Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íshellir í Kötlujökli, sem liggur frá Mýrdalsjökli norðan við fjallið Haf- ursey, hefur að undanförnu komið sterkur inn sem vinsæll viðkomu- staður ferðafólks sem fer á þennan stað í skipulögðum ferðum. Að jökl- inum er ekið af Mýrdalssandi austan við Múlakvísl til norðurs og þar þræddir gamlir slóðar og farið yfir lækjarsprænur sem aðeins eru færar vel búnum jeppum eða öðrum öfl- ugum bílum. Leiðin er þó um margt vandrötuð, því þar geta leynst krapapyttir, svelgir og fleiri hættur. Leiðin er því ekki á færi nema þeirra sem þekkja til aðstæðna. Djúpar sprungur og hvilftir Jöklulbrúnin, frá jafnsléttu upp á fannbreiðu, snýr mót suðri og er á að giska 100 metra há; belti með djúp- um sprungum og sandi orpnum hvilftum. Í hinum háa jökulvegg er munni íshellisins áberandi; og í svip og lögun líkur skráargati. Hér ætti líka enginn að fara nema í fylgd þeirra sem í óeiginlegri merkingu hafa „lykla“ að hellinum og einn þeirra er Guðjón Þorsteinn Guð- mundsson, sem rekur ferðaþjónustu- fyrirtækið Katlatrack. Morgunblaðið slóst í för með honum um síðastliðna helgi og kannaði aðstæður á svæð- inu. „Jökullinn breytist hratt og slíkt gerir ferðir á þessar slóðir spenn- andi. Náttúra landsins fær sífellt nýjan svip og sú framvinda verður sí- fellt hraðari,“ segir Guðjón Þor- steinn. „Ég byrjaði með skipulagðar ferðir að Kötlujökli árið 2009 og mér telst svo til að síðan þá hafi umhverfi og útlit þessa staðar gjörbreyst að minnsta kosti sjö sinnum. Sprungur horfið og nýjar myndast, hvelfingar orðið að skútum og loks hellum, sem svo bráðna niður. Íshellar eins og sá sem hér segir frá, hafa að jafnaði eins og hálfs árs líftíma. Þannig rýrnar Kötlujökull um að jafnaði 25 metra á ári og eðlilega gefur margt því eftir.“ Kvikmyndaver í fjallasalnum Frá hinum víðfeðma Mýrdalsjökli ganga nokkrir skriðjöklar. Kötlujök- ull, sem er beint niður af gíg og sig- katli Kötlueldstöðvarinnar, er einn þeirra og gengur til suðausturs. Kötlujökull er umlukinn fjöllum í næsta stórbrotnu umhverfi, þar sem auðvelt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Slíkt hafa kvik- myndagerðarmenn líka gert, en í fjallasalnum að baki Hafursey hafa verið teknar senur í minnst þrjár bíó- myndir; það er Syndaflóðssagan Noah með Russel Crove í aðal- hlutverki og Transformers með stór- leikurunum Mark Wahlberg og Stanley Tucci sem báðar komu út 2014. Myndin Star Wars – Rogue One var svo tekin að hluta til í þessu umhverfi og frumsýnd 2017. Fyrirtækin sem gera út ferðir að Kötlujökli eru nokkur. Eitt þeirra er Katlatrack sem Guðjón og Sæunn Elsa Sigurðardóttir, kona hans, reka. „Fyrstu árin voru erlendir ferða- menn þeir sem helst fóru með okkur að jöklinum. Nú sjást þeir ekki á landinu en þeirra í stað hafa Íslend- ingar komið; fólk sem til dæmis fer í helgarferðir til Víkur með áhuga- verðri afþreyingu,“ segir Guðjón sem ekur farþegum sínum frá Vík í Mýr- dal á áfangastað, en frá bílastæði að jökulsporði er ekki langur spotti. Mikil hvefling Munni íshellisins í Kötlujökli er, skv. lauslegri áætlun, um 20 metra hár og 10 metra breiður. Þegar inn í gáttina er komið tekur við mikil hvelfing þar sem lækur með leys- ingavatni streymir fram. Miklir mal- arbingir eru í hellinum og er gengið upp og niður þá hrauka – og þegar inn í botn kemur er stórt gat þar sem sést upp í jökulbrú og háan him- in. Alls öryggis er gætt í hellinum, þar eru brýr og markaðir stígar og öllum sem á staðinn koma gert að vera með hjálma og brodda á skóm. Þannig er öryggi ferðamanna tryggt. Skráargat í bráðnandi ísnum - Kynjamyndir í Kötlujökli - Hraðar breytingar og sífellt nýr svipur á landinu - Stórbrotinn staður að baki Hafursey á Mýrdalssandi - Syndaflóð og Stjörnustríðsmynd - Vinsæll staður Íslendinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jökulsporður Suðurbrún Kötlujökuls sem er há, sprungin og hrikaleg. Munni hellisins er fyrir miðri mynd og þegar inn er komið er margt óvenjulegt að sjá. Leiðangur Umhverfið breytist, segir Guðjón Þorsteinn um staðhætti við Kötlujökull. Hér er hann, lengst til vinstri, með fólk í kynnisför á svæðinu. Íshellir í Kötlujökli Hafursey Hjörleifshöfði Mýrdalssandur Vík Dyrhólaey Reynisfjara Kötlujökull Múlakvísl Heiðar- vatn 1 1 Íshellir í sunnan- verðum Kötlujökli „Mér fannst stórkostleg upplifun að koma í íshellinn og sjá þá miklu krafta náttúrunnar sem þarna eru. Hellirinn er stórbrotinn í allri sinni gerð,“ segir Gunnar Bragi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri á Selfossi, sem var á svæðinu með góðum hópi um sl. helgi. Hann segir ferðina hafa verið sérlega vel skipulagða og mikill fengur hafi verið í fróðlegum lýsingum leiðsögumanns. „Gripið í ísnum er afar sterkt og alveg magnað að krókur skrúfaður í ísvegginn skuli halda halda manni sem er í línu á festingunni. Svo vekur heimsókn á svona stað fólk líka til þess að velta um- hverfismálum fyrir sér; að íshellar bráðni og hverfi á aðeins fáum miss- erum. Þar ræður auðvitað hlýnun and- rúmsloftsins, málefni og veruleiki sem við þurfum að gefa meiri gaum,“ segir Gunnar Bragi. Jökulhellirinn er stórbrotinn MIKIL UPPLIFUN Á ÓVENJULEGUM STAÐ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Spennandi Gunnar Bragi í jökul- hellinum í línu sem fest var í ísinn. Land Hrikalegt en fallegt umhverfi að baki Hafurseynni. Þetta fjall heitir Kurl. Listamannaspjall laugardaginn 20. mars kl. 14 FJALLSKIL Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum GÍSLI B. BJÖRNSSON Síðasti sýningardagur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.