Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Katla Þorsteinsdóttir eða London sem hún að sjálf- sögðu lauk með glæsibrag. Minningin lifir um yndislega konu sem var falleg yst sem innst og sanna vináttu sem aldrei bar skugga á. Katla var alltaf lífsins megin. Við vottum fjöl- skyldu Kötlu og Ellu vinkonu, sem stóð eins og klettur með henni í veikindum hennar, okkar dýpstu samúð. Auður, Karen og Lilja. Mjög er tregt tungu að hræra kvað Egill þegar sorgin var of þungbær. Sorgin er mikil, en líka þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Minningarnar um Kötlu eru margar, því hún var svo stór í öllu, umhyggju og ást á lífinu. Þú ert svo frá á fæti og falleg augun þín, þú iðar öll af kæti elsku stúlkan mín. (Ó.R.G.) Hún elskaði að hafa fólkið sitt nálægt sér og umhyggjan fyrir því var mikil. Hún elskaði Ítalíu og fór þangað með hópinn sinn síðasta sumar, því hún vildi að þau upplifðu landið eins og hún. Þar nutu þau samvista og ég veit að þær minningar eiga eftir að ylja þeim um ókomin ár. Katla var elsta barnabarn foreldra minna og ólst upp við ástríki for- eldra sinna og fallegt var náið samband systkinanna sem ásamt börnum hennar stóðu eins og klettur við hlið hennar í veikind- unum. Ómetanleg var vinátta Elínar Maríu og vinkvenna hennar þeg- ar þær fóru með henni í síðustu utanlandsferðina hennar, því það að ferðast var hennar lífsnautn. Það verða stórir faðmar sem taka á móti henni; Óli, Palli stóra ástin hennar og mamma hennar. Þótt missir okkar allra sem þekktum hana og elskuðum sé mikill er hugur minn hjá börnum hennar, föður og systkinum, þeirra missir er mikill. Ég bið Guð að vernda þau og gefa þeim líkn. Birna Ketilsdóttir. Síðasti brandarinn hefur verið sagður, síðasta hláturskastið er hljóðnað og gleðitárin varla orðin þurr. Allar samverustundirnar í gegnum síðastliðin 50 ár verða nú að minningum. Eitt af því dýrmætasta sem góður vinur gefur eru minningar í gegnum sameiginlegar upplifanir og þar er af nógu að taka hjá okkur Kötlu. Katla var mjög rík af reynslu og við sem vorum svo gæfusöm að fá að taka þátt í hennar lífi fórum ekki varhluta af því. Hún átti skemmtilegt og við- burðaríkt líf, þó svo að það hafi ekki alltaf verið dans á rósum, og bjó hún yfir þeim einstaka hæfi- leika að dvelja ekki of lengi við og horfa fram á veginn. Stundum á hraða sem ekki allir gátu haldið í við. Þegar maður horfir yfir henn- ar allt of stutta lífshlaup er stundum eins og það hafi verið margar Kötlur á ferð. Það æv- intýri sem hennar líf hefur verið er efni í spennandi og langa bók. Hún hefur kennt mér svo margt í gegnum okkar vináttu, þar á meðal að vera sterk og ekki leggja árar í bát þótt á móti blási. Viljasterka ferðaflugan Katla dreif sig auðvitað í sína hinstu ferð með okkur vinkonunum nú í febrúar. Ég á aldrei eftir að gleyma þeirri fallegu sjón á Leifsstöð þar sem hún gekk til innritunar, glæsileg með sitt fallega dökka hár í gullskóm með hælum. Það er ekki hægt að minnast Kötlu án þess að minnast á háa hæla, enda datt henni ekki annað í hug en að vera á hælum, líka við ótrú- legustu aðstæður. Það var fyrst þegar hún byrj- aði að hlaupa að hún kom niður á lágbotna skó. Katla verður alltaf í mínu hjarta, ég sé fyrir mér fallega brosið hennar sem hún sparaði aldrei, það er mér ljóslifandi. Blessuð sé minning elsku Kötlu sem skilur eftir sig stórt skarð hjá svo mörgum. Fjöl- skyldu Kötlu, börnum, barna- börnum, föður og systkinum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Huggunar eigum við eftir að leita í allar yndislegu minningarnar. Þín vinkona, Hjördís Sigurðardóttir. Að skrifa þessi fátæklegu orð til þín elsku Katla er þyngra en tárum taki. Ég man daginn sem þú komst inn í líf mitt. Ég var 7 ára, þú 23 ára. Síðan eru liðin 33 ár. Mig langar fyrst og fremst að þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér í þessu lífi. Þakka þér fyrir að taka á móti mér sem lít- illi 7 ára stúlku, flétta á mér hár- ið og sauma á mig föt. Þakka þér fyrir þolinmæðina þegar ég var 14 ára óþekkur unglingur. Þakka þér fyrir öll ferðalögin okkar saman. Þakka þér fyrir að vera áfram stór hluti af mínu lífi eftir að pabbi lést þegar ég var 20 ára. Þakka þér fyrir að hlusta og vera til staðar þegar ég var 31 árs í