Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það er nú mikil óvissa með grá- sleppuna eins og eiginlega á hverju ári,“ segir Ásbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fiskkaupa hf., beðinn um að gefa álit sitt á komandi grá- sleppuvertíð. Gefið hefur verið út að vertíðin fari af stað 23. mars, en veiði hefst ekki í Breiðafirði fyrr en 20. maí. Mikil óvissa ríkir um vænt- anlegt afurðaverð sem Ásbjörn tel- ur líklegt að lækki verulega miðað við þróun verðs frá síðustu vertíð. „Verðið sem við keyptum á í fyrra var miklu hærra en það sem við fengum. Það lækkaði mikið verðið á grásleppunni í fyrra eftir að við vor- um búin að kaupa,“ útskýrir Ás- björn og segir óraunhæft að horfa til þess verðs sem grásleppusjó- menn fengu í fyrra og spá um vertíð ársins. „Það var mikil lækkun á söluverði hrognanna í fyrra og það sést í útflutningstölum.“ Spurður hvort þessa stöðu sem skapaðist í fyrra megi rekja til kór- ónuveirufaraldursins svarar Ás- björn því játandi enda hafi farald- urinn haft áhrif til lækkunar á verði flestra ef ekki allra sjávarafurða. „Veitingastaðir eru til dæmis enn lokaðir í Evrópu. Áhrifin eru ennþá rosaleg og ófyrirséð hvernig þetta verður hreinlega.“ Vill enginn kaupa hvelju Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði reglugerð um veiðarnar að kvöldi þriðjudags og felur nýja reglugerðin í sér heimild grásleppu- sjómanna til að fleygja grásleppu- skrokkunum frá borði eftir að hafa hirt hrognin. Ásbjörn segir erfitt að koma hveljunni í verð. „Grásleppan er 70% skrokkkur og 30% hrogn og við erum enn með tugi gáma af hveljum sem eru óseldar frá í fyrra,“ segir hann og bendir á að nokkur þúsund tonn séu óseld í Kína frá síðustu vertíð. Ásbjörn segir margt benda til þess að ekki fáist hátt verð fyrir hrognin og hefði það verið alveg öruggt ef ekki fengist heimild til að henda hveljunni í sjóinn. Ekki þykir góð lausn að koma grásleppunni í bræðslu að sögn Ás- bjarnar. „Það er svo mikill kostn- aður við að koma henni í bræðslu, að keyra hana. Það vill enginn borga fyrir hana,“ útskýrir hann. Þá sé einnig mjög dýrt að farga grá- sleppunni ef grásleppusjómönnum yrði gert að koma með hveljuna að landi. Fram kemur í tilkyningu sem birt var á vef Fiskistofu í gær að stofn- unin geri ráð fyrir að hefja móttöku umsókna um leyfi til grásleppuveiða í dag. Leyfi verða gefin út fyrir 25 samfellda veiðidaga og verða þau bundin við ákveðin svæði og veiði- tímabil, en veiðisvæðin verða sjö talsins. Í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að sumir grásleppusjómenn væru sannfærðir um að gráslepp- unni yrði á endanum komið í kvóta, með samþykkt frumvarps þess efn- is, og að þeir þess vegna hygðust sækja á miðin til að tryggja sér veiðireynslu þrátt fyrir lágt verð. Grásleppuvertíð hefst þriðjudag 23. mars Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umrót Ásbjörn segir verð á grásleppu hafa lækkað mikið í fyrra. - Tugir gáma af hveljum óseldir frá í fyrra - 25 veiðidagar Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is ÍV SIF Equity Farming ehf. (ÍSEF) festi nýverið kaup á meirihluta í fisk- eldisfyrirtækinu ÍS 47 ehf. á Flat- eyri sem hefur byggt upp þorsk- og regnbogasilungseldi í Önundarfirði. ÍSEF er eignarhaldsfélag í eigu hóps íslenskra fjárfesta sem hefur að meginmarkmiði að byggja upp eignasafn í fiskeldi og tengdri starf- semi og eru það Íslensk verðbréf sem halda utan um rekstur þess. „Þetta er frábært fyrir íslenskt fiskeldi, Flateyri og svæðið í heild,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, stofn- andi ÍS 47. Hann kveðst hvergi hættur þrátt fyrir að hafa selt stóran hlut í félaginu og fer hann ásamt eig- inkonu sinni, Friðgerði Ómars- dóttur, nú með 16% hlut í félaginu sem hefur verið lítið fjölskyldufyr- irtæki frá stofnun árið 2003. Félagið fékk fyrst leyfi til eldis á regnboga- silungi í Önundarfirði árið 2013 og setti þá út 19.000 seiði. Það var í janúar sem Matvæla- stofnun gaf út nýtt rekstrarleyfi fyr- ir eldið í Önundarfirði og fimmfald- aðist heimilaður hámarkslífmassi ÍS 47 í firðinum úr 150 tonnum af þorski og 50 tonnum af regnbogasil- ungi í 1.000 tonn af þorski og regn- bogasilungi. „Þetta er í raun og veru bara byrjunin,“ segir Gísli Jón, en hann hefur áður lýst því yfir að stefnt sé að því að stækka eldið í Ön- undarfirði í 2.500 tonn í samræmi við burðarþol. Seiði til útsetningar í vor Þá telur Gísli Jón aðkomu ÍSEF til þess fallna að styðja við stækk- unaráformin og hafa nýir hluthafar lagt félaginu til aukið hlutafé. Í til- kynningu segjast þeir telja að „rekstur félagsins geti til framtíðar stutt duglega við atvinnuuppbygg- ingu á Vestfjörðum og þá sér- staklega á Flateyri. Félagið hefur þegar tryggt sér seiði til útsetningar í vor og munu fjárfestingar í frekari búnaði og mannaráðningar fylgja í kjölfarið.“ Kveðast nýir eigendur meirihluta í ÍS 47 sjá „tækifæri í mögulegu samstarfi eða samein- ingum við önnur félög sem stunda fiskeldi á norðanverðum Vest- fjörðum.“ Fjárfest Gísli Jón Kristjánsson, annar f.v., kveðst hæstánægður með að- komu ÍSEF og segir um að ræða góðar fréttir fyrir samfélagið á Flateyri. Nýtt hlutafé styður við stækkun ÍS 47 - Fjárfestar eignast meirihluta Afurðaverð á markaði 16. mars 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 286,54 Þorskur, slægður 322,67 Ýsa, óslægð 386,65 Ýsa, slægð 335,61 Ufsi, óslægður 114,24 Ufsi, slægður 155,63 Gullkarfi 195,33 Blálanga, slægð 100,00 Langa, óslægð 165,00 Langa, slægð 148,41 Keila, óslægð 50,00 Keila, slægð 64,63 Steinbítur, óslægður 97,72 Steinbítur, slægður 162,99 Skötuselur, slægður 783,46 Grálúða, óslægð 378,00 Grálúða, slægð 639,74 Skarkoli, slægður 279,63 Þykkvalúra, slægð 674,84 Langlúra, óslægð 149,00 Sandkoli, óslægður 132,16 Bleikja, flök 1.446,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.195,43 Grásleppa, óslægð 192,45 Hlýri, slægður 261,16 Hrogn/ýsa 242,47 Hrogn/þorskur 527,56 Lúða, slægð 618,22 Lýsa, slægð 127,33 Rauðmagi, óslægður 108,34 Skata, slægð 54,48 Tindaskata, óslægð 11,00 Undirmálsýsa, slægð 83,00 Undirmálsþorskur, óslægður 199,94 Undirmálsþorskur, slægður 198,00 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Betri svefn Melissa Dream er hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Valið besta bætiefni við streitu hjá National Nutrition í Kanada „Þvílíkur munur! Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.