Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
✝
Þórður Magn-
ússon fæddist í
Vestmannaeyjum
17. apríl 1933.
Hann lést á Heil-
brigðisstofun Suð-
urlands í Vest-
mannaeyjum 9.
mars 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Gíslína
Jónsdóttir hús-
móðir, f. 16. nóv-
ember 1888, d. 22. mars 1984, og
Magnús Þórðarson kaupmaður,
f. 24. desember 1876, d. 1. apríl
1955. Systkini Þórðar voru Hall-
dóra, Sigríður, Ívar, Gísli, Ósk-
ar, Guðrún Lilja, Magnús, Klara
og Guðmundur. Þau eru öll lát-
in.
Þórður ólst upp ásamt for-
eldrum sínum og systkinum á
Skansinum í Vestmannaeyjum.
Þórður kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Hrönn Vilborgu
ísson. 4) Elín, f. 1970, synir
hennar eru Ísólfur, f. 2005, og
Hannes Thor, f. 2008.
Eftir hefðbundna skólagöngu
vann Þórður ýmis störf, m.a. hjá
Einari Sigurðssyni í Hraðfrysti-
stöðinni og við húsamálun með
Guðna Hermansen hjá Tryggva
Ólafssyni. Árið 1959 kaupir
hann vörubíl og hefur störf á
Bifreiðastöð Vestmannaeyja. Í
Heimaeyjargosinu 1973 vann
hann við flutninga á búslóðum
Eyjamanna frá og til Eyja. Árið
1974 stofnar hann fyrirtækið
Vinnutæki hf. ásamt Arnari Sig-
hvatssyni. Árið 1983 stofnar
hann eigið fyrirtæki, Vélaþjón-
ustu Þórðar ehf. Þar vann hann
til starfsloka og eru þær ófáar
byggingarnar og lóðirnar sem
Þórður hefur lagfært í gegnum
árin í Vestmannaeyjum.
Útförin fer fram frá Landa-
kirkju í dag, 18. mars 2021,
klukkan 13.
Slóð á streymi:
https://www.landakirkja.is/
Hlekk á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/
Hannesdóttur hús-
móður þann 28.
desember 1957.
Hrönn er fædd í
Vestmannaeyjum
þann 22. febrúar
1939.
Þórður og Hrönn
eignuðust fjórar
dætur. Þær eru: 1)
Hanna Margrét, f.
1955, gift Óskari
Valtýssyni, synir
þeirra eru Þórður, f. 1975, og
Ásgeir, f. 1981. Sambýliskona
Ásgeirs er Gunnhildur Magn-
úsdóttir og eiga þau þrjú börn,
Samúel Mána, Írisi Björt og
Freyju Dögg. 2) Ósk, f. 1957,
gift Kristni Leifssyni, dóttir
þeirra er Hrönn, f. 1984. Sam-
býlismaður Hrannar er Steinar
Birgisson og eiga þau eina dótt-
ur, Ósk. 3) Guðbjörg, f. 1964,
dóttir hennar er Arndís, f. 2002,
og sambýlismaður er Páll El-
Elsku hjartans Þórður minn.
Þá er komið að kveðjustund eft-
ir 67 ára farsæla samveru, sem
góður Guð gaf okkur og ég er
endalaust þakklát fyrir. Þú
varðst á vegi mínum þegar ég
var ung og þurfti mest á þér að
halda, þú brást aldrei, varst trúr
og traustur líkt og Heimaklettur
sem var næsti nágranni þinn á
Skansinum. Þú bjóst mér og
dætrum okkar gott heimili og
okkur skorti aldrei neitt og þeg-
ar við mæðgur brugðum okkur
af bæ var kveðjan þín „farðu
varlega væna mín“ því ekki
skorti umhyggjuna fyrir okkur.
