Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
hann Íslandsmeistari í bréfskák
árið 1978. Hann varð Norðurlands-
meistari í skák og hraðskák árið
1975 og keppti einnig á Íslands-
meistaramóti í landsliðsflokki sama
ár. Hann var sæmdur alþjóðlegum
meistaratitli af FIDE í bréfskák.
„Ég fylgist enn með skákinni, hef
gaman af því að skoða skákþrautir
og svo dúlla ég mér við snóker.“
Fjölskylda
Eiginkona Franks var Inga Ey-
fjörð Sigurðardóttir, f. 2.8. 1936, d.
8.9. 2004. Þau bjuggu í Vogum á
Vatnsleysuströnd þar sem Frank
býr enn. Foreldrar Ingu voru Sig-
urður Norðfjörð Jónatansson, 15.12.
1915, d. 7.2. 1939, og Sigríður Ingi-
björg Ingimarsdóttir, f. 29.5. 1916,
d. 23.4. 1976, en Inga ólst upp hjá
ömmu sinni, Maríu Kristjánsdóttur,
f. 8.8. 1887, d. 19.4. 1979.
Börn Franks með fyrri eiginkonu
sinni, Bryndísi Friðriksdóttur, f.
2.10. 1941, d. 4.11. 2013, listakonu,
eru 1) Grétar Franksson, f. 6.4.
1960, vélfræðingur; 2) Guðrún Ásta
Franks, f. 2.7 1961, viðurkenndur
bókari, maki: Baldvin Loftsson; 3)
Sara Helga H. Franks, f. 1.2. 1964,
fjármálafulltrúi, maki: Einar G.
Ólafson; 4) Sandra B. Franks, f.
17.3. 1966, formaður Sjúkraliða-
félags Íslands, maki: Árni Björn
Kristbjörnsson. Barnabörnin eru
ellefu og barnabarnabörnin eru
fjórtán.
Systkini Franks eru Stígur Tily,
f. 13.9. 1934, Sigurður Alfreð, f.
21.6. 1936, Harry Ágúst, f. 9.3. 1943,
allir búsettir í Hafnarfirði; Benja-
mín Hafsteinn, f. 21.3. 1947, Sólveig
Guðfinna, f. 26.12. 1949, þau eru bú-
sett í Danmörku, Hanne Rósa, f.
11.4. 1962, búsett í Suður-Karólínu.
Foreldrar Franks voru hjónin
Harrý Otto Ágúst Herlufsen, f.
18.8. 1913 í Esbjerg í Danmörku, d.
15.9. 2006, rakari og tónlistar-
maður, og Auður Helga Stígsdóttir
Herlufsen, f. 13.6. 1917 í Hafn-
arfirði, d. 7.12. 2012, húsmóðir og
verslunarkona. Þau bjuggu á Ísa-
firði en lengst af í Tjæreborg í Dan-
mörku.
Frank Kristinn
Herlufsen
Hansine Herlufsen
húsmóðir í Esbjerg
Jens Peter Herlufsen
vatnslitamálari í Esbjerg
Harrý Otto Ágúst Herlufsen
rakari og tónlistarmaður á
Ísafirði og í Tjæreborg
Sólveig Benjamínsdóttir
húsfreyja á Halldórsstöðum á
Vatnsleysuströnd og Sjónarhóli
Eiríkur Jónsson
sjómaður og bóndi á
Halldórsstöðum, síðar á
Sjónarhóli í Hafnarfirði
Sigríður Eiríksdóttir Sæland
ljósmóðir í Hafnarfirði
Stígur Sæland
lögregluþjónn í Hafnarfirði
Vigdís Jónsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Sveinn Auðunsson
sjómaður, bæjarfulltrúi og
verkalýðsleiðtogi í Hafnarfirði
Úr frændgarði Franks Herlufsen
Auður Helga Stígsdóttir Herlufsen
húsmóðir og verslunarkona á
Ísafirði og í Tjæreborg
„LÁTUM ÞETTA GOTT HEITA Í DAG,
STRÁKAR. ÞIÐ GETIÐ LEYST ÞETTA Á
MORGUN.”
„VEISTU HVERSU MARGIR VERÐA FYRIR
ELDINGU ÁRLEGA?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elda fyrir
fjölskylduna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ENGINN ER
FULLKOMINN
HEFURÐU LEITAÐ
ALLS STAÐAR?
MANSTU
EFTIR MÉR?
JÁ! ÞÚ
STRÍDDIR MÉR
MISKUNNAR-
LAUST ÞEGAR VIÐ
VORUM BÖRN!
Ó, ÞAÐ VAR BARA
Á TÍMABILI
ÞAR SEM ÉG
HAGAÐI MÉR
HEIMSKULEGA!
ÞAÐ VÆRI ÞÁ HEIMSKULEG
HEGÐUN HJÁ MÉR!ÞÚ GÆTIR
FALLIÐ
FYRIR MÉR
Í DAG!
Þórhildur Sigurðardóttir sendimér þessa vísu eftir ömmu
sína, Þórhildi Sveinsdóttur skáld-
konu, sem varð 112 ára á þriðjudag,
16. mars (fædd 1909). Hún var Hún-
vetningur, systurdóttir Gísla Ólafs-
sonar frá Eiríksstöðum í Svart-
árdal. Við í Vísnahorni árnum
henni heilla á þessum merkisdegi.
Og hér kemur stakan, snjöll og
sönn:
Ef þig vélar váleg frétt
vinsaðu úr af snilli.
Sumt er logið, sumt er rétt
og sumt er þar á milli.
Ingólfur Ómar gaukaði að mér
einni vísu þar sem nú er spáð vætu
fram á sunnudag:
Þokan hylur hæð og tind
hrekur sólarglætu.
Skúraþrungin skýjalind
skvettir úr sér vætu.
Magnús Halldórsson er á svip-
uðum nótum og sagði á Boðnarmiði
á þriðjudag: „Mígandi regn, annan
daginn í röð“:
Lóðrétt niður læðist regn,
lækjar mótast farið.
Svo vitanlega er vott í gegn,
vesalings tíkarskarið.
Guðný Jakobsdóttir yrkir og seg-
ir að gaman væri að fá svör í
bundnu máli:
Hörmulegan heilsubrest
hef ég sko í nefi!
Vitið þið hvaða vín er best
og vinnur strax á kvefi?
Gunnar J. Straumland svarar:
Ef þú hefur ónýtt nef
ertu í miklum vanda.
Þá allra bestu úrlausn hef,
- að þú drekkir landa.
Magnús Halldórsson skrifar:
„Upp úr klukkan hálffimm í morg-
un barst