Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 1
2 1"'/8 1/. 47:))! -9/.5%,95+0* %"&%# $!%% "6&$# -63 295+0(0/635++5 !,("!($ "#"! #+&%)%* #'&,&' F I M M T U D A G U R 1 8. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 65. tölublað . 109. árgangur . ÍSLENSK HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLA GERA ÞAÐ SEM ÞEIM SÝNIST SAGA KLÓNAÐS HUNDS 60IÐNÞING 12 SÍÐUR FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 18.— 21. mars Hamborgarhryggur Með beini 1.195KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG Lambalærissneiðar Í grillsmjöri 1.789KR/KG ÁÐUR: 2.559 KR/KG Eggaldin 599KR/KG ÁÐUR: 855 KR/KG -30%-30%-33% _ Ákveðið hefur verið að hefja á ný innkaupaferli á tveimur nýjum skíðalyftum fyrir Bláfjöll. Ekki feng- ust nógu hagstæð tilboð í útboði sem fram fór sl. sumar. Í framhaldinu verður hafinn undirbúningur að kaupum á fleiri lyftum þar og í Skálafelli og að koma upp snjófram- leiðslu á skíðasvæðinu. Framkvæmdum á að ljúka á árinu 2026 og er áætlað að þær kosti í heildina 5,2 milljarða króna. Jafn- framt er verið að ræða möguleika á að bæta aðstöðu fyrir gönguskíða- fólk í Bláfjöllum og víðar á höfuð- borgarsvæðinu. „Sveitarfélögin vilja endurnýja búnað og gera skíðasvæðin betri og aðgengilegri en þau eru í dag,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. »20 Morgunblaðið/Eggert Bláfjöll Tvær stólalyftur verða endur- nýjaðar á skíðasvæðinu á næstu árum. Nýjar stólalyftur keyptar fyrir Bláfjöll _ Katrín Jak- obsdóttir for- sætisráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hún hvetur Alþingi til þess að nýta tækifærið til þess að sýna að það geti gert raun- verulegar breyt- ingar á stjórnarskrá landsins og vís- ar þar til þingmannafrumvarps síns þar að lútandi. Hún víkur sér- staklega að svokölluðu auðlinda- ákvæði og vitnar til nokkurra um- sagna, sem Alþingi hafa borist um það, sem beri vott um hefðbundinn skotgrafahernað. Í þeim sé ýmist fundið að því að ákvæðið hygli „stór- útgerðinni“ eða að það gangi þvert gegn hagsmunum útgerðarinnar. Forsætisráðherra kveðst vona að sátt náist um annað en að „halda rifrildinu áfram að eilífu“. »33 Katrín vill sátt um annað en ósættið Katrín Jakobsdóttir Jóhann Ólafsson johann@mbl.is „Við bjóðum bara ekki börnum upp á þetta,“ sagði eitt þeirra foreldra sem stigu í pontu á foreldrafundi sem haldinn var í Fossvogsskóla í gær vegna heilsuspillandi myglu sem greinst hefur í skólanum í nokkur ár. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, og Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, sögðu að nýtt framkvæmdateymi hefði verið skip- að sem fara ætti yfir stöðuna vegna mygluvandamálanna í skólanum. Enn greinist mygla í skólanum og kenna börn sér meins vegna þess. „Þetta mál hefur tekið langan tíma og ýmislegt hefði mátt fara bet- ur,“ sagði Skúli en við framkvæmdir vegna myglu fyrir tveimur árum var skólastarf Fossvogsskóla flutt í höf- uðstöðvar KSÍ í Laugardal. Helgi sagði slíkan flutning ekki mögulegan núna en óvíst er hvort rýma þurfi all- an skólann eða hluta hans; slíkt komi í ljós eftir vinnu framkvæmdateym- isins. Foreldrar, bæði á staðnum og í fjarfundabúnaði, lýstu óánægju sinni með ræður og svör þeirra Helga og Skúla en þeir sögðu meðal annars að ákvörðun um mögulega lokun skól- ans væri í höndum skóla- og frí- stundasviðs í samráði við skólann. Foreldrar spurðu meðal annars hvort börnin ættu áfram að vera í menguðu húsnæði á meðan unnið væri að enn einni skýrslunni um málið. 250 foreldrar höfðu safnað undirskriftum til að þrýsta á um að- gerðir vegna málsins og voru þær af- hentar Skúla og Helga á fundinum. Í áskorun sem fylgdi er þungum áhyggjum af stöðu skólans lýst sem og ótta við áhrif myglunnar á börnin í skólanum. „Ástand skólans skerðir lífsgæði barna og starfsfólks og stofnar heilsu þeirra í hættu. Við minnum á að myglumengun getur haft varanleg og skaðleg áhrif á heilsu,“ kemur meðal annars fram í áskoruninni. Starfsdagur á morgun Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skóla- stjóri Fossvogsskóla, sagði að ein- hverjir starfsmenn hefðu fundið fyr- ir einkennum sem rekja mætti til myglu. Einn starfsmaður væri í árs- leyfi og ætlaði ekki að snúa aftur vegna óheilnæms lofts í skólanum. Ingibjörg sagðist enn fremur ekki geta svarað því hvort skólastarf yrði með hefðbundnum hætti í dag en starfsdagur er fyrirhugaður á morg- un. Vilji foreldra skýr Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, segir málið hafa dregist um of á langinn og það sé skýrt eftir fundinn að foreldrar vilji láta rýma skólann. Mikil reiði sé meðal foreldra og starfsfólks vegna málsins og nú þurfi að bretta upp ermar, vinna hratt og gera það sem börnum og starfsfólki er fyrir bestu. Sem í þessu tilfelli er að láta rýma skólann, sagði Örn. »8 Ekki börnum bjóðandi - Framkvæmdateymi kannar mygluna í Fossvogsskóla - Starfsfólk finnur einnig fyrir einkennum myglu - Einn starfsmaður í ársleyfi og snýr ekki aftur í skólann Láti rýma skólann » Börn og starfsfólk Foss- vogsskóla finna fyrir einkenn- um myglu og hefur Reykjavík- urborg sett saman nýtt teymi til að fara yfir stöðuna. » Foreldrar krefjast þess að skólinn verði rýmdur, líkt og gert var árið 2019 þegar fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu í húsnæðinu. Morgunblaðið/Eggert Hitafundur Foreldrar og forráðamenn, bæði á staðnum sem og í netheimum, kvörtuðu yfir úrræðaleysi borgarinnar vegna myglunnar í Fossvogsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.