Morgunblaðið - 18.03.2021, Page 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Dagana 19. og 20.
mars verður ráðstefna
um náttúrufræði-
menntun. Ráðstefnan
er ætluð kennurum á
öllum skólastigum í
náttúrufræði- og raun-
vísindagreinum en er
opin öllum sem áhuga
hafa. Undirrituð mun
flytja erindið:
Náttúruvísindi –
Grunnur að farsælli framtíð. Heiti er-
indisins vísar bæði til framtíðar hvers
einstaklings og til framtíðar jarð-
arinnar. Að hver einstaklingur sé
menntaður til að taka upplýstar
ákvarðanir í tæknivæddu nútíma-
samfélagi og að framtíð jarðarinnar
sé í höndum þeirra sem hafa þekk-
ingu til að vinna að úrbótum í lofts-
lagsmálum, heilbrigðismálum og öðr-
um stórum áskorunum sem við blasa.
Með auknum skilningi nemenda á
náttúruvísindum verða þeir betur í
stakk búnir að leggja mat á ólíkar
ógnir sem og tækifæri til að gera
heiminn betri. Við eigum því mikið
undir því að kynna börnum og ungu
fólki undraheim náttúruvísinda á
skapandi hátt og vekja áhuga. Þetta
sést til dæmis í áherslum UNESCO
sem árið 2019 ákvað að framvegis
yrði 4. mars Dagur verkfræði og sjálf-
bærrar þróunar.
Gömul saga og ný
Verkfræðingafélag Íslands var
stofnað 1912 og frá upphafi hafa
menntunarmál verið
einn af hornsteinunum í
starfi félagsins. Upp-
haflega kom þessi áhugi
félagsins á mennt-
unarmálum ekki til af
góðu einu. Fyrstu ís-
lensku verkfræðinem-
unum sem fóru til
Kaupmannahafnar til
náms sóttist námið iðu-
lega seint vegna lélegs
undirbúnings í raun-
greinum.
Í dag stöndum við
enn frammi fyrir því að staða raun-
greina innan skólakerfisins á undir
högg að sækja. Verkfræðingafélag
Íslands hefur margsinnis bent á, og
beitt sér fyrir því, að kennsla í
stærðfræði og raungreinum verði
efld. Nýlegt dæmi er umsögn félags-
ins um viðmiðunarstundaskrá
grunnskóla, í október 2020. Þar er
lýst stuðningi við þá stefnu að auka
vægi móðurmáls og náttúrufræði til
móts við viðmið nágrannaþjóða okk-
ar. Slíkar úrbætur verður að gera til
að tryggja samkeppnishæfni þjóð-
arinnar á sviði náttúruvísinda og
tækni þeim tengdum.
Þar er einnig bent á að ekki nægir
að fjölga kennslustundum. Fleiri
kennara vantar í grunnskólana sem
eru menntaðir í stærðfræði og raun-
greinum og það verður að styðja vel
við bakið á þeim, til dæmis með
möguleikum til símenntunar. Einnig
þarf að bæta stórlega aðbúnað í skól-
unum til verklegrar kennslu í raun-
greinum. Við getum ýmislegt lært
með því að líta til hinna Norður-
landaþjóðanna og læra af því sem
þar hefur verið gert til að efla áhuga
ungs fólks á vísindum og tækni.
Verkfræðingafélagið hefur komið
þeirri skoðun á framfæri að stytting
framhaldsskólans hafi verið mistök
sem vinda þurfi ofan af. Mikil hætta
er á því að nemendur komi nú verr
undirbúnir en áður fyrir krefjandi
nám í háskóla og ýmis merki eru um
að áhrifanna sé nú þegar farið að
gæta.
Með nýsköpun, hugvit og tækni að
leiðarljósi tökumst við á við áskor-
anir framtíðarinnar. Grunnur að
þeim tækifærum er lagður í metn-
aðarfullu, skapandi og skemmtilegu
námi í raunvísindum á öllum skóla-
stigum.
Upplýsingar um ráðstefnuna eru
á vefslóð Náttúrutorgs – starfs-
samfélags náttúrufræðikennara:
natturutorg.is.
Eftir Svönu Helen
Björnsdóttur »Með nýsköpun, hug-
vit og tækni að leið-
arljósi tökumst við á við
áskoranir framtíð-
arinnar. Grunnur að
þeim tækifærum er lagð-
ur í metnaðarfullu, skap-
andi og skemmtilegu
námi í raunvísindum á
öllum skólastigum.
Svana Helen
Björnsdóttir
Höfundur er formaður Verkfræðinga-
félags Íslands.
Náttúruvísindi –
Grunnur að farsælli framtíð
14. febrúar sl.
flutti Útvarp Saga
viðtal við menn um
Brennu-Njáls sögu
og ætlaðan höfund
hennar. Sá þekkti rit-
höfundur Einar
Kárason heldur því
fram að bróðursonur
Snorra Sturlusonar,
Sturla lögmaður
Þórðarson (1214-
1284), hafi ritað þá einstöku og
sérstæðu bók. Í þessum umræðu-
þætti kom fram hjá Einari að
hann telur Njáluhöfund illa kunn-
ugan í Rangárvallasýslu.
Í nýlega útkominni bók, „Leitin
að Njáluhöfundi“, er leitast við af
hlutleysi að skoða hvar Njáluhöf-
undur var helst kunnugur og hvar
síst. Niðurstaðan þar er sú að
Njáluhöfundur hafi verið gjör-
kunnugur í Rangárvallasýslu; þar
gjörþekkir hann afstöðuna frá
einum bæ til annars og í sumum
lýsingum hans þaðan er eins og
hann hafi landslag og umhverfi
myndrænt fyrir sínum hugar-
sjónum. Það sannar ekki að höf-
undur hafi verið úr þeirri sýslu,
einungis að hann (eða hans hugs-
anlegur fyrirlesari) hafi verið þar
gjörkunnugur. Því má við bæta,
að höfundur virðist kunnugur á
ferðaleiðum Skálholtsbiskupa í
þremur landsfjórðungum. Það,
eitt og sér, sannar ekki að höf-
undur sjálfur hafi
verið biskup í Skál-
holti.
Svo virðist sem
Njáluhöfundur hafi
verið heldur illa að
sér í landafræði Nor-
egs, en í því landi
hlýtur Sturla lögmað-
ur að hafa verið vel
kunnugur vegna veru
sinnar þar.
Mörg fleiri atriði
mætti tína til, sem
mæla gegn því að
Sturla hafi ritað Njálu – það
margt að fullyrða má, að hann
hefur ekki komið nálægt ritun
þeirrar bókar.
Þótt þeir hafi margt áhugavert
lagt til Njálurannsókna Einar
Kárason, Matthías Johannessen
og þeirra samskoðendur, þá er
ljóst að þeir „vaða reyk“, hvað
ætlaðan Njáluhöfund snertir.
Einar Kárason og
höfundur Njálu
Eftir Gunnar
Guðmundsson
frá Heiðarbrún
Gunnar
Guðmundsson
»Mörg fleiri atriði
mætti tína til sem
mæla gegn því að Sturla
hafi ritað Njálu – það
margt að fullyrða má að
hann hefur ekki komið
nálægt ritun þeirrar
bókar.
Höfundur er fræðimaður og
rithöfundur.