Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
✝ Hulda Ágústs-dóttir fæddist
á Akranesi 30. júlí
1948. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 1. mars
2021.
Foreldrar henn-
ar voru þau Ágúst
Sigurður Guð-
jónsson húsasmíða-
meistari, f. 28.
ágúst 1912, d. 3. september
1995, og Elísabet Þorbjörns-
dóttir húsmóðir, f. 4. júní 1920,
d. 1. september 1995.
Systur Huldu eru þær Inga
Sólveig, fædd 1941, Ólöf, fædd
1942, Þorbjörg Edda, fædd
1944, og Elsa Sigrún, fædd
1947.
Hulda ólst upp hjá foreldrum
sínum á Sunnubraut 10 á Akra-
nesi.
Hulda giftist Jóhanni Erni
Matthíassyni, f. 2. september
1945, d. 20. ágúst 2012. For-
eldrar hans voru Matthías Jó-
hannsson kaupmaður, f. 24. júlí
1923, d. 8. sept-
ember 1995, og
Jóna Vilborg Pét-
ursdóttir húsmóðir,
f. 21. nóvember
1927, d. 25. sept-
ember 2005.
Börn Huldu og
Jóhanns eru: 1)
Sigurbjörg, f. 1969,
maki hennar Ómar
Traustason, eiga
þau þrjú börn og
eitt barnabarn. 2) Kristjana
Jóna, fædd 1971, maki hennar
Höskuldur Kr. Guðmundsson,
d. 2019. Eiga þau tvö börn, fyr-
ir átti Kristjana einn dreng sem
Höskuldur gekk í föðurstað. 3)
Sigurður. 4) Árni.
Hulda gekk í grunn- og
gagnfræðaskóla á Akranesi.
Eftir að skólagöngu lauk vann
hún ýmis störf, m.a. á Skála-
túnsheimilinu sem dagmamma
og við fiskvinnslu og sitthvað
fleira.
Útför Huldu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 11. mars
2021, klukkan 13.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku mamma og amma, takk
fyrir allt.
Saknaðarkveðjur,
Kristjana, Jóhann,
Hafliði og Hulda.
Hulda Ágústsdóttir
Elsku amma.
Þegar ég hugsa til
þín er umhyggju-
semi, gleði, traust
og nægjusemi það
fyrsta sem kemur upp í hugann.
Gott var að koma til ykkar afa
sem barn og vera umvafin öllum
þessum kostum þínum. Þegar
maður gisti hjá ykkur lögðust þið
bæði með mér og sunguð þar til
maður sofnaði, umvafin ást og
umhyggju.
Að búa hjá ykkur mennta-
skólaárin veitti mér öryggi og
góðan stuðning. Þú átt líka tölu-
vert í mínu stúdentsprófi, vaktir
með mér í prófalestri, laumaðir
að mér súkkulaði og kvöldkaffi
með heimabökuðu. Mjög margt
hef ég tekið með mér og haldið
áfram að gera fyrir mín börn.
Endalaus hjálp þín og ykkar afa
þegar við Helgi eignuðumst
börnin okkar þrjú en við áttum
því láni að fagna að búa rétt hjá
ykkur í Bólstaðarhlíðinni.
Alltaf voruð þið dugleg að
hvetja okkur áfram og hrósa þeg-
ar orkan var minni. Það gerði það
að verkum að allt varð auðveld-
ara og léttara.
Eftir að við fluttum til Hol-
lands áttum við löng samtöl sem
hjálpuðu mikið þegar heimþráin
og söknuðurinn voru mér erfið.
Mikið gátum við alltaf hlegið. Á
einhvern undraverðan hátt tókst
þér að gera fjarlægðina að engu
og hefur gert það öll þessi ár,
maður upplifir sig minna langt í
burtu. Þú náðir að heimsækja
mig tvisvar á tvö heimili mín í
Hollandi og upplifa það líf sem
við ræddum oft símleiðis.
