Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ
Fagfólk STOÐAR veitir
nánari upplýsingar
og ráðgjöf.
Fjölbreytt úrval göngugrinda
sem auka öryggi og tækifæri
til hreyfingar og útivistar
Verð frá 39.800,-
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ákveðið hefur verið að hefja enn á ný
innkaupaferli á tveimur nýjum skíða-
lyftum fyrir Bláfjöll. Í framhaldinu
verður hafinn undirbúningur að
kaupum á fleiri lyftum þar og í Skála-
felli og því að koma upp snjófram-
leiðslu á skíðasvæðinu. Fram-
kvæmdum á að ljúka á árinu 2026 og
er áætlað að þær kosti í heildina 5,2
milljarða króna. Jafnframt er verið
að ræða möguleika á að bæta aðstöðu
fyrir gönguskíðafólk í Bláfjöllum og
víðar á höfuðborgarsvæðinu.
„Skíðamennska og útivera fólks
fer vaxandi. Sveitarfélögin vilja
endurnýja búnað og gera skíðasvæð-
in betri og aðgengilegri en þau eru í
dag. Með framleiðslu á snjó fæst
betri nýting á skíðasvæðunum,“ segir
Páll Björgvin Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Öll
sveitarfélögin innan SSH, nema
Kjósarhreppur, standa að uppbygg-
ingaráformunum.
Tekur 2-3 ár
Stjórn SSH hefur ákveðið, eftir
samráð við sveitarfélögin, að hefja
samkeppnisútboð á Evrópska efna-
hagssvæðinu fyrir fyrsta áfanga. Það
eru nýjar stólalyftur í Bláfjöll og
koma þær í staðinn fyrir Drottningu
við Öxlina og Gosa í Suðurgili. Nýj-
asta skíðalyftan, Kóngurinn í Kóngs-
gili, stendur áfram. Áformað er að
framkvæmdir verði á árunum 2021 til
2024.
Í vor verður farið að undirbúa
kaup á notaðri stólalyftu fyrir Skála-
fell og síðar kaup á nýrri toglyftu úr
Kerlingardal í Bláfjöllum.
Leyfismál töfðu
Umræður og undirbúningur þess-
ara framkvæmda hefur staðið yfir í
meira en áratug. Á árinu 2018 kynntu
sveitarfélögin áform um uppbygg-
ingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og
Skálafelli. Endurnýja átti stólalyftur
á báðum stöðum og toglyftu úr Kerl-
ingardal í Bláfjöllum og koma upp
aðstöðu til snjóframleiðslu í Bláfjöll-
um og ef til vill einnig í Skálafelli. Var
þá miðað við að framkvæmt yrði á ár-
unum 2019 til 2024 fyrir 3,6 milljarða
króna.
Undirbúningur og öflun leyfa
reyndist harðsóttari en reiknað var
með og dróst að ráðist yrði í fram-
kvæmdir. Loks var efnt til útboðs á
fyrsta áfanga síðastliðið sumar. Bár-
ust þrjú tilboð í lyfturnar og voru þau
á bilinu 2,3 til 2,6 milljarðar króna
sem var 350 til 600 milljónum króna
yfir kostnaðaráætlun. Stjórn SSH
ákvað að hafna öllum tilboðum og
vildi reyna að ná niður kostnaði með
samkeppnisútboði sem nú hefur ver-
ið ákveðið að ráðast í.
Aðstaða fyrir gönguskíðafólk
Skíðaganga er vaxandi grein í
skíðamennskunni. Samtök sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu hafa
fengið hvatningu frá einstökum sveit-
arfélögum og bæjarfulltrúum um að
hraða framkvæmdum við að bæta að-
stöðu fyrir gönguskíðafólk. Ekki er
aðeins kallað eftir brautum heldur
annarri aðstöðu sem skíðafólk þarf
að hafa aðgang að, svo sem salernum.
Páll Björgvin segir að samráðs-
nefnd skíðasvæðanna ræði nú hvern-
ig best sé að standa að uppbyggingu
gönguskíðaaðstöðu í Bláfjöllum og
víðar á höfuðborgarsvæðinu.
Nýtt útboð á stóla-
lyftum fyrir Bláfjöll
- Gosa og Drottningu skipt út - Snjóframleiðsla síðar
Morgunblaðið/Hari
Bláfjöll Skíðað í Bláfjöllum á fallegum sunnudagsmorgni. Aðstaðan verður
bætt með tveimur nýjum stólalyftum og aðgengi að svæðinu betrumbætt.
