Morgunblaðið - 18.03.2021, Síða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
✝
Helgi Vilhelm
Jónsson fædd-
ist í Reykjavík 30.
maí 1936. Hann lést
2. mars 2021 á Sól-
teigi, Hrafnistu.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Sigurður Helgason
stórkaupmaður, f.
1903, og Hanna
Helgason hús-
freyja, f. 1910.
Systkini Helga eru; Torfi, f.
1935, Hallgrímur Gunnar, f.
1940, og Sigurveig Ingibjörg, f.
1945.
Helgi kvæntist árið 1958 Ingi-
björgu Jóhannsdóttur, f. 1940,
danskennara og húsfreyju. For-
eldrar hennar voru Jóhann
Gunnar Stefánsson frkvstj. Olíu-
félagsins og Lára Jóhannsdóttir
húsfreyja. Börn Helga V. og
Ingibjargar eru;
1) Hanna Lára, f. 1962, hrl.
Eiginmaður hennar er Jónas
Reynisson frkvstj. Þau eiga Ingi-
björgu og Reyni. Ingibjörg á
Hönnu Sóleyju með sambýlis-
manni sínum Bjartmari Svein-
björnssyni. Reynir er í sambúð
með Ásdísi Elínu Jónsdóttur.
2) Anna Dóra, f. 1966, hdl. og
nefndarmaður í yfirskattanefnd.
Eiginmaður hennar er Halldór
síðar borgarendurskoðandi
1966-1975. Hann var einn stofn-
enda Endurskoðunar hf. 1975,
síðar KPMG ehf., og starfaði þar
við endurskoðunar- og lög-
mannsstörf til ársins 2001 en eft-
ir það við einstök verkefni í fé-
lagi við dóttur sína, Hönnu Láru.
Helga voru falin margvísleg
trúnaðarstörf á starfsferli sín-
um; m.a. sat hann í ríkis-
skattanefnd 1968-1973 og 1980-
1992, sparnaðarnefnd Reykja-
víkurborgar 1964-1975 og stjórn
SKÝRR 1967-1980. Hann var
formaður kjaradeilunefndar frá
1977-1985, formaður kauplags-
nefndar og formaður samninga-
nefndar Tryggingastofnunar
ríkisins frá 1983- 2001. Helgi var
formaður Stúdentafélags
Reykjavíkur 1976, í stjórn LMFÍ
1977-1982, þar af formaður
1981-1982, og í stjórn FLE 1985-
1989, þar af formaður 1987-
1989. Helgi varð heiðursfélagi í
LMFÍ 2015 og sæmdur gull-
merki FLE 2010.
Helgi var mikill íþróttamaður.
Hann lék með gullaldarliði KR í
knattspyrnu og í landsliði Ís-
lands auk þess sem hann spilaði
körfuknattleik og handbolta í
meistaraflokki. Sat hann um
tíma í stjórnum Knattspyrnu-
sambands Íslands og Körfu-
knattleikssambands Íslands.
Helgi var sæmdur gullmerki KR,
silfurmerki KSÍ og gullmerki
ÍSÍ.
Útför Helga fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 18. mars 2021,
klukkan 13.
Jónsson hrl. Þau
eiga Helga og Jón
Sveinbjörn.
3) Jón Sigurður,
f. 1969, lögg. endur-
skoðandi og frkvstj.
KPMG. Eiginkona
hans er Erla Guð-
rún Emilsdóttir,
hárgreiðslu- og
listakona. Þau eiga
Tinnu Rakel. Jón
Sigurður á einnig
Hildi Láru með fv. eiginkonu
sinni Jónínu Jónsdóttur. Erla
átti áður Agnar Smára Jónsson.
4) Halla María, f. 1971, lögg.
endurskoðandi hjá KPMG. Eig-
inmaður hennar er Ólafur Þór
Guðbjörnsson sjúkraþjálfari.
Þau eiga Ísak Þór, Rannveigu
Erlu og Helgu Völu.
