Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Kjólar • Tunikur
Blússur • Peysur
Bolir • Jakkar • Vesti
Verið velkomin
Nýjar
töskur
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Emer Cooke, forstjóri Lyfjastofnun-
ar Evrópu, EMA, sagði í gær að
hingað til hefði ekkert komið fram
sem tengdi bóluefni Oxford-háskóla
og AstraZeneca gegn kórónuveir-
unni við aukna hættu á blóðtappa-
myndun. Hvatti Cooke ríki Evrópu
til þess að halda áfram bólusetning-
um með efninu, en um 20 ríki hafa nú
frestað þeim, þrátt fyrir að farald-
urinn sé í uppgangi í álfunni.
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar, WHO, í örygg-
ismálum bóluefna funduðu í gær með
fulltrúum EMA og ræddu þau gögn
sem fram eru komin um öryggi
AstraZeneca-efnisins.
Cooke sagði að stofnunin væri að
fylgjast með mögulegum neikvæðum
afleiðingum í öllum bóluefnum, ekki
bara AstraZeneca. Greint hefur ver-
ið frá um 37 tilfellum af blóðtappa í
kjölfar bólusetningar með efninu, en
búið er að gefa um 17 milljónir
skammta af því. Er sú tíðni lægri en
tíðni blóðtappa almennt.
Faraldurinn er í miklum uppgangi
á meginlandi Evrópu sem stendur og
hafa nokkur ríki, eins og Noregur og
Ítalía, hert á sóttvarnareglum sínum
að undanförnu. Því hefur heyrst
nokkur gagnrýni um að stjórnvöld í
þessum ríkjum séu að slá bólusetn-
ingum á frest vegna málsins. Ólga er
sögð í þýsku ríkisstjórninni vegna
málsins, en forsvarsmenn þýska
Sósíaldemókrataflokksins SPD,
samstarfsflokks Angelu Merkel
kanslara, gagnrýndu ákvörðunina
harðlega og sögðu hana sýna að rík-
isstjórnin hefði enga skýra stefnu.
Krafðist einn úr röðum SPD afsagn-
ar Jens Spahn heilbrigðisráðherra,
en óttast er að ákvörðunin muni
draga úr trausti Þjóðverja á efninu,
sér í lagi þar sem það var sagt öruggt
í síðustu viku.
Hafi fallið fyrir ofsahræðslu
Ekki hafa öll Evrópuríki þó kosið
að hætta við bólusetningu með
AstraZeneca-efninu, en Michal
Dworczyk, yfirmaður bólusetningar-
herferðar Póllands, sagði að þau ríki
„hefðu fallið fyrir ofsahræðslu sem
fjölmiðlar hefðu ýtt undir með um-
fjöllun um meintar aukaverkanir“.
Utan Evrópu hafa Kanadamenn
ákveðið að halda sínu striki, og skor-
aði Justin Trudeau forsætisráðherra
á samlanda sína að láta bólusetja sig,
en fregnir hafa borist þaðan um
aukna tregðu til bólusetningar með
AstraZeneca vegna fréttanna.
Þá ákvað Prayut Chan-O-Cha, for-
sætisráðherra Taílands, að bólusetja
sig með AstraZeneca, en landið af-
létti banni sínu við efninu í gær. „Ég
sýni fordæmi í dag,“ sagði Prayut.
Engin tengsl hafa fundist
- EMA segir ekkert benda til þess að bóluefni AstraZeneca auki líkur á blóðtappa
- Faraldurinn í uppgangi í Evrópu - Kanadamenn hvattir til að bólusetja sig
2.000 ára gömul textabrot úr biblíunni, lúsakambur
og tágakarfa sem sögð er um 10.500 ára gömul voru
á meðal fornminja sem ísraelskir fornleifafræðingar
sýndu í fyrsta sinn í gær. Leifarnar uppgötvuðust
fyrir skömmu við uppgröft í suðurhluta Ísraels.
Textabrotin úr Biblíunni voru á grísku og fundust
í helli, sem nefndur er „Hryllingshellirinn“. Er þetta
fyrsti slíkur fundur frá því að Dauðahafshandritin
fundust árið 1960.
Kolefnisrannsóknir segja að tágakarfan sem hér
sést til hægri sé um 10.500 ára gömul og er hún því
elsta slíka karfa sem varðveist hefur. Vanalega
myndi viðurinn í körfunni hafa grotnað niður, en að-
stæður í hellinum og eyðimerkurloftið varðveittu
körfuna að sögn fornleifafræðinga. AFP
Textabrot og
tágakörfur
Filippus prins,
hertogi af Ed-
inborg og eig-
inmaður El-
ísabetar 2.
Bretadrottn-
ingar, var í gær
útskrifaður af St.
Bartholomew’s-
sjúkrahúsinu í
Lundúnum, en
prinsinn hefur
glímt við hjartavandamál und-
anfarnar vikur.
Filippus er 99 ára gamall og stað-
festi breska konungsfjölskyldan að
hann væri nú aftur kominn til Wind-
sor-kastala, en þar hefur hann dval-
ist ásamt drottningunni í einangrun
frá því að heimsfaraldurinn byrjaði.
BRETLAND
Filippus kominn
heim af sjúkrahúsi
Filippus,
hertogi af Edinborg
Kim Yo-jong,
systir einræð-
isherrans Kims
Jong-un, varaði í
gær Bandaríkja-
menn við því að
„valda púðurþef“
í samskiptum
ríkjanna, en um-
mæli hennar
féllu í tilefni af
ferð þeirra Lloyds Austin, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, og
Antonys Blinken utanríkisráðherra
til Japans og Suður-Kóreu.
Ferð þeirra er ætlað að styrkja
bandalag Bandaríkjanna við helstu
bandamenn sína í Kyrrahafi og
sporna um leið við ítökum bæði
Kínverja og Norður-Kóreumanna.
Kim Jong-un hefur ráð systur
sinnar í miklum hávegum og þykir
yfirlýsing hennar því vísbending
um þankagang norðurkóreskra
stjórnvalda gagnvart Bandaríkj-
unum, en þetta var í fyrsta sinn sem
Norður-Kóreumenn tala opin-
berlega um Bandaríkjastjórn eftir
að Joe Biden tók við forsetaemb-
ættinu. Telja sérfræðingar í mál-
efnum landsins líklegt, að Norður-
Kóreumenn muni reyna að ögra
Bandaríkjunum bráðum.
NORÐUR-KÓREA
Varar Bandaríkin við
að „valda púðurþef“
Kim Yo-jong
Atvinna