Þú varst vandaður og góður
maður, frábær pabbi, yndislegur
afi og langafi. Þú sast ekki auð-
um höndum um ævina og eru
verkin þín mörg hér í Eyjum, til
hagsbóta fyrir íbúana og um-
hverfið, enda þurfti margt að
laga eftir gosið.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð,
- vor hgjörtu blessa þína slóð
og Laxárdalur þrýstir þér
í þægum friði að brjósti sér.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hjartans þakkir, ástin mín,
fyrir allt og allt. Ég sakna þín en
við hittumst svo í Blómabrekk-
unni.
Þín
Hrönn.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okk-
ar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Í dag kveðjum við systurnar
yndislega pabba okkar sem var
okkur svo kær. Pabbi var klett-
urinn í lífi okkar, hann var heið-
arlegur, ljúfur og vinnusamur.
Honum féll sjaldan verk úr
hendi. Hann byggði ásamt
mömmu og okkur systrum tvö
heimili frá grunni, Bakkastíg 16
og Stapaveg 10 í Vestmannaeyj-
um. Bæði heimilin voru í útjaðri
bæjarins þannig að við nutum
allar frelsis og náttúrunnar í
æsku.
Pabbi vann alltaf mikið þann-
ig að sumarfríin urðu oft stutt
og fá. Þó eru ógleymanlegar
ferðirnar á Laugarvatn til Ívars
frænda og fjölskyldu með við-
komu í Þykkvabænum. Eins
minnumst við einu hringferðar-
innar sem fjölskyldan fór í sum-
arið 1981 og ekki voru nú teknir
margir dagar í þá ferð.
Samvera á Þjóðhátíð var nán-
ast fastur liður hjá fjölskyldunni
og ríkti mikil spenna í undirbún-
ingnum fyrir hana. Að sjálf-
sögðu vorum við með tjald og til-
heyrandi. Mest spennandi var
að fara með dótið inn í Dal á
vörubílnum hans pabba. Pabbi
lagði mikla áherslu á að vera
ekki með bekkjarbíl heldur
njóta hátíðarinnar með fjöl-
skyldu og vinum. Oft var gest-
kvæmt í tjaldinu og mikið hleg-
ið, gantast og sungið.
Þegar pabbi var 75 ára lagði
öll fjölskyldan land undir fót til
að halda upp á afmælið í kóngs-
ins Kaupmannahöfn. Ekki dugði
minna til en heil vika til að halda
upp á afmæli Skansarans. Því
þannig var pabbi að ef hann
gerði eitthvað þá gerði hann það
almennilega og ekkert var til
sparað.
Við kveðjum þig að sinni
elsku pabbi og yljum okkur við
minningarnar. Við þökkum þér
fyrir allar samverustundirnar og
það góða veganesti sem þú gafst
okkur út í lífið.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Hanna, Ósk, Gugga og
Elín (Ella).
Mig langar að minnast
tengdapabba míns í nokkrum
orðum.
Þórður var mjög áhugasamur
við allt sem hann tók sér fyrir
hendur, bæði starf sitt og
áhugamálin og ekki má gleyma
dugnaði þeirra hjóna við að
koma upp tveimur húsum sem
þau byggðu í Eyjum. Fyrra hús-
ið misstu þau í gosinu en það var
klárað og að fullu fráengið sum-
arið fyrir gos. Þau flytja svo til
Eyja eftir gos og byggja nýtt
hús á Stapaveginum.
Þórður var jarðvinnuverktaki
og rak fyrirtæki sitt af dugnaði
og útsjónarsemi, það sá ég þeg-
ar ég starfaði með honum
nokkrar vikur eitt sumarið með-
an ég var að bíða eftir plássi á
sjó. Maður sá þá fljótt að þarna
var Þórður á heimavelli, kunni
vel til verka og þekkti vel allar
aðstæður, bæði þekkti hann vel
inn á vélarnar og að beita þeim
við vinnu ásamt því að bregðast
við aðstæðum sem koma upp
þegar verið er að vinna við upp-
gröft á jarðvegi. Þórður var góð-
ur verkstjóri og gott að vera í
kringum hann.
