Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
alþingismenn geta byrjað að ferðast
til útlanda á nýjan leik. „Alþjóðasam-
starf þjóðþinga fer allt fram í fjar-
fundaformi um þessar mundir og
óljóst er hvenær staðfundir alþjóð-
legra þingmannasamtaka hefjast að
nýju. Það mun fara eftir þróun heims-
faraldurs Covid-19, ferðatakmörkun-
um vegna sóttvarna, framgangi bólu-
setninga o.s.frv.,“ segir Ragna.
Hún segir að reynslan af fjarfund-
um í alþjóðlegu starfi hafi verið góð
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þingmenn og starfsmenn Alþingis
hafa ekki farið í neinar utanlandsferð-
ir síðan í mars í fyrra, eða í heilt ár. Er
það vegna heimsfaraldurs kórón-
uveirunnar. Sparnaður fyrir þingið er
verulegur, eða rúmlega 40 milljónir
króna.
Forsætisnefnd þingsins ákvað í
mars 2020 að fella niður vinnutengdar
ferðir þingmanna og starfsfólks Al-
þingis frá og með 17. mars út vorþing-
ið. Enda var hefðbundinni þátttöku í
alþjóðastarfi sjálfhætt þegar þing-
mannafundir og -ráðstefnur færðust í
rafrænt form að frumkvæði skipu-
leggjenda.
Samkvæmt upplýsingum Rögnu
Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis
var ferðakostnaður (ferðir/dagpen-
ingar) þingmanna árið 2020 krónur
10.677.214. Til samanburðar var
ferðakostnaður þingmanna árið 2019
krónur 51.862.834.
Að sögn Rögnu hefur engin
ákvörðun verið tekin um það hvenær
og mikill kraftur hafi verið í starfinu.
Á heimasíðu Alþingis má sjá yfirlit
yfir þátttöku í alþjóða starfinu 2020.
Þar má m.a. sjá að þingmenn tóku
þátt í 33 fjarfundum í október og 38
fjarfundum í nóvember svo dæmi séu
tekin úr yfirlitinu.
Nefndarstarf Alþingis hefur sömu-
leiðis farið að mestu fram á fjarfund-
inum síðasta árið og segja þingmenn
góða reynslu hafa verið af því fyrir-
komulagi.
Þingmenn hafa ekki
farið utan í heilt ár
- Ferðakostnaður Alþingis lækkaði um 40 milljónir milli ára
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Þingmenn hafa haldið sig í heimahögunum vegna faraldursins.
C120.7-6 PCAD
Verð áður 34.900 kr.
Tilboðsverð
24.430 kr.
Premium 180-10
Verð áður 123.800 k
Tilboðsverð
86.660 kr.
r.
C125.7-6 PC X-tra
Verð áður 32.800 kr.
Tilboðsverð
22.960 kr.
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | Olís Njarðvík | 260 Reykjanesbæ | 420 1000 | rekstrarland.is
C135.1-8 PC
Verð áður 39.799 kr.
Tilboðsverð
27.859 kr.
LAGERHREINSUN
ÁNILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUM
30%AFSLÁTTUR
Tvíbytnan Valur kom til Reykjavík-
ur í gær, en Valur er nýjasta fjár-
festing Sjótæknis á Tálknafirði.
Fyrirtækið gerði nýverið þjónustu-
samning við fiskeldisfyrirtækin
Arnarlax og Arctic Fish og mun
báturinn koma að góðum notum að
sögn Kjartans Haukssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjótæknis. „Þetta er
bylting í okkar þjónustu að geta
boðið svona öflugan vinnubát sem
er sérútbúinn fyrir okkur og okkar
starfsemi,“ segir hann.
Báturinn kom með skipi til Aust-
fjarða frá Noregi en þaðan hefur
honum verið siglt til Vestmanna-
eyja, svo til Reykjavíkur og mun
svo halda áfram til Vestfjarða inn-
an skamms. Spurður hvernig sigl-
ingin hafi gengið svarar Kjartan:
„Hún hefur gengið vel þrátt fyrir
leiðindasjólag.“ gso@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Norskur Valur er Catamaran NABCAT 1510 DD frá Moen Marin.
Valur kom við í Reykja-
vík á leið til Vestfjarða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ekkert lát hefur orðið á fiskvinnslu
hjá Þorbirni hf. í Grindavík þrátt
fyrir harða og langvinna jarð-
skjálftahrinu sem skekið hefur bæ-
inn. „Það hefur
bara gengið vel,“
sagði Gunnar
Tómasson, fram-
kvæmdastjóri
Þorbjarnar hf.
Engar stór-
vægilegar
skemmdir hafa
orðið á húsum
fyrirtækisins í
jarðskjálftunum
undanfarið. Gunnar segir að vissu-
lega hafi komið nýjar sprungur í
milliveggi sem hlaðnir eru úr vik-
ursteini og ekki járnbentir. Engar
skemmdir hafa orðið á burðarvirkj-
um húsanna.
Hristingurinn hefur ekki
skemmt tækjabúnað en hjá Þor-
birni hf. eru margar hátæknifisk-
vinnsluvélar og mikill tölvubúnað-
ur. „Það fór verst þegar rafmagnið
fór fyrir rúmri viku. Það var eina
truflunin sem við höfum orðið fyrir
og hafði meiri áhrif en jarðskjálft-
arnir. Tækjabúnaðurinn er allur
kominn í samt lag aftur,“ sagði
Gunnar.
Flestir misstu svefn
Hjá Þorbirni hf. starfa rétt rúm-
lega 100 manns í landi.
„Starfsfólkið hefur staðið sig af-
skaplega vel þótt innan um séu
starfsmenn sem er mjög illa við
jarðskjálftana. Menn hafa samt al-
veg haldið sjó. Ég held að enginn
sé svo harður að hann hafi ekki
misst svefn en þetta hefur verið
fínt í tvo daga,“ sagði Gunnar í
gær.
Fyrirtækið og bæjarfélagið hafa
verið með fræðslu og þjónustu við
erlenda starfsmenn og íbúa sem
eru óvanir jarðskjálftavirkni og
eldgosavá. „Fólkið styður hvert
annað. Það hefur líka fengið upp-
lýsingar á pólsku eða ensku og þær
hafa hjálpað mikið. Upplýsingin
hjálpar okkur geysilega mikið að
komast yfir þetta,“ sagði Gunnar.
Gengið hefur framar vonum að
selja afurðir Þorbjarnar hf. þrátt
fyrir heimsfaraldur kórónuveiru.
„Við vorum með minni birgðir
um síðustu áramót en um áramótin
þar á undan. Þó voru bara eðlileg-
ar birgðir þá. Það sýnir hvað hefur
unnist vel úr þessu,“ sagði Gunnar.
Afurðirnar eru bæði frystar, salt-
aðar og þurrkaðar. Einnig er
ferskur fiskur fluttur á hverjum
degi til Evrópu og Norður-Amer-
íku. Gunnar sagði öllu breyta að
fraktvélar fljúga daglega.
„Markaðirnir hafa breyst. Það
hefur reynt mikið á dreifingaraðila
okkar hvort sem er í Bandaríkj-
unum eða Evrópu. Stórmarkaðir
og kaupmaðurinn á horninu hafa
tekið miklu meira til sín en veit-
ingahúsin nánast dottið út. Það
hefur þurft að laga vöruna að
þessu. Stór fiskstykki sem fóru áð-
ur á veitingastaði eru nú skorin
niður í neytendapakkningar svo
fiskurinn seljist. Við erum heppin
hvað þetta hefur gengið vel,“ sagði
Gunnar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grindavík Verið var að landa úr togara Þorbjarnar hf., Sturlu GK, í gær.
Vinnslan gengur vel í skjálftunum
- Ekkert slegið af hjá Þorbirni hf. í Grindavík - Vel hefur gengið að selja afurðirnar - Minni birgðir
um síðustu áramót en áramótin þar á undan - Markaðir fyrir ferskan fisk hafa breyst í faraldrinum
Gunnar
Tómasson