Morgunblaðið - 17.03.2021, Page 16

Morgunblaðið - 17.03.2021, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 ✝ Grétar Rafns- son fæddist í Reykjavík 7. júlí 1961. Hann varð bráðkvaddur 11. janúar 2021 í Las Palmas á Kan- aríeyjum. For- eldrar hans eru Rafn Sigurbergs- son vélstjóri, f. 24. nóvember 1933, og Edda Ísaks verka- kona, f. 28. apríl 1934, d. 8. maí 2017. Systkini hans eru Rún, f. 29. nóvember 1957, og Páll, f. 29. janúar 1959. Grétar eignaðist tvær dætur: Gyðu Dröfn, f. 2. janúar 1988, sonur hennar er Anton Grétar, f. 16. ágúst 2011, og Ísfold Rán, f. 24. mars 1994. Maki hennar er Valur Örn Vífilsson og börn þeirra eru Eldey Elísabet, f. 11. júlí 2017, og Rafnar Óðinn, f. 27. júní 2020. Minningarathöfn fór fram í Árbæjarkirkju hinn 4. mars 2021. Lífið er svo óréttlát stundum, að taka þig frá okkur svona skyndilega. Það er mikill tregi í hjarta mínu, því ég sakna þín gífurlega. Það er ótrúlega erfitt að setj- ast niður og skrifa kveðjuorð til þín því mér líður eins og við ætt- um svo ótrúlega margt eftir. Mig langar að þakka þér fyrir árin sem við fengum að búa sam- an, þá sérstaklega í Hafnarfirð- inum. Þar horfðum við oft á Strump- ana og spiluðum Memory-spilið saman. Þú sýndir það ekki en ég vissi hvað þú áttir erfitt með að tapa stundum fyrir mér og ég veit fyrir víst að ég fékk mitt keppnisskap frá þér. Tónlistin var líf þitt og þú kynntir fyrir mér Nick Cave og mér fannst ekkert skemmtilegra en að spá í textunum hans með þér og leysa allar lífsins gátur saman. Þú lést alla í kringum þig finna að þeir skiptu miklu máli og alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa fólki, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Ég veit að það var alltaf mikill tregi í þér að hafa ekki getað gert meira fyrir mig, en ég vil bara að þú vitir hvað ég elskaði þig mikið. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en okkar samband ein- kenndist af mikilli blíðu og áhuga gagnvart mér. Þú ert hetja í mínum augum að hafa þrátt fyrir alla þessa erfiðleika náð að rækta þessa stórkostlegu eiginleika sem þú hafðir. Þú sást þá kannski ekki sjálfur en aðrir tóku svo sannarlega eftir þeim. Þú tókst ábyrgð á þér og varst aldrei bitur í garð neins. Þetta eru eiginleikar sem ég horfi á með aðdáun því það er enginn þér líkur. Þú varst virkilega einlægur og vandaður maður og vinur vina þinna og reyndir alltaf að miðla þinni reynslu til annarra. Það var svo yndislegt að fá þig til að dvelja hjá okkur á milli jóla og nýárs og eru það minn- ingar sem ég mun halda fast í. Síðasta samtalið okkar er mér einnig mjög dýrmætt þar sem þú hrósaðir mér og sagðir hvað þú værir yfir þig stoltur af mér og mínum börnum. Mér þótti al- veg ósegjanlega vænt um að heyra þetta frá þér. Ég sakna svo að heyra rödd- ina þína, þessa sérstöku og ein- stöku rödd. Takk fyrir að reyna alltaf að gera þitt besta. Þú ert hetjan mín, elsku pabbi. Ég lít upp til þín alla daga eins og ég hef alltaf gert og mun alltaf gera. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn og hugsa því að þú sért hjá mér. Sorgin er mikil og sár en þú sýndir mér hversu miklum styrk er hægt að búa yfir þó svo lífið leiki ekki alltaf við mann og ég mun alla tíð taka þig til fyrir- myndar. Ég mun aldrei gleyma þinni umhyggju og þinni blíðu. Minn- ingar um þig munu ylja mér um alla framtíð. Ég elska þig alltaf. Þín Ísfold. Grétar Rafnsson, ástkær litli bróðir minn, varð bráðkvaddur 59 ára að aldri á Kanaríeyjum þar sem hann var að íhuga að setjast að. Hjarta mitt er fullt af sorg, en líka af öllum fallegu, góðu og al- mennt fyndnu minningunum sem við fjölskyldan erum búin að