Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 62

Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 England Manchester City – Southampton............ 5:2 Staðan: Manch. City 29 21 5 3 61:21 68 Manch. Utd 28 15 9 4 55:32 54 Leicester 28 16 5 7 48:32 53 Chelsea 28 14 8 6 44:25 50 West Ham 27 14 6 7 42:31 48 Everton 27 14 4 9 39:35 46 Tottenham 27 13 6 8 46:28 45 Liverpool 28 12 7 9 47:36 43 Aston Villa 26 12 4 10 38:27 40 Arsenal 27 11 5 11 35:28 38 Leeds 27 11 2 14 43:46 35 Wolves 28 9 8 11 28:37 35 Crystal Palace 28 9 7 12 30:47 34 Southampton 28 9 6 13 35:49 33 Burnley 28 7 9 12 20:36 30 Newcastle 27 7 6 14 27:44 27 Brighton 27 5 11 11 27:35 26 Fulham 28 5 11 12 22:33 26 WBA 28 3 9 16 20:56 18 Sheffield Utd 28 4 2 22 16:45 14 B-deild: Barnsley – Derby ..................................... 0:0 Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: Bröndby – Lyon ....................................... 1:3  Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 59 mínúturnar með Lyon.  Lyon áfram, 5:1 samanlagt. Bayern München – Kazygurt................. 3:0  Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék allan leikinn með Bayern.  Bayern áfram, 9:1 samanlagt. St. Pölten – Rosengård ........................... 0:2  Kristrún Rut Antonsdóttir var varamað- ur hjá St. Pölten og kom ekki við sögu.  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård.  Rosengård áfram, 2:4 samanlagt. Atlético Madrid – Chelsea....................... 1:1  Chelsea áfram, 3:1 samanlagt. Lilleström – Wolfsburg ........................... 0:2  Wolfsburg áfram, 4:0 samanlagt. Fortuna Hjörring – Barcelona................ 0:5  Barcelona áfram, 9:0 samanlagt. Spánn Atlético Madrid – Athletic Bilbao........... 2:1 Staða efstu liða: Atlético Madrid 26 19 5 2 50:18 62 Barcelona 26 17 5 4 57:22 56 Real Madrid 26 16 6 4 44:21 54 Sevilla 25 15 3 7 35:20 48 Real Sociedad 26 12 9 5 43:21 45 Real Betis 26 13 3 10 36:40 42 Villarreal 26 8 13 5 34:29 37 Meistaradeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Liverpool – RB Leipzig......................... (0:0) París SG – Barcelona............................. (1:1)  Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur: Midtjylland – OB...................................... 3:0  Mikael Anderson lék allan leikinn með Midtjylland.  Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 62 mín- úturnar með OB og Sveinn Aron Guðjohn- sen lék seinni hálfleikinn. Grikkland Lamia – Larissa ....................................... 2:1  Theódór Elmar Bjarnason var varamað- ur hjá Lamia og kom ekki við sögu.  Olísdeild kvenna HK – KA/Þór ..................................... frestað Haukar – ÍBV ....................................... 21:21 Fram – Stjarnan................................... 29:19 Staðan: Fram 12 9 0 3 351:286 18 KA/Þór 11 7 3 1 277:241 17 ÍBV 12 6 2 4 292:271 14 Valur 12 5 3 4 318:275 13 Stjarnan 12 6 0 6 314:309 12 Haukar 12 4 3 5 296:307 11 HK 11 4 1 6 267:289 9 FH 12 0 0 12 230:367 0 Danmörk Holstebro – Vendsyssel ...................... 29:28  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot í marki liðsins, 24 prósent. Undankeppni EM karla 3. riðill: Úkraína – Færeyjar............................. 25:21 Rússland – Tékkland ........................... 28:27  Rússland 5, Úkraína 3, Tékkland 0, Fær- eyjar 0. 6. riðill: Hvíta-Rússland – Ítalía........................ 37:32  Noregur 4, Hvíta-Rússland 4, Ítalía 2, Lettland 2. 8. riðill: Kósóvó – Rúmenía................................ 23:23  Svíþjóð 6, Rúmenía 3, Svartfjallaland 2, Kósóvó 1. EHF-Evrópubikar karla Slóvakía – Spánn .................................. 18:30  Króatía 4, Ungverjaland 2, Spánn 2, Sló- vakía 0.   HANDBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fram nýtti tækifærið í gærkvöld til að komast á topp Olísdeildar kvenna í handknattleik með mjög öruggum sigri á Stjörnunni í Safamýri, 29:19. KA/Þór komst ekki til leiks gegn HK í gær en reynir aftur að komast suður í dag og getur þar endurheimt efsta sætið. Eftir þennan sigur er nokkuð ljóst að Fram verður annað þeirra tveggja liða sem fara beint í fjögurra liða úrslit. Fram er þremur stigum á undan Val í þriðja sæti og á eftir að mæta stigalausum FH-ingum í næstsíðustu umferðinni. Stjarnan situr eftir í sjötta sæti og er í hörðum slag um að komast í úr- slitakeppnina. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram og Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 17 skot og var með 51,5 prósent markvörslu. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna.  Haukar fengu afar dýrmætt stig í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni með jafntefli, 21:21, gegn ÍBV á Ásvöllum. Haukar voru reyndar nær sigri eftir að hafa lengst af verið undir í annars hníf- jöfnum leik en nýttu ekki lokasókn- ina og Eyjakonur sluppu með skrekkinn. Þetta stig gæti skipt sköpum fyrir Hauka sem eru í baráttu við HK og Stjörnuna en tvö liðanna komast áfram. Haukar eiga eftir að mæta báðum liðunum í tveimur síðustu umferðunum. ÍBV er nær öruggt með að enda í þriðja eða fjórða sæti fyrst leikurinn tapaðist ekki og fær því að óbreyttu heimaleikjarétt í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar þegar liðin í þriðja og fjórða sæti leika við liðin í fimmta og sjötta sæti. Markverðirnir voru í aðal- hlutverkum á Ásvöllum en Annika Petersen í marki Hauka varði 17 skot og Darja Zecevic í marki ÍBV varði 13 skot og var með 50 prósent markvörslu. Sunna Jónsdóttir skoraði 5 mörk fyrir ÍBV og Sara Odden 5 fyrir Hauka. Framarar nýttu tækifærið  Efstar eftir stórsigur á Stjörnunni og nánast öruggar með sæti í undanúrslit- um  Spennuþrungið jafntefli Hauka og ÍBV og dýrmætt stig fyrir bæði lið Ljósmynd/Kristinn Magnússon Ógnar Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamikil í liði Fram í gærkvöld og sækir hér að vörn Stjörnunnar. Sebastian Alexandersson hættir störfum sem þjálfari karlaliðs Fram eftir þetta keppnistímabil en Fram- arar ákváðu að nýta sér uppsagn- arákvæði í samningi hans sem var til tveggja ára í viðbót. Sebastian staðfesti þetta við mbl.is í gær en vildi ekki ræða málið frekar fyrr en Framarar hefðu greint frá þessu opinberlega. Það höfðu þeir ekki gert í gærkvöld en samkvæmt frétt á Vísi.is hefur þegar verið ákveðið að Einar Jónsson snúi heim frá Nor- egi í sumar, þar sem hann þjálfar lið Bergsöy, og taki við Fram á ný. Sebastian víkur fyrir Einari Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Hættir Sebastian Alexandersson yfirgefur Safamýrina í sumar. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik, vill að liðum verði fækkað á ný í þýsku 1. deildinni. Liðum var fjölg- að úr 18 í 20 fyrir þetta tímabil þar sem ekki tókst að ljúka síðasta tímabili. Alfreð sagði við Berliner Morgenpost að álagið á leik- mönnum væri of mikið og það bitn- aði á landsliðinu. „Deild með sextán liðum er best að mínu mati. Ég hef kvartað yfir álaginu í tuttugu ár en það eykst bara. Í öðrum löndum eru 12-14 lið í efstu deild og þá fá lands- lið meiri tíma,“ sagði Alfreð. Alfreð telur að liðin séu of mörg Ljósmynd/@DHB_Teams Þýskaland Alfreð Gíslason tók við landsliðinu á síðasta ári. Þrjár íslenskar knattspyrnukonur verða með liðum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði, þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Karólína var í fyrsta skipti í byrjunarliði Bayern München og spilaði allan leikinn á hægri kant- inum þegar þýska stórliðið vann Kazygurt frá Kasakstan, 3:0, í München. Litlu munaði að Karól- ína skoraði snemma leiks þegar markvörðurinn varði hælspyrnu frá henni. Bayern vann samtals 9:1 en Karólína þreytti frumraunina í búningi félagsins í fyrri leiknum og skoraði þá eitt markanna. Á meðan Karólína lék sinn ann- an Meistaradeildarleik spilaði Sara Björk sinn 62. leik í keppninni þegar Evrópumeistarar Lyon sigr- uðu Bröndby 3:1 í Kaupmanna- höfn. Þar með vann franska liðið 5:1 samanlagt. Sara lék fyrsta klukkutímann en eftir að Wendie Renard kom Lyon í 3:1 á 50. mín- útu voru úrslitin í raun ráðin. Glódís Perla og samherjar í Rosengård voru í nokkrum vand- ræðum eftir jafntefli á heimavelli, 2:2, gegn austurrísku meisturunum St. Pölten sem Kristrún Rut Antonsdóttir leikur með. En Emma Berglund og Mimmi Lars- son skoruðu fyrir sænska liðið í fyrri hálfleik og það innbyrti góð- an útisigur, 2:0, og sæti í átta liða úrslitunum.  Hin liðin sem komin eru áfram eru Chelsea, Barcelona og Wolfs- burg og þá eru París SG og Man- chester City nær örugg áfram eftir stórsigra í fyrri leikjum sínum. Dregið verður til átta liða úrslita og undanúrslita á morgun. vs@mbl.is Ljósmynd/FCBfrauen Skref Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Bayern München í gærkvöld þegar liðið vann öruggan sigur í Meistaradeildinni. Þrjár íslenskar í átta liða úrslit  Annar stór áfangi hjá Karólínu Leu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.