Þórður var áhugasamur
stangveiðimaður og fór mikið í
veiðitúra austur í Skaftafells-
sýslur. Þau hjónin buðu okkur
oft með sér í veiði í Grenlækinn
en Þórður veiddi mikið í Gren-
læknum og í ánum þar í kring.
Síðan varð hann einn af leigu-
tökum í Grenlæk þegar veiði-
félagar hans, sem sumir voru
leigutakar þar, tóku hann inn í
hópinn. Þórður var ákaflega kát-
ur þegar honum var boðið í hóp
leigutakanna og alltaf var hann
ákafur að komast í Lækinn eins
og hann kallaði Grenlækinn þeg-
ar hann átti sína veiðidaga þar.
Fjölskyldan átti margar
ánægjulegar samverustundir í
Grenlæknum við veiðarnar og
ekki síður í spjallinu á kvöldin.
Einu sinni fórum við tveir
saman í Skaftána og áttum
skemmtilegan veiðitúr þar. Þá
sá ég hvað hann var fiskinn,
hann veiddi vel þrátt fyrir að
þekkja ána ekki mikið, hafði
komið þarna aðeins einu sinni
áður.
Ég á virkilega góðar minn-
ingar frá síðasta sumri þegar við
vorum með Þórði og Hrönn við
veiðar í Læknum. Þórður átt
orðið erfitt með gang og gat því
ekki labbað langt. Það var veiði-
staður sem hann hafði mikinn
áhuga á að renna í en var ekki í
göngufæri fyrir hann. Ég fór því
akandi með hann á staðinn. Þeg-
ar við erum komnir á staðinn og
hann búinn að græja færið var
rennt í hylinn og viti menn, hann
fékk þennan fallega tíu punda
sjóbirting og mikil var gleðin hjá
Þórði og mér ekki síður. Þetta
var, það ég best veit, síðasti fisk-
urinn sem hann veiddi. Ég er
ákaflega þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera með honum við
þetta tækifæri og eiga þessa
skemmtilegu minningu um
tengdapabba.
Takk fyrir samleiðina og sam-
verustundirnar og allan velvilj-
ann sem þú sýndir mér Þórður
minn.
Hvíl þú í friði.
Kristinn Leifsson.
Elsku afi okkar.
Við kveðjum þig í dag og
söknum þín mikið en eigum fullt
af góðum minningum um þig
sem við geymum í hjartanu okk-
ar. Þú varst alltaf svo góður við
okkur og sagðir okkur margar
sögur af því þegar þú varst lítill.
Þið amma heimsóttuð okkur oft í
Reynigrundina og við ykkur til
Eyja, þá var gott að skríða upp í
til þín, fá afaknús og spjalla
saman.
Okkur þótti líka skemmtilegt
að heimsækja ykkur ömmu í
Lækinn þar sem þú kenndir
okkur að veiða. Þú sagðir okkur
oft að fara varlega og það sagðir
þú því þér þótti svo vænt um
okkur, kallaðir okkur alltaf
strákana þína.
Það var svo gott að fá að hitta
þig um daginn elsku afi. Þú
varðst svo glaður að sjá okkur
og vildir helst koma með okkur
heim en það var ekki hægt því
þú varst orðinn svo lasinn en nú
líður þér örugglega vel. Takk
fyrir allar samverustundirnar
elsku afi.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um
þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Guð geymi þig, elsku afi.
Ísólfur og Hannes Thor.
Elsku afi minn var hjartahlýr
og góður maður. Að vera í nánd
við hann veitti manni gleði og ró.
Alltaf var stutt í grínið hjá mín-
um manni og allt sem hann gerði
gerði hann vel. Hann ræktaði
rósir handa ömmu, bakaði afa-
brauð og bar mikla væntum-
þykju til okkar barnabarnanna.
Ekki veit ég hvernig lífið
verður án þín elsku afi minn.
