Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Vorið er komið í Laxdal TRAUST Í 80 ÁR Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Stakir jakkar Kr. 9.900.- Str. S-XXL Misritun varð í frétt sem birtist á bls. 8 í blaðinu í fyrradag um flutn- ing reksturs hjúkrunarheimila til ríkis og einkafyrirtækja. Vigdísar- holt hefur tekið við rekstri heimilis- ins í Hornafirði, ekki Vestmanna- eyjum. LEIÐRÉTT Rekstur í Hornafirði Skógarkolefnisreiknir hefur verið opnaður á vef Skógræktarinnar á slóðinni reiknivel.skogur.is. Þar er hægt að reikna út fyrir fram hversu mikið kolefni er líklegt að ræktaður skógur muni binda næstu hálfa öld- ina eftir því hvar er borið niður á landinu. Tækið er byggt á viðamiklum gagnagrunni um skógræktarskilyrði í öllum landshlutum. Ótal breytur eru þar með sem snerta landgerð, hæð yfir sjó, veðurfar og þar fram eftir götunum. Hægt er að spá fyrir um vöxt og kolefnisbindingu helstu trjátegunda á hvaða svæði sem er á láglendi Ís- lands þar sem skógrækt kem- ur til greina. Hægt er að velja á milli þriggja land- gerða og fimm trjátegunda sem allar eiga það sammerkt að vera helstu trjátegundir í skógrækt og eiga margra áratuga ræktunarsögu á Íslandi. Matið er byggt á þús- undum skógmælinga sem gerðar hafa verið á þessum trjátegundum á síðustu 20 árum um allt land. Binding, að frádreginni losun, er áætluð frá gróðursetningu fram til 50 ára aldurs. Ekki er gert ráð fyrir hefðbundnum grisjunum á þessum tíma og fleiri þætti þarf að hafa í huga, eins og greint er frá á skog- ur.is. Fyrir utan að geta valið trjáteg- und og landgerð þarf notandinn sums staðar á landinu að meta hvort landið er að jafnaði skjólgott eða ekki. Skógarkolefnisreiknirinn er ein- ungis ætlaður til að gefa vísbend- ingar um vænta kolefnisbindingu nýskógræktar. aij@mbl.is Magn kolefnis reiknað út Skólastjórar í Kópavogi telja ákvörðun um að slá samræmdum pófum á frest, vegna tæknilegra örðugleika sem upp komu við fyr- irlögn þeirra á mánudaginn, óvið- unandi inngrip í skipulag skóla- starfs og að hún sýni lítilsvirðingu gagnvart því sem þar er verið að vinna. Þetta kemur fram í ályktun fundar skólastjóra í Kópavogi sem haldinn var á þriðjudag. Leggja þeir til að frekari próftöku þetta skólaárið verði aflýst meðan ekki sé búið að vinna viðunandi prófa- kerfi sem ráði við álagið og fyrir- lögn af þessu tagi. Samræmdum prófum fyrir 9. bekk í stærðfræði og ensku, sem áttu að fara fram í vikunni, hefur verið frestað. Boðið verður upp á að endurtaka íslenskuprófið sem fram fór á mánudag í skugga tækniörðugleika. Prófin séu barn síns tíma Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýndi fyrirlögn próf- anna og sagði algjörlega óviðunandi að ítrekað væru lögð fyrir sam- ræmd próf í prófakerfi sem af skipuleggjendum væri metið „al- gjörlega ófullnægjandi“. Fundur skólastjóranna tók undir gagnrýni hennar. „Fundurinn telur jafnframt tíma- bært að fyrirlögn samræmdra prófa í núverandi mynd sé tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þau eru barn síns tíma og eiga í þessari mynd ekkert erindi inn í skólastarf undir hugmyndafræði skóla án að- greiningar,“ segir í ályktun fund- arins. Frestunin óviðunandi inngrip Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp úrskurð um að maður skyldi sæta áframhaldandi gæslu- varðhalds í viku, eða til miðviku- dagsins 17. mars, vegna rann- sóknar lögreglu á manndrápi í Rauðagerði um miðjan febrúar. Lögregla hafði krafist úrskurð- arins á grundvelli rannsóknarhags- muna. Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Steinbergur Finnbogason fær ekki að vera verjandi Íslendings sem er sakborningur í morðmálinu í Rauðagerði, einnig samkvæmt ákvörðun dómsins sem féll í gær- morgun. Fjórir menn enn í gæsluvarðhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.