Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.03.2021, Qupperneq 24
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmynd Marteins Þórssonar, Þorpið í bakgarðinum, verður frum- sýnd í kvöld og hefjast almennar sýn- ingar á föstudaginn kemur. Í mynd- inni segir af fertugri konu, Brynju, sem lýkur dvöl á heilsuhæli í litlum bæ úti á landi en treystir sér ekki til að snúa aftur til daglegs lífs í Reykja- vík og kemur sér því fyrir á gisti- heimili. Þar kynnist hún Englend- ingnum Mark, fimmtugum ferðamanni sem á líka erfitt með að yfirgefa bæinn. Þau bindast vin- áttuböndum og finna í sameiningu færa leið um þrautirnar sem lífið hef- ur lagt fyrir þau, eins og segir á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Handrit myndarinnar skrifaði Guðmundur Óskarsson og framleiðir hann einnig myndina með Marteini en með helstu hlutverk fara Laufey Elíasdóttir, Tim Plester, Eygló Hilmarsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Helgi Svavar Helgason. Stjórn kvikmynda- töku var í höndum Bergsteins Björg- úlfssonar, um klippingu sáu Mar- teinn og Valdís Óskarsdóttir og tónlistina samdi Jófríður Ákadóttir. Stígur Steinþórsson sá um leikmynd og Aleksandra Koluder um búninga. Tekin í Hveragerði Marteinn býr í Hveragerði og rek- ur þar gistiheimili með eiginkonu sinni, rithöfundinum Guðrúnu Evu Mínervudóttur, og heitir það einmitt Backyard Village eða Þorpið í bak- garðinum. Má því segja að hæg hafi verið heimatökin við gerð mynd- arinnar sem tekin var í Hveragerði og nágrenni. Marteinn og Guðmundur sömdu söguna saman í sameiningu í byrjun árs 2019 og var handritið tilbúið í ágúst sama ár. „Við ætluðum í tökur í nóvember en okkur seinkaði um mánuð út af Tim Plester þannig að við byrjuðum 1. desember 2019 og myndin var tekin á ellefu dögum,“ segir Marteinn. Blaðamaður hváir. Ellefu dögum? Er það Íslandsmet, stystu kvik- myndatökur Íslandssögunnar? „Ég veit það ekki,“ svarar Marteinn og hlær við, „en það gekk alla vega mjög vel. Það hjálpaði til að við hönnuðum myndina fyrir „micro budget“ pæl- ingu, settum hálfgert dogma.“ Nefnir Marteinn sem dæmi að aðalleikarar hafi ekki mátt vera fleiri en tveir, ákveðinn hámarksfjölda tökustaða og fleira. „Við settum okkur ramma til að geta unnið þessa mynd og þetta er eitthvað sem við gætum gert meira af á Íslandi,“ bendir Marteinn á og að eftirvinnslustyrkirnir hjá KMÍ séu ansi lágir. Kostnaðurinn hafi farið hækkandi en sá styrkur hefur ekki hækkað frá því í byrjun þessarar aldar. Með þrjár milljónir í farteskinu –Hvernig gekk þá að fjármagna myndina? „Við vorum heppnir að Síminn for- keypti hana bara strax fyrir Sjón- varp Símans Premium sem gerði okkur kleift að fara í tökur. Svo feng- um við líka fjárfestingu frá Upp- byggingarsjóði Suðurlands, frá Sam- tökum sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, sem gerði okkur kleift að fara í tökur. En við vorum ekki með nema tvær, þrjár milljónir til að fara í tök- ur og tókum hana í raun fyrir þann pening. Við sömdum líka við tökulið og leikara um að þau fengju 20% af hefðbundnum launum og svo full laun ef við gætum klárað fjármögnun alveg. Og það tókst, líkt og með XL,“ segir Marteinn en XL gerði hann 2013. Um aðalpersónur myndarinnar, Brynju og Mark, segir Marteinn að þau séu bæði að díla við ákveðin áföll. „Grunntónninn í þessu er fólk að díla við sitt, áföll í lífinu og myndin byggir svolítið á okkar reynslu. Ég hef sjálf- ur verið að díla við þunglyndi og kvíða, missi og annað