sálarangist. Þakka þér fyrir að vera amma barnanna minna. Þakka þér fyrir að vera stjúp- mamma mín. Líf mitt hefði verið svo miklu fátækara hefði þín ekki notið við. Þú varst mín fyrirmynd á svo marga vegu, en það sem mér þótti það allra besta við þig var þessi óbilandi ást á lífinu; „dass“ af kæruleysi sem ég vildi óska að ég gæti tileinkað mér betur. Ég hugsa oft til þess og hlæ innra með mér þegar ég rifja upp tví- tuga sjálfa mig að biðja þig um uppskrift að sósunni þinni. Það gerði enginn sósur eins og þú og ég ætlaði aldeilis að standa mig. Þegar símtölin voru orðin fjöl- mörg en sósan aldrei eins og hún átti að vera spurðir þú mig loks: „Settirðu ekki örugglega ást í sósuna?“ Kassalaga konan sem ég er skildi ekki hvernig maður setti ást í mat og það var því fyrsta og síðasta tilraunin mín við þessa sósugerð. Ég naut hennar bara hjá þér í staðinn. Lífið færði þér svo sannarlega erfið verkefni sem þú tókst á móti af æðruleysi. Vissulega reyndi oft á, en þannig er lífið. Skin og skúrir. Þrátt fyrir að ég hafi alltaf búið á öðru heimili var tengingin okkar sterk. Það var auðvelt að leita til þín, hvort sem maður vildi ráð, hug- hreystingu eða bara spjalla og hafa gaman. Það var alltaf gam- an að vera í kringum þig. Öll matarboðin, jólaboðin, hlátra- sköllin. Þeim mun ég aldrei gleyma. Það er ekki hægt að ljúka þessum texta án þess að minnast á hversu glæsileg þú varst. Ég man eftir stjörnunum í augunum á mér þegar ég sá þig fyrst í 80‘s- gallanum, með legghlífar og ax- lapúða. Hárið blásið. Það var eins og þú hefðir verið klippt út úr tísku- tímariti og það breyttist ekkert á þessum 33 árum sem við áttum saman. Ég elska þig og mun sakna þín svo lengi sem ég lifi. Ég veit að stór hópur bíður eftir þér og tek- ur vel á móti þér. Ég trúi því og treysti að þú munir vaka yfir okkur öllum. Ég skal gera mitt allra besta til að passa upp á systkini mín fyrir ykkur pabba. Þín Lilja. Í dag kveðjum við með sökn- uði yndislega vinkonu, nú vantar eina í hópinn okkar. Við vissum hvert stefndi en kallið kom fyrr en búist var við og höggið var sárt. Við kynntumst í gegnum Rauða krossinn, kölluðum okkur Aðalritarana en allar höfðum við starfað sem framkvæmdastjórar deilda félagsins. Við vorum ólík- ar að mörgu leyti og vógum hvor aðra upp á góðan hátt. Það sem tengdi okkar var ástríðan fyrir að gera heiminn betri og njóta lífsins. Katla gerði heiminn svo sannarlega betri á marga vegu, ekki bara í gegnum störf sín. Hún var með eindæmum hug- rökk, jákvæð, lífsglöð og hrókur alls fagnaðar. Þessir fallegu eig- inleikar smituðu þá sem um- gengust hana og hún var fyrir- mynd að svo mörgu leyti. Við höfðum alltaf áform um að ferðast saman, Katla vildi fara til London og kynna okkur fyrir borginni eins og hún þekkti hana, nú eða skella okkur á suð- rænar slóðir og njóta lífsins. Þar sem ekki varð af ferða- áformum okkar varðveitum við samverustundirnar í hjörtum okkar. Það var aldrei lognmolla þegar við hittumst, allt var rætt, mikið hlegið, grátið, borðað og skálað. Ferðaflugan er nú farin í ferðalagið langa og farin að kanna nýjar slóðir í æðri veröld. Við sendum elsku fjölskyldu og ástvinum Kötlu innilegar sam- úðarkveðjur og hlýtt faðmlag. Blessuð sé minning Kötlu okkar. Linda Ósk, Áshildur, Þóra Kristín og Hildur. Í dag kveðjum við einstaka hæfileikakonu sem er sárt sakn- að. Ég var svo lánsöm að ráða Kötlu til Útfararstofu Kirkju- garðanna þegar unnið var að endurskipulagningu fyrirtækis- ins og stofnuð var lögfræðideild. Umsækjendahópurinn var stór en Katla glansaði, bar af og var því ráðin til starfa. Það var mikið lán fyrir fyrirtækið og okkur samstarfsmenn. Á vinnustað þar sem sorgin er viðfangsefni alla daga var lífslán að njóta lífskrafta Kötlu. Það var aldrei ládeyða á skrifstofunni eft- ir að hún kom til starfa. Hún sagði sögur sem voru kraftmikl- ar, litríkar og skemmtilegar. Hún var lífskúnstner og sagna- meistari. Katla vann að margvíslegum verkefnum á sviði lögfræði. Ég tel að allir bestu eiginleikar hennar hafi notið sín í störfum hennar varðandi flutning látinna ferðamanna til síns heima. Hún bjó yfir ríkri mannúð og henni var allt mögulegt. Hún taldi ekki eftir sér, hvorki að nóttu né degi, að svara símtölum frá Indlandi, Japan eða Kína. Tímamunur var engin hindrun. Hún skipulagði einnig flug ástvina til Íslands, reddaði þeim hóteli, bókaði fyrir þá veitingastaði og skutlaði um alla borg. Gjafir og þakkir sem henni bárust vegna starfa henn- ar vermdu okkur samstarfsfólk. Katla var heimsborgari og skildi þá þrá fólks að ferðast erlendis. Reyndar var hún mesta ferða- fluga sem ég hef kynnst. Hún sagði eitt sinn: „Mér líður bara illa ef ég á ekki farseðil, helst vil ég eiga nokkra í skúffunni.