Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin undirbýr nú flutning höfuðstöðvanna frá Reykjavík í Suð- urhraun 3 í Garðabæ. Miðað er við að það verði í maí næstkomandi, samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa. Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemi Vegagerðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en hún er nú á þremur stöðum; í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi og í Hringhellu í Hafnarfirði. „Þetta verður mikil breyting og menn spenntir yfir því að fara að vinna í nútímalegu vinnuumhverfi,“ bætir G. Pétur við. Í allt munu um 130 manns vinna á nýja staðnum. Vegagerðin hefur allt frá upphafi haft höfuðstöðvar í Reykjavík og jafnan verið tengd Borgartúni 5-7 enda verið þar með starfsemi í tæp 80 ár, eða allt frá árinu 1942. Framkvæmdasýsla ríkisins aug- lýsti árið 2018 eftir húsnæði fyrir Vegagerðina. Meðal þeirra sem skil- uðu tilboði var fasteignafélagið Reg- inn sem bauð Suðurhraun 3. Varð niðurstaðan að semja við fyrirtækið. Það var svo í mars í fyrra að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Helgi S. Gunn- arsson, forstjóri Regins hf., skrifuðu undir samkomulag um byggingu nýrra höfuðstöðva Vegagerðarinnar við Suðurhraun í Garðabæ. Reginn byggir húsnæðið og á það en Vega- gerðin leigir til langs tíma. Eldra húsnæði í Suðurhrauni verður nýtt að einhverju leyti en mestmegnis er um nýsmíði að ræða. Alls hefur Vegagerðin yfir að ráða um 6.000 fermetra skrifstofu- og geymslu- húsnæði auk 9.000 fermetra úti- svæðis á lóðinni. Framkvæmdir hafa gengið vel og nú hillir undir lokin. Húsnæðið í Borgartúni er gamalt og hentar illa fyrir starfsemi Vega- gerðarinnar, að því er fram kom í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Nýja húsnæðið taki fullt mið af þörfum Vegagerðarinnar. Þar muni allir vinna í opnu rými, lögð verði áhersla á birtu og hljóðvist og mis- munandi verkefni starfsmanna. Vegagerðin flytur í Garðabæ í maí - Hefur verið með höfuðstöðvar í Borg- artúni í tæp 80 ár Morgunblaðið/sisi Suðurhraun 3 Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Nú er stefnt að því að stofnunin flytji starfsemi sína þangað í maí. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Runninn er út umsóknarfrestur um embætti skrifstofutjóra við æðstu dómstóla þjóðarinnar, Hæstarétt og Landsrétt. Sautján umsóknir bárust um embættið við Hæstarétt og 23 umsóknir um embættið við Lands- rétt. Þótt starfsheitið sé skrifstofustjóri er í raun um að ræða embætti fram- kvæmdastjóra, því þeir stýra dagleg- um rekstri dómstólanna í umboði for- seta þeirra. Umsækjendur um skrifstofustjóra Hæstaréttar eru: Agnes Guðjóns- dóttir, yfirlögfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Birgir Hrafn Búason, yfirlögfræðingur hjá Eftadómstólunum, Dagmar Sigurð- ardóttir, lögfræðingur í dómsmála- ráðuneytinu, Dagrún Hálfdánardótt- ir, lögmaður og framkvæmdastjóri Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Elvar Örn Unnsteinsson lögmaður, Erna Sigríður Sigurðardóttir, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt- inu, Eva Margrét Ævarsdóttir lög- maður, Guðfinnur Stefánsson, að- stoðarmaður héraðsdómara, Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Hilda Valde- marsdóttir, aðstoðarmaður hæsta- réttardómara, Hildigunnur Guð- mundsdóttir, í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala og vinnur jafnframt á lögmannsstofu, Karl Ótt- ar Pétursson, fyrrverandi bæjar- og hafnarstjóri, Katrín Helga Hallgríms- dóttir, skrifstofustjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur, Margrét Gunnlaugs- dóttir lögmaður, Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólasýslunn- ar, Páll Eiríksson lögmaður og Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytinu. Umsækjendur um embætti skrif- stofustjóra í Landsrétti eru: Agnes Guðjónsdóttir, Ása Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson, Birgir Hrafn Búa- son, Dagrún Hálfdánardóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Eva Margrét Æv- arsdóttir, Gunnar Viðar, Halldór E. Sigurbjörnsson, Hákon Þorsteinsson, Hervör Pálsdóttir, Hilda Valdemars- dóttir, Hildigunnur Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Ómarsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Karl Óttar Péturs- son, Kristín Ólafsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir, Salvör S. Jónsdóttir, Vilhjálmur Bergs, Þórður Heimir Sveinsson og Þuríður Árnadóttir. Láta af störfum við réttina Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, lætur af störfum fyrir aldurs sakir frá og með 1. ágúst 2021. Hann hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2004. Björn L. Bergsson var skipaður í embætti dómara með fyrsta starfs- vettvang hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur frá 14. janúar 2021. Björn hafði starfað sem skrifstofustjóri Lands- réttar frá stofnun hans. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Hanna Margar umsóknir um embætti skrifstofustjóra - Nýir stjórnendur munu taka til starfa hjá Hæstarétti og Landsrétti í sumar Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 PÁSKAFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út! Sjáumst á fjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.