Dásamlegt ferðalag okkar fyr-
ir nokkrum árum, þú þá orðin 95
ára, norður á Akureyri í bústað
að heimsækja foreldra mína um
haust, var mikið ævintýri. Afi
hafði kvatt okkur þá um vorið en
við hlustuðum á hann syngja fyr-
ir okkur alla leið norður og við
rifjuðum margar skemmtilegar
minningar frá ykkar ferðalögum
innanlands og erlendis. Við
skemmtum okkur konunglega og
stundum með nokkrum tárum en
mikið var þetta notalegt. Íslensk
náttúra út um gluggann, kaffi á
brúsa og nesti með. Eftir góðar
stundir á Akureyri héldum við
heim á leið og sungum alla leiðina
suður íslensk dægurlög sem þið
afi höfðuð raulað þegar þið ferð-
uðust um landið.
Mikið er ég þakklát fyrir okk-
ar einstaka vinskap þar sem allt
hefur verið rætt sem okkur lá á
hjarta hverju sinni. Stundum
Kristín
Bjarnadóttir
✝ Kristín Bjarna-dóttir fæddist
14. apríl 1922. Hún
lést 28. febrúar
2021.
Útförin fór fram
10. mars 2021.
spjölluðum við með
kaffibolla á notalega
heimilinu ykkar afa,
stundum í bústaðn-
um, stundum í sím-
ann milli landa en
alltaf vorum við að
gera handavinnu á
meðan. Þú varst
alltaf dugleg að
fylgjast með öllu
sem var að gerast í
kringum þig og
fylgjast með heimsmálunum. Því
urðum við aldrei uppiskroppa
með umræðuefni sem voru
handavinna, fjölskyldan, bók-
menntir og ýmis heimsins mál,
sorg og gleði en hláturinn var
aldrei langt undan. Eftir sam-
verustund með þér var maður
alltaf ríkari, sterkari og glaðari.
Þakka þér elsku amma mín
fyrir allt og ég mun leggja mig
fram um að gefa samferðafólki
mínu áfram allt það sem ég hef
lært og tileinkað mér frá þér og
ykkur afa.
Ég samgleðst þér af öllu
hjarta að vera komin til elsku afa
en mikið á ég eftir að sakna þín
en líf mitt er ríkara að hafa fengið
að eiga þig.
Þín
Fjóla.
Elskulega amma er nú gengin
á braut eftir langa og gæfuríka
ævi. Minningarnar streyma fram
í hugann og raða sér upp eins og
perlur á festi, hver einasta svo
falleg og dýrmæt. Ég hef alla tíð
notið þess að eiga ömmu að, en
eftir því sem tíminn líður átta ég
mig sífellt betur á því hvað það
eru mikil forréttindi að eiga góða
ömmu sem leiðir mann ljúflega í
gegnum barnæskuna, styður og
styrkir mann inn í fullorðinsárin
og býr þannig til samband sem
byggt er á kærleika og vináttu.
Amma var mér þannig kær og
góð vinkona sem alltaf var til
staðar, sýndi mér og mínum ein-
lægan áhuga, hrósaði og hvatti og
veitti mér góð og nytsöm ráð þeg-
ar á þurfti að halda. Amma hafði
gaman af lestri góðra bóka og
hafði oft frá mörgu að segja sem
var líka svo fróðlegt því fyrir mér
var hún stundum eins og spegill
inn í fyrri tíma. Amma var fróð-
leiksfús og opin sem gerði það að
verkum að kynslóðabilið hvarf og
það var auðvelt að ræða við hana
um margbreytileika lífsins.
Amma og afi voru söngelskt fólk,
afi skemmti landinu öllu og jafn-
vel víðar með sinni fallegu söng-
rödd en heima við raulaði amma
síst minna. Maður vissi að ömmu
leið vel þegar hún sönglaði – og
hún sönglaði mjög oft.
Það er fallegt veganestið sem
amma skilur okkur eftir með, og
með djúpu þakklæti og ást kveð
ég mína elskulegu ömmu að sinni.
Kristín.
Unnur Ágústsdóttir
Vináttan hennar Unnar, vin-
konu minnar, á sér langa sögu.
Ég kveð hana með þakklæti er
hún heldur til sumarlandsins eft-
ir langa og farsæla ævi.
Margs er að minnast allt frá
þeim tíma er konur á Seltjarn-
arnesi boðuðu til fundar og
Kvenfélagið Seltjörn var stofnað
3. apríl 1968, þar var Unnur
fremst í flokki.