Helgi lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1955 og
kandídatsprófi frá lagadeild Há-
skóla Íslands 1960. Hann öðl-
aðist réttindi til málflutnings
fyrir héraðsdómi 1961, löggild-
ingu endurskoðanda 1966 og
málflutningsréttindi fyrir
Hæstarétti 1976. Að loknu laga-
námi starfaði Helgi á endurskoð-
unarskrifstofu Kolbeins Jó-
hannssonar og Co. þar til hann
tók við stöðu skrifstofustjóra
borgarverkfræðings 1963 og var
Sem barn felldi ég tár þegar
Ellý Vilhjálms söng;
Við hliðið stend ég eftir ein,
ó elsku pabbi minn,
og tárin mín svo heit og hrein,
þau hníga á gangstíginn,
en höndin veifar, veifar ótt,
þú veist ég sakna þín,
ó komdu aftur, komdu fljótt,
æ, komdu þá til mín.
(Freymóður Jóhannsson)
Tilhugsunin að þurfa að kveðja
pabba var óbærileg. Nú er komið
að kveðjustundinni. Erfið er hún.
Tilfinningarnar eiginlega eins og
jarðhræringarnar sem hófust
þegar pabbi missti kraftinn.
Söngur svartþrastarins hefur
vakið mig sl. morgna. Hann er
væntanlega að færa mér kveðju
pabba og segja mér að vakna á
morgnana, halda áfram og gera
það sem þarf að gera. Pabbi vakti
mig nefnilega á morgnana og þeg-
ar ég sneri mér á hina hliðina var
potað í bakið á mér með tísti þar
til ég drattaðist fram úr. Árrisull
og vinnusamur, heiðarlegur, til-
litssamur, hógvær, yfirlætislaus,
kærleiksríkur með bros og augu
sem sögðu mér allt sem segja
þarf. Það þurfti ekki orðin. Þetta
var pabbi minn. Milli okkar var
einhver sterkur ósýnilegur
strengur. Við þekktum og lásum
hvort annað og það kom sér oft vel
þegar pabbi veiktist af alzheimer
og fékk málstol. Við horfðumst í
augu og vissum. Já ég er gæfusöm
að hafa átt þennan pabba og
mömmu því þau voru eitt. Annað
eins hjónaband vandfundið. Klett-
arnir og akkeri hvort annars og
okkar systkinanna. Þvílíkar fyrir-
myndir.
Pabbi var besti vinur minn,
mentorinn og samstarfsmaður.
Að fylgjast með honum vinna var
lærdómur. Vandfundnir eru aðrir
eins sátta- og samningamenn.
Hann átti auðvelt með að finna
kjarnann og koma með málamiðl-
anir. Að leita leiða til að komast að
niðurstöðu, hávaðalaust.
Það er ekki hægt að minnast
pabba nema minnast á íþróttir.
Þrátt fyrir annríki alla tíð þá fann
hann alltaf tíma fyrir þær. Pabbi
elskaði að vera í sólinni í Andalús-
íu, spila golf og læra spænsku. Þar
naut hann sín og ætlaði að eyða
enn meiri tíma í ellinni með ást-
inni sinni. Ég smitaðist af áhug-
anum á Spáni, elti. Við fórum að
fara saman yfir spænskuna og
pabbi kenndi mér. Svo snerist það
við. Pabba vantaði orðin. Saman
fundum við þau í fyrstu en svo
týndust þau. Pabbi kenndi mér
golfið, hann var keppnismaður,
við kepptum. Auðvitað var hann
miklu betri. Við fórum tvö og spil-
uðum hans síðasta hring á Spáni
fyrir þremur árum. Þá var sjúk-
dómurinn búinn að taka völdin.
Ég tók að mér að vera meðspilari,
kylfusveinn og hafa augun á bolt-
anum. Honum reyndist erfitt að
velja kylfur og fylgjast með kúl-
unni. Engu að síður var getan til
að sveifla og pútta enn til staðar
og spilaði hann hringinn eins og
engill. Alzheimersjúkdómurinn er
eins og Covid-19 ólíkindatól sem
gerir ekki mannamun. Ræðst aft-
an að fólki og leggur það smám
saman að velli. Þrátt fyrir allt
naut ég hverrar mínútu með
pabba allt þar til yfir lauk þótt
vissulega hafi verið erfitt að horfa
á þennan sterka og keppnisfulla
mann lúta í lægra haldi.
