Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 67

Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Pétur H. Ármannsson hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis - Félags höfunda fræðirita og kennslugagna fyrir bók sína Guðjón Samúelsson húsameistari sem Hið íslenska bók- menntafélag gaf út. Í umsögn viður- kenningaráðs Hagþenkis segir að um sé að ræða vandað og ítarlegt yfirlitsrit um ævi og verk Guðjóns og sé það „verðugur minnisvarði um manninn sem mótaði byggingarlist og skipulagsmál hins nýsjálfstæða Íslands.“ Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Frá árinu 2006 hafa verið tilnefndir tíu höfundar og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð skipað fimm félagsmönnum ákvarð- ar þessar tíu tilnefningar, hvaða rit og höfundur hlýtur viðurkenn- inguna. Verðlaunaupphæðin er 1.250.000 kr. Einnig voru tilnefnd að þessu sinni til verðlaunanna Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen fyrir námsefni í dönsku á grunnskólastigi; Bergljót Soffía Kristjánsdóttir fyrir Fræðaskjóða - Bókmenntafræði fyr- ir forvitna; Gísli Pálsson fyrir Fugl- inn sem gat ekki flogið; Gunnar Þór Bjarnason fyrir Spænska veikin; Hjörleifur Hjartarson og Rán Fly- genring fyrir Hestar; Jón Hjaltason fyrir Fæddur til að fækka tárum. KÁINN - Ævi og ljóð; Kjartan Ólafsson fyrir Um Kommúnista- flokkinn og Sósíalistaflokkinn. Draumar og veruleiki - Stjórnmál í endursýn; Kristján Leósson og Leó Kristjánsson fyrir Íslenski kristall- inn sem breytti heiminum; og Sig- urður Ægisson fyrir Íslensku fugl- arnir og þjóðtrúin. Í ávarpi sagði fulltrúi viðurkenn- ingarráðs Hagþenkis, Auðunn Arn- órsson, að kominn hafi verið tími til að hinum merku verkum Guðjóns væri reistur verðugur minnisvarði, og það hafi Pétur H. Ármannsson svo sannarlega gert í þessu riti. „Það fer ekki framhjá neinum sem flettir þessari bók og les að hér er á ferð- inni gríðarlega vandað verk, sann- arlega byggt á „víðtækum og vönd- uðum rannsóknum og djúpum skilningi á viðfangsefninu“,“ sagði Auðunn og vitnaði í umsögn ráðsins um verk Péturs. Mikilvæg söguleg þekking Pétur H. Ármannsson nam arki- tektúr og byggingarsögu í Kanada og Bandaríkjunum. Auk þess að starfa sem arkitekt hefur hann verið deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, kennt við LHÍ og er nú sviðsstjóri hjá Minja- stofnun Íslands. Hann er höfundur blaða- og fræðigreina, fyrirlestra, sýningartexta, bóka og dagskrár- efnis um íslenska byggingarlist. Hann var á dögunum kjörinn heið- ursfélagi í Arkitektafélagi Íslands. Í ávarpi sagði Pétur viðurkenn- ingu Hagþenkis vera sér mikils virði, ekki síst í ljósi þess að vinna hans að rannsóknum og bókaskrif- um hafi lengstum verið aukabúgrein með öðrum og krefjandi störfum. „Því er oft haldið fram að bækur um söguleg efni segi eins mikið um höf- und ritsins og viðfangsefnið sjálft. Bókin um Guðjón húsameistara ber þess vissulega merki að vera rituð frá sjónarhóli starfandi arkitekts, sagnfræðingar eða listfræðingar hefðu án vafa nálgast verkefnið með ólíkri sýn. Það hefur lengi verið skoðun mín að íslenskir arkitektar mættu gera betur í því að halda á lofti merki byggingarlistar, rann- saka og miðla merku framlagi eigin fagstéttar til íslenskrar menningar og samfélags á 20. öld,“ sagði Pétur og hann bætti við: „Afstaða mín hef- ur alla tíð verið sú að söguleg þekk- ing og yfirsýn sé grundvöllur skap- andi hugsunar í arkitektúr og öðrum listgreinum. Að enduruppgötva sé það sama og skapa, að nýsköpun eigi sér aldrei stað í tómarúmi, án sam- hengis við stað og tíma, að þekk- ingarforði sögunnar sé mikilvægasta byggingarefni arkitektsins.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verðlaunaður Pétur H. Ármannsson hlaut viðurkenninguna fyrir veglega bók sína um Guðjón Samúelsson. Pétur hlaut viðurkenningu Hagþenkis  Hlaut viðurkenninguna fyrir bók sína um Guðjón Samúelsson húsameistara  Verkið er „verð- ugur minnisvarði um manninn sem mótaði byggingarlist og skipulagsmál hins nýsjálfstæða Íslands“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.