Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 50
Hjartans þakkir fyrir sýndan hlýhug og
vináttu við andlát og útför okkar ástkæra
FRIÐRIKS BJÖRNSSONAR,
Ársölum 3.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11E
sem og líknardeildar Landspítalans fyrir
sýnda umhyggju og alúð.
Gunngeir Friðriksson Edda Björg Sigmarsdóttir
Sigurrós Friðriksdóttir Steinar Óli Jónsson
Ásgeir Herdísarson
Kristín Hinriksdóttir
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
✝
Eysteinn
Björnsson
fæddist á Reyð-
arfirði 26. febrúar
1954. Hann lést á
heimili sínu þann
28. febrúar 2021.
Foreldrar hans
voru Sigrún Jóns-
dóttir, f. 7. maí
1925, d. 10. apríl
1973, og Björn Ey-
steinsson, f. 26.
ágúst 1920, d. 5. maí 2014. Syst-
ur Eysteins eru Erna Björns-
dóttir, gift Ellert Borgar. Þau
eiga þrjú börn, Sigrúnu, Krist-
ínu og Björn Val, og Hanna
Ragnheiður Björnsdóttir, gift
Hafþóri Theodórssyni. Þau eiga
einn son, Jóhann Birni.
Eysteinn varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1972 og stund-
aði síðan nám við
Háskóla Íslands í
ensku, bókmennta-
fræði og forngrísku
frá 1972 til 1984.
Hann var inn-
kaupastjóri hjá
Bóksölu stúdenta
mestan hluta
starfsævinnar. Eysteinn var
mikill áhugamaður um m.a.
bækur, bókasöfnun, fornmenn-
ingu, fornar tungur og Eddu-
kvæði.
Útför Eysteins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 18. mars
2021, klukkan 15.
Eysteinn bróðir minn er látinn
langt um aldur fram, aðeins 67
ára að aldri. Fregnin af andláti
hans var mér mikið reiðarslag,
minningarnar hrönnuðust upp. Á
mennta- og háskólaárum hans
kom hann oftast heim á Reyðar-
fjörð á sumrin og hlakkaði ég allt-
af mikið til komu hans. Þá mætti
hann með stóra segulbandstækið
sitt með allar spólurnar með Bítl-
unum. Bítlalögin hljómuðu um
allt húsið allt sumarið, foreldrum
okkar stundum til mikillar ar-
mæðu. Sumarið áður en ég byrj-
aði að læra ensku í grunnskóla
gerðist Eysteinn enskukennari
og fór sumarið í hörkunám enda
mætti ég í skólann um haustið
„fulllærð“ og virkilega stolt af af-
rakstrinum.
Þegar ég varð unglingur fékk
ég að heimsækja hann til Reykja-
víkur eftir að hann fluttist þang-
að. Það var alltaf mikil upplifun
að koma til hans, sjá allar bæk-
urnar hans og hitta alla vinina
hans. Þetta var á hippaárunum
og margt svolítið framandi, alls
konar te og grænmetisfæði, en
alltaf var ég jafn uppnumin. Á
menntskólaárum mínum þegar
ég var komin til höfuðborgarinn-
ar gat ég farið að hitta hann
miklu oftar.
Fór stundum með vinkonu
minni Helgu Steingerði að heim-
sækja Eystein, og eins og hún
orðaði það, þá kenndi hann okkur
ótalmargt.
talaði mjög hreinskilnislega
um lífið og tilveruna og fræddi
okkur þar að auki um viðkvæm-
ustu mál. Eysteinn átti eftir að
hjálpa mér mikið á menntaskóla-
árunum mínum, í ensku, bók-
menntum, stærðfræði og eðlis-
og efnafræði.
Hann átti því stóran þátt í því,
að ég náði stúdentsprófum í
raungreinunum.
Samverustundum okkar fækk-
aði með árunum. Ég fór til náms í
Bandaríkjunum og fluttist síðan
til Vestmannaeyja. Það var þó
oftast ljúft á milli okkar. Bréf
voru skrifuð, símtöl tekin og þeg-
ar tæknin jókst skrifast á með
tölvupósti.
