Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Hlaðvörp hafa verið gífurlega vinsæl
undanfarið og erfitt getur verið að
finna hlaðvarp sem hentar áhugasviði
hvers og eins enda er um svakalegt
úrval að ræða. Við hér á K100 erum
mikið áhugafólk um hlaðvörp og
ákváðum að ræða við það fólk sem
heldur úti hlaðvarpi hér á Íslandi og
fá það til þess að gefa okkur upp
hvaða hlaðvarpsþætti, fyrir utan sína
eigin, það hlustar á í sínum frítíma.
Það ætti að geta gefið fólki góðar
hugmyndir um áhugaverð hlaðvörp
sem henta þess áhugasviði.
Eva Mattadóttir úr
hlaðvarpinu Normið
„Normið er hrátt plebbaspjall um
mannlegheit. Við elskum að skoða
mannlega hegðun og pæla í hvers
vegna í ósköpunum fólk hegðar sér
eins og það gerir stundum. Spjallið er
oft djúpt og stundum er bara mjög
óþægilegt að spegla sig í umræðuefn-
inu og átta sig á því að maður getur
gjörsamlega hagað sér eins og fífl án
þess að fatta það. Við tökum líka við-
töl við flott fólk í þjóðfélaginu og
kroppum í heilann þeirra. Það er til
svo margt öflugt fólk sem hægt er að
taka sér til fyrirmyndar og læra af,“
segir Eva, spurð út í hlaðvarp sitt.
Eva segist hlusta mikið á hlaðvörp
í bílnum og göngutúrum og segist
velja gaumgæfilega hvaða umræðu-
efni hún sé í stuði fyrir hverju sinni.
„Ég hugsa stundum á ensku, þess
vegna hlusta ég mikið á hlaðvörp á
ensku,“ segir hún.
Hlaðvarpslisti Evu
The Bossbabe Podcast
„Tvær öflugar konur sem stofnuðu
Bossbabe-konseptið frá grunni. Þær
hafa flott input í frumkvöðlaheiminn,
tala bæði um sína eigin reynslu og
taka viðtöl við fólk sem hefur byggt
upp sitt eigið brand.“
Draugasögur
„Katrín og Stefán leggja virki-
legan metnað í framleiðslu þáttanna
og mér finnst alger snilld að kúpla
mig stundum út og láta þau hræða
úr mér líftóruna, sérstaklega í
göngutúrum á kvöldin.“
SoberCast
„Ég er edrúmanneskja og stund-
um þarf ég einfaldlega að grípa í
þetta hlaðvarp og hlusta á aðra
óvirka alka tala um eigin reynslu.
Það hjálpar mér að núllstilla mig, al-
veg magnað hvað það hjálpar að
heyra aðra tala um sínar áskoranir.
Við erum öll bara að rölta í gegnum
þetta líf, reka okkur á og að gera
okkar besta.“
Hæ hæ – Ævintýri
Helga og Hjálmars
„Kemistrían hjá Helga og
Hjamma er náttúrlega rugl fyndin.
Þeir eru þeir allra mannlegustu og
taka lífið ekki of alvarlega, ferskur
blær.“
Super Soul
„Hlaðvarpið hennar Opruh, þarf
að segja eitthvað meira? Hún tekur
djúp viðtöl og þorir að fara alla leið
með umræðuna. Hún er viskubrunn-
ur sem er endalaust hægt að læra
af.“
How I Built This with Guy Raz
„Þarna fær maður að heyra sög-
urnar af því hvernig stór fyrirtæki
urðu til. Það er hvetjandi að heyra
byrjunarskrefin og holurnar sem
stofnendur detta í á leiðinni.“
Áhugaverð Hlaðvörp:
Eva Matta gefur álit
Eva Matta Eva
hlustar reglu-
lega á hlaðvörp.
Eva Mattadóttir heldur
úti hlaðvarpinu Normið
ásamt Sylvíu Briem.
Sjálf hlustar hún reglu-
lega á hlaðvörp og fékk
K100 hana til þess að
gefa lesendum álit á því
sem hún hlustar á.
Aðalstræti 2 | s. 558 0000 | www.matarkjallarinn.is
Tónlist
fyrir sálina
matur
fyrir líkamann
BIRKENSTOCK ARIZONA
12.995.- / ST. 36-47
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
Fjölskyldubingó mbl.is
verður á sínum stað í
kvöld þar sem þau Siggi
Gunnars og Eva Ruza
sjá til þess að færa fjöl-
skyldum landsins bingó-
tölurnar beint heim í
stofu.
Í síðustu viku kom
söngkonan Klara Elias
ásamt gítarleikaranum
Daníel Friðriki Böðv-
arssyni og fluttu þau
þátttakendum ljúfa tóna.
Í kvöld mætir tónlist-
armaðurinn Sigtryggur
Baldursson sem meðal
annars er þekktur fyrir
að hafa verið í hljóm-
sveitinni Milljónamær-
ingunum og sem Bogomil
Font. Sigtryggur vann
einnig með hléum með
söngkonunni Emilíönu
Torrini frá árunum 1998
til ársins 2010 ásamt því
að vinna tónlist fyrir
leikhús, kvikmyndir og
heimildarmyndir. Þá hefur hann
einnig leikið inn á fjölda hljóm-
platna sem trommu- og slagverks-
leikari.
Í kvöld tekur hann lögin Veður-
fræðingar ljúga og Þvo sér um
hendur.
„Það hefur verið mjög gaman í
bingóinu síðan við fórum aftur af
stað eftir smápásu. Vinningarnir
hafa streymt út og allt gengið eins
og í sögu,“ segir Siggi Gunnars
bingóstjóri.
Ásamt þeim Sigga og Evu verður
furðu-DJ-inn í setti, tóm gleði og
fullt af stórglæsilegum vinningum.
Allar upplýsingar um þátttöku og
útsendingu má finna með því að
fara inn á heimasíðu bingósins á
www.mbl.is/bingo. Allar fyrir-
spurnir vegna bingósins er hægt að
senda á bingo@mbl.is.
Gestur kvöldsins
er Bogomil Font
Bogomil Font Tekur lagið í kvöld.
Ljósmynd/Aðsend