Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Það versta við skjálftahrinuna á
Reykjanesskaga eru ekki skjálft-
arnir sjálfir heldur óvissan og eft-
irvæntingin eftir þeim. Þetta segir
Óttar G. Birgisson, sálfræðingur og
deildarstjóri sálfélagslegrar þjón-
ustu hjá Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja. Óttar flutti hádegiserindi í
Kvikunni – menningarhúsi Grinda-
víkur í gær þar sem hann fjallaði um
sálræna líðan á tímum jarðhræringa.
Meira en 40 þúsund skjálftar hafa
mælst á Reykjanesi frá því skjálfta-
hrina hófst þar í lok febrúar, en þar
af 30 stærri en 4 að stærð og sjö
stærri en 5.
Óttar segir athyglisvert að þegar
skoðaðar eru rannsóknir á sálræn-
um einkennum fólks í hamförum sé
nær alltaf verið að miða við einhvern
einn tiltekinn atburð, sem ríður yfir
og er svo yfirstaðinn. „Hér er nátt-
úruváin hins vegar alltaf yfirvofandi,
í bakgrunni og að minna á sig,“ segir
Óttar. Hann segir kvíðakerfið ein-
staklega gott þegar það er virkjað
vegna raunverulegrar ógnar sem
kemur upp. En þegar það er alltaf að
minna á sig vegna langvarandi að-
stæðna verði fólk þreytt og jafnvel
örmagna.
Óttar segir ýmis ráð í boði til að
reyna að slá á kvíðann. Fyrir það
fyrsta sé mikilvægt að fólk upplifi
öryggi þegar það fer að sofa. Huga
þurfi að bókahillum, þungum hlutum
uppi á vegg og fleiru í þeim dúr auk
þess að passa hreyfingu og matar-
æði. Þá minnti hann á að fólk væri
ávallt velkomið á heilsugæsluna ef
það ætti erfitt með svefn.
Óvissa og eftir-
vænting verst
- Sálræn líðan á tímum jarðhræringa
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirlestur Óttar ræddi stöðuna við
íbúa í Grindavík í hádeginu í gær.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Vöxtur skjálftavirkni á Reykjanes-
skaga það sem af er þessu ári og á
því síðasta er gríðarlega mikill,“
sagði dr. Páll Einarsson, jarðeðlis-
fræðingur og pró-
fessor emeritus.
Hann telur að
stökkið í skjálfta-
virkni megi rekja
til þess að kvika
er komin upp í
jarðskorpuna.
„Það er ekki
vanalegt að jarð-
skjálftavirkni
taki svona rosa-
legt stökk yfir
þetta langan tíma. Spenna hefur
hlaðist þarna upp jafnt og þétt. Svo
losnar eitthvað af henni þegar ein-
hver partur af svæðinu fer yfir brot-
mörk og þá verður jarðskjálfti. Um
leið og kominn er vökvi, í þessu til-
felli kvika, upp í jarðskorpuna þá
verður hún öll veikari og það brotnar
allt sem brotnað getur.“
Upphafið við Fagradalsfjall
Atburðarásin sem nú stendur yfir
á Reykjanesskaga hófst í desember
2019 með jarðskjálftahrinu í Fagra-
dalsfjalli. Upptökin voru út frá svæð-
inu sem nú fóðrar kvikuganginn.
Fagradalsfjall hafði ekki verið í
sviðsljósinu fram að því. Þessari
jarðskjálftahrinu var því tekið sem
einhverri tilviljun, að sögn Páls.
Í kjölfarið fylgdu kvikuinnskot við
fjallið Þorbjörn á síðasta ári. Svo er
að sjá sem þau hafi haft heilmikil
áhrif á svæðið. „Síðan kom smá inn-
skot 24. febrúar síðastliðinn sem
hleypti stóra skjálftanum af stað og
eftir það var fjandinn laus,“ sagði
Páll.
Hann telur að jarðskjálftahrinuna
undanfarið megi rekja til samspils
spennu sem hefur safnast upp á
flekaskilum Norður-Ameríku- og
Evrasíuflekanna, sem nuddast sam-
an á Reykjanesskaga, og kviku-
innskotsins. „Við þekkjum kviku-
ganga af þessari stærðargráðu og
fengum nokkra svoleiðis í Kröflueld-
um. Þeim fylgdi ekki svona mikil
skjálftavirkni. Það sem spilar saman
á Reykjanesi er spennan á flekaskil-
unum og vökvinn, kvikan, sem veikir
skorpuna. Þá hrekkur allt sem getur
hrokkið. Orkan í skjálftunum kemur
í rauninni úr flekarekinu en kviku-
gangurinn virkar eins og gikkur á
allt kerfið og lætur allt brotna sem er
með spennu á annað borð,“ sagði
Páll.
