Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 37

Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS LYSS Gólflampi – 34.900,- Borðlampi – 22.990,- Vegglampi – 22.990,- Aðhalds- sundbolirnir frá Lascana komnir Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Eins og aðrir lands- menn hef ég fylgst með þeirri vitundarvakn- ingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu á und- anförnum misserum um skaðsemi fjár- hættuspila. Samtök áhugafólks um spila- fíkn hafa staðið að þessari vitundarvakn- ingu sem greinlega hefur náð til þjóðarinnar allrar því fram kom í ítarlegri skoðanakönnun á vegum Gallup síðastliðið vor að 86% landsmanna vilja láta loka spila- kössunum. Farið undan í flæmingi En hvorki ríkisstjórn né Alþingi eru á sama máli og þjóðin. Eða hvað? Því síður Rauði kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Háskóli Íslands sem njóta afrakst- ursins af rekstri spilavítanna. Eða hvað? Er alveg víst að ráðherrar og rík- isstjórn séu hlynnt rekstri spilavíta? Vissulega taka þau aldrei af skarið. Svara ekki og fara undan í flæmingi eða fara að tala um meðferðarúrræði þegar þau eru spurð hvort þau séu sammála meirihluta landsmanna um að loka beri spilakössunum í ljósi þess að verið sé að fénýta fólk sem er ekki sjálfrátt gerða sinna. Um þetta er talað óljósum orðum en aldrei aukatekið orð um lokun. Aldrei af- dráttarlaust svar. Umræða í þingnefnd Í vikunni sem leið efndi velferð- arnefnd Alþingis til opins fundar um spilakassa og spilafíkn. Ég var í hópi þeirra sem kallaðir voru fyrir nefnd- ina og þá sem fyrrverandi ráðherra málaflokksins. Mælti ég mjög ein- dregið með lokun. Heilbrigðis- ráðherra vísaði í meðferðarúrræði, menntamálaráðherrann komst næst því að lýsa vanþóknun á fjár- hættuspilum, vísaði ábyrgðinni á Al- þingi og sagðist ekki myndi standa í vegi fyrir breytingum. En meira skal til svo dugi. Dómsmálaráðherr- ann sagði að verið væri að vinna í málinu, en svo kom í ljós að það stæði til að vinna í málinu því enn var ekki búið að skipa nefndina sem var sögð vera að vinna í málinu! Sem sagt nefnd sem verið var að skipa fulltrúa hagsmunaðila til setu í ætti nú loksins að ræða málið eftir linnu- lausa umræðu í þjóðfélaginu í heilt ár! Fram kom að menntamálaráð- herra hafði ekki frétt af þessari nefnd, því síður Samtök áhugafólks um spilafíkn sem þó ættu að teljast hagsmunaaðili, eða hvað? Augljós vanlíðan ráðherra, þingmanna og björgunarsveita Þrátt fyrir linkuleg viðbrögð var engu að síður augljóst að ráðherrum leið ekki vel við þessa umræðu enda öllum, sem skilja vilja, augljóst að þeir verja með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi siðlaust kerfi. Augljóst var líka að þingmönnum leið ekki heldur vel. Til voru þeir þingmenn þó, þar á meðal sá þingmaður sem frumkvæði átti að umræðunni, Sara Elísa Þórðardóttir, Pírötum, sem tóku afdráttarlausa afstöðu gegn rekstri spilavíta. Þökk sé þeim. Það sama held ég að eigi við innan Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Háskóla Íslands. Á vegum Rauða krossins starfar margt afbragðsfólk, hugsjónafólk sem vill láta gott af sér leiða, bjarga bágstöddu fólki. Sama á að sjálf- sögðu við um björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Þar þekki ég persónulega marga sem gefa vinnu sína af hugsjón einni og vilja ekkert nema gott, bjarga fólki, ekki koma því í vanda heldur hjálpa því úr ógöngum! Út á það gengur þeirra virðingarverða framlag. Casino þýðir spilavíti Þessu fólki líður ekki vel yfir illa fengnu fé samtaka sinna. Þetta full- yrði ég því ég hef heyrt þetta úr munni svo margra! Eða skyldu menn ímynda sér að starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands séu sáttir við þá niðurlæg- ingu sinnar stofnunar að reka spilavíti, Cas- ino slots, eins og ís- lenskudeild HÍ kallar spilabúllurnar sínar? Að sjálfsögðu ekki. En hvers