Síðasta ár var erfitt fyrir alla
heimsbyggðina og Eystein þar
með. Hann tók ákvörðun um að
fara í stranga sjálfskipaða sóttkví
og hitta engan, nema hana Heiðu
vinkonu sína á efri hæðinni. Við
vorum einungis í sambandi í
gegnum síma og með tölvupósti.
Við systurnar sendum okkar
dýpstu samúðarkveðjur til Heiðu
og Snorra sem reyndust Eysteini
alveg einstaklega vel síðustu ár-
in. Við þökkum af alhug. Vinum,
kunningjum og aðstandendum
eru þakkaðar hlýjar kveðjur.
Sérstakar þakkir fær Hilmar Örn
Hilmarsson allsherjargoði, sem
hefur reynst okkur með afbrigð-
um vel og á ómetanlegan hátt
vegna andláts Eysteins og við
undirbúning útfarar hans.
Gangi ykkur allt að sólu!
Ég vil enda þessi minningar-
orð með ljóði sem móðir okkar,
Sigrún Jónsdóttir, orti:
Fjöllin mín heima
Í lygnum firði ljóma þau
um ljósar sumarnætur
og svanahjónin syngja blítt
er silfurdöggin grætur.
Það er sem einhver æðri máttur
upp úr sjónum streymi
og öllu illu, öllu sáru
í undraleiðslu ég gleymi.
Þau veita mér þann unað
sem orð ei kunna að mynda.
Þau standa þar svo stolt og trygg
með stælta háa tinda.
Og tregi þeirra og tíguleiki
er tign í æðra veldi,
sem til má sækja töframátt
á tæru sumarkveldi.
Blessuð sé minning þín kæri
bróðir.
Þín systir,
Hanna.
„Lífið hefur hendur kaldar.“
Þessi ljóðlína kom í hug mér er
ég frétti af óvæntu og ótímabæru
andláti þínu, kæri bróðir. Í stóra
samhenginu finnst mér eftir á, að
ræskingar hinna rámu reginafla
að undanförnu gætu hafa verið
fyrirboði þess, að þú, náttúru-
barnið, yrðir kallaður yfir á ann-
að tilverustig.
Við andlát þitt hrannast upp
minningar um æskuár okkar
austur á Reyðarfirði, um fjöl-
skyldu okkar og ákvarðanir sem
leiddu okkur út í lífið.
Hæfileikar þínar voru fjöl-
þættir og greind þín og gáfur
leiddu til þess að þú vildir kynna
þér sem flest, læra sem mest og
miðla til samferðafólks, vina og
kunningja.
Fróðleiksþorsta þínum var
aldrei að fullu svalað. Mikill var
áhugi þinn á fornum bókmennt-
um, stjörnuspeki og spám, tungu-
málum, bókmenntum innlendum
sem erlendum og síðast en ekki
síst á siðum og menningu Íslend-
inga og átrúnaði forfeðranna.
Það kom enginn að tómum kof-
unum hjá þér þegar reyndi á víð-
læsi og þekkingu.
Frá barnæsku fléttaðist tónlist
inn í líf þitt og átti með þér gef-
andi samleið allt til síðasta dags.
Þú barst víða niður og hvar sem
sleginn var tónn er snerti þig
varð hann þinn hvort sem hann
kom frá Kóreu eða úr „túninu
heima“.
Á þekkingaröflun þinni varð
aldrei hlé og mörgum steinum
velt við.
Kæri bróðir. Á kveðjustund
minnist ég þeirra mannkosta er
þú hafðir að geyma. Mildi og
mannúð var áberandi í fari þínu
þótt birtingarmynd þeirra göf-
ugu eiginleika væru ekki alltaf
allra.
Ég er og verð í hjarta mínu
þakklát fyrir að hafa átt þig að
bróður og vini.