Mér finnst afskaplega skrítið að
hugsa mér framtíðina án þín. Í
hjarta mínu mun ég ætíð geyma
þær minningar sem við áttum
saman. Þær óteljandi stundir
sem ég átti hjá ykkur ömmu í
Eyjum. Þegar við brunuðum á
sleða niður Stapaveginn og þeg-
ar við fórum saman og gáfum
öndunum brauð. Þegar þú hjálp-
aðir mér að mála kofann sem ég
hafði smíðað með vinkonu minni
og þegar þú kenndir mér að
veiða í Læknum. Þegar við spil-
uðum saman á orgelið og þegar
þú sagðir mér sögur frá því þeg-
ar þú varst lítill. Sumrin í Eyj-
um og bros ykkar ömmu þegar
þið ýmist sóttuð mig á flugvöll-
inn eða niður á bryggju. Svo má
ekki gleyma öllum ferðalögun-
um með ykkur ömmu og þegar
þú kenndir mér að baka afa-
brauðið þitt, besta brauð í heimi.
Aldrei mun ég gleyma góð-
mennsku þinni, hlýjunni og
notalegheitunum með þér. Þú
varst góð fyrirmynd, þú kenndir
mér margt og alltaf mun ég vera
jafn stolt af því að geta kallað
þig afa minn.
Elsku afi,guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi,það varst þú.
(Katrín Ruth Þ.)
Guð geymi þig, elsku afi
minn.
Þín
Arndís.
Fallinn er frá vænn drengur
hann Þórður á Skansinum.
Þórður var hvers manns hugljúfi
og kunni ráð við öllu sem snýr
að framkvæmdum enda verktaki
og mikill hagleiks maður. Marg-
ar góðar minningar á ég um
Þórð og hans fjölskyldu. Ég átti
þá gæfu að kynnast honum sem
ungur drengur er ég dvaldi hjá
þeim í Vestmannaeyjum eitt
sumar og fékk það starf að að-
stoða Þórð við að gera upp
gamla bens bifreið og var aðdá-
unarvert að njóta verkkunnáttu
hans fyrir ungann og þrótt mik-
inn dreng. Veturinn 1973 fór ég
ásamt Steinari frænda mínum til
Vestmannaeyja í gosinu til að
hjálpa við að moka ösku ofan af
þaki á húsi foreldra hans. Við
komum með strandferða skipinu
um nótt og á hafnarbakkanum
var Þórður með sitt trausta góða
bros á vörubíl sínum til að taka á
móti okkur. Þarna er Þórði rétt
lýst alltaf til staðar fyrir sitt fólk
og samferðamenn.
Í júlí var okkur Guðrúnu
Soffíu boðið í veiðiferð í Gren-
læk af fjölskyldu Þórðar. Þar
var Þórður hrókur alls fagnaðar
enda um ræða uppáhalds-
veiðiána hans. Þar hefur hann
notið þess að eiga sínar góðu
stundir með sinni fjölskyldu og
vinum.
Við sendum fjölskyldu Þórðar
innilegar samúðarkveðjur.
Ragnar Atli Guðmundsson.
Það er tímanna tákna að
þeim fækkar Eyjamönnunum
sem kenndir eru við æskuheim-
ili sín. Þórður á Skansinum er
einn þeirra. Í huga lítils peyja í
Grænuhlíðinni var ljómi yfir
vörubílstjóranum sem bjó á
Bakkastígnum. Hann átti
snemma kranabíl og var á und-
an sinni samtíð og svo var hann
líkari stórstjörnunum sem ég sá
í þrjúbíó. Svo flottur með há
kollvik, síða barta og skeggið á
efri vörinni persónueinkenni
Skansarans. Eðlislægt glottið
og hlýleg framkoman gerði það
að verkum að gullfyllingin í
framtönninni var áberandi. Ég
var bara viss um að eingöngu
kvikmyndastjörnur væru með
svona útlit. Leiðir okkar lágu
síðan saman þegar ég var verk-
stjóri hjá Viðlagasjóði við
hreinsunina í Eyjum eftir gos
og þá var ég gröfumaður hjá
honum og Arnari í Ási. Þeir áttu
saman fyrirtækið Vinnuvélar og
við unnum að hitaveitufram-
kvæmdum í Eyjum. Það var
skemmtilegur tími en það þurfti
stundum að taka í rassgatið á
gröfumanninum sem sleit nær
allar vatnslagnir sem lágu
ómerktar stystu leið milli húsa.