Ég naut þess að mæta og vera
með og okkar vinátta myndaðist
og hélst fram á síðasta dag. Það
var hugur í konum, fljótlega var
stofnaður sönghópur er var
fyrsti vísir Selkórsins er enn
starfar. Stoltar konur sungu við
vígslu félagsheimilisins, dans-
kennari var fenginn svo engum
yrði fótaskortur á nýja dansgólf-
inu. Þarna héldum við stórar há-
tíðir til margra ára. Leikfimi-
kennari leiðbeindi í vatnsleikfimi
eftir að við fengum sundlaugina
og er hún kennd enn þann dag í
dag.
Ekki má gleyma að við hjón
ásamt Unni og Páli stjórnuðum
marsi og dönsum er allir tóku
þátt í á 1. des.-hátíðum skólans.
Farið var í ferðir út um heim
og deildum við Unnur oft saman
herbergi. Ekki gleymist sigling á
skemmtiferðaskipi frá Finnlandi
til Pétursborgar, nú var svíta í
boði, þetta eru allt ljúfar og góð-
ar minningar. Það væri hægt að
telja svo ótal margt er átti rætur
að rekja til 3. apríl 1968.
Þannig vildi til að ég varð for-
maður kvenfélagsins, Unnur
hvatti mig, var ekki slæmur bak-
hjarl, saman sátum við í sóknar-
nefnd kirkjunnar og mörgum
öðrum ráðum og nefndum og nú
síðustu ár vorum við saman í hús-
stjórn hér á Skólabrautinni.
Eitt aðalsmerki okkar var „lifa,
gleðjast og njóta“. 22. febrúar sl.
sátum við kaffiboð hér í húsinu,
sungum afmælissöng, ræddum
hversu gott væri að geta verið
saman, gleðjast og njóta. Ég
þakka Unni allar góðar og glaðar
stundir, alla hvatningu og styrk ef
gaf á bátinn.
Margar konur er stóðu í stafni í
aprílmánuði 1968 eru fluttar í
sumarlandið, þeim ber að þakka
framsýni og allt það sem þær
lögðu til, til að gera bæinn okkar
betri, það er trúa mín að minn-
ingin lifi um ókomin ár. Alla vega
komumst við í annála 3. apríl 1968
er fyrsta félagið var stofnað frá
1935 er Framfarafélagið lagði
upp laupana. Merkisviðburður á
Seltjarnarnesi. Þessar dugmiklu
konur mega ekki gleymast, fót-
spor okkar finnast víða í bænum.
Kvenfélagið Seltjörn þakkar
Unni fyrir störfin í gegnum árin
og starfsfólk og íbúar Skólabraut-
ar minnast hennar með þakklæti.
Hún verður kært kvödd með
þökk fyrir allt og allt.
Sendi dætrum hennar og henn-
ar stóru fjölskyldu bestu samúð-
arkveðjur.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Erna Kristinsdóttir
Kolbeins, fyrrverandi
formaður Seltjarnar.
Það er er erfitt að velja. Minn-
ingarnar fylla hugann, keppast
um athyglina. Það einfaldasta er
alltaf best.
Unnur hans Palla var bæði góð
og hjálpsöm. Þar voru þau lík,
Palli frændi og Unnur. Þessa
mannkosti hafa þau gefið sínum
dætrum og þeirra fjölskyldum af
gnótt, nokkuð sem allir sjá og
margir njóta.
Sem strákur í bæjarferð var
Unnarbrautin á Seltjarnarnesi
sjálfsagður áningarstaður. Full-
orðna fólkið ræddi um daginn og
veginn og að sjálfsögðu um
stjórnmál.
Þeir bræður voru ekki alltaf á
sama máli um þennan málaflokk
og ég held að Unni minni hafi oft
leiðst karpið. Við krakkarnir
skiptum okkur lítið af þessu, en
lékum okkur saman án ofmáta
eftirlits.
Okkur var treyst. Þannig voru
Unnur og Palli.
Svona liðu árin og ég tók mín
fyrstu skref á menntabrautinni.
Þau skrefin voru óviss og margar
steinvölurnar í skónum. Ég byrj-
aði í skóla í stórbænum, allt var
nýtt, en samt ekki. Palli og Unn-
ur buðu mér að halda hús á Unn-
arbrautinni fyrsta veturinn á
mölinni.
Þessi vetur markaði tímamót
fyrir mig sem hálfvaxinn mann.
