Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stjórnvöld geta stillt upp tvöfaldri
verðlagningu á hlutabréfum í Íslands-
banka, sé vilji til þess að tryggja víð-
tæka þátttöku almennings í frum-
útboði á hlutum í bankanum. Þetta
segir Gylfi Magnússon, prófessor og
formaður bankaráðs Seðlabanka Ís-
lands, í viðtali í Dagmálum sem birt
eru á mbl.is í dag. Þar ræðir hann
ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, aðstoð-
arframkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins, um fyrirhugað söluferli.
„Ef það er ríkur pólitískur vilji fyr-
ir því að fá fjölda innlendra hluthafa
þá er náttúrlega hægt að stýra verð-
lagningunni þannig að það gangi eftir
og þótt við þurfum að fara 20 ár aftur í
tímann þá eigum við fordæmi fyrir
því.“
Vísar Gylfi þar m.a. til söluferlis á
Búnaðarbankanum þar sem almenn-
ingi bauðst að kaupa hluti í bankanum
á hagstæðu verði. Segir Gylfi að það
ferli hafi þó endað með „dálitlum fífla-
gangi“ þar sem fjárfestar hafi ráðist í
umfangsmikla kennitölusöfnun. „[…]
og svo söfnuðust bréfin eftir það
smám saman á hendur færri aðila en
það er náttúrlega hægt með verðlagn-
ingu að ná einhverju slíku fram ef það
er vilji til þess. Ég gæti vel trúað því
að menn væru til í að selja einhvern
lítinn hluta þannig,“ segir Gylfi.
Fái sem hæst verð fyrir hlutina
Ásdís geldur varhug við aðferða-
fræði af því tagi og segir hættu á að
með því verði sanngirnissjónarmið-
um skákað til hliðar.
„Þetta eru peningar okkar skatt-
greiðenda og við eigum að reyna að
hámarka það verð sem við fáum fyrir
þennan hlut sem og komandi sölur í
framtíðinni á eignarhlut ríkisins í Ís-
landsbanka.“
Ásdís segist ekki telja að afslátt-
arkjör þurfi til þess að tryggja góða
þátttöku almennings í útboðinu. Vís-
ar hún þar m.a. til vel heppnaðs
hlutafjárútboðs Icelandair sem fram
fór í september í fyrra. Þá vísar hún
til þess að enn sem komið er sé
vaxtastig mjög lágt og að það hvetji
almenning eins og aðra fjármagns-
eigendur til þátttöku. Þegar hag-
kerfið fari í gang, sem vonandi gerist
þegar líða tekur á sumarið, muni
vextir þokast upp á við og þá verði
hvatinn ekki eins mikill. Segir hún
því tímasetningu útboðsins í raun
ekki geta verið ákjósanlegri.
Gylfi segist ekki eins sannfærður
um þátttöku almennings og segir að
hugmyndin um almenningshluta-
félög á Íslandi hafi verið svo gott
sem dauð á síðustu árum. Hluta-
bréfaeign almennings hafi að mestu
verið í gegnum lífeyrissjóðina hin
síðari ár.
„Ég sé satt best að segja ekki fyrir
mér neina ástæðu fyrir því að það
breytist jafnvel þótt þessi hlutur rík-
isins verði seldur,“ segir Gylfi.
Gagnrýnir Arion banka
Í umræðu um fyrirhugaða sölu á
hlut í Íslandsbanka hefur talsvert
verið rætt um eigið fé bankanna.
Hafa forsvarsmenn Arion banka og
Íslandsbanka bent á að mikið eigið fé
sé bundið í bönkunum og í viðtali í
Dagmálum fyrir skemmstu ítrekaði
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion
banka að innan vébanda hans væri
um 40 milljarða umfram eigið fé sem
ekki nýttist sem skyldi. Gylfi gagn-
rýnir þetta viðhorf og segir stöðuna
sem upp er komin á ábyrgð bank-
anna sjálfra.
„Þegar banki ákveður að lána ekki
þá verður til umfram eiginfé vegna
þess að eiginfjárbindingin ræðst af
stærð efnahagsreikningsins. Þannig
að ef Arion banki segist ekki geta
nýtt þetta fé þá er það vegna þess að
þeir hafa ekki verið að gera það sem
bankar eiga að gera, sem er að lána.
Nú er auðvitað hægt að fara of langt
í hina áttina hvað það varðar og það
gerðu auðvitað bankarnir fyrir hrun
þannig að þetta er svolítið ný staða.