Við för þína í ný heimkynni bið
ég þig að færa kveðju mína móð-
ur okkar sem var okkur systk-
inunum kærust allra.
Hún var þér eitt og allt og frá-
fall hennar í blóma lífsins var þér
þung raun. Þú tendraðir ljós
minninga um mömmu með því að
hafa frumkvæði að samantekt
ljóða hennar sem eru okkur svo
dýrmæt.
Far þú í friði!
Brottför þína bar að svo skjótt
burtu horfinn vinur of fljótt
um sig grípur söknuður sár.
Þín mynd lifir mild og svo tær
minning þín geymist, fögur og skær,
elsku bróðir, um ókomin ár.
(eb)
Erna systir.
Eysteinn Sigrúnar
Björnsson
„Maður heyrir
bara aldrei í þér“
eru kannski fyrstu
orðin sem koma upp
í hugann þegar ég hugsa til
mömmu. Þetta er ekki köld
kveðja heldur svona það sem við
notuðum okkar á milli síðustu ár.
Hún byrjaði oft símtalið: „Já
sæll, maður heyrir bara aldrei í
þér!“
Og ég tók þetta upp með eða á
móti henni en þó aldrei sagt með
illsku eða fýlu.
Ég vissi alltaf að mamma mín
Henný
Tryggvadóttir
✝
Henný
Tryggvadóttir
fæddist 27. ágúst
1946. Hún lést 23.
febrúar 2021. Útför
Hennýjar fór fram í
kyrrþey 5. mars
2021.
yrði aldrei hundrað
ára en að hún þyrfti
að fara núna er ekki
það sem ég var
tilbúinn til að sætt-
ast við.
Oft var ég á leið-
inni til hennar eða
bara að hringja í
hana en stundum
fór tíminn í annað
þegar bæjarferð var
farin til Akureyrar.
Klárlega veit ég, og ég hugga
mig við það, að mamma er komin
á góðan stað hjá góðu fólki og
þótt mér finnist það ótímabært
að hún sé farin má kannski segja
að hennar tími hafi verið kominn.
Það er margt sem mamma
kenndi mér, sýndi mér, sagði mér
og margir staðir sem hún fór með
mig á, sérstaklega í gamla daga.
Eins og góð kona í sveitinni
sagði alltaf: „Það er nú enginn
smá dugnaður í henni mömmu
þinni, búin að fæða ykkur fjögur
systkinin í heiminn og koma ykk-
ur á legg, það er nú ekkert smá-
ræði og stolt má hún vera af því.“
Það held ég líka að mamma
hafi verið og sé ennþá pínulítið
stolt af okkur.
Ég er að minnsta kosti alveg
klár á því að eitt er víst, það er
það að eitt sinn munu allir menn
deyja.
„Tja, ekki er maður enn dauð-
ur,“ sagði hún stundum.
Ljóst er að lífið er frekar stutt
og rétt er að nýta það vel og
svona eftir á að hyggja hefði ég
viljað stoppa lengur, koma oftar
og tala meira.
Elsku mamma, hvíl í friði.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Þinn litli strákur,
Ketill.
Bréf til afa míns,
Rafns Magnússon-
ar.
Það er erfitt að
sætta sig við þá staðreynd að nú
skilur leiðir okkar. Þú varst mér
góð fyrirmynd, kletturinn sem
hafðir réttlæti, sanngirni og
dugnað að leiðarljósi. Þú kenndir
mér mörg gildi sem ég hef reynt
að temja mér og breyta eftir í líf-
inu.
Þú varst beinskeyttur maður,
fullur eldmóði og gast verið hvass
og ákveðinn í samskiptum. Oft
var mikið fjör í smíða- og suðu-
stofum vélskólans þar sem þú
kenndir til fjölda ára, en þú hafð-
ir einmitt byggt upp aðstöðu vél-
skólans til suðukennslu fljótlega
upp úr 1970. Ég dáðist oft að hug-
myndaauðgi þeirra skörpu orða
sem féllu þegar við nemendurnir
stóðum okkur ekki. Því þótti mér
Rafn Magnússon
✝
Rafn Magn-
ússon fæddist
25. febrúar 1932.