vera að rifja upp í gegnum tárin. Grétar var hjá mér og fjöl- skyldu minni yfir hátíðirnar sem og hjá yndislegu Ísfold dóttur sinni, börnum hennar og fjöl- skyldu. Hann var svo kátur og glaður og leit vel út, ánægður með fallegu barnabörnin og fjöl- skylduna sína sem gerði þessar skelfilegu fréttir að enn þá meira áfalli sem ég er enn þá að reyna að skilja. Grétar bróðir minn var maður sem gekk sinn eigin veg í lífinu, ekki alltaf þann auðveldasta, en alltaf sinn eigin. Hann var mikill húmoristi, gat verið meinstríð- inn ef sá gállinn var á honum, en hafði sérstakt lag á að sjá annan vinkil á öllu en aðrir og þannig að við gátum alltaf hlegið saman, við á móti heiminum. Honum fannst gaman að rökræða, upp að því marki að hann gat tekið upp á því að vera ósammála manni bara til þess að fá mann upp í góðar rökræður, og oft gat hann fengið mann til að hugsa hlutina upp á nýtt. Grétar var mjög vel gefinn, skarpur og forvitinn um heim- inn. Hann gat sífellt komið manni á óvart, eins og þegar við uppgötvuðum að hann gat orðið haldið uppi samræðum á rúss- nesku eftir að hafa unnið á rúss- neskum frystitogara og las fyrir mig leiðbeiningarnar á rúss- nesku hreinsiefni eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í seinni tíð lærði hann einnig spænsku eftir að hann flutti til Spánar og mér finnst það segja eitthvað um hann litla bróður minn að hann mætti fólki þar sem það var, hann ætlaðist ekki til þess að það kæmi til hans. Enda skilur hann eftir sig nána vini sem hafa verið okkur stoð og stytta í gegnum þetta erfiða ferli. Elsku Grétar minn. Við höf- um marga fjöruna sopið saman í gegnum tíðina og stutt hvort annað í gegnum lífsins ólgusjó. Nú er komið að kveðjustund í bili og kom að því allt of allt of snemma. Vittu það að stóra syst- ir þín elskar þig, saknar þín sárt og hlakkar til að hitta þig aftur í næsta lífi. Þangað til þá Guð geymi þig lilli minn. Kveðja, stóra systir. Rún Rafnsdóttir. Elsku frændi. Nú ertu farinn, svo snögglega og allt of fljótt. Þú fórst oft og dvaldir lang- dvölum í burtu, langt í burtu, en ég vissi alltaf að þú hefðir sam- band, hringdir eða kæmir í heimsókn, en ekki lengur. Það var alveg sérstakur þráð- ur milli okkar „af því að við vor- um jafngömul“, sagðir þú. Minn- ingarnar streyma: Þegar þið fjölskyldan bjugguð tímabundið hjá okkur, þá var nú oft fjör og læti, fimm krakkar á svipuðum aldri. Þegar þú prófaðir að fara í Breiðagerðisskóla með mér, en leist ekki á það. Og seinna þegar þú varst að skrópa í skólanum á unglingsárunum og hittir mig óvænt ekki einu sinni, ekki tvisv- ar, heldur oft, og ég lofaði að segja ekki frá. Þráðurinn hélst áfram, mis- þéttur en alltaf til staðar og fyrir rúmum 20 árum þéttist hann aft- ur og það var gott. Áttum við margar og góðar samverustund- ir í framhaldinu. Þú lifðir allt öðruvísi lífi en allir aðrir sem ég þekki, þekktir vel til framandi staða í heimin- um, „sigldir um ókunn höf“ eins og þar stendur. Takk fyrir að leyfa mér að vera hluti af lífi þínu, það var dýrmætt fyrir mig á margan hátt og ég hefði viljað svo miklu fleiri samverustundir með þér. Þú varst einstaklega gjafmildur á væntumþykju og hikaðir ekki við að tjá hana sem og áhuga á þeim sem í kringum þig voru. Þú hafðir sannarlega góða og gef- andi nærveru. Mér þótti svo undurvænt um þig, elsku frændi, þú varst einn af mínum nánustu og ég sakna þín. Hlakka til endurfunda. Saknaðarkveðja frá krökkun- um með þakklæti fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur til dætra og systkina. Ellý. Minn besti vinur Grétar Rafnsson hefur kvatt í bili. Það er sérstakt að horfa til baka og minnast þeirra