Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegagerðin undirbýr nú flutning
höfuðstöðvanna frá Reykjavík í Suð-
urhraun 3 í Garðabæ. Miðað er við
að það verði í maí næstkomandi,
samkvæmt upplýsingum G. Péturs
Matthíassonar upplýsingafulltrúa.
Með nýjum höfuðstöðvum verður
starfsemi Vegagerðarinnar á höf-
uðborgarsvæðinu sameinuð á einn
stað en hún er nú á þremur stöðum;
í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi
og í Hringhellu í Hafnarfirði.
„Þetta verður mikil breyting og
menn spenntir yfir því að fara að
vinna í nútímalegu vinnuumhverfi,“
bætir G. Pétur við. Í allt munu um
130 manns vinna á nýja staðnum.
Vegagerðin hefur allt frá upphafi
haft höfuðstöðvar í Reykjavík og
jafnan verið tengd Borgartúni 5-7
enda verið þar með starfsemi í tæp
80 ár, eða allt frá árinu 1942.
Framkvæmdasýsla ríkisins aug-
lýsti árið 2018 eftir húsnæði fyrir
Vegagerðina. Meðal þeirra sem skil-
uðu tilboði var fasteignafélagið Reg-
inn sem bauð Suðurhraun 3. Varð
niðurstaðan að semja við fyrirtækið.
Það var svo í mars í fyrra að
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri
Vegagerðarinnar, og Helgi S. Gunn-
arsson, forstjóri Regins hf., skrifuðu
undir samkomulag um byggingu
nýrra höfuðstöðva Vegagerðarinnar
við Suðurhraun í Garðabæ. Reginn
byggir húsnæðið og á það en Vega-
gerðin leigir til langs tíma. Eldra
húsnæði í Suðurhrauni verður nýtt
að einhverju leyti en mestmegnis er
um nýsmíði að ræða. Alls hefur
Vegagerðin yfir að ráða um 6.000
fermetra skrifstofu- og geymslu-
húsnæði auk 9.000 fermetra úti-
svæðis á lóðinni. Framkvæmdir
hafa gengið vel og nú hillir undir
lokin.
Húsnæðið í Borgartúni er gamalt
og hentar illa fyrir starfsemi Vega-
gerðarinnar, að því er fram kom í
frétt á heimasíðu fyrirtækisins.
Nýja húsnæðið taki fullt mið af
þörfum Vegagerðarinnar. Þar muni
allir vinna í opnu rými, lögð verði
áhersla á birtu og hljóðvist og mis-
munandi verkefni starfsmanna.
Vegagerðin flytur í Garðabæ í maí
- Hefur verið með
höfuðstöðvar í Borg-
artúni í tæp 80 ár
Morgunblaðið/sisi
Suðurhraun 3 Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Nú er stefnt að því að stofnunin flytji starfsemi sína þangað í maí.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Runninn er út umsóknarfrestur um
embætti skrifstofutjóra við æðstu
dómstóla þjóðarinnar, Hæstarétt og
Landsrétt. Sautján umsóknir bárust
um embættið við Hæstarétt og 23
umsóknir um embættið við Lands-
rétt.
Þótt starfsheitið sé skrifstofustjóri
er í raun um að ræða embætti fram-
kvæmdastjóra, því þeir stýra dagleg-
um rekstri dómstólanna í umboði for-
seta þeirra.
Umsækjendur um skrifstofustjóra
Hæstaréttar eru: Agnes Guðjóns-
dóttir, yfirlögfræðingur í mennta- og
menningarmálaráðuneytinu, Birgir
Hrafn Búason, yfirlögfræðingur hjá
Eftadómstólunum, Dagmar Sigurð-
ardóttir, lögfræðingur í dómsmála-
ráðuneytinu, Dagrún Hálfdánardótt-
ir, lögmaður og framkvæmdastjóri
Félags forstöðumanna ríkisstofnana,
Elvar Örn Unnsteinsson lögmaður,
Erna Sigríður Sigurðardóttir, settur
skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt-
inu, Eva Margrét Ævarsdóttir lög-
maður, Guðfinnur Stefánsson, að-
stoðarmaður héraðsdómara, Hafdís
Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í
forsætisráðuneytinu, Hilda Valde-
marsdóttir, aðstoðarmaður hæsta-
réttardómara, Hildigunnur Guð-
mundsdóttir, í námi til löggildingar
fasteigna- og skipasala og vinnur
jafnframt á lögmannsstofu, Karl Ótt-
ar Pétursson, fyrrverandi bæjar- og
hafnarstjóri, Katrín Helga Hallgríms-
dóttir, skrifstofustjóri hjá Barnavernd
Reykjavíkur, Margrét Gunnlaugs-
dóttir lögmaður, Ólöf Finnsdóttir,
framkvæmdastjóri Dómstólasýslunn-
ar, Páll Eiríksson lögmaður og Skúli
Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur í
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytinu.
Umsækjendur um embætti skrif-
stofustjóra í Landsrétti eru: Agnes
Guðjónsdóttir, Ása Kristjánsdóttir,
Ásgeir Jónsson, Birgir Hrafn Búa-
son, Dagrún Hálfdánardóttir, Elvar
Örn Unnsteinsson, Eva Margrét Æv-
arsdóttir, Gunnar Viðar, Halldór E.
Sigurbjörnsson, Hákon Þorsteinsson,
Hervör Pálsdóttir, Hilda Valdemars-
dóttir, Hildigunnur Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Ómarsdóttir, Höskuldur
Þór Þórhallsson, Karl Óttar Péturs-
son, Kristín Ólafsdóttir, Margrét
Gunnlaugsdóttir, Margrét Helga Kr.
Stefánsdóttir, Salvör S. Jónsdóttir,
Vilhjálmur Bergs, Þórður Heimir
Sveinsson og Þuríður Árnadóttir.
Láta af störfum við réttina
Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu-
stjóri Hæstaréttar, lætur af störfum
fyrir aldurs sakir frá og með 1. ágúst
2021. Hann hefur gegnt embættinu
frá 1. apríl 2004.
Björn L. Bergsson var skipaður í
embætti dómara með fyrsta starfs-
vettvang hjá Héraðsdómi Reykjavík-
ur frá 14. janúar 2021. Björn hafði
starfað sem skrifstofustjóri Lands-
réttar frá stofnun hans.
Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Hanna
Margar umsóknir
um embætti
skrifstofustjóra
- Nýir stjórnendur munu taka til starfa
hjá Hæstarétti og Landsrétti í sumar
Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533
PÁSKAFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út!
Sjáumst á fjöllum