Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
18. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.13
Sterlingspund 176.54
Kanadadalur 101.97
Dönsk króna 20.388
Norsk króna 15.02
Sænsk króna 14.953
Svissn. franki 137.4
Japanskt jen 1.168
SDR 181.65
Evra 151.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6722
Hrávöruverð
Gull 1732.3 ($/únsa)
Ál 2184.5 ($/tonn) LME
Hráolía 68.81 ($/fatið) Brent
« Þrír lykilstjórn-
endur hjá smásölu-
fyrirtækinu Festi hf.
keyptu í gær hluti í
félaginu fyrir sam-
tals 264 milljónir
króna.
Mest keypti
stjórnarformað-
urinn Þórður Már
Jóhannesson eða
tæplega 655 þús-
und hluti á genginu 174,5, fyrir rúmlega
114 milljónir króna. Kaupin fóru fram í
gegnum félagið Brekka Retail ehf. Eftir
viðskiptin á Þórður Már hluti í félaginu
fyrir 870 milljónir króna að markaðs-
virði. Næststærstan hlut keypti forstjór-
inn Eggert Þór Kristófersson eða 510
þúsund hluti á sama gengi og Þórður
Már, fyrir tæplega 89 milljónir króna.
Kaup Eggerts voru gerð í gegnum fyrir-
tæki hans Blámara-ráðgjöf ehf. Eftir við-
skiptin á Eggert hluti í Festi fyrir 104,4
milljónir að markaðsvirði. Þá keypti fjár-
málastjórinn Magnús Kr. Ingason, í
gegnum félagið MK Invest ehf., 350 þús-
und hluti á genginu 173,8 fyrir tæplega
61 milljón króna.
Í gær voru samtals 586 milljóna króna
viðskipti með Festi í Kauphöll Íslands og
hækkuðu bréfin um 1,31%. Gengi félags-
ins er nú skráð 174 krónur hver hlutur.
Lykilstjórnendur Festar
kaupa fyrir 264 mkr.
Kaup Gengi Festar
hækkaði í gær.
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þau tímamót verða í sölu Volvo á Ís-
landi í júní næstkomandi að þá verður í
fyrsta sinn í boði að kaupa bílana í
beinni sölu á netinu.
Nánar tiltekið verður Volvo XC40
seldur í hreinni rafbílaútgáfu en hann
hefur verið til sölu hjá Brimborg sem
tengiltvinnbíll.
Mun salan fara fram í gegnum vef-
inn volvocars.com/is en fyrirspurnin
mun berast til Brimborgar sem mun
panta bílinn eða, til að stytta afhend-
ingartíma, bjóða upp á bíl sem er á leið
til landsins.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar, segir netsöluna hluta af alþjóð-
legri þróun í bílasölu.
„Þetta er að hellast yfir bílamark-
aðinn á heimsvísu,“ segir Egill um
þessi umskipti. Ein afleiðingin sé
minni þörf fyrir lagerhald.
Raunar hafi Brimborg byrjað að
undirbúa sig fyrir þessa þróun fyrir
tveimur árum. Sú aðlögun birtist í
minna lagerhaldi en áður.
Alltaf pantanir á leiðinni
„Þá er spurningin hver muni eiga
lagerinn. Jafnframt þarf að finna
þetta samspil milli kröfu Íslendings-
ins um afhendingu samdægurs og
þessara hugmynda um netsölu. Við
erum búnir að finna góða blöndu
reynsluaksturs og sýningarbíla á
staðnum og höfum alltaf smávegis í
pöntun.
Ef pantað er frá grunni getur af-
hendingartíminn verið fjórir mánuð-
ir en ef okkur tekst að sjá fyrir hlut-
ina getur okkur tekist að stytta
biðtímann niður í tvo mánuði. Okkur
hefur tekist það frábærlega og þá
kemur inn þessi hugmynd hjá fram-
leiðandanum um netsölu á rafbíl-
um,“ segir Egill um aðdragandann.
Minni sala í sýningarsal
Hann segir aðspurður að með
þessu breytist viðskiptalíkanið hjá
Brimborg. Það muni draga úr beinni
sölu í sýningarsal en eftir sem áður
verði greitt fyrir að sýna bílana,
reynsluakstur og umsýslu. Þá verði
Brimborg áfram með viðhald,
ábyrgðarmál og muni taka notaða bíla
upp í nýja.
Þau tíðindi urðu jafnframt hjá
Brimborg að fyrirtækið gerði þjón-
ustusamning við rafbílaframleiðand-
ann Polestar vegna fyrirhugaðrar
sölu á Íslandi. Að sögn Egils liggur
ekki fyrir hvenær hún hefst.
Polestar muni opna sölusíðu og
Brimborg afhenda bílana. Þá komi til
greina að Brimborg muni hafa sýn-
ingarsal með Polestar-rafbílum.
Egill segir þjónustusamninginn
m.a. til kominn af því að Brimborg sé
umboðsaðili Volvo á Íslandi. „Tæknin
er sambærileg og í Volvobílum, þannig
að við erum með alla þjálfun og verk-
færi og þekkjum hætturnar af því að
þjónusta rafbíla. Þeir geta því treyst
því að við getum þetta en við munum
geta pantað varahluti í gegnum þeirra
kerfi. Sumir varahlutirnir eru eins [og
hjá Volvo], sérstaklega þeir sem
tengjast tækninni,“ segir Egill.
Polestar muni vekja áhuga
Spurður hvaða væntingar hann hafi
um sölu Polestar á Íslandi segist Egill
vongóður um góða sölu. Almennt sé
spurn eftir rafbílum að aukast og það
helst orðið til að hamla sölu á Íslandi
að úrvalið af rafbílum hafi verið tak-
markað.
„Það er ljóst að ef svona bíll [frá
Polestar] væri í boði á Íslandi væri um-
talsverð eftirspurn eftir honum. Ef
maður skoðar sölutölur frá Noregi
kemur í ljós að Polestar 2 er nú sjötti
mest seldi rafbílinn,“ segir Egill. Audi
e-tron var í 1. sæti. Svo kom Tesla
Model 3. Þá Nissan Leaf, svo Peugeot
2008 og Volvo XC 40 var í 5. sæti, á
undan Polestar 2.
Samkvæmt Bílgreinasambandinu
voru nýorkubílar að baki 57,9% ný-
skráninga í fyrra en hlutfallið var
27,6% árið 2019. Þar af var hlutfall raf-
bíla af nýskráningum 25,2% en hlutur
tengiltvinnbíla 19,9%.
Netsala á Volvo-rafbíl vísir
að nýju viðskiptalíkani
Ljósmynd/Volvo
Seldur á netinu Sala á rafbílnum Volvo XC40 hefst á Íslandi í júní.
- Brimborg hefur líka samið við Polestar, sem hyggur á sölu rafbíla á Íslandi
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir,
fagstjóri ferðaþjónustu, útflutnings
og fjárfestingar hjá Íslandsstofu,
segir spurð um þau tíðindi sem
greint var frá í Morgunblaðinu í
gær að bæði Bretum og Banda-
ríkjamönnum, helstu ferðaþjóðum
til Íslands, og öðrum þjóðum utan
Schengen-samstarfsins verði gert
kleift að koma til landsins á ný hafi
þeir gild bóluefnavottorð, að Ís-
landsstofa sé byrjuð að viða að sér
gögnum til að skoða hvernig best sé
að bregðast við. Fregnirnar hafi nú
þegar verið sendar til almanna-
tengslaskrifstofa í löndunum og við-
brögðin verið gríðarlega góð. „Við
hófum markaðsaðgerðir í Bretlandi
fyrir einni og hálfri viku sem miða
að því að viðhalda áhuga á Íslandi
sem áfangastað. Viðtökur við þeirri
herferð gefa jákvæð teikn um
áhuga fólks á að koma hingað til
lands. Þessa markaðsherferð er
einfalt að yfirfæra á Bandaríkja-
markað og við erum að undirbúa
sambærilegar aðgerðir þar í landi,“
segir Sigríður Dögg.
Talað inn í ástandið
Hún segir að markaðsaðgerðirnar
snúist um sýningar á myndbandi
sem er hluti af „Enough“-herferð Ís-
landsstofu. Hún hafi verið notuð síð-
asta sumar með góðum árangri við
að vekja áhuga þýskra og danskra
ferðalanga á Íslandi. Sigríður Dögg
segir að myndbandið hafi fengið
milljón áhorf á þeirri einu og hálfu
viku sem það hefur verið í birtingu í
Bretlandi. „Það að tala beint inn í
ástandið, við fólk sem hefur verið
lokað inni á heimilum sínum, skilar
mjög miklum viðbrögðum.“
Hún segir mjög gott að herferðin
sé í gangi nú þegar jákvæðar fréttir
berist af bóluefnavottorðunum.
Morgunblaðið/Ómar
Túristar Bretar voru tíðir gestir á
Íslandi fyrir veirufaraldurinn.
Gríðarlega
góð viðbrögð
- Myndband í
Bretlandi búið að
fá milljón áhorf
Even Sandvold Roland, yfir-
maður upplýsingamála hjá Tesla
í Noregi og á Íslandi, segir
áformað að hefja framleiðslu á
Tesla Model Y fyrir Evrópu-
markað á miðju þessu ári.
Ísland sé þar meðtalið.
Hvað snertir Cyber-
truck-pallbílinn sé stefnt að því
að hefja framleiðslu fyrir
Bandaríkjamarkað seint á þessu
ári. Hins vegar hafi engar tíma-
setningar verið gefnar út í
þessu efni fyrir Evrópu.
Spurður hversu marga bíla
Tesla hafi selt til Íslands í beinni
sölu segir Roland að fyrirtækið
gefi ekki upp sölu á einstaka
mörkuðum. Spurður hvar bíl-
arnir eru framleiddir bendir
hann á að Tesla hafi nú verk-
smiðjur í Kína og Bandaríkj-
unum. Þá sé áformað að taka
nýja verksmiðju í notkun í
Berlín síðar á þessu ári.
Model Y í boði
á Íslandi í ár
TESLA
Með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi höldum við ótrauð áfram að umbylta
matvælaframleiðslu á heimsvísu. Þar höfum við ætíð hugfast að allt telur. Öll tækni telur.
Hvert og eitt samtal. Hver og ein hugmynd. Hvert og eitt viðbótargramm af matvöru.
Hver og einn vatnsdropi við framleiðslu. Við getum öll haft áhrif.
Kynntu þér ársskýrslu Marel 2020 ámarel.com/ar
Nýsköpun
til áhrifa