stunda sem við áttum saman og mikill söknuður sem mig grípur. Við kynntumst árið 1983 og aldrei slitnaði í sundur eftir það, Grétar hafði blóð hafsins í sín- um æðum. Hann var vel gefinn svo neistaði, grannur, hár og kvikur, leifturhraður ef því var að skipta. Hafði ljúfa lund þó að stundum hafi óveðursský blikað að baki augna hans, sem enginn skilur. Hvernig setur maður besta vin sinn á blað? Umfram allt var hann ljúfur og nærgæt- inn. Hann starfaði við eitt og ann- að en umfram allt náði sjávar- útvegur að heilla hann sem og afurðin fiskur. Með sína gríðarlegu reynslu að baki við störf tengd sjávar- útvegi var honum boðin staða sem framleiðslu- og gæðastjóri í samstarfsverkefni Íslendinga or Rússa í Barentshafi. Þetta verk- efni átti eftir að liggja fyrir hon- um áfram með fleiri aðilum til þessa dags og leiddi hann til Afríku. Vinur minn var frábær skák- maður, bridge-maður og vel skæður í snooker sem pool. Keppnismaður og þótt væri um saklausa kasínu að ræða var ekki neitt gefið. Hann átti virkilega góða daga um síðustu jól er hann dvaldi heima hjá Rún systur sinni og hitti fjölskyldu sem og vini. Dvaldi nokkra daga hjá dóttur sinn Ísfold og hennar manni Val sem og afabörnum í Borgarnesi. Hann var glaður með þessar stundir sagði hann mér. Við tveir áttum einnig góðar stundir núna á Íslandi síðustu jól þar sem mikil gleði var hjá okkur. Góðar stundir sem voru kærari heldur en að tala í síma. Hann hringdi í mig og bað mig um að koma með sér til stórkaupa og nú skyldi brunað á alvörubíl (ekki neinni gandreið) til móts við Fjarðarkaup í Hafn- arfirði. Þetta byrjaði allt mjög vel, ég var ekki alveg að nenna út fjörð og segi getum við ekki fengið þetta í Nóatúni? Þá leit hann djúpt á mig og sagði ákveðið: „Þetta er sérstök sviða- sulta fyrir hana Rún systur.“ Þetta dugði og við héldum áfram. Í þetta skipti var hann ekki ratvís og keyrði fram hjá Fjarðarkaupum og átti ekki gott með að staðsetja þessa frægu matvöruverslun. Það var mikið hlegið inni í búð og ég efast ekki um að eftir hafi verið tekið með- an við grínuðumst hvor við ann- an. Við vorum á sama máli nokkr- um dögum síðar. Þetta er sú al- besta sviðasulta sem við höfum bragðað fyrr og síðar. Hann var kominn í gott jafn- vægi og búinn að taka ákvarð- anir í sínu lífi sem því miður náð- ist ekki að klára til fulls eða ganga frá. Þakka tónlist sem kvikmyndir og góðan smekk á hlutum sem skiptu máli og hlutleysi á stund- um í því sem skiptir engu máli. Þakka skörp skoðanaskipti sem og að láta ávallt heyra í þér. Þér stóð aldrei á sama er þitt fólk var annars vegar eða þeir sem skiptu þig máli. Við fórum saman á nýju ári og áttum yndislega daga saman þar til örlög gripu inn í og vinur minn varð bráðkvaddur. Ég sakna hans endalaust og svo sárt að kveðja hann sem og alla sem maður elskar. Hann eignaðist sín gull sem eru hans dætur, Gyða Dröfn og Ísfold Rán, ég votta þeim sem öðrum mína innilegu samúð. Hlynur. Grétar vinur okkar féll frá hinn 11. janúar síðastliðinn. Andlátið bar brátt að og var okkur vinum hans mikil harma- fregn. Milli okkar þriggja var ætíð vinátta og mikið samband þó að oft skildu lönd og heimsálfur. Grétar var greindur maður og hafði mikla samskiptahæfileika. Þeir hæfileikar gerðu hann eft- irsóttan í starfi og vinsælan meðal sinna samstarfsmanna. Þeir einir þekkja það sem kynnst hafa hvernig líf sjó- manna er. Það er lífsstíll fyrst og fremst og þann lífsstíl ávann Grétar sér frá unga aldri. Grétar sigldi um öll heimsins höf en kynni okkar þriggja hófust á frystitogara þar sem við unnum saman í mörg ár. Á frívöktunum var oft mikið spjallað – sumir myndu segja þrasað. Umræðurnar