Hann lést 15. febr-
úar 2021.
Útför Rafns fór
fram 25. febrúar
2021.
skemmtilegt að
fylgjast með, reynd-
ar oft og tíðum al-
veg sprenghlægi-
legt. Ég veit að
margir voru nem-
endurnir einnig á
þeirri skoðun að
þessi beinskeytti
samskiptamáti væri
skemmtilegur, þótt
vissulega þætti
sumum hann fram-
andi eða jafnvel stuðandi, a.m.k.
við fyrstu kynni. Flestir nemend-
urnir sáu þó brátt að innra með
þér bjó hjarta úr gulli. Þú hafðir
góð tök á því að skapa árangur
meðal okkar „bjálfanna“.
Þrátt fyrir beinskeytt yfir-
bragð varst þú mér afar góður
afi, gafst þér ávallt tíma fyrir
spjall, varst bóngóður og viljugur
til að sýna mér og kenna. Ég er
þér afar þakklátur þá góðu tíma.
Mér eru minnisstæð mörg at-
vik þar sem góðmennska og
hjálpsemi þín sýndu sig. Ein slík
minning er frá vorinu 1989. Í
miðju kennaraverkfalli bað ég
þig um hjálp við að ryðbæta minn
fyrsta bíl, en sá var forláta
Bronco-jeppi, árgerð 1966. Það
reyndist talsvert verk, mun
meira verk en mig grunaði og
teygðist yfir marga daga. Þarna
fékk ég mína fyrstu kennslu í
málmsuðu, þá fyrstu af mörgum
slíkum kennslustundum sem ég
síðar fékk notið með þér. Þegar
reyndi á var eins og beinskeytta
yfirbragðið hyrfi og við tók skiln-
ingur og þolinmæði frá hjartanu.
Mér fannst ég ávallt sjá inn í
hjarta þitt. Mér fannst ég ávallt
finna hvað þú hugsaðir.
Margar góðar stundir með þér
eru greyptar í bernskuminningar
mínar. Sumurin í hvalstöðinni,
gamli hermannabeddinn í bragg-
anum þar og góði maturinn.
Sundferðirnar, heimsóknirnar,
ferðalögin. Við áttum góðar
stundir saman sem sköpuðu
verðmætar minningar sem fylgja
mér og lifa innra með mér þar til
við sjáumst á ný.
Elsku afi, takk fyrir allt. Þú
býrð nú innra með mér og öllum
sem þín nú sakna. Vertu sæll að
sinni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Snorri Júlíus Jónsson.
Enginn er eilífur
en þegar æskan er
við völd þá er ei-
lífðin sjálf fram
undan. Hún bíður full af tæki-
færum. En tíminn kann ráð til
að slá á of mikla bjartsýni og
tyfta þá sem götu hans ganga.
Hann mælir án afláts af stiku
hvers og eins og einn daginn er
slóðin gengin. Við í T-bekknum
1964 sem ætluðum að fara í úti-
legu aftur þegar við yrðum 20
ára stúdentar, en efndum ekki
það heit, erum skyndilega orðin
rígfullorðin þótt í brjóstinu slái
hjartað enn af vana og heilinn
haldi að við séum bara tvítug.
Það hefur kvarnast úr hópnum,
nú síðast flutti Örn Johnson til
Örn Johnson
✝
Örn Johnson
fæddist 28.
september 1943.
Hann varð bráð-
kvaddur 21. febr-
úar 2021.
Útför Arnar var
gerð 12. mars 2021.
sumarlandsins.
Undirrituð komst
ekki í jarðarför
þessa yndislega og
ógleymanlega
bekkjarfélaga og
langar því að
kveðja hann hér
með nokkrum orð-
um.