Þótt næsta fáir ferðamenn komi um
þessar mundir á friðlýst svæði og í
þjóðgarða landsins hefur starfsfólk
þar í nægu að snúast. „Innviðirnir
þurfa að vera í lagi, segir Guð-
mundur Jensson, landvörður í Þjóð-
garðinum Snæfellsjökli. Hann var í
vikunni að endurbæta línur sem af-
marka göngustíga á Svalþúfu við
Lóndranga. Tíminn nú er nýttur í
margvísleg slík verkefni, en margt
fleira og stærra er fram undan í
þjóðgarðinum. Má þar nefna gerð
útsýnispalla á Arnarstapa, Malarrifi
og Saxhóli. Einnig steinhlaðinn stíg
á Djúpalónssandi, enda hafa sér-
stakar fjárfestingar fengist til þess.
„Við erum að búa í haginn til
framtíðar, segir Jón Björnsson þjóð-
garðsvörður. „Vissulega eru að-
stæður í þjóðgarðinum óvenjulegar
nú. Á síðasta ári komu hingað 200
þúsund manns, þá að mestu Íslend-
ingar, borið saman við hálfa milljón
árið 2019 þar sem erlendir ferða-
menn voru stærsti hlutinn. Miðað við
aðstæður nú, horfum við sérstaklega
til Íslendinga í sumar.“ sbs@mbl.is
Landvörðurinn lítur
eftir innviðunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umhverfi Guðmundur Jensson á Svalþúfunni, hér með Hvalvík í baksýn.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á dögunum afhenti Vélrás, umboðs-
fyrirtæki VDL á Íslandi, Hópbílum í
Hafnarfirði fimm nýjar hópferða-
bifreiðar af umræddri gerð. Bílar
þessir eru allir 15 metra langir og
taka 61-63 far-
þega. Hjá Hópbíl-
um er ætlunin að
nota þessa bíla í
strætóferðir út á
land, skv. samn-
ingi sem fyrir-
tækið gerði við
Vegagerðina.
Þrír af bílunum
fimm eru búnir
hjólastólalyftum.
Slíkt er nýjung í
almenningssamgöngum og verður
þessi þjónusta í boði á flestum leið-
um, en panta þarf fyrir fram.
Bílarnir nýju eru allir búnir full-
komnum öryggisbúnaði. Þar má
nefna þriggja punkta öryggisbelti í
öllum sætum, sjálfvirka neyðar-
bremsu, línuvara og sjálfvirkan
hraðastilli. Eins eru bílarnir búnir
öflugu hita- og kælikerfi.
Allt frá stofnun hafa Hópbílar lagt
mikla áherslu á að takmarka eins og
mögulegt er neikvæð áhrif starfsem-
innar á umhverfið, segir í tilkynn-
ingu. Með það í huga var árið 2003
innleitt umhverfisstjórnunarkerfi.
Síðan hefur öll starfsemi fyrir-
tækisins þurft að uppfylla þær
ströngu kröfur sem eru gerðar staðl-
inum samkvæmt. Meðal annars er
gerð sú krafa að Hópbílar velji
birgja í samræmi við áherslur þeirra
í umhverfismálum. Þá er allur rekst-
ur sem og akstur bíla fyrirtækisins
kolefnisjafnaður.
Gengu að öllu vísu
með kaupum á VDL-bílum
„Reynslan af bílunum nýju er góð,
enda gengum við að öllu vísu við
kaupin á þeim,“ segir Ágúst Har-
aldsson, rekstrarstjóri hjá Hópbíl-
um, í samtali við Morgunblaðið. Alls
eru um 200 bílar, litlir sem stórir, í
útgerðinni hjá fyrirtækinu og verk-
efnastaðan um þessar mundir er
ágæt. Þar kemur til að mörg verk-
efnin eru föst, svo sem skólaakstur,
ferðaþjónusta fatlaðs fólks, þjónusta
við fyrirtæki og svo framvegis.
Vænst er að enn meira verði umleik-
is þegar erlendir ferðamenn fara aft-
ur að koma til landsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rútur Tvær af þeim nýju á flotastöð Hópbíla á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði.
Hópbílar fá fimm
nýja bíla í flotann
- VDL-rútur - Taka rúmlega 60 far-
þega - Umhverfisvænar og öruggar
Ágúst
Haraldsson