Fyrir um áratug voru útlán bank-
anna að vaxa of hratt en núna gætum
við haft áhyggjur af því að þau væru
að vaxa of hægt.“
Ásdís Kristjánsdóttir segist ekki
deila þeirri skoðun með Gylfa.
„Við upplifum það ekki sem svo að
bankarnir séu á bremsunni hvað
varðar útlán. Það þarf líka að vera
eftirspurn eftir útlánum og við vitum
öll í hvernig ástandi við erum búin að
vera. Það hefur verið gríðarlega
mikil óvissa og það hefur kannski að
einhverju leyti haft áhrif á eftir-
spurn fyrirtækja til útlána og til fjár-
festinga.“
Afsláttur gæti örvað fólk til þátttöku
- Vilji ríkið tryggja almenna þátttöku í söluferli Íslandsbanka mætti selja lítinn hlut með afslætti
- Hagfræðingar ósammála um hvort líkur séu á mikilli þátttöku almennings í hlutafjárútboði
Morgunblaðið/Skjámynd
Umræða Gylfi Magnússon prófessor og Ásdís Kristjánsdóttir aðstoð-
arframkvæmdastjóri SA eru gestir Dagmála þennan fimmtudaginn.
Sr. Vigfús Þór Árnason, fv. sókn-
arprestur í Grafarvogssókn í
Reykjavík, var á dögunum heiðr-
aður af félögunum í Lionsklúbbnum
Fjörgyn í Grafarvogi fyrir störf sín
fyrir klúbbinn með Kjaransorðunni
svonefndu. Orðan er kennd við
Magnús Kjaran, sem fór fyrir stofn-
un fyrsta Lionsklúbbs á Íslandi og er
æðsta viðurkenning Lions á Íslandi.
Af þessu tilefni greiddi Fjörgyn
1.000 Bandaríkjadali, 127 þúsund ísl.
kr., í Heiðurssjóð Guðrúnar Bjartar
Yngvadóttur, fyrrum alþjóðaforseta
Lions, en það er hinn íslenski hjálp-
arsjóður Lionshreyfingarinnar.
Ferill sr. Vigfúsar innan Lions
spannar rúmlega 40 ár. Sem ungur
maður gekk hann í Lionsklúbb
Siglufjarðar og innan hans var hann
árin 1976-1989 þegar hann var
prestur á Siglufirði. Árið 1990 var
Lionsklúbburinn Fjörgyn í Graf-
arvogi stofnaður og er Vigfús einn
stofnfélaga. Vigfús hefur verið for-
maður beggja þessara klúbba.
Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur
staðið fyrir ýmsum líknarverk-
efnum. Hélt um árabil Eirdaginn, í
samstarfi við Lionsklúbbinn Fold,
þar sem íbúum hjúkrunarheimilisins
var boðið upp á tónlistarveislu. Til
margra ára hefur Fjörgyn einnig út-
deilt matargjöfum fyrir jólin til bág-
staddra. Loks skal nefna árlega stór-
tónleika Fjörgynjar til styrktar
BUGL. Fram til þessa hafa rúmlega
100 listamenn komið fram á tónleik-
unum, þar sem Vigfús hefur verið
lykilmaður í undirbúningi. Þá hafa
fundir Fjörgynjar lengst verið
haldnir í Grafarvogskirkju, sem hef-
ur skapað starfi klúbbsins trausta
umgjörð sbs@mbl.is
Sr. Vigfús fékk Kjaransorðu
Ljósmynd/Lions á Íslandi
Lions Frá vinstri talið Jónas Yngvi Ásgrímsson, umdæmisstjóri Lions, sr.
Vigfús Þór Árnason og Sigmar Arnar Steingrímsson, formaður Fjörgynjar.
Sjáum um allar
merkingar
Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is
Gísli, sölu- og markaðsstjóri
vinnufatnaðar
Sími 766 5555 | gisli@run.is
ÖRYGGIS-
SKÓR
VANDAÐUR
VINNUFATNAÐUR
6424
6202
55505536
3307 3407
SAFE & SMART
monitor
Miðstöð íslenskra
bókmennta
auglýsir eftir
umsóknum um
Nýræktarstyrki
sem veittir eru fyrir skáldverk
höfunda sem eru að stíga sín
fyrstu skref á ritvellinum.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021.
Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
á islit.is/styrkir/nyraektarstyrkur
Matur