Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
hafðu það notalegt í vetur
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildarorkukostnaður heimila á ári
vegna rafmagns og húshitunar, fyrir
sambærilega eign á landinu er hæstur
í dreifbýli þar sem ekki er hitaveita
eða 312 þúsund kr. Heildarkostnaður-
inn í þéttbýli er hæstur 284 þúsund kr.
á Hólmavík og öðrum þéttbýlisstöðum
á Vestfjörðum með beina rafhitun og
þar næst 279 þúsund kr. á þétt-
býlisstöðum annars staðar á landinu
þar sem er rafhitun, þ.m.t. á Grund-
arfirði, í Neskaupstað, á Reyðarfirði
og á Vopnafirði. Lægsti heildar-
orkukostnaður landsins er á Seltjarn-
arnesi, 145 þúsund kr., en þar næst á
Flúðum, 155 þús. kr., og í Mosfellsbæ,
160 þús. kr.
Þessar upplýsingar koma fram í ný-
birtum samanburði á orkukostnaði
heimila 1. september í fyrra sem
Orkustofnun hefur reiknað út fyrir
Byggðastofnun, sem birtir hana á vef
sínum. Viðmiðunareignin er 140 fer-
metra einbýlishús.
Í ljós kemur að munur á milli
lægsta mögulega raforkuverðs og al-
gengasta verðs hefur vaxið síðustu ár.
„Árið 2017 var munurinn mestur 2,1%
á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi
en fór í 3,8% árið 2018 og 4,7% 2019 á
sömu stöðum. Nú er munurinn enn
meiri og er nú mestur 5,4%.“
Lægsti húshitunarkostnaðurinn er
á Flúðum og Seltjarnarnesi, um 66
þúsund kr. á heimilið, og í Braut-
arholti á Skeiðum, um 53 þúsund kr.,
og segir í skýrslunni að á þessum stöð-
um sé því húshitunarkostnaður um
þriðjungur af kostnaðinum þar sem
hann er hæstur. Á höfuðborgarsvæð-
inu er húshitunarkostnaður viðmið-
unareignar hæstur í Reykjavík, Kópa-
vogi, Garðabæ og Hafnarfirði, 106
þúsund kr. „Lægsti húshitunarkostn-
aður höfuðborgarsvæðisins er á Sel-
tjarnarnesi hjá Hitaveitu Seltjarnar-
ness, um 66 þ.kr., en hann hefur
hækkað um 19,1% frá 2014.
Húshitunarkostnaður í Mosfellsbæ
hjá Hitaveitu Mosfellsbæjar er einnig
með minna móti eða 82 þ.kr. og hefur
lækkað um 3,6% síðan 2014,“ segir þar
enn fremur.
Fram kemur að munurinn er tals-
vert meiri á húshitunarkostnaði á milli
svæða en á raforkuverði. „Lægsti
mögulegi kostnaður þar sem húshitun
er dýrust er um þrefalt hærri en þar
sem húshitun er ódýrust. Lægsta
mögulega verð er hæst á stöðum þar
sem þarf að notast við beina rafhitun,
meðal annars á Grundarfirði, á
Hólmavík, á Neskaupstað, á Reyð-
arfirði, í Vík og á Vopnafirði auk dreif-
býlis á svæðum RARIK og Orkubús
Vestfjarða.“ Birt hefur verið mæla-
borð á vefnum þar sem hægt er að
skoða orkukostnað á einstökum stöð-
um.
Vestmannaeyjar
229.809
Grundarfjörður
279.221
Reykjavík, Kópavogur
og Garðabær (austur)
198.896
Hafnarfjörður og
Garðabær (vestur)
187.493
Patreksfjörður
276.823
Hvammstangi
197.778
Reyðarfjörður
279.221
Vopnafjörður
279.221
Hvolsvöllur
244.638
Búðardalur
250.318
Drangsnes
229.299
Stokkseyri
204.249
Varmahlíð
178.182
Reykjahlíð
193.802
Reykhólar
256.563
Ísafjörður
276.539
Grindavík
175.849
Kópasker
271.334
Blönduós
250.318 Hrafnagil
183.010
Grenivík
273.606
Húsavík
188.974
Höfn
267.074
Vík
279.221
© 2021 Mapbox © OpenStreetMap
145 þús. 284 þús.
Orkukostnaður á ári
Orkukostnaður árið 2020
Kostnaður við
rafmagnsnotkun
og húshitun
*Miðað við einbýlishús,
140 m2 að grunnfleti og 350 m3,
4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun
og 28.400 kWst við húshitun.
**Samkvæmt gjaldskrá 1. sept. 2020.
Heimild: ByggðastofnunHeildarkostnaður, krónur á ári*
– lægsta mögulega verð**
Lægsti orkukostnaður
Seltjarnarnes 144.852
Flúðir 154.610
Mosfellsbær 160.472
Hæsti orkukostnaður
Vík 279.221
Vopnafjörður 279.221
Hólmavík 283.574
Vaxandi verðmunur
- Heildarorkukostnaður heimila lægstur á Seltjarnarnesi en
hæstur á Hólmavík samkvæmt samanburði Orkustofnunar
Hlutfall eldri borgara hér á landi af
heildarfjölda íbúa er lægra en í
flestum öðrum Evrópulöndum. Nýr
samanburður Eurostat, hagstofu
Evrópusambandsins, sýnir að hlut-
fall 65 ára og eldri var 14,4% af
íbúafjölda á Íslandi og á Írlandi í
byrjun seinasta árs. Þetta er næst-
lægsta hlutfallið í samanburði sem
nær til 37 landa og var eingöngu
lægra í Tyrklandi þar sem það var
9,1%.
Eldri borgarar, 65 ára og eldri,
eru ríflega fimmtungur allra íbúa í
löndum Evrópusambandsins. Í elstu
aldurshópunum hefur fjölgað um-
talsvert á umliðnum árum. Hlutfall
65 ára og eldri af íbúafjölda í lönd-
um ESB hefur hækkað um þrjú pró-
sentustig á einum áratug. Á Íslandi
hefur þetta hlutfall hækkað úr
13,2% í 14,2% frá árinu 2014.
Tæpur fjórðungur Ítala
Hæsta hlutfall aldraðra í ESB-
löndunum var á Ítalíu í byrjun síð-
asta árs eða 23,2% og næsthæst á
Grikklandi og í Finnlandi eða 22,3%
í hvoru landi um sig.
Hlutfall aldraðra af mannfjöld-
anum í Svíþjóð í fyrra var 20%, í
Danmörku 19,9% og 17,5% íbúa
Noregs voru 65 ára eða eldri.
Aldraðir 2,7% íbúa Mayotte
Hagstofan skoðaði einnig fjölda
aldraðra á einstökum landsvæðum
og í héruðum og borgum í nokkrum
löndum. Hlutfall aldraðra er t.a.m.
mun hærra meðal íbúa í borginni
Chemnitz í austurhluta Þýskalands
eða 29,3% en í landinu öllu þar sem
það er 21,8%. Eldri borgarar eru
aftur á móti ekki fyrirferðarmiklir
meðal íbúa í Mayotte í Frakklandi
þar sem þeir eru aðeins 2,7% af íbú-
um og 6,1% íbúa í Franska
Gvæjana. omfr@mbl.is
Eldra fólk á Ís-
landi 14,4% íbúa
- Eurostat ber
saman hlutfall
eldri borgara af
íbúafjölda í Evrópu
Morgunblaðið/Eggert
Á myndlistarsafni Hlutfall 65 ára og
eldri af íbúafjöldanum fer vaxandi.
Vegagerðarmenn hafa þrengt að
umferð á Suðurstrandarvegi nálægt
Festarfjalli, lækkað hámarkshraða
og sett þungatakmarkanir á vegna
skemmda sem komu í ljós í fyrradag
og í gærmorgun. Skemmdirnar eru
afleiðingar jarðskjálfta sem þar hafa
orðið.
Sprungur hafa myndast við axlir
og í fyllingu og fylling einnig sigið
töluvert þannig að vegrið hefur ekki
fullan stuðning á nokkrum köflum,
samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni. Vegurinn hefur einnig
sprungið þvert á nokkrum stöðum.
Ekki er að sjá að vegurinn sjálfur
hafi sigið.
Þrengt er að umferð þar sem
mestu skemmdirnar eru. Stórir
flutningabílar geta ekki notað veginn
á meðan sjö tonna þungatakmark-
anir eru í gildi.
Stórir skjálftar riðið yfir
Eftir er að skoða skemmdirnar
betur og meta burð í vegbrúninni, að
sögn G. Péturs Matthíassonar upp-
lýsingafulltrúa. Jafnframt þarf að
skipuleggja viðgerðir. Segir hann að
vegurinn teljist ekki hættulegur veg-
farendum með þeim ráðstöfunum
sem gripið hefur verið til. Vegagerð-
in hvetur vegfarendur þó til að fara
varlega um veginn og svæðið allt
enda sé skjálftavirknin áframhald-
andi og breytingar geti orðið.
Skemmdirnar komu í ljós í fyrra-
dag og í gærmorgun. G. Pétur segir
að vegurinn sé vel vaktaður. Hann
segir þó ekki hægt að tengja þær
neinum tilteknum jarðskjálfta en
þeir hafa verið margir. Stærsti
skjálftinn að undanförnu var á
sunnudag, um klukkan hálf fjögur,
5,4 að stærð, en hann varð einmitt
undir Suðurstrandarvegi, nokkra
kílómetra niðri í jarðskorpunni.
Hætta vegna grjóthruns
Jarðskjálftarnir á Reykjanesi hafa
einnig haft þær afleiðingar að grjót
hefur hrunið úr fjöllum. Vegna þess
hvetur lögreglan á Suðurnesjum
göngufólk til að gæta varúðar í fjall-
lendi á svæðinu. Ekki er þó einungis
hætta á ferðinni í fjalllendi, heldur
einnig við strendur skagans. Vart
hefur orðið við mikið grjóthrun úr
sjávarhömrum vestan við Festar-
fjall, í grennd við Grindavík. Gera
má ráð fyrir slíku hruni víðar, svo
sem við Krýsuvíkurbjarg og Vala-
hnjúk við Reykjanesvita.
helgi@mbl.is
Ljósmynd/Vegagerðin
Suðurstrandarvegur Fylling utan á öxlum vegarins hefur sigið og sprunga
myndast. Vegrið nýtur ekki lengur fulls stuðnings frá uppistöðum sínum.
Skemmdir á vegi
vegna skjálftanna
- Aka þarf varlega við Festarfjall