Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 2

Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Kaup á rafmagnsbíl höfðu lengi verið á stefnuskránni. Talsverðan tíma tók að finna bíl sem nákvæm- lega hentaði og svaraði okkar væntingum. Eftir að hafa sest inn í Tesla og reynsluekið voru val og ákvörðun hins vegar auðveld. Þetta er afskaplega þægilegur bíll, kraft- mikill og hefur mikla drægni,“ seg- ir Helga Rún Guðjónsdóttir í Reykjavík. Þau Helga og eiginmaður hennar, Haraldur Hrafn Guð- mundsson, fengu í gær afhenta spánnýja Tesla-bifreið hjá umboð- inu hér á landi. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema hvað þetta er 1.000. bíllinn sem seldur er hjá umboðinu á því eina ári sem liðið er síðan afhending hófst á þessum bíl- um. Engin gerð bíla á Íslandi náði heldur jafn mikilli sölu í fyrra og Model 3 gerði. Bílar þessarar gerð- ar kosta frá 5,8 milljónum króna. „Þetta er æðislegur bíll og núna er ég komin út í umferðina og brosið fer bókstaflega ekki af mér. Bíllinn er sérstaklega þægilegur í borgar- umferð,“ segir Helga Rún. Herjólfur Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Tesla á Íslandi, segir viðtökur landans við bílunum vera afar góðar og að sama skapi ánægjulegar. „Rafbílar koma sterkir inn á markaðinn. Þar ræður vitund al- mennings í umhverfismálum og svo eldsneytisverð. Rafmagn er ódýr orkugjafi samanborið við annað og hleðsla á bílunum tekur æ skemmri tíma. Tesla eru fullkomnir bílar og með nettengingu uppfærist stýri- kerfið reglulega, svo tala má um stöðuga endurnýjun þess. Megin- skýring á góðri sölu er því sú að Tesla eru einfaldlega bílar sem hafa sannað gildi sitt. Að 1.000 Tesla-bifreiðir séu seldar á einu ári er stór áfangi á þeirri vegferð sem orkuskipti í samgöngum á Íslandi eru,“ segir Herjólfur. sbs@mbl.is Tesla stenst væntingar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílafólk Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Tesla á Íslandi, til vinstri, með þeim Helgu Rún Guðjónsdóttur og Haraldi Hrafni Guðjónssyni þegar þau tóku við bílnum nýja í gær sem þau róma eftir fyrsta rúntinn á rafmagni. - 1.000. bíllinn á Íslandi afhentur - Áfangi í orkuskiptum LAGERSALA LÍN DESIGN HEFST Á MORGUN FLATAHRAUNI 31 HAFNARFIRÐI Á MÓTI K APLAKRIKA KL15.00 Andrés Magnússon andres@mbl.is Um tveir þriðju hlutar stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu telja að aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í mars í fyrra hafi reynst gagn- legar. Þetta kem- ur fram í könnun meðal aðildar- félaga Samtaka atvinnulífsins, en úr henni má í heild lesa að for- svarsmenn fyrir- tækja telja að að- gerðirnar hafi verið sértækar, nytsamlegar og vel heppnaðar. Tæplega helmingur forsvars- manna allra fyrirtækja telur að að- gerðirnar hafi í heildina komið að miklu eða einhverju gagni. Sú já- kvæðni endurspeglast í fleiri svörum könnunarinnar og er í takt við svör í fyrri samsvarandi könnun í ágúst 2020, þrátt fyrir að faraldurinn hafi reynst mun langvinnari en vonast var til. „Það er afar ánægjulegt að sjá þessa niðurstöðu,“ segir Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Þessi breiða samstaða um að að- gerðirnar hafi skilað árangri skiptir máli. Ekki þó síður hitt að það hafi verið samstaða um það í gegnum þetta langa tímabil, vegna þess að við höfum þurft að vera sveigjanleg og koma með nýja aðgerðapakka, eftir því sem staðan skýrðist.“ Bjartsýni eykst Tíðindum sætir að tæp 60% stjórnenda eru mjög eða fremur bjartsýn á rekstur fyrirtækja sinna næstu sex mánuði og um fjórðungur er hóflega bjartsýnn, en aðeins 14% eru fremur eða mjög svartsýn. Þá er eftirtektarvert að stjórnendur í ferðaþjónustu eru ekki jafnbjartsýn- ir á komandi misseri. „Það vekur manni von að sjá að það er vaxandi bjartsýni í atvinnulíf- inu,“ segir Bjarni. „Nú er að koma í ljós að þessi efnahagslægð er ekki jafndjúp og við áður héldum, við trúðum því að við værum í dýpstu kreppu í 100 ár, en nýjustu tölur benda til þess að við séum á svip- uðum slóðum og önnur Evrópuríki, jafnvel þótt við höfum verið svo ákaf- lega háð ferðaþjónustunni.“ Almennt virðast fyrirtæki telja að- gerðir stjórnvalda gagnlegar, þar sem 45% töldu gagnsemina mikla eða einhverja, en 35% að þær kæmu að litlu eða engu gagni. Ferðaþjón- ustan var sem fyrr segir miklum mun ánægðari, þar sem 2⁄3 töldu að- gerðir ríkisstjórnarinnar hafa komið að einhverju eða miklu gagni. Bjarni telur skýr skilaboð felast í því útbreidda áliti að almennt sé ekki þörf á miklu meiri efnahagsaðgerð- um. „Þó held ég að það sé öllum ljóst að við þurfum að grípa til aðgerða vegna atvinnuleysisins, eins og boð- að hefur verið. Eins getur þurft að aðlaga einstakar aðgerðir, færa til gjaldfresti og þess háttar. Þetta skiptir allt gríðarlega miklu máli, því þetta snýst allt um það að lágmarka skaðann af efnahagslegum áhrifum veirunnar.“ Um helmingi færri en áður telja brýna þörf á frekari efnahags- aðgerðum stjórnvalda vegna heims- faraldursins eða 19%. Í ferðaþjón- ustunni er sú skoðun algengari eða hjá 30% stjórnenda, en þeim hefur þó einnig fækkað um helming frá fyrri könnun. Ánægja hjá stjórnendum með efnahagsaðgerðir - Aðgerðir stjórnvalda sérhæfðar og vel heppnaðar - Könnun sýnir aukna bjartsýni Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bjartsýni Stjórnendur fyrirtækja eru mun bjartsýnni á næstu sex mánuði. Tveggja stiga hitatölur mældust á nokkrum stöðum á landinu í gær, sem þykir óvenju hlýtt miðað við árstíma. Hitamet milli 11. og 20. mars féll við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði en þar fór hitinn mest í 17,9 stig. Fyrra metið milli 11. og 20. mars var 17,6 stig, sem mældust á Siglufirði hinn 13. árið 2016, að því er fram kemur á bloggsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík 11. til 20. mars er 12,3 stig – það var hinn 20. árið 2005. Langt er þó í hitametið í mars- mánuði en árið 2012 féll það eftir- minnilega þegar hiti fór í 20,5 stig í Kvískerjum í Öræfum. Er það í eina skiptið sem 20 stigum hefur verið náð í mars hér á landi. Hitamet slegið á Austurlandi í gær Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði í gær tvo einstaklinga í áfram- haldandi gæsluvarðhald vegna aðild- ar þeirra að morðmálinu í Rauðagerði. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu krafðist áframhaldandi varðhalds í þágu rannsóknar sinnar. Að sögn lögreglu var annar þeirra úrskurðaður í fjögurra vikna varð- hald, eða til miðvikudagsins 14. apríl, á grundvelli a- og b-liðar 1. mgr. 95. gr. og 2. mgr. 95. gr. sml. og hinn í vikulangt varðhald, eða til miðviku- dagsins 24. mars, á grundvelli rann- sóknarhagsmuna. Þá var einn til viðbótar úrskurð- aður í fjögurra vikna farbann, eða til miðvikudagsins 14. apríl. Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir karlmenn og ein kona. Í til- kynningu lögreglu segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Tveir áfram í varð- haldi vegna morðs - Einn úrskurðaður í mánaðar farbann Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Rauðagerði Morðið enn rannsakað. Að minnsta kosti 19 leikskólakenn- arar hafa sagt upp störfum eftir að Hafnarfjarðarbær ákvað að bjóða upp á að hafa leikskóla opna allt ár- ið. Þetta kemur fram í aðsendri grein aðstoðarleikskólastjóra í Hafnarfirði í bæjarblaðinu Hafn- firðingi. Þar er bent á að sam- kvæmt lögum eigi leikskólakenn- arar að vera tæplega 67% starfs- fólks leikskóla. Það hlutfall hafi árið 2019 verið 26% og muni nú enn lækka með áðurnefndum upp- sögnum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði sagði við Morgun- blaðið í janúar að sama fyrirkomu- lag hefði gefist vel í nágranna- sveitarfélögum og hún teldi að svo yrði einnig þar í bæ. Uppsagnir á leik- skólum í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.