Ég viðurkenni það nú fyrir góð-
um vini að ég skemmti mér tölu-
vert yfir því brasi. Ég var
kannski að grafa í mjúkum jarð-
vegi þegar ég fann nett höggið
og svo stóð vatnsbunan langt
upp í loftið. Þórður og Arnar
komu þá hlaupandi með fittings
og rörtöng, bölvuðu í hljóði en
stungu sér óhikað í skurðinn
fullan af vatni og græjuðu rörið.
Vinnan var skóli hjá mönnum
með verksvit og þekkingu.
Seinna þegar ég fór í diplóm-
anám í mannauðsstjórnun í HR
kom í ljós að ég var löngu búinn
að læra þetta allt saman; í sveit-
inni, á sjónum, í Net hf., hjá
Stebba Run, Arnari í Ási og
Þórði á Skansinum. Það hafði
bara engum dottið í hug að út-
skrifa mig. Þórður og hans líkar
færðu Ísland inn í nútímann
með útsjónarsemi, dugnaði og
áræði. Í dag fengju þeir hvergi
vinnu því þeir áttu engin próf-
skírteini sem hægt er að ramma
inn og setja upp á vegg. En
ómetanleg reynslan og þekking-
in er hvergi innrömmuð til
skrauts á skrifstofum sem eru
fullar af reynslulausu fólki með
prófskírteini.
Fyrstu skref Þórðar í vinn-
una voru niður Skansinn í Hrað-
frystistöðina þar sem hann vann
hjá Einari ríka. Einfalt atriði
eins og að gogga fisk á færiband
hafði líka sitt lag. Þórður kom
eitt sinn í aðgerð til mín og þar
var ungur maður að gogga fisk
á bandið. Að meðfæddri kurteisi
Þórðar sagði hann við strákinn:
„Þú átt alltaf að láta hausinn á
fiskinum snúa svona því þá þarf
Ási ekki að snúa hverjum þung-
um þorski þegar hann fer inn
í’ann.“ Þegar Þórður og vinnu-
félagar hans í Hraðinu gerðu að
hundruðum tonna, 17 klukku-
stundir á dag sjö daga vikunnar,
vertíðina á enda, skipti þetta
sköpum að létta öllum vinnuna
því allt var gert á höndum.
Skansarinn skipti ekki skapi
þótt álagið væri mikið, langur
vinnudagur og pressa í gangi.
Og alltaf mætti hann ef við
gerðum okkur glaðan dag, hann
hafði gaman af góðum vinnu-
staðaanda og þeim móral sem
fylgdi slíku spjalli. Skansinn
mun standa en Skansarinn er
fallinn, glottið og yfirvaraskegg-
ið heyrir nú sögunni til. En
minningin um góðan mann lifir.
Votta Hrönn og fjölskyldu
hjartans samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Þórður Magnússon
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HAUKS JÓHANNSSONAR,
skipstjóra og útgerðarmanns,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja fyrir góða og kærleiksríka umönnun meðan
hann dvaldi þar.
Emma Kristjánsdóttir
Kristján Hauksson Ída Night Ingadóttir
Guðrún Hauksdóttir Jón Gísli Ólason
Jóhanna Hauksdóttir
Sigurður Óli Hauksson Margrét Helgadóttir
afabörn og langafabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ERNU SIGURBALDURSDÓTTUR
frá Ísafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða
umönnun og hlýtt viðmót.
Hólmfríður S. Sigurðardóttir Ragnar Stefánsson
Pétur Örn Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu á Nesvöllum þriðjudaginn
9. mars.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 19. mars klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á Facebook/Njarðvíkurkirkjur-Útfarir.
Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat
Fyrir hönd aðstandenda,
Finnur Eyjólfsson