Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 34

Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 „Hefði ég spurt hvað fólkið vildi, hefði það beðið um hraðskreiðari hesta“. Svohljóðandi er þekkt tilvitnun í frum- kvöðulinn Henry Ford sem kynnti almenningi fyrstu fjöldaframleiddu bifreiðina. Tækninýj- ungin mætti þónokk- urri andstöðu. Bílar þóttu hávaðasamir, mengandi og plássfrekir. Fljótlega varð fólki þó ljóst að hestar væru ekki besti fararskjótinn. Ferðamynstur breyttist, bíllinn færði fólki aukið frelsi og helstu borgir heims byggðu þéttriðin samgöngukerfi fyrir bíla. Árið 1966 birti Lesbók Morgun- blaðsins grein þar sem lesendum var boðið að skyggnast inn í Reykjavík framtíðar. Horft var til þess tíma þeg- ar Aðalskipulag Reykjavíkur 1962- 1983 myndi verða fullframkvæmt. Það byggði á ríkjandi viðhorfum sjö- unda áratugarins þar sem skipulag borga tók aðallega mið af þörfum hinnar byltingarkenndu einkabifreið- ar. Greinarhöfundur sá fyrir sér nú- tímalega höfuðborg, með fullkomnu hraðbrautakerfi, skipulögðu fyrir bílaumferð. Miðborginni yrði gjör- breytt og gömul hús myndu víkja fyr- ir vegasamgöngum. Bílaborgin Reykjavík myndi verða til. Samgöngur fyrir suma Á dögunum steig fram hópurinn Áhugafólk um samgöngur fyrir alla og kynnti hugmyndir að bættum sam- göngum á höfuðborgarsvæðinu. Hug- myndirnar eru settar fram með ítar- legum rökstuðningi en minna þó eilít- ið á áratuga tímaflakk. Telur hópur- inn hið 60 ára gamla hraðbrauta- skipulag höfuðborgarsvæðisins hafa staðist allar væntingar en hefði viljað sjá áður áformaða hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn. Þá telur hópurinn ekki æskilegt að færa bílaumferð neðanjarðar. Breiðari akvegir og fjöldi mislægra gatnamóta verði betri kostur. Hópurinn leggst jafnframt gegn áformum um Borgarlínu en kynnir til sögunnar svokallaða Borgarlínu Lite – metnaðarlausa útgáfu af hinu fyrir- hugaða hágæða almenningssam- göngukerfi. Borgarlínu Lite tilheyra færri sérakreinar, lengri biðtími og verri þjónusta. Hún er hvorki bylting- arkennd né nýstárleg hugmynd. Hún hefur áður verið fullrannsökuð og þótti ekki standast gæðakröfur. Tillögur hópsins taka aðeins mið af þörfum þeirra sem vilja ferðast með bíl. Þær taka mið af þeirri bílaborg sem tók að þróast hérlendis kringum 1960. Þær taka ekki mið af því að íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað um 125% á síðustu sextíu ár- um. Þær taka mið af ríkjandi við- horfum sjöunda áratugarins, en ekki ríkjandi viðhorfum samtímans. Sér- fræðingarnir segja hins vegar áherslur sínar – á meira malbik og samgöngur fyrir suma – til þess fallnar að ná aukn- um ávinningi. Hvernig metur maður ávinning? Við innleiðingu breyt- inga á borgarskipulagi er mikilvægt að kanna ávinn- ing í víðara samhengi. Til- lögur sérfræðinganna meta hins vegar aðeins ávinninginn af því að aka bifreið hratt milli ólíkra borgarhluta. Þær meta ekki ávinninginn af því að ferðast með öðrum hætti. Hópurinn metur ekki ávinninginn af því að búa í borgar- hverfi þar sem gott er að dvelja, held- ur aðeins ávinninginn af því að búa í borgarhverfi sem gott er að yfirgefa. Borgarlínan og samhliða stokka- lausnir, munu leiða af sér margvís- legan ávinning fyrir gangverk og ásýnd borgarinnar. Þær munu tryggja mannvænna umhverfi, heild- stæðari borgarhverfi og fjölbreyttari valkosti. Lausnirnar eru liður í eðli- legu þroskaferli Reykjavíkurborgar – enda einkenni þróaðra borga ekki að hinir efnaminni ferðist með bíl, heldur að hinir efnameiri ferðist með almenn- ingssamgöngum. Að bjóða segulband Sjaldan hafa breytingar á sam- félagsgerð og kynslóðum verið örari. Tímarnir breytast á leifturhraða – og nýjum tímum fylgja ný viðhorf. Það birtist glöggt í nýlegum mælingum á viðhorfum til samgangna. Síðustu ár hefur langstærstur hluti borgarbúa farið leiðar sinnar á bíl. Ný- legar mælingar sýna að 63% höfuð- borgarbúa ferðast til vinnu sem bíl- stjórar á einkabíl. Hins vegar sýna sömu mælingar að aðeins 35% höfuð- borgarbúa kjósa helst að ferðast með þeim hætti til vinnu. Þannig myndu um 55% íbúanna helst vilja ferðast til vinnu á reiðhjóli, fótgangandi eða með strætó. Það rímar við þróun síðustu ára þar sem fjárfesting í hjólreiða- stígum hefur leitt til þess að 75% fleiri fara nú leiðar sinnar á reiðhjóli en með almenningsvögnum. Niðurstaðan sýnir glöggt að fjárfesting í nýjum sam- göngukostum skilar árangri – jafnvel í blautu og vindasömu Reykjavík. Borgarskipulagið þarf að taka mið af breyttum þörfum. Við þurfum að skapa umhverfi sem ýtir undir nýja valkosti og mætir óskum íbúa. Við getum ekki haldið áfram að bjóða landlínu þegar fólkið biður um far- síma. Við getum ekki haldið áfram að bjóða segulband þegar fólkið biður um streymisveitur. Systur í samgöngum Nú ríflegri öld frá því Henry Ford kynnti fyrsta fjöldaframleidda bílinn hefur gamanið aðeins kárnað. Flestar borgir heims glíma nú við bílafjölda sem samgönguinnviðir ráða illa við. Reykjavíkurborg er þar engin undan- tekning. Um götur borgarinnar fara bílar ríflega milljón ferðir daglega. Samtök iðnaðarins hafa áætlað að höf- uðborgarbúar sólundi um níu milljón klukkustundum í umferðartafir ár- lega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Mannfjölda- spár gera ráð fyrir 70.000 nýjum íbú- um á höfuðborgarsvæðinu næstu 20 árin. Ef bílaeign eykst samhliða, á áður þekktum hraða, verður okkur vandi á höndum. Við þurfum stefnu- breytingu. Lausn samgönguvandans mun ekki felast í hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn og mislægum gatna- mótum inn í Elliðaárdalinn. Lausnin mun felast í betra borgarskipulagi, dreifðari atvinnutækifærum og auk- inni fjarvinnu – en ekki síst breyttum ferðavenjum og fjölbreyttum val- kostum. Samgöngusáttmáli höfuðborgar- svæðisins var undirritaður og sam- þykktur í september 2019 af helsta forystufólki Sjálfstæðisflokks. Hann boðar byltingu í samgöngum svæðis- ins. Hann kynnir til sögunnar breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngu- kostum. Hann er byggður á því að Borgarlínan, bíllinn og reiðhjólið séu systur, ekki fjendur – þrír ólíkir far- armátar sem saman munu leysa sam- gönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Hann er byggður á því að farþegum almenningssamgangna verði fjölgað, en áfram muni nærri 60% fólks fara leiðar sinnar á bíl. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta til að notast við öllum stundum, allra sinna ferða, alla daga vikunnar, er nú víkjandi sjónarmið. Framtíðin felur í sér sveigjanleika. Hugrekki til breytinga Við lifum á spennandi umróts- tímum sem kalla munu á breytingar. Rétt eins og einkabifreið Henrys Ford mætti andstöðu munu nýir sam- göngukostir alltaf vekja viðbrögð. Breytingar munu alltaf vekja við- brögð. Það hefur verið einkennis- merki sjálfstæðismanna að geta stað- ist slíkan brotsjó – að geta leitt á krefjandi umrótstímum og sýnt stað- festu við innleiðingu breytinga. Fortíðin er barn síns tíma. Fram- tíðin er viðfangsefnið. Reykjavíkur- borg þarf að byggja á framtíðarsýn sem er aðlaðandi fyrir fjölbreytta ald- urshópa. Við þurfum að varðveita sér- kenni okkar en gæta þess að þróast í takt við aðrar vestrænar borgir – að öðrum kosti verðum við undir í sam- keppni um ungt fólk og atgervi. Við heillum ekki ungt hæfileikafólk með sextíu ára gömlum lausnum. Við þurf- um að bjóða lifandi borgarumhverfi, úrval tækifæra og fjölbreytta valkosti – í frjálsu samfélagi. Við þurfum að fullþroskast úr sveit í borg. Úr sveit í borg Eftir Hildi Björnsdóttur » Við þurfum að bjóða lifandi borgarum- hverfi, úrval tækifæra og fjölbreytta valkosti – í frjálsu samfélagi. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í lok febrúar gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu sem heitir „Ljósleiðaramál og útboð ljósleiðara“, sjá www.stjornarradid.is/ library/04-Raduneytin/ Utanrikisraduneytid/PDF- skjol/15.2.21_Starfs- hopur_ljosleidaramal_s- kilagrein_greinargerd_til_r- hr_lokautgafa_uppsett.pdf. Skýrslunni var fylgt eftir með grein í Morgunblaðinu eftir Guðlaug Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra og Harald Bene- diktsson alþingismann undir yfir- skriftinni „Úr kyrrstöðu í sókn“. En um hvað snúast skýrslan og greinin? Í stuttu máli er verið að fjalla um þrjá ljósleiðara af átta sem Mannvirkjasjóður NATO kostaði að hluta og tengir saman fjórar ratsjárstöðvar NATO á Ís- landi, á Suðurnesjum, á Bolavík- urfjalli, á Gunnólfsvíkurfjalli og við Stokksnes. Árið 2008 voru tveir þræðir af þremur í NATO- leiðurunum boðnir til leigu í út- boði. Gekk tilboð í einn þráðinn til baka en Vodafone bauð í og fékk einn þráð til leigu. Þráðurinn var loks afhentur árið 2010 til Voda- fone eftir að reynt hafði verið með öllum ráðum að tefja afhendingu hans. Undirritaður hefur komið að hönnun og lagningu tveggja ljós- leiðarakerfa í dreifbýli en það var í Öræfum árin 2007-2010 (sjá nánar betrifjarskipti.is/fo) og hins vegar í Mýrdal 2013-2014. Í báðum til- vikum var um að ræða framtak íbúanna sjálfra án stuðnings rík- isins. Hér skal fullyrt að ef Voda- fone hefði ekki haft umræddan þráð í NATO-leiðaranum til um- ráða hefði ekkert orðið af téðum ljósleiðarakerfum. Ástæðan var tregða Mílu til að þjónusta bæði kerfin. Þveröfugt við viðbrögð Mílu reyndist auðsótt mál af hálfu Vodafone að tengja ljósleið- arakerfin tvö við umheiminn. Byggðuðst þær tengingar á að- gangi Vodafone að umræddum þræði í NATO-ljósleið- aranum. Á mörgum stöðum í dreifbýli er ekki hægt að tengja staðbundin ljósleið- arakerfi við umheim- inn nema í gegnum NATO-leiðarann. Og þar á Míla fimm þræði af átta. Í til- vikum Öræfinga og Mýrdælinga kom ber- lega í ljós mikilvægi þess að geta leitað eftir þjónustu við fleiri en einn aðila, semsagt samkeppni. Skv. áðurnefndri skýrslu utan- ríkisráðuneytisins er fyrirhuguð breyting á ráðstöfun tveggja af þremur ljósleiðurum í eigu NATO. Tilteknar eru fjórar leiðir sem eru færar; að ráðstafa hvorugum af lausu þráðunum, að bjóða út einn þráð, að bjóða út tvo þræði hvorn til síns aðilans og að lokum að bjóða út tvo þræði til sama aðila. Undirritaður hvetur til þess að boðnir verði út tveir þræðir hvor til síns aðilans, sjá lið 3.3.4 í áður- nefndri skýrslu. Sú ráðstöfun sem gerð var árið 2008 með útboði á tveimur af þremur ljósleiðurum NATO sannaði gildi sitt rækilega og eru Öræfanetið og ljósleiðara- kerfi Lífs í Mýrdal ehf. sönnun þess. Það er því afar áríðandi fyrir fjarskipti í dreifbýli að umræddir tveir ljósleiðaraþræðir verði boðn- ir út skv. Lið 3.3.4 í skýrslu Utn. Um útboð ljósleiðara- þráða í svokölluðum NATO-ljósleiðara Eftir Ingólf Bruun »Hér skal fullyrt að ef Vodafone hefði ekki haft umræddan þráð í NATO-leiðaranum til umráða hefði ekkert orðið af téðum ljósleið- arakerfum. Ingólfur Bruun Höfundur er framkvæmdastjóri Betri fjarskipta ehf. ib@betrifjarskipti.is Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Verð: 22.995.- Stærðir: 40 - 47 Vnr. E-504574 Verð: 21.995.- Stærðir: 41 - 44 Vnr. E-504504 Verð: 19.995.- Stærðir: 40 - 46 Vnr. E-504564 Verð: 19.995.- Stærðir: 42 - 45 Vnr. E-504564 ECCO STREET TRAY ÞÆGILEGIR GÖTUSKÓR MEÐ MJÚKU INNLEGGI KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.