T-bekkurinn var
fyrsti stærðfræði-
deildarbekkurinn í
MR sem var til jafns skipaður
stúlkum og piltum. Kannski
efldi jöfn kynjaskiptingin svo
vinabönd okkar að þau haldast
traust fram á þennan dag. Í 57
ár höfum við hist nokkrum
sinnum yfir árið, rifjað upp
skemmtileg tilvik, hlegið að
prakkarastrikum og vitleysis-
gangi, kennurum og okkur
sjálfum. Minnst hefur verið
rætt um nútímann.
Örn okkar var litrík og sterk
persóna. Hann setti svip á um-
hverfið hvar sem hann fór, æv-
inlega glaður og reifur, jafnvel
þegar hjartanu blæddi. Sagði
alltaf allt ágætt, leit aldrei til
baka en horfði alltaf fram á
veginn; sá aðeins lausnir en
ekki vandamál. Hann var hlýr
og notalegur, hafði dásamlegan
húmor, ekki síst fyrir sjálfum
sér, var oft óvæginn við sig
þegar hann sagði frá en lagði
ekki öðrum illt. Örn var einna
ötulastur í því að mæta á „hitt-
ingana“ okkar. Varla hafði
maður boðað samveru þegar
svar kom frá honum: „Ég
mæti.“ Og hann mætti svo
sannarlega, var skemmtilegast-
ur og fyndnastur en hann yf-
irgaf líka samkvæmið áður en
kæmi að trúnaðarstund, ef hún
á annað borð kom til.
Örn var lokaður maður, dul-
ur, en hugsaði þeim mun fleira.
Hann flíkaði ekki tilfinningum
sínum, en úr fáum orðum mátti
lesa velvilja hans til alls. Hann
gat verið hrjúfur en það stóð
ekki lengi; slíkt beindist ekki
að neinum sérstökum, vitnaði
aðeins um að eitthvað angraði
hann. Hann var meistari í að
hrista slíkt af sér. „Glaður og
reifur skyli gumna hver“
o.s.frv. var sennilega brennt í
hjarta hans. Það var mér þó
ekki ljóst fyrr en eftir að skóla-
árunum lauk og við kynntumst
á öðrum vettvangi. Þá skildi ég
hve íhugull þessi góði drengur
var og viðkvæmur. Örn hafði
örugglega bak við eyrað að öllu
er afmörkuð stund og vildi því
lifa lífinu til fulls, ekki líta til
baka, heldur ævinlega fram,
eins og hann sagði stundum.
Sameiginlegur áhugi okkar á
frímúraramálefnum og því sem
reglur okkar standa fyrir stuðl-
aði að nánari kynnum en einnig
grúsk í fornsögum, ekki síst Ís-
lendingasögum.
Það er gaman að rýna í for-
tíðina. Manneskjan er alltaf
söm þótt tíðarandi og aðstæður
móti hana og marki lífshlaup og
athafnir. Ég minnist með mik-
illi gleði ferðar á slóðir Sturl-
ungu og umræðna um Lax-
dælu. Orkneyjar fengu líka
sinn skerf. Ég minnist líka
ógleymanlegrar útilegu í Stóru-
Bót þegar vinir okkar þar áttu
afmæli og gengu í það heilaga.
Góður drengur og heill er
fallinn of snemma frá. T-bekk-
ingar þakka honum allar ljúfar
og góðar stundir, órofa tryggð
og vináttu sem aldrei bar
skugga á. Sonum hans og fjöl-
skyldum þeirra, og öðrum að-
standendum, eru sendar hug-
heilar samúðarkveðjur.
Minning Arnar lifir.
Kristín Jónsdóttir.
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
ÁRNA MAGNÚSAR EMILSSONAR,
fyrrum útibússtjóra,
Arnarási 12D,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11G á Landspítalanum
fyrir einstaka umhyggju og alúð í hans garð.
Þórunn B. Sigurðardóttir
Orri Árnason Anna Rún Ingvarsdóttir
Arna Árnadóttir
Ágústa Rós Árnadóttir Svavar Jósefsson
Úlfur, Victoria, Salka og Hrafn Styrkár