vegna þá halda þessari ósvinnu áfram? Svarið er peningar. Spilafíklar gefa nefnilega vel af sér. Bransinn veltir milljörðum, eftir að vinningar hafa verið dregnir frá standa eftir 3,73 milljarðar, þrjú þúsund og sjö hundruð milljónir, samkvæmt tölum frá 2019. Og þessu tíma hlutaðeig- andi aðilar ekki að sjá af. Það yrði þeim mikið harmsefni að verða af þessu fé. En þetta getum við sem samfélag ekki látið viðgangast. Við eigum að hætta að hagnast á spilafíklum óháð því hvernig við kjósum að standa að uppbyggingu fyrir Háskóla Íslands, reka Rauða krossinn og fjármagna börgunarsveitirnar svo þær verði í stakk búnar til þess að bjarga fólki. Lokun spilakassa á ekki að vera háð skilyrðum Það er óásættanlegt að það verði gert að skilyrði fyrir því að hætt verði að skapa veiku fólki og að- standendum þess vandræði og óhamingju að aðrir tekjustofnar verði fundnir en vasar spilasjúkra fyrir þessar stofnanir. Engu að síður finnst mér eigi að finna þá tekju- stofna. Auðvitað er það hægt og er þá komið að því að leggja út af fyr- irsögn þessarar greinar. Umfangið Þótt afraksturinn af spilakössum eftir að vinningar hafa verið dregnir frá sé mikill, eða 3,73 milljarðar, sem áður segir, þá er óhætt að draga frá þeirri upphæð, áður en við komum við pyngju styrkþeganna. Í fyrsta lagi skulum við draga frá 760 milljónir sem fara út úr landinu til þeirra sem selja og leigja kassana. Skyldi nokkur maður sjá eftir því að skerða þeirra tekjur? Þá eru það 840 milljónir sem fara til þeirra sem reka spilasalina. Auðvitað kæmi það illa við þeirra fjárhag að svipta þá þessari tekjulind en spurning hvort þetta fólk geti ekki fundið sér önnur og verðugri viðfangsefni að starfa við. Enn er ótalinn umtalsverður rekstrarkostnaður, 330 milljónir. Þá erum við komin niður í 1.800 millj- ónir. Þetta er orðið talsvert viðráð- anlegra en upphafleg upphæð, rúm- lega helmingi lægri. Efnt verði til hugmyndasamkeppni Þá erum við væntanlega að nálg- ast að geta bjargað heiðri og sam- visku Alþingis, ríkisstjórnar lands- ins, æðstu menntastofnunar okkar, Rauða kross Íslands og Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Og einmitt það er verkefnið: Að bjarga því fólki sem þarna ber ábyrgð. Hvernig væri að efna til keppni um bestu lausnina þessum aðilum til hjálpar? Verkefnið gæti heitið Björgum þeim. Ég set hér fram fyrstu tillöguna sem vinur minn einn hvíslaði að mér: Hækkum skilagjald á flöskum þannig að dugi til að björninn verði unninn. Björgum þeim Eftir Ögmund Jónasson Ögmundur Jónasson » Spilafíklar gefa nefnilega vel af sér. Bransinn veltir millj- örðum, eftir að vinn- ingar hafa verið dregnir frá standa eftir 3,7 milljarðar Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Per aspera ad astra“ sögðu þeir gömlu og áttu við að leiðin á toppinn væri erfið og þyrnum stráð. Árangur næðist ekki án fórna og fórnarkostn- aður gæti verið hár. Nú hafa vís- indamenn unnið fáheyrð afrek, að þróa bóluefni gegn veirunni á met- tíma, bæði í samvinnu og hver í sínu horni. Þessa dagana bætast sífellt við fyrirtæki sem fá viðurkenningu og síðast í morgun var sagt frá einu nýju sem væri að bætast í sam- keppnina. En það er eitt fyrirtæki sem hefur lent í mótbyr á leið til stjarnanna, stjarnan sjálf Astra. Þó er hún ódýr- ust lyfja og segist ekki hagnaðar- drifin í þessari heimsbaráttu. Tugir milljóna hafa fengið sprautu og vernd í hennar nafni en þó lendir Stjarnan endurtekið í hakkavél fjöl- miðla, popúlista og stjórnmála- manna sem þykjast betur vita en vísindamenn. Nógu erfitt virðist vera, í ýmsum löndum, að fá fólk til að láta sprauta sig þótt upphrópanir og tröllasögur bætist ekki við. En enginn verður óbarinn biskup og leiðin til stjarnanna er grýtt. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Grýtt er leiðin Morgunblaði/Arnþór Birkisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.