“ Þeg- ar við hittumst í hinsta sinn sagði hún okkur, vinkonum sínum, frá óvissuferð fyrir ástvin, sem hún var búin að skipuleggja um miðj- an mars. Hún geislaði af gleði þegar hún sagði frá. Við samstarfskonur hennar á útfararstofunni nutum ekki að- eins að hlusta á ferðasögur Kötlu. Við fórum í reisur með henni, bæði innanlands og utan. Með dags fyrirvara skipulagði hún ógleymanlega helgarferð okkar til Parísar. Þar var hlegið, búbblað og glaðst. Katla var far- arstjóri og veislustjóri ferðarinn- ar. Hún handmálaði handa okkur ferðakampavínsglös, tryggði að það væri til kampavín í fluginu, pantaði hótel, aðgang að listsýn- ingum og bauð okkur í margrétta lúxussiglingu á Signu. Kraft- mikla ferðaflugan er flogin í sína hinstu ferð. Hún er farin á vit nýrra æv- intýra með fólkinu sem hún syrgði svo sárt, bróður, mömmu og eiginmanni. Í djúpri þökk og virðingu kveð ég einstaka vinkonu sem var ekkert ómögulegt. Blessuð sé minning elsku Kötlu. Ég bið góð- Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI VALDIMARSSON, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 20. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magnús Bragason Heidrun Bragason Elfa Björk Bragadóttir Úlfar Hentze Pálsson Valdimar Bragi Bragason Bianca Pinho Nanna R. Vollmar Kr. George Michael Vollmar Þór Reykfjörð Kristjánsson Elfa Guðbjartsdóttir Vernharður Óskar Kristjáns. Renée Ahlberg barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STURLA V. HÖGNASON, Kópubraut 11, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 4. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. mars klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/sturlav Högni Sturluson Svanhvít Erla Gunnarsdóttir Svanberg Ingi Sturluson Sigríður Rós Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁRNI ÓLASON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. mars klukkan 13. Ásta Árnadóttir Stefán Gunnarsson Eyrún Björnsdóttir Árni Gunnarsson Sigríður Bjarnadóttir Guðmundur Óli Gunnarsson Magnea Magnúsdóttir Árni Þór Jónsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, amma og langamma, LILJA HULD SÆVARS Mánatúni 6 lést á líknardeild Landspítala 3. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 17. mars klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni. https://youtu.be/d7p4ZdrqmdY Ína Karlotta Árnadóttir Dagur Brynjólfsson Svava Kristín Egilson Gunnlaugur Magnússon Jóhann Magnússon Hólmfríður Díana Magnúsd. barnabörn og barnabarnabörn Mín yndislega og elskaða eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Sléttuvegi 31, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 9. mars. Jarðaför auglýst síðar. Vilhjálmur Þór Ólafsson Ólafur Vilhjálmsson Anna Erla Þorsteinsdóttir Rúnar Þór Vilhjálmsson Jóna Rán Ingadóttir Gísli Már Vilhjálmsson Þórdís Einarsdóttir Eva Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA WIGELUND kaupmaður í Verðlistanum við Laugalæk, lést á Hrafnistu Laugarási mánudaginn 22. febrúar í faðmi ástvina. Útför fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 12. mars klukkan 15 og eru aðstandendur og vinir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hlekk á skráningu má finna á andlátsvef Morgunblaðsins eða mæta með miða með nafni, kennitölu og símanúmeri. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni: Útför – Erla Wigelund. Sigrún Júlía Kristjánsdóttir Jóhann Ásmundsson Erla Sigurðardóttir Elínborg Sigurðardóttir Geir Borgar Geirsson Íris Wigelund Pétursdóttir Ástmar Ingvarsson Kristján Karl Pétursson Lilja Bjarnadóttir Gunnar Wigelund Lisa María Lognberg Auður E. Jóhannsdóttir Johanis Borrero Arcieri Ásmundur Jóhannsson Brynhildur Oddsdóttir Ragnar Pétur Jóhannsson Valgerður Helgadóttir og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.