Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 England Manchester City – Southampton............ 5:2 Staðan: Manch. City 29 21 5 3 61:21 68 Manch. Utd 28 15 9 4 55:32 54 Leicester 28 16 5 7 48:32 53 Chelsea 28 14 8 6 44:25 50 West Ham 27 14 6 7 42:31 48 Everton 27 14 4 9 39:35 46 Tottenham 27 13 6 8 46:28 45 Liverpool 28 12 7 9 47:36 43 Aston Villa 26 12 4 10 38:27 40 Arsenal 27 11 5 11 35:28 38 Leeds 27 11 2 14 43:46 35 Wolves 28 9 8 11 28:37 35 Crystal Palace 28 9 7 12 30:47 34 Southampton 28 9 6 13 35:49 33 Burnley 28 7 9 12 20:36 30 Newcastle 27 7 6 14 27:44 27 Brighton 27 5 11 11 27:35 26 Fulham 28 5 11 12 22:33 26 WBA 28 3 9 16 20:56 18 Sheffield Utd 28 4 2 22 16:45 14 B-deild: Barnsley – Derby ..................................... 0:0 Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: Bröndby – Lyon ....................................... 1:3  Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 59 mínúturnar með Lyon.  Lyon áfram, 5:1 samanlagt. Bayern München – Kazygurt................. 3:0  Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék allan leikinn með Bayern.  Bayern áfram, 9:1 samanlagt. St. Pölten – Rosengård ........................... 0:2  Kristrún Rut Antonsdóttir var varamað- ur hjá St. Pölten og kom ekki við sögu.  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård.  Rosengård áfram, 2:4 samanlagt. Atlético Madrid – Chelsea....................... 1:1  Chelsea áfram, 3:1 samanlagt. Lilleström – Wolfsburg ........................... 0:2  Wolfsburg áfram, 4:0 samanlagt. Fortuna Hjörring – Barcelona................ 0:5  Barcelona áfram, 9:0 samanlagt. Spánn Atlético Madrid – Athletic Bilbao........... 2:1 Staða efstu liða: Atlético Madrid 26 19 5 2 50:18 62 Barcelona 26 17 5 4 57:22 56 Real Madrid 26 16 6 4 44:21 54 Sevilla 25 15 3 7 35:20 48 Real Sociedad 26 12 9 5 43:21 45 Real Betis 26 13 3 10 36:40 42 Villarreal 26 8 13 5 34:29 37 Meistaradeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Liverpool – RB Leipzig......................... (0:0) París SG – Barcelona............................. (1:1)  Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur: Midtjylland – OB...................................... 3:0  Mikael Anderson lék allan leikinn með Midtjylland.  Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 62 mín- úturnar með OB og Sveinn Aron Guðjohn- sen lék seinni hálfleikinn. Grikkland Lamia – Larissa ....................................... 2:1  Theódór Elmar Bjarnason var varamað- ur hjá Lamia og kom ekki við sögu.  Olísdeild kvenna HK – KA/Þór ..................................... frestað Haukar – ÍBV ....................................... 21:21 Fram – Stjarnan................................... 29:19 Staðan: Fram 12 9 0 3 351:286 18 KA/Þór 11 7 3 1 277:241 17 ÍBV 12 6 2 4 292:271 14 Valur 12 5 3 4 318:275 13 Stjarnan 12 6 0 6 314:309 12 Haukar 12 4 3 5 296:307 11 HK 11 4 1 6 267:289 9 FH 12 0 0 12 230:367 0 Danmörk Holstebro – Vendsyssel ...................... 29:28  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot í marki liðsins, 24 prósent. Undankeppni EM karla 3. riðill: Úkraína – Færeyjar............................. 25:21 Rússland – Tékkland ........................... 28:27  Rússland 5, Úkraína 3, Tékkland 0, Fær- eyjar 0. 6. riðill: Hvíta-Rússland – Ítalía........................ 37:32  Noregur 4, Hvíta-Rússland 4, Ítalía 2, Lettland 2. 8. riðill: Kósóvó – Rúmenía................................ 23:23  Svíþjóð 6, Rúmenía 3, Svartfjallaland 2, Kósóvó 1. EHF-Evrópubikar karla Slóvakía – Spánn .................................. 18:30  Króatía 4, Ungverjaland 2, Spánn 2, Sló- vakía 0.   HANDBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fram nýtti tækifærið í gærkvöld til að komast á topp Olísdeildar kvenna í handknattleik með mjög öruggum sigri á Stjörnunni í Safamýri, 29:19. KA/Þór komst ekki til leiks gegn HK í gær en reynir aftur að komast suður í dag og getur þar endurheimt efsta sætið. Eftir þennan sigur er nokkuð ljóst að Fram verður annað þeirra tveggja liða sem fara beint í fjögurra liða úrslit. Fram er þremur stigum á undan Val í þriðja sæti og á eftir að mæta stigalausum FH-ingum í næstsíðustu umferðinni. Stjarnan situr eftir í sjötta sæti og er í hörðum slag um að komast í úr- slitakeppnina. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram og Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 17 skot og var með 51,5 prósent markvörslu. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna.  Haukar fengu afar dýrmætt stig í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni með jafntefli, 21:21, gegn ÍBV á Ásvöllum. Haukar voru reyndar nær sigri eftir að hafa lengst af verið undir í annars hníf- jöfnum leik en nýttu ekki lokasókn- ina og Eyjakonur sluppu með skrekkinn. Þetta stig gæti skipt sköpum fyrir Hauka sem eru í baráttu við HK og Stjörnuna en tvö liðanna komast áfram. Haukar eiga eftir að mæta báðum liðunum í tveimur síðustu umferðunum. ÍBV er nær öruggt með að enda í þriðja eða fjórða sæti fyrst leikurinn tapaðist ekki og fær því að óbreyttu heimaleikjarétt í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar þegar liðin í þriðja og fjórða sæti leika við liðin í fimmta og sjötta sæti. Markverðirnir voru í aðal- hlutverkum á Ásvöllum en Annika Petersen í marki Hauka varði 17 skot og Darja Zecevic í marki ÍBV varði 13 skot og var með 50 prósent markvörslu. Sunna Jónsdóttir skoraði 5 mörk fyrir ÍBV og Sara Odden 5 fyrir Hauka. Framarar nýttu tækifærið  Efstar eftir stórsigur á Stjörnunni og nánast öruggar með sæti í undanúrslit- um  Spennuþrungið jafntefli Hauka og ÍBV og dýrmætt stig fyrir bæði lið Ljósmynd/Kristinn Magnússon Ógnar Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamikil í liði Fram í gærkvöld og sækir hér að vörn Stjörnunnar. Sebastian Alexandersson hættir störfum sem þjálfari karlaliðs Fram eftir þetta keppnistímabil en Fram- arar ákváðu að nýta sér uppsagn- arákvæði í samningi hans sem var til tveggja ára í viðbót. Sebastian staðfesti þetta við mbl.is í gær en vildi ekki ræða málið frekar fyrr en Framarar hefðu greint frá þessu opinberlega. Það höfðu þeir ekki gert í gærkvöld en samkvæmt frétt á Vísi.is hefur þegar verið ákveðið að Einar Jónsson snúi heim frá Nor- egi í sumar, þar sem hann þjálfar lið Bergsöy, og taki við Fram á ný. Sebastian víkur fyrir Einari Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Hættir Sebastian Alexandersson yfirgefur Safamýrina í sumar. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik, vill að liðum verði fækkað á ný í þýsku 1. deildinni. Liðum var fjölg- að úr 18 í 20 fyrir þetta tímabil þar sem ekki tókst að ljúka síðasta tímabili. Alfreð sagði við Berliner Morgenpost að álagið á leik- mönnum væri of mikið og það bitn- aði á landsliðinu. „Deild með sextán liðum er best að mínu mati. Ég hef kvartað yfir álaginu í tuttugu ár en það eykst bara. Í öðrum löndum eru 12-14 lið í efstu deild og þá fá lands- lið meiri tíma,“ sagði Alfreð. Alfreð telur að liðin séu of mörg Ljósmynd/@DHB_Teams Þýskaland Alfreð Gíslason tók við landsliðinu á síðasta ári. Þrjár íslenskar knattspyrnukonur verða með liðum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði, þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Karólína var í fyrsta skipti í byrjunarliði Bayern München og spilaði allan leikinn á hægri kant- inum þegar þýska stórliðið vann Kazygurt frá Kasakstan, 3:0, í München. Litlu munaði að Karól- ína skoraði snemma leiks þegar markvörðurinn varði hælspyrnu frá henni. Bayern vann samtals 9:1 en Karólína þreytti frumraunina í búningi félagsins í fyrri leiknum og skoraði þá eitt markanna. Á meðan Karólína lék sinn ann- an Meistaradeildarleik spilaði Sara Björk sinn 62. leik í keppninni þegar Evrópumeistarar Lyon sigr- uðu Bröndby 3:1 í Kaupmanna- höfn. Þar með vann franska liðið 5:1 samanlagt. Sara lék fyrsta klukkutímann en eftir að Wendie Renard kom Lyon í 3:1 á 50. mín- útu voru úrslitin í raun ráðin. Glódís Perla og samherjar í Rosengård voru í nokkrum vand- ræðum eftir jafntefli á heimavelli, 2:2, gegn austurrísku meisturunum St. Pölten sem Kristrún Rut Antonsdóttir leikur með. En Emma Berglund og Mimmi Lars- son skoruðu fyrir sænska liðið í fyrri hálfleik og það innbyrti góð- an útisigur, 2:0, og sæti í átta liða úrslitunum.  Hin liðin sem komin eru áfram eru Chelsea, Barcelona og Wolfs- burg og þá eru París SG og Man- chester City nær örugg áfram eftir stórsigra í fyrri leikjum sínum. Dregið verður til átta liða úrslita og undanúrslita á morgun. vs@mbl.is Ljósmynd/FCBfrauen Skref Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Bayern München í gærkvöld þegar liðið vann öruggan sigur í Meistaradeildinni. Þrjár íslenskar í átta liða úrslit  Annar stór áfangi hjá Karólínu Leu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.