Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 11

Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Vorið er komið í Laxdal TRAUST Í 80 ÁR Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Stakir jakkar Kr. 9.900.- Str. S-XXL Misritun varð í frétt sem birtist á bls. 8 í blaðinu í fyrradag um flutn- ing reksturs hjúkrunarheimila til ríkis og einkafyrirtækja. Vigdísar- holt hefur tekið við rekstri heimilis- ins í Hornafirði, ekki Vestmanna- eyjum. LEIÐRÉTT Rekstur í Hornafirði Skógarkolefnisreiknir hefur verið opnaður á vef Skógræktarinnar á slóðinni reiknivel.skogur.is. Þar er hægt að reikna út fyrir fram hversu mikið kolefni er líklegt að ræktaður skógur muni binda næstu hálfa öld- ina eftir því hvar er borið niður á landinu. Tækið er byggt á viðamiklum gagnagrunni um skógræktarskilyrði í öllum landshlutum. Ótal breytur eru þar með sem snerta landgerð, hæð yfir sjó, veðurfar og þar fram eftir götunum. Hægt er að spá fyrir um vöxt og kolefnisbindingu helstu trjátegunda á hvaða svæði sem er á láglendi Ís- lands þar sem skógrækt kem- ur til greina. Hægt er að velja á milli þriggja land- gerða og fimm trjátegunda sem allar eiga það sammerkt að vera helstu trjátegundir í skógrækt og eiga margra áratuga ræktunarsögu á Íslandi. Matið er byggt á þús- undum skógmælinga sem gerðar hafa verið á þessum trjátegundum á síðustu 20 árum um allt land. Binding, að frádreginni losun, er áætluð frá gróðursetningu fram til 50 ára aldurs. Ekki er gert ráð fyrir hefðbundnum grisjunum á þessum tíma og fleiri þætti þarf að hafa í huga, eins og greint er frá á skog- ur.is. Fyrir utan að geta valið trjáteg- und og landgerð þarf notandinn sums staðar á landinu að meta hvort landið er að jafnaði skjólgott eða ekki. Skógarkolefnisreiknirinn er ein- ungis ætlaður til að gefa vísbend- ingar um vænta kolefnisbindingu nýskógræktar. aij@mbl.is Magn kolefnis reiknað út Skólastjórar í Kópavogi telja ákvörðun um að slá samræmdum pófum á frest, vegna tæknilegra örðugleika sem upp komu við fyr- irlögn þeirra á mánudaginn, óvið- unandi inngrip í skipulag skóla- starfs og að hún sýni lítilsvirðingu gagnvart því sem þar er verið að vinna. Þetta kemur fram í ályktun fundar skólastjóra í Kópavogi sem haldinn var á þriðjudag. Leggja þeir til að frekari próftöku þetta skólaárið verði aflýst meðan ekki sé búið að vinna viðunandi prófa- kerfi sem ráði við álagið og fyrir- lögn af þessu tagi. Samræmdum prófum fyrir 9. bekk í stærðfræði og ensku, sem áttu að fara fram í vikunni, hefur verið frestað. Boðið verður upp á að endurtaka íslenskuprófið sem fram fór á mánudag í skugga tækniörðugleika. Prófin séu barn síns tíma Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýndi fyrirlögn próf- anna og sagði algjörlega óviðunandi að ítrekað væru lögð fyrir sam- ræmd próf í prófakerfi sem af skipuleggjendum væri metið „al- gjörlega ófullnægjandi“. Fundur skólastjóranna tók undir gagnrýni hennar. „Fundurinn telur jafnframt tíma- bært að fyrirlögn samræmdra prófa í núverandi mynd sé tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þau eru barn síns tíma og eiga í þessari mynd ekkert erindi inn í skólastarf undir hugmyndafræði skóla án að- greiningar,“ segir í ályktun fund- arins. Frestunin óviðunandi inngrip Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp úrskurð um að maður skyldi sæta áframhaldandi gæslu- varðhalds í viku, eða til miðviku- dagsins 17. mars, vegna rann- sóknar lögreglu á manndrápi í Rauðagerði um miðjan febrúar. Lögregla hafði krafist úrskurð- arins á grundvelli rannsóknarhags- muna. Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Steinbergur Finnbogason fær ekki að vera verjandi Íslendings sem er sakborningur í morðmálinu í Rauðagerði, einnig samkvæmt ákvörðun dómsins sem féll í gær- morgun. Fjórir menn enn í gæsluvarðhaldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.