sem fólk geng- ur í gegnum og mig langaði að gera mynd um það án þess að vera með einhverjar tilfinningasprengingar eða melódrama. Að gera þetta á lág- stemmdan, mannlegan og einfaldan hátt. Það er auðvelt að sökkva í til- finningaklám en ég vildi standa fyrir utan það, gefa fólkinu tíma og áhorf- andanum rými til að skoða þessar persónur, vera með þeim og taka þátt í þessu persónulega ferðalagi,“ segir Marteinn. Kynntist Plester í gegnum Ólaf Darra Hann segir sögusviðið, Hveragerði og nágrenni, hafa hentað myndinni fullkomlega. „Þá vorum við komnir með grunninn að þessu og Guð- mundur tók síðan við og fór að skrifa,“ segir Marteinn. Myndin var tekin í gistiheimilinu hjá þeim Mar- teini og Guðrúnu, inni í bænum og svo hjá Kerinu, í malarnámu sem Marteinn segir hafa verið mjög skemmtilegan tökustað. „Svo leigð- um við hús við hliðina á okkur fyrir tökuliðið þannig að þetta er beint úr héraði,“ segir Marteinn kíminn. Leikararnir hafi sofið í sviðsmynd- inni, svo að segja, í sömu herbergjum og þeir dvelja í í myndinni. Tim Plester, leikaranum enska, kynntist Marteinn í gegnum leik- arann Ólaf Darra Ólafsson sem vann með Plester fyrir margt löngu í er- lendum sjónvarpsþáttum. Plester kom síðar til Íslands, kynntist Mar- teini þá og eins og gengur þegar kvikmyndaleikstjóri og leikari koma saman var rætt um að gera eitthvað saman, að sögn Marteins. „Hann var í Game of Thrones, í After Life með Ricky Gervais og í Bohemian Rhap- sody,“ nefnir Marteinn sem dæmi um fyrri verkefni Plesters og segir hann afar fagmannlegan og með öll tækni- leg atriði á hreinu. Plester og Laufey leika aðal- persónur myndarinnar og fjallar hún að langmestu leyti um þau tvö. Nokkrar aukapersónur koma við sögu og þá m.a. móðir Brynju sem systir Laufeyjar, Sóley, leikur og Eygló Hilmarsdóttir, dóttir Sóleyjar, leikur systur Laufeyjar. „Og þær eru allar leikkonur,“ segir Marteinn kím- inn um þessa leikkvennafléttu og að konurnar séu allar glettilega líkar enda náskyldar. Cronenberg leikur gallerista Talið berst að öðrum verkefnum en þeir Marteinn og Guðmundur eru að vinna saman að annarri kvikmynd, Villisumri, sem byggir á samnefndri bók Guðmundar og segir Marteinn að David Cronenberg, leikstjórinn heimskunni, muni fara með hlutverk í henni ef allt fari að óskum. Mar- teinn kynntist Cronenberg ágætlega þegar hann var heiðursgestur Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, árið 2015 og þann- ig kom það til að hann tók að sér hlut- verk í mynd Marteins. Hann mun leika gallerista með tengingu við Ís- land, að sögn Marteins. „Við erum að vonast til að geta tekið hana á næsta ári,“ segir Marteinn að lokum. Almennar sýningar hefjast á Þorp- inu í bakgarðinum á föstudag og hef- ur hún einnig verið valin til sýninga á hátíðinni Santa Barbara Inter- national Film Festival og mun þar keppa í flokki norrænna kvikmynda. Hátíðin fer fram 31. mars til 10. apríl. Tekist á við þrautir lífsins - „Það er auðvelt að sökkva í tilfinningaklám en ég vildi standa fyrir utan það,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um aðalpersónur nýrrar kvikmyndar sinnar, Þorpið í bakgarðinum Áföll „Grunntónninn í þessu er fólk að díla við sitt, áföll í lífinu,“ segir Marteinn um efni kvikmyndarinnar. Hér sjást Laufey Elíasdóttir og Tim Plester. Rammi „Við settum okkur ramma til að geta unnið þessa mynd og þetta er eitthvað sem við gætum gert meira af á Íslandi,“ segir Marteinn. 24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.