áttu sér fá takmörk, allt milli himins og jarðar var rætt. Það sem styrkti vináttu okkar var virðingin fyrir skoðunum hver annars og það að hver okkar um sig átti rétt á sinni skoðun þótt ekki værum við alltaf sammála. Mikil samvera yfir langt ára- bil myndar sérstök tengsl. Sjó- menn deila hver með öðrum jafnt gleði og sorg, það er helsti styrkur þeirra sem það geta. Grétar, eins og flestir, sigldi sína öldudali, hjá honum voru þeir stundum djúpir en alltaf komst hann upp úr þeim aftur. Fregnirnar af andláti Grétars voru okkur vinum hans afar þungbærar enda munum við ætíð sakna símtalanna frá hon- um, stríðninnar og húmorsins, sem var stór hluti af samskipum okkar. Grétar féll frá allt of snemma, hann hafði áætlanir sem urðu að engu, en eftir hann liggur verð- mæt arfleifð. Minningin um góð- an dreng lifir hjá mörgum, ekki bara vinum hans heldur sam- starfsmönnum um heim allan. Við vottum fjölskyldu Grétars okkar dýpstu samúð. Njótum dagsins Spurðu’ einskis þess um örlög vor sem ekki er leyft að hnýsast í: það æviskeið og endalok sem ætla goðin þér og mér. Reyndu’ ekki að lesa Lífsins bók né leita skaltu á spámanns fund. Best er að allt sem bíður vor á bak við tímann leynist vel fremur en sé oss sjálfum ljóst hvort senda vill oss Júpiter þann vetur hinstan sem um sinn á sjávarhömrum brýtur hrönn. Því máttu hygginn hefja skál en hvergi stunda á langa von. Nú sem ég örfá orð hef mælt, úr augasýn hraður tíminn flaug. (Hóras) Jón Pétursson og Haukur Friðþjófsson. Grétar Rafnsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS HREIÐAR ÞORBJÖRNSSON, Skipasundi 42, Reykjavík, lést að kvöldi þriðjudagsins 9. mars á Hrafnistu Mánateigi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu fyrir að hafa hugað svo vel að honum. Útförin fer fram í kyrrþey að óskum hins látna. Andrés Þór Helgason Erla Kolbrún Óskarsdóttir Sigríður Jóna R. Jónasdóttir Jón Ásbjörn Rögnvaldsson Alexandra Ösp, Magdalena Eik og Arnar Leó Jónsson Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI V. JÓNSSON hæstaréttarlögmaður og lögg. endurskoðandi, lést þriðjudaginn 2. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. mars klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins ættingjar og vinir viðstaddir athöfnina. Ingibjörg Jóhannsdóttir Hanna Lára Helgadóttir Jónas Reynisson Anna Dóra Helgadóttir Halldór Jónsson Jón Sigurður Helgason Erla Guðrún Emilsdóttir Halla María Helgadóttir Ólafur Þór Guðbjörnsson barnabörn og barnabarnabarn Elsku systir okkar, mágkona og frænka, ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR PATE', lést mánudaginn 8. mars á sjúkrahúsi í Orlando. Arnar Gunnlaugsson Kolbrún Gunnlaugsdóttir Borghildur Gunnlaugsdóttir og fjölskyldur SNÆBJÖRN PÉTURSSON, Reynihlíð, lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 12. mars. Systkinin úr Reynihlíð og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-langamma, KONNÝ SIGURLÍNA HALLGRÍMSDÓTTIR húsmóðir, Víkurbraut 29, Höfn í Hornafirði, lést 13. mars á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði í Hornafirði. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn 22. mars klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á heimasíðunni www.hafnarkirkja.is. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hinnar látnu Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL G. GUÐMUNDSSON, vélfræðingur og KR-ingur, Vesturbergi 104, lést mánudaginn 15. mars. Ásta Jónsdóttir Nellý Pálsdóttir Sigríður Fanney Pálsdóttir Árni Böðvarsson Anton Gylfi Pálsson Hanna Andrésdóttir Dröfn Pálsdóttir Jón Ari Eyþórsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.