Ég þroskaðist og óx sem mann-
eskja og þar voru Unnur, Palli og
stelpurnar mikilvæg. Það sköp-
uðust tengsl milli okkar sem ekki
rofna.
Þennan vetur vorum við tvö,
ég og Unnur yngri, unglingarnir
á heimilinu. Sem unglingar flestir
vissum við allt best.
Þar voru þau Unnur og Palli
eitt, leiðbeindu og gáfu góð ráð.
Ég verð þeim ævinlega þakklátur
fyrir.
Í veikindum mömmu og seinna
pabba var Unnur alltaf nálæg,
hjálpsemin var endalaus. Þegar
ég útskrifaðist sem stúdent buðu
hún og Palli fram Unnarbrautina
sem veislustað og að standa fyrir
bakstri, sem Unnur var meistari
í. Þetta var Unnur í hnotskurn.
Eftir háskólanám var það
sjálfsagt að hafa náið samband
við Unnarbrautina.
Að koma í heimsókn var gott
og maður fór heim sem betri
maður. Þegar mamma dó 1990
var það gott að eiga Unni og Palla
að.
Ég fór til Noregs í fiskifræði
og Unnur og Palli voru sem fyrr
upptekin af mínum högum. Það
yljaði í ókunnri stórborg. Í Nor-
egi stofnaði ég mitt heimili.
Ég fann lífsförunautinn minn í
Noregi og hún tengdist fjöl-
skyldu Unnar og Palla sterkum
böndum.
Þau heimsóttu okkur til Nor-
egs, gengu á skíðum og það var
gaman að sjá að skíðaíþróttin var
jafn mikilvæg sem fyrr.
Við Kirsti eignuðumst son sem
fékk nafnið Steinar eftir frænda
sínum, Páli Steinari. Unnur og
Palli voru ánægð með nafnið, sem
og við. Þau komu í skírnina í
Sarpsborg, frændrækin sem
fyrr.
Við litla fjölskyldan höfum
haldið sambandinu við frænd-
fólkið á Nesinu.
Þau eru mikilvægur hluti af
okkar lífi. Gistingu fengum við
hvenær sem var og barnsgrátur
var ekki vandræði. Unnur safn-
aði saman stelpunum í matarboð
til að hitta okkur. Annað hefði
verið skömm.
Nú þegar bæði Unnur og Palli
eru farin yfir móðuna miklu lifa
þau sem kær minning í sorginni.
Lífsgildi þeirra, frændsemi og
náungakærleikur mun lifa áfram
í systrunum og þeirra fjölskyld-
um. Það er huggun harmi gegn.
Megi friður fylgja ykkur kæra
fjölskylda í sorginni.
Lárus Þór Kristjánsson,
Kirsti Arnesen og Steinar
Lárusson-Arnesen,
Björgvin, Noregi.
Morgunblaðið birtir minningargreinar end-
urgjaldslaust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargrein-
um til birtingar í öðrum miðlum nema að
fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu grein-
ar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dreg-
ist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem
nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún
sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviá-
grip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinsemd við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR ÞORBJARGAR
JAFETSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Eir fyrir góða umönnun.
Óskar Ólafsson
Björg Þorsteinsdóttir
Jafet Óskarsson María Sigurjónsdóttir
Þórólfur Óskarsson Kristjana Skúladóttir
Hrafnhildur Óskarsdóttir Jens Jensson
ömmubörn og langömmubörn
Innilegar þakkir til ykkar sem sýnduð okkur
samúð og vinsemd við andlát og útför
elskulegs eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR FINNS HAFBERG.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
Höfða Akransesi fyrir hlýhug og einstaklega
góða umönnun.
Eva Þórðardóttir
Margrét Magnúsdóttir Marinó Þór Tryggvason
Þórður Magnússon
Olga Magnúsdóttir Helgi Ómar Þorsteinsson
Þórdís Guðný Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför föður
okkar,
ELÍASAR GUNNLAUGSSONAR
frá Gjábakka í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis á Hraunbúðum
í Vestmannaeyjum.
Hjördís Elíasdóttir Hannes G. Thorarensen
Björk Elíasdóttir Stefán Örn Jónsson
Viðar Elíasson Guðmunda Áslaug Bjarnad.
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn