ókosti
fjarvinnunnar. 58% háskólamennt-
aðra segja að samspil heimilis og
vinnu gangi betur fyrir sig í fjarvinnu.
55% telja að afköst þeirra séu meiri
þegar þeir vinna heima en á vinnu-
staðnum, en fáir eða 13% sögðust
vera ósammála því. Um 62% svar-
enda sögðust ná betri einbeitingu
þegar unnið er heima. Sárafáir eru
ósammála því eða 12% að sögn Vil-
hjálms. ,,Þetta er líka í algjöru sam-
ræmi við niðurstöður stórra kannana
undanfarið í Bandaríkjunum og í
Evrópu. Í nýlegri könnun í Banda-
ríkjunum sögðust 94% aðspurðra
hafa betri einbeitingu heima hjá sér,“
sagði hann.
Einmanaleiki í fjarvinnunni
Hlutfallslega fleiri konur en
karlar telja einbeitinguna og afköstin
meiri í fjarvinnu en á vinnustaðnum.
Aftur á móti segjast 46% aðspurðra
vinna lengri vinnudaga heima hjá sér
en á vinnustað og 60% segja að fjar-
vinnunni fylgi einmanaleiki.
Vilhjálmur sagði að félagsmenn
hafi m.a. verið spurðir að hve miklu
leyti þeir teldu sig geta sinnt venju-
legum verkefnum heima í fjarvinnu
og sögðust þá 96% geta unnið þau
heima að einhverju leyti. 78% sögðust
geta sinnt mörgum eða öllum verk-
efnunum heima.
Könnunin leiddi hins vegar í ljós
að geta tekjulægstu hópanna til að
vinna heima er mun minni en ann-
arra.
Einnig var kannað hvort félags-
menn vildu vinna heima í fjarvinnu ef
þeir fengju að ráða því sjálfir. Þá kom
á daginn að um 81% segist vilja sinna
vinnu sinni framvegis að einhverju
leyti heima og um helmingurinn seg-
ist geta sinnt flestum eða öllum
vinnutengdum verkefnum heima.
Hins vegar vilja greinilega flestir
einnig geta unnið eitthvað áfram á
vinnustað sínum því einungis 3% vilja
vinna alfarið heima. Einn af hverjum
fimm segist aðeins vilja vinna heima
ef aðstæður krefjast þess.
Aðstaðan til fjarvinnu á heim-
ilum er mjög mismunandi og segja
57% að aðstaða til vinnu sé verri
heima en á vinnustaðnum. 18% segj-
ast vinna við eldhúsborðið og 34%
vinna í sófa, í stofunni eða á öðrum
stað en á einkaskrifstofu sem 48%
sögðust hafa til umráða.
Rétturinn til að aftengjast
Yfir 70% telja mikilvægt að
kveðið sé skýrt á um það í kjarasamn-
ingum að vinnuveitendur greiði fyrir
og útvegi búnað vegna fjarvinnu. Um
62% segja mikilvægt að BHM beiti
sér fyrir því að réttur til fjarvinnu
verði tryggður í kjarasamningum.
Vilhjálmur sagði mörkin á milli einka-
lífs og vinnu verða sífellt óskýrari.
Mikið væri um það rætt um
þessar mundir að setja þurfi reglur
eða lög um réttinn til að aftengjast.
62% einbeita sér bet-
ur við vinnuna heima
Fjarvinna
háskólamenntaðra
Aðstaða þeirra sem
vinna fjarvinnu
Mjög
sammála
Sammála Hvorki né Ósammála Mjög
ósammála
27% 28%
32%
10%
H
e
im
ild
:
K
ö
n
n
u
n
B
H
M
Einkaskrifstofa
48%
Við eldhúsborðið
18%
Sófi/stofa/annað
34%
55% segjast afkasta
meira heima en á
vinnustað
18%
vinna við
elhúsborðið
Eru afköstin meiri heima við?
3%
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Páll Magnús-son, þing-maður Sjálf-
stæðisflokksins,
ræddi stöðu inn-
lendra fjölmiðla í
samkeppni við er-
lenda netrisa í við-
tali í þættinum Dagmálum í
gær. „Annað er að tryggja það
að samkeppnisstaða íslenskra
fjölmiðla gagnvart þessum út-
lendu fjölmiðlum á auglýs-
ingamarkaði verði jöfnuð,“
sagði Páll. „Það er hægt að
gera það með tvennum hætti.
Til dæmis að meðan við höfum
ekki fundið aðferðina til að
koma sköttum og skyldum yfir
þessa útlendu miðla með sama
hætti og íslenska […] getum
við [ákveðið] að segja að við
ætlum að jafna þetta hinum
megin frá. Meðan þetta órétt-
læti er í gangi ætlum við að
veita íslenskum fjölmiðlum
sams konar skattafríðindi og
þessir útlendu fjölmiðlar hafa
hér á Íslandi.“
Bætti Páll því við að þetta
hefði að sínu viti átt að vera
hluti af frumvarpi um aðstoð
við fjölmiðla, „það væri hugn-
anlegra að gera það skattaleið-
ina heldur en með beinum
styrkjum“.
Páll var viðmælandi í þætt-
inum, sem er aðgengilegur
áskrifendum Morgunblaðsins á
mbl.is, ásamt Kolbeini Óttars-
syni Proppé, þingmanni Vinstri
grænna. Þeir sitja ásamt Silju
Dögg Gunnarsdóttur, þing-
manni Framsóknarflokks, í
nefnd þriggja stjórnarþing-
manna, sem eiga að fara ofan í
lög um Ríkis-
útvarpið og gera
tillögur að breyt-
ingum sem gætu
skapað sátt um um-
svif þess á markaði
og áhrif á íslenskan
fjölmiðlamarkað.
Netrisarnir eru orðnir að-
sópsmiklir á íslenskum auglýs-
ingamarkaði og umsvif þeirra
fara vaxandi. Meira að segja
opinber fyrirtæki og stofnanir
borga þeim fyrir birtingu á
auglýsingum. Þegar þetta varð
að fjölmiðlamáli vegna þess að
Ferðamálastofa auglýsti í
fyrrasumar á erlendum sam-
félagsmiðlum til að hvetja Ís-
lendinga til að ferðast innan-
lands gerðu þeir ráðherrar,
sem voru spurðir, ekki at-
hugasemdir. Sagði fjármála-
ráðherra reyndar að þessi kost-
ur mætti ekki taka yfir því
færu öll samskipti við borg-
arana úr íslenskum fjölmiðla-
heimi myndi það grafa undan
tilveru fjölmiðla hér á landi.
Hann nefndi þó sérstaklega að
samfélagsmiðlar hefðu reynst
ódýr kostur til að koma skila-
boðum til margra.
Þetta kemur auðvitað úr
hörðustu átt því að ein ástæðan
fyrir því að íslenskir fjölmiðlar
standa höllum fæti gagnvart
erlendu risunum er sú að þeir
innlendu borga skattinn, sem
ríkið leggur á, en þeir erlendu
ekki.
Einfaldasta leiðin til að jafna
leikinn er, svo vísað sé til orða
Páls, að veita íslenskum miðl-
um sams konar skattafríðindi
og þeir útlendu njóta.
Einfaldast væri að
íslenskir miðlar nytu
sömu skattfríðinda
á Íslandi og erlendir
netrisar}
Ójafn leikur
Coumo, rík-isstjóridemókrata í
New York, var
blásinn upp á svið
kórónuveirunnar af
fjölmiðlum vestra.
Coumo var fyrirmyndin sem
blés upp andstæðuna: Eymd
forsetans. Coumo var sæmdur
Emmy-verðlaununum fyrir frá-
bæra framgöngu. Hann gaf út
bók um afrek sem látið var að
hann hefði skrifað. Hið ævin-
týralega uppklapp hélt áfram
þótt vitað væri að ríkisstjórinn
hefði gefið fyrirmæli um að þeir
í eldri kanti sem sýktust af
kórónuveiru yrðu sendir inn á
hjúkrunarheimili aldraðra. Til
þeirrar sturluðu ákvörðunar er
rakinn dauði heimilisfólks í
þúsundatali auk þeirra sem
fluttir voru þangað inn að fyrir-
mælum Coumos.
CNN hefur þrjóskast við að
birta fréttir af hneykslinu. En
hið undarlegasta af undarlegu
var þegar fréttir tóku að brjót-
ast út eftir langa þöggun um
stórbrotna kyn-
ferðislega áreitni
ríkisstjórans góða,
bæði beina og með
niðurlægjandi „til-
boðum til sam-
starfskvenna“. Í
sönnum „me too“-anda töldu
fréttamenn á þessum stöðvum
sér ekki stætt á að þegja málið í
hel, eins og gert var, í orðanna
fyllstu merkingu, gagnvart
þúsundum varnarlausra gamal-
menna.
Einkar dapurlegt er að fylgj-
ast með erlendum fréttum ann-
arra en innvígðra vestra. Pistl-
ar Sigurðar Más Jónssonar
afhjúpa þær. Athyglisvert er að
„RÚV“ og fréttirekkistofan
hafa staðið sig með hefð-
bundnum hætti í þessum efn-
um. Þó taldi stofnunin sú, eins
og Sigurður Már lýsir því,
„Coumo hugsanlegan forseta-
frambjóðanda fyrir demókrata,
í það minnsta framtíðarleiðtoga
þess ágæta flokks, eins og Egill
Helgason sjónvarpsmaður
sagði í pistli við það tilefni“.
Fréttagoð og
„stórblöð“ standa
afhjúpuð og án
trúverðugleika}
Lagði dauðagildrur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Vilhjálmur Hilmarsson, hag-
fræðingur BHM, bar þá vinnu-
daga sem háskólamenntaðir
eru í fjarvinnu í hverri viku
saman við þann tíma sem þeir
verja í umferðinni til og frá
vinnustað á hverjum degi. „Ef
þetta er tekið saman þá er
miðgildið, með einhverri
óvissu, tímasparnaður fyrir
þetta úrtak á viku vegna fjar-
vinnunnar 104 mínútur í um-
ferðinni,“ sagði hann á vef-
fundi BHM í gær.
Fram kom einnig í máli
hans að einhugur sé um það
að fjarvinna muni auka fram-
leiðni, það er að segja afköst
á hverja vinnustund háskóla-
menntaðra. Framleiðni vinnu-
afls á Íslandi jókst um 24% á
árunum 2008 til 2020. Í
greinum þar sem háskóla-
menntaðir eru í meirihluta á
borð við fjármálastarfsemi
jókst hún um 48% og um
89% í upplýsingum og fjar-
skiptum að sögn Vilhjálms.
104 mínútur
í umferðinni
FERÐIR TIL OG FRÁ VINNU