Kvikan storknar á endanum
Hingað til hafa ekki sést teikn um
að kvikuhólf sé að myndast undir
Reykjanesskaga. Svo virðist sem
kvikan komi upp um rás og safnist
ekki fyrir nema í kvikuganginum.
Páll hefur líkt kvikuganginum við
borðplötu sem stendur upp á rönd.
Hann segir að kvika streymi enn upp
í ganginn. Á meðan hann lengist ekki
er hann líklega að þykkna eða gildna.
Það mælist nokkuð vel á GPS-mæl-
um. En hvaða líkur eru á að kvikan
„rjúfi þakið“ og komi til yfirborðs í
eldgosi?
„Það er bara spurning um magn af
kviku og hvað streymið heldur lengi
áfram. Það getur mögulega hætt.
Það eru dæmi þess,“ sagði Páll. „Við
fengum 20 svona ganga í Kröflueld-
um og níu af þeim náðu til yfirborðs
og urðu að eldgosi. Þeir stærstu
gerðu það ekki.“
Hann segir að samkvæmt eðlis-
fræðinni hljóti kvikan í ganginum að
vera farin að storkna að hluta. Hún
storkni á nokkrum dögum eða vikum
í gangi sem er ekki þykkari en þessi.
Kvikuinnskotið hefur staðið í þrjár
vikur og því eru þynnstu hlutarnir
sennilega storknaðir.
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga 2014-2021*
2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Fjöldi skjálfta stærð 3 og yfir
7 2 3 20 10 11 113 593
Fjöldi skjálfta stærð 4 og yfir
1 2 12 61
Fjöldi skjálfta stærð 5 og yfir
1 5
*Fram til 17. mars 2021
Heimild: skjlalftalisa.vedur.is
Samspil kviku og
spennu í skorpunni
- Gríðarleg fjölgun jarðskjálfta á Reykjanesskaganum
Páll
Einarsson
Morgunblaðið/Eggert
Fagradalsfjall Atburðarásin hófst í nágrenni fjallsins í lok árs 2019. Í kjölfarið fylgdu kvikuinnskot við Þorbjörn.
Náttúruhamfaratryggingu Íslands
(NTÍ) hafa borist 64 tilkynningar
vegna meintra jarðskjálftatjóna und-
anfarið. Af þeim eru 19 frá Reykja-
vík, 15 úr Hafnarfirði, tíu frá Grinda-
vík, átta úr Reykjanesbæ, fjögur úr
Vogum og jafn mörg úr Garðabæ, tvö
úr Kópavogi og frá Akranesi og Ár-
borg hefur borist ein tilkynning frá
hvorum stað.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir,
framkvæmdastjóri NTÍ, segir að
ekki sé víst að rekja megi öll þessi
tjón til jarðskjálftanna. Þá sé ekki
talið að mörg þeirra séu meiri en
nemur eigin áhættu en hún er
400.000 krónur í húseignum. Hún
segir að tilkynningar um tjón vegna
jarðskjálfta hafi borist á nær hverj-
um degi undanfarið.
„Fólk er yfirleitt að tilkynna um
minniháttar sprungur í húsum og lít-
ilsháttar tjón á innbúum. Það hefur
ekki verið neitt teljandi stórt tjón,“
sagði Hulda. Hún sagði að alltaf
kæmu tilkynn-
ingar þegar jarð-
skjálftar yrðu,
það segði ekki til
um hvar jarð-
skjálftar yllu-
raunverulega
tjóni. Fólk tengi
oft eðlilegar
sprungur í húsum
við jarðskjálfta.
Náttúru-
hamfaratrygging óski eftir myndum
af meintu tjóni sem matsmenn skoða.
Sum mál geta þeir metið eftir mynd-
unum en í öðrum tilvikum þurfa þeir
að fara á staðinn til að meta tjónið.
Hulda Ragnheiður segir að þótt
mikilvægt sé að tilkynna tjón sem
fyrst, þá sé líka allt í lagi að bíða að-
eins á meðan hrinan gengur yfir.
Frestur til að tilkynna tjón er eitt ár
frá því að eigandinn uppgötvar að
tjón hafi orðið á eigninni.
gudni@mbl.is
64 tilkynningar
um jarðskjálftatjón
Hulda Ragnheiður
Árnadóttir
- Flestar af höfuðborgarsvæðinu
Skjálftahrina á Reykjanesskaga