Ég vil þakka öllum þeim sem
aðstoðuðu okkur við að sinna
pabba í hans sjúkdómi. Ykkar
störf eru ómetanleg.
Þú varst friðarins maður.
Þín
Hanna Lára.
Elsku pabbi minn fékk hvíldina
sína þriðjudaginn 2. mars sl. eftir
að hafa glímt við alzheimersjúk-
dóminn í nokkur ár. Þegar maður
lítur yfir farinn veg er manni
þakklæti efst í huga. Þakklæti fyr-
ir samfylgdina og allar ljúfu minn-
ingarnar sem staðfesta hversu
sterka ást maður ber til pabba. Já,
ég vann svo sannarlega þann
stóra í foreldralottóinu. Mamma
og pabbi höfðu verið saman í tæp
65 ár, stoðir og styttur fjölskyld-
unnar, öflugt teymi og fyrirmynd-
ir okkar systkinanna. Pabbi var
einstakur ljúflingur sem vildi öll-
um vel, heiðarlegur og réttsýnn,
vinnusamur og ósérhlífinn, kom
fram við alla af virðingu og gerði
aldrei mannamun. Hjá pabba voru
engin vandamál, bara verkefni
sem þurfti að leysa, með þolin-
mæði, jákvæðni og útsjónarsemi.
Pabbi lagði sig fram um að skapa
alls staðar jákvætt andrúmsloft
með sínum leiftrandi húmor,
glettni og smá stríðni. Þessir eig-
inleikar hans nýttust vel í þeim
fjölmörgu trúnaðarstörfum sem
hann gegndi í gegnum lífið.
Pabbi var mikill íþróttamaður,
spilaði með meistaraflokki í
körfu-, hand- og fótbolta þar sem
hann varð margfaldur meistari
með gullaldarliði KR og það með
fullu húsi stiga árið 1959 eins og
maður var ósjaldan minntur á. Já,
hann var mikill keppnismaður
sem þoldi ekki að tapa þótt hann
færi fínt með það. Það var því aug-
ljóst að einkasonurinn sem leit
upp til pabba síns yrði KR-ingur
en KR-ferillinn hjá drengnum
varð þó ekki langur og endaði
snögglega þegar hann fór með
vini sínum á æfingu hjá Val í KR-
búningnum. Þar sem í móðurfjöl-
skyldunni voru miklir Valsarar
var drengnum ekki afneitað held-
ur áfram stutt við bakið á honum
við íþróttaiðkun frá morgni til
kvölds. Þegar færi gafst var
drengurinn svo tekinn með í golf
og látinn leysa af í skákklúbbnum.
En pabbi var ekki bara fyrir-
mynd í íþróttum. Það segir sína
sögu að af okkur fjórum systkin-
um eru tvær eldri systur mínar
lögmenn og við hin yngri endur-
skoðendur. Pabbi, ofurmennið,
var auðvitað hvort tveggja.
Skömmu eftir háskólanám mitt
fór ég að vinna hjá KPMG, félag-
inu sem foreldrar mínir stofnuðu
ásamt tvennum öðrum hjónum.
Fyrir mig voru það forréttindi að
fá að vinna á sama vinnustað og
pabbi í yfir tíu ár. Í gegnum starf-
ið og lífið allt hefur maður reglu-
lega fengið staðfestingu á þeirri
velvild og virðingu sem pabbi naut
meðal vina, samstarfsfélaga, við-
skiptavina og þeirra fagstétta sem
hann tilheyrði. Ég hef svo sann-
arlega notið þess á minni starfs-
ævi.
Elsku pabbi, hvíldu í friði, við
systkinin pössum upp á mömmu.
Ég er svo stoltur af að vera sonur
þinn.
Jón Sigurður Helgason.
Fallinn er frá heiðursmaðurinn
Helgi V. Jónsson. Andlát hans
kemur óneitanlega róti á hugann
og dregur fram skemmtilegar
minningar um samverustundir
með fjölskyldu og samstarf á
vinnustað. Endurminningar um
Helga vekja líka almennar hug-
leiðingar um hve miklu framkoma
fólks skiptir í samskiptum. Helgi
kom nefnilega alltaf vel fram við
aðra og uppskar velvild að ég
hygg allra sem hann þekktu.
Hann sýndi að það var auðveldara
að ná árangri með kurteisi og
þægilegu viðmóti en óbilgirni og
kröfuhörku. Þessi jákvæða og
notalega framkoma hans ein-
kenndi í rauninni allt hans fas.
Þessi skapgerð Helga var
grunnurinn í því hversu farsæll
hann var í starfi og leik. Það hefur
auðvitað hjálpað að vera eðlis-
greindur, vel lesinn og með frá-
bæra kímnigáfu en ævistarfið gat
hann aðeins byggt upp með því að
hafa hana Ingibjörgu sér við hlið,
nánast alla tíð. Ég þekki engin
hjón sem hafa náð því jafnvel og
þau að vera sinn helmingurinn af
einni heild. Andlát Helga skilur
eftir sig skarð sem ekki verður
fyllt en þeir sem eftir sitja ylja sér
við og rækta minningarnar um
hann.
Helgi var bæði endurskoðandi
og hæstaréttarlögmaður og gat
því annast mál sem hvorki aðrir
endurskoðendur né aðrir lögmenn
gátu tekið að sér – má segja að
hann hafi þannig verið að minnsta
kosti „tveir fyrir einn“ í starfi.
Hann var snjall málafærslumaður
og samningamaður, alltaf vel und-
irbúinn og gat nýtt sér glettni og
jafnlyndi sitt sem styrk í sam-
skiptum. Það var sérlega lær-
dómsríkt að starfa með honum og
kynnast honum sem fagmanni en
ekki aðeins sem tengdaföður og
afa strákanna okkar Önnu Dóru.
Hann var sönn fyrirmynd á öllum
sviðum.
Einhvern veginn held ég að það
hafi alltaf verið brjálað að gera hjá
Helga meðan hann var í fullu
starfi, enda var honum treyst af
þeim sem þekktu hann. Það hefur
haft mótandi áhrif á hann að missa
föður sinn tiltölulega ungan þegar
Helgi var rétt um fertugt, því að
hann einsetti sér að gefa sér tíma
fyrir fjölskyldu og frístundir, jafn-
vel þótt mikið væri að gera í
vinnunni. Frá fimmtugu lengdust
Spánarferðir þeirra Ingibjargar
stöðugt og svo kom að því að Helgi
hætti formlega störfum um 65
ára. Áfram sinnti hann þó ýmsum
verkefnum samhliða því að njóta
þess gæðalífs hér og á Spáni sem
þau hjónin höfðu lagt grunn að í
gegnum árin. Það var alltaf gam-
an að fara til Los Alamos. Það var
eins gott að hann ákvað snemma
að nýta tímann vel því að veikindi
áttu eftir að draga verulega úr
lífsgæðum hans. Fljótlega upp úr
sjötugu greindist hann með
krabbamein sem hann var lengi að
sigrast á en síðustu árin glímdi
hann við alzheimersjúkdóminn
sem hafði lamandi áhrif, ekki að-
eins á Helga sjálfan heldur fjöl-
skylduna alla.
Við erum öll mótuð af sam-
ferðafólki okkar með einum eða
öðrum hætti. Það er enginn vafi á
að Helgi V. Jónsson hafði góð
áhrif á alla sem umgengust hann
og var þannig mannbætandi.
Blessuð sé minning hans.
Halldór Jónsson.
Gæðablóð er það orð sem kem-
ur upp í huga minn þegar ég
hugsa til tengdaföður míns, Helga
V. Jónssonar, sem lést þriðjudag-
inn 2. mars sl. Ég kynntist honum
fyrst í kringum 1993 þegar við
Halla María vorum að stinga sam-
an nefjum og strax leið mér vel í
návist hans. Hann hafði einstakt
lag á að láta fólki finnast það
skipta máli með því að sýna
áhuga, virða skoðanir þess og með
sínum einstaklega skemmtilega
húmor. Hann kom fram við fólk
sem jafningja og ávallt var hægt
að treysta því sem hann sagði.
Hann setti sínar þarfir aldrei fram
fyrir þarfir annarra. Hann reynd-
ist mér og fjölskyldunni afar vel í
starfi og leik. Alltaf var hægt að
leita til hans til að fá ráðleggingar
og ófáar stundir passaði hann
börnin og létti undir með okkur
þegar veikindi komu upp. Hann
var mikill íþróttaáhugamaður og
líkaði vel að koma að horfa á
barnabörnin stunda sínar íþróttir
hvort sem var um æfingar eða
keppni að ræða. Ég er honum afar
þakklátur fyrir það og eiga börnin
yndislegar minningar um afa sinn.
Fyrir um fimm árum bankaði
alzheimer-sjúkdómurinn að dyr-
um hjá Helga sem tók honum af
æðruleysi. Alltaf fannst manni
honum vera efst í huga líðan ann-
arra og aldrei lét hann okkur finna
áhyggjur sínar af eigin heilsu, þótt
þær hafi auðvitað verið til staðar.
Allt fram á síðasta dag mætti
hann sínu nánasta fólki með brosi
sem gefur manni von um að hann
hafi farið með góðar minningar
með sér því klárlega skildi hann
mikið af yndislegum minningum
eftir.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast og umgangast
Helga, því hann var einn af þeim
mönnum, sem fá mann til að vilja
verða að betri manni, ekki af því
að hann predikaði það, heldur
með viðhorfi og gjörðum sínum.
Elsku Ingibjörg, ég bið Guð að
gefa þér og börnum þínum styrk á
þessum erfiðu tímum. Við skulum
geyma og njóta minninganna um
þann einstaka mann sem Helgi
var og það sterka tvíeyki sem þið
mynduðuð.
Ólafur Þór.
Elsku afi minn.
Það er sárt að kveðja þig en ég
kveð þig með hlýjar minningar í
hjarta og er þakklát fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman.
Þú varst dásamlegur maður, alltaf
rólegur, ráðagóður, fyndinn og
traustur. Ég hefði ekki getað ósk-
að mér betri afa og vinar.
Ég fór ekki varhluta af hjálp-
semi þinni. Þú lagðir oft mikið á
þig. Þegar ég var að læra fram á
nótt fyrir ballettpróf heima hjá
ykkur ömmu og átti erfitt með að
muna hin ýmsu spor þá gerðir þú
þau ógleymanleg þegar þú hófst á
loft, hoppaðir og sýndir mér hvaða
ballerína var þekkt fyrir lítil
snögg hopp. Við amma veltumst
um af hlátri við tilþrifin. Oft komst
þú og sóttir mig í skóla svo ég gæti
hvílt mig hjá ykkur ömmu áður en
ég fór á æfingar.
Þú hafðir áhuga á skák og varst
lunkinn skákmaður. Þegar þú
greindist með alzheimer fékk ég
kunningja minn til að kenna mér
mannganginn svo við gætum teflt
saman. Þrátt fyrir veikindin tókst
mér aldrei að vinna þig. Sögurnar
þínar um beinagrindina og úlfinn
munu seint gleymast og ég mun
segja þær litlu langömmustelp-
unni þinni, Hönnu Sóleyju, sem þú
náðir að hitta nokkrum sinnum og
hún fékk að upplifa fallega brosið
þitt.
Þú varst einstakur maður.
Hvíl í friði.
Ingibjörg Jónasdóttir.
Í dag kveðjum við ástkæran
bróður okkar og mág, Helga V.
Jónsson. Hann var stoð okkar og
stytta alla tíð, auk þess að vera
ómetanlegur gleðigjafi og bak-
hjarl þegar á þurfti að halda.
Helgi var næstelstur okkar
systkinanna og reyndist hann
okkur hinum góð fyrirmynd.
Snemma lét hann til sín taka í leik
og störfum, ekki síst í sveitinni
þar sem við undum öll sumur.
Foreldrar okkar reistu sér á
fjórða áratug síðustu aldar sum-
arbústað í Mosfellssveit og þar
var nægt athafnarými fyrir alls
kyns leiki og fjallgöngur. Fótbolti
var þar mikið stundaður og bolta-
áhugi Helga vaknaði því snemma.
Svo fór að hann hóf knattspyrnu-
æfingar með KR og var ungur
kominn í meistaraflokk og síðar
landsliðið. Jafnframt stundaði
hann körfubolta með ÍR og hand-
bolta með Aftureldingu í Mosfells-
sveit. Við yngri systkinin fyllt-
umst stolti yfir íþróttaframa
okkar ágæta bróður, þótt ekki fet-
uðum við í hans spor. Æskuárin
voru hamingjurík í skjóli góðra
foreldra.
Áður fyrr tíðkaðist að senda
krakka í sveit á sumrin og svo fór
að Helgi lét snemma til sín taka
við sveitastörf. Síðar starfaði hann
hjá Olíufélaginu hf. sem starfs-
maður á plani. Kom sú reynsla
sem hann aflaði með þessum
störfum að góðu haldi síðar. Helgi
var óhemju duglegur og ósérhlíf-
inn hvort heldur var í íþróttum
eða í störfum sínum. Hann var
einstaklega greiðvikinn og leysti
vel úr málum þeirra sem til hans
leituðu.
Hann kvæntist ungur Ingi-
björgu Jóhannsdóttur danskenn-
ara og var hjónaband þeirra ein-
staklega gifturíkt, enda voru þau
hjónin alltaf mjög samhent. Þau
eignuðust fjögur börn sem öll
komust vel til manns og bera for-
eldrum sínum gott vitni. Helgi
lauk prófi í lögfræði og endur-
skoðun og náði góðum árangri á
þeim sviðum. Hann varð eftirsótt-
ur til vinnu og reyndist vinnudag-
urinn oft vera langur og erilsam-
ur. Til að ná nauðsynlegri hvíld frá
störfum leituðu þau hjónin suður á
bóginn og festu sér litla íbúð á
Spáni. Þar voru hjónin í essinu
sínu og urðu m.a. vel liðtæk í golfi.
Heimsóknir til þeirra á Spáni voru
einstaklega skemmtilegar, enda
þekktu þau vel til og voru ólöt við
að fara með gestina í frábærar
ferðir um sólarlandið góða.
Þá eru heimsóknir í Brautar-
landið til þeirra Ingibjargar og
Helga minnisstæðar. Glettni og
góður húmor Helga var allsráð-
andi og oft var stutt í grín og gleði.
Og myndarskapur Ingibjargar
var þar ævinlega ráðandi.
Eftir langan og árangursríkan
feril þar sem flest gekk í haginn
hjá þeim Helga og Ingibjörgu dró
ský fyrir sólu. Vegna veikinda
Helga voru síðustu árin fjölskyld-
unni erfið, sérstaklega eftir að
hann greindist með alzheim-
ersjúkdóminn. Í þeirri baráttu
veitti fjölskyldan honum einstak-
an stuðning, ekki síst Ingibjörg
sem stóð eins og klettur við hlið
hans.
Með miklum söknuði og djúpu
þakklæti fyrir órofa vináttu og
tryggð kveðjum við bróður okkar
og mág, Helga V.
Sigurveig, Hallgrímur og
Valgerður.
Í dag kveðjum við vin okkar
Helga V. Jónsson, eftir langvar-
andi veikindi, þar hefur hann bar-
ist lengi gegn miklum erfiðleikum.
Helgi Vilhelm
Jónsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi