Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 8

Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Í skýrslu HeilbrigðisstofnunarDanmerkur segir að finni starfsfólk eða nemendur skóla fyrir alvarlegum veikindaeinkennum vegna raka eða svartmyglusvepps beri að hætta að nota húsnæðið. Hér á landi, líkt og í Danmörku, er al- mennt gripið til harkalegra aðgerða þegar slík óværa breiðir úr sér í skólahúsnæði og fjöldi barna veikist. - - - Kjörnir fulltrúar taka almennt áslíku máli af fullri alvöru og á þeim hraða sem eðlilegt er. Nema í Reykjavík. Í höfuðborginni er meirihluti sem ræður ekki við að takast á við vanda af þessu tagi. Engum dettur í hug að það sé vegna þess að meirihlutinn vilji að börnin séu veik, en ráðaleysið er al- gert. - - - Þegar málið hafði mallað mán-uðum og misserum saman lét einn borgarfulltrúi meirihlutans hafa það eftir sér að hún ætti ekki að dæma um þetta mál, það væri sérfræðinganna, en að hún sem kjörinn fulltrúi ætti „að tryggja að verkferlar séu góðir“ og að hún hefði beitt sér fyrir því. - - - Hún telur þess vegna að myglu-mál framtíðarinnar verði tek- in betri tökum en myglan í Foss- vogsskóla. En vandi þessa Pírata er sá að stjórnmálamenn geta ekki verið stikkfrí. Það nægir ekki börn- um í Fossvogsskóla að settir séu upp verkferlar, það þarf að taka á vandanum – og hefði þurft að gera fyrir löngu. - - - Þeir sem ráða ekki við að takaákvarðanir eiga ekki að bjóð- ast til að taka að sér stjórn heillar borgar. Þar er of mikið í húfi. Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarfulltrúar eru ekki stikkfrí STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni Borgarsögusafns um heimild til framlengingar á samningi við Eldingu um ferju- siglingar og veitingarekstur í Viðey. Núgildandi samningur við Eldingu er til fjög- urra ára með gildistíma til 1. apríl 2021. Heildar- útgjöld vegna hans hafa numið 52,4 milljónum. Vegna óvissu sem ríkir í Covid- faraldrinum hefur Borgarsögusafn efasemdir um að rétt sé að efna til útboðs núna. Því er lagt til að framlengja samn- inginn við Eldingu til loka árs 2021 og samnings- upphæðin verði rúmar 10 milljónir króna. Fram kemur í greinargerð Borgarsögusafnsins að vegna heimsfaraldursins hafi fjöldi farþega út í Viðey hrunið og sértekjur samhliða því. Munar þar mest um brotthvarf erlendra ferðamanna, sem eru í eðlilegu árferði stór hluti gesta Við- eyjar. Þá höfðu lokanir vor og haust 2020 vegna hertra sóttvarnaaðgerða mikil áhrif. Að sama skapi hafi dregið verulega úr sérferðum með hópa ferðamanna til Viðeyjar, svo sem í tengslum við friðarsúlu Yoko Ono. Loks hafi rekstur veitinga- staðar verið þungur allt árið í fyrra. sisi@mbl.is Gestum í Viðey fækkaði mikið - Samið við Eldingu um framhald ferjusiglinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðey Covid 19 hefur haft mikil áhrif á aðsókn. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur áætlunarsiglingar á ný í dag eftir stöðvun í viku vegna vélarbilunar. Viðgerðin gekk vel. Vél ferjunnar bilaði síðastliðinn fimmtudag þegar hún var á siglingu yfir Breiðafjörð. Tókst að koma skip- inu til hafnar í Stykkishólmi eftir langa bið á sjó. Strax varð ljóst að bilun var í túrbínu sem keypt hafði verið á síðasta ári og sett upp vegna bilunar í þeirri eldri. Því var strax gengið í það að fá nýja túrbínu og tókst að kaupa hana úti í Evrópu á föstudag og koma henni til landsins með flugi á sunnudag. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri út- gerðarinnar, sótti hana á Keflavík- urflugvöll og ók með hana í Stykk- ishólm aðfaranótt mánudags. Túrbínan sem bilaði var aðeins keyrð í 2.000 klukkustundir. Öxull túrbínunnar var ekki í lagi og segir Gunnlaugur viðurkennt að galli hafi verið í honum sem valdið hafi vél- arbiluninni. Viðgerð lauk í gær ásamt því sem farið var yfir tengd atriði í vélinni. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis í gær og gekk allt vel. Hugað að lausn til frambúðar Gunnlaugur segir að innflytjandi túrbínunnar taki vandamálið alvar- lega og hafi látið tryggingafélag sitt vita. Eftir eigi að koma í ljós hvað út úr því komi en Gunnlaugur segir að málið hafi valdið Sæferðum miklum erfiðleikum og tjóni. „Við munum gera það sem við getum til að vinna aftur traust farþega og flutnings- aðila. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig til tekst með það,“ segir hann. Liður í því er að setja viðmiðanir um siglingu skipsins við erfiðar að- stæður. Skýrt verði í hvaða veðri og sjó verði siglt og hvenær ekki. Jafnframt er verið að leita lausna til frambúðar. Komið hefur til tals að nota gamla Herjólf í siglingar á Breiðafirði en þá þarf að breyta ferjuhöfnunum. Að öðrum kosti þarf að finna aðra hentuga ferju erlendis og stendur leit yfir. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Breiðafjarðarferja Baldur siglir á ný samkvæmt áætlun sinni í dag. Baldur hefur áætl- unarsiglingar í dagBaðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.