Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk um sameiningu tveggja lóða í Kvosinni í Reykjavík, Póst- hússtrætis númer 3 og 5. Á lóðunum standa tvö sögufræg hús, gamla lög- reglustöðin og gamla pósthúsið. Synjunin var ákveðin á grundvelli umsagnar verkefnisstjóra. Það voru THG arkitektar sem sendu inn framangreinda fyrirspurn fyrir hönd eiganda húsa á lóðunum, fasteignafélagsins Reita. Fram kemur í umsögn verk- efnastjóra skipulagsfulltrúa að ástæða fyrirspurnar sé fyrirhuguð viðbygging við Pósthússtræti 5 sem að hluta til verður staðsett á lóð Póst- hússtrætis 3. „Eins og fram kemur í aðalskipulagi um borgarvernd skal vernda grunnmynstur byggðarinnar og lóðafyrirkomulag í eldri hlutum borgarinnar – ekki síst í Kvosinni. Ekki skal sameina lóðir nema mjög sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Rök fyrir sameiningu lóðanna nr. 3 og 5 við Pósthússtræti eru ekki talin nægilega sterk,“ segir í umsögninni. Hins vegar mætti skoða minni háttar tilfærslu/hliðrun á mörkum lóðanna. Reitir áforma að endurbyggja bak- byggingu í portinu bak við húsin, alls 132 fermetra, og byggja við hana létta 140 fm viðbyggingu. Nýbygg- ingin verður ein hæð og kjallari, eins og núverandi bakbygging. Fyrir- hugað er að koma fyrir veitinga- starfsemi á 1. hæð og kjallara Póst- hússtrætis 5 (pósthúsinu). Markmiðið með endurbótum og við- byggingu í portinu sé að bæta að- gengi hreyfihamlaðra og fegra port- ið, sem snýr að Hafnarstræti. Nýbyggingin verði vönduð og muni taka mið af núverandi byggingum. Minjastofnun hafi ekki gert at- hugasemdir við þessar fram- kvæmdir. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir verða unnar í samráði við stofnunina. Reitir fasteignafélag hf. sótti í des- ember í fyrra um leyfi til þess að breyta núverandi starfsemi á 1. hæð gamla pósthússins í Pósthússtræti 5 í mathöll með alls 12 rekstrarein- ingum. Staðurinn á að rúma samtals 161 gest í sæti á 1. hæð og 28-50 í kjallara, eða allt að 211 gesti. „Rólegar“ vínveitingar Veitingastaðirnir í mathöllinni verða í flokki ll, tegund C. Í reglu- gerð er þessari tegund veitingastaða þannig lýst: „Umfangslitlir áfengis- veitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu, svo sem með háværri tónlist, og afgreiðslutími er ekki lengri en til kl. 23 og kalla ekki á mik- ið eftirlit og/eða löggæslu.“ Húsið í Pósthússtræti 5 var reist árið 1915. Það er í klassískum stíl og er síðasta verk Rögnvalds Ólafs- sonar, sem kallaður hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Þegar Íslands- póstur hætti rekstri pósthúss þar í nóvember 2018 lauk einnar og hálfr- ar aldar póststarfsemi við Pósthús- stræti Pósthússtræti 3, gamla lög- reglustöðin, sem fyrst var notað fyrir barnakennslu, er hlaðið steinhús, reist árið 1882. Það er hannað af Frederik Anton Bald en Guðjón Samúelsson húsameistari hannaði þakbreytingu. Bæði húsin eru friðuð, enda tengjast þau sögu barna- kennslu, löggæslu og póst- og síma- mála í Reykjavík. Svokallaðar mathallir hafa rutt sér til rúms í Reykjavík á undanförnum árum og nú hillir undir fleiri slíkar. Mathallir hafa verið starfræktar við Grandagarð og á Ártúnshöfða. Auk mathallarinnar við Pósthússtræti er áformað að opna slíkar hallir í Borg- artúni og Kaffi Reykjavík við Vest- urgötu. Fá ekki að sameina lóðir í Pósthússtræti - Mathöll með 12 veitingastöðum verði í gamla pósthúsinu og minni byggingum í porti baka til - Húsin sögufræg og friðuð Morgunblaðið/sisi Pósthússtræti Gamla pósthúsið (rautt), þar sem mathöllin verður á 1. hæð. Svarta húsið er gamla lögreglustöðin en í porti hússins verða útiveitingar. Andrés Magnússon andres@mbl.is Það er ekki eftir neinu að bíða við undirbúning viðspyrnu við kórónu- kreppunni. Það er samdóma álit þeirra Jens Garðars Helgasonar, framkvæmdastjóra Laxa, og Jó- hannesar Þórs Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF), en þeir eru gestir í Þjóðmálunum, umræðuþætti Dag- mála, sem birtur er í dag. Þar var kórónukreppan í brenni- depli, hvernig hún hefur leikið efna- hags- og atvinnulíf landsins, hvernig komast megi upp úr henni og hvaða áskorana og breytinga sé helst að vænta á því sviði. Þeir félagar lýstu ólíkum að- stæðum í ferðaþjónustu, sjávar- útvegi og fiskeldi á dögum heims- faraldursins, þar sem ferða- þjónustan hefur nánast lagst í dvala, en hinar hefðbundnari greinar mallað áfram eins og vel smurð vél. Þeir minntu hins vegar á að atvinnu- lífið í litlu landi væri mjög samþætt og einstakar greinar háðar hver ann- arri. Jens Garðar dró þannig fram að bæði sjávarútvegur og fiskeldi væru háð viðskiptum við ferðaþjónustuna og Jóhannes Þór minnti á að útflutn- ingur á ferskum fiski, einhver arð- bærasti hluti sjávarútvegsins, væri háður tíðum flugferðum milli landa. Kórónukreppan hefði verið að miklu leyti linuð með skuldsetningu ríkissjóðs, en þar hefði markmiðið einnig verið að halda lífi í ferðaþjón- ustunni. Það gengi þó ekki til eilífð- arnóns og einstaklega mikilvægt að ferðaþjónustan tæki að einhverju leyti við sér í sumar, ætti hún að vera lífvænleg. Fjárfesting í steinsteypu og aðstöðu myndi vissulega lifa þótt sumarið í ár brygðist, en það ætti ekki við um þekkingu og mannauð, sem myndi leita annað, eða það markaðssamband, sem byggt hefði verið upp á umliðnum árum. Þá blasti við að þar munaði um hvern dag og hverja viku, því sér- hver töf á viðspyrnunni gæti lengt þann tíma um mánuði eða ár, sem tæki að vinda ofan af efnahags- lægðinni og skuldsetningunni. Dagmál eru einungis opin áskrif- endum Morgunblaðsins, en þar birt- ast daglegir viðtalsþættir um fréttir, menningu, íþróttir, hagsmunamál, dægurmál og fleira. Þá má finna á mbl.is/dagmál Morgunblaðið/Hallur Dagmál Jens Garðar Helgason hjá Löxum og Jóhannes Þór Skúlason hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) í viðtali við Andrés Magnússon. Liggur lífið á í viðspyrnunni Stjórn Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á heil- brigðisráðherra að endurskoða af- stöðu sína til uppsagna starfsfólks hjúkrunarheimilanna í Fjarða- byggð og Vestmannaeyjum. Að öðr- um kosti beiti ráðherra sér fyrir þeim lagabreytingum sem þörf er á til að yfirfærsla rekstrarins frá sveitarfélögum til stofnana ríkisins gangi vel fyrir sig og kippi ekki fót- unum undan starfseminni. „Næg mistök hafa verið gerð í þessum málum hingað til,“ segir þar. Í ályktuninni kemur fram að þörf er fyrir skýrt, gegnsætt og skilvirkt verklag við yfirfærslu jafn við- kvæmra verkefna og felast í heil- brigðisþjónustu á milli rekstrar- aðila, hvort sem ríkið eða annar aðili á í hlut. Stjórnvöld verði að gera sitt til að slík yfirfærsla hafi lágmarksáhrif á þjónustunotendur, þau geti ekki aðeins lagt þær kröf- ur á aðra aðila. Morgunblaðið/Golli Seljahlíð Hjúkrunarheimili eru komin í rekstrar- og greiðsluerfiðleika. Starfsfólki verði ekki sagt upp - Þörf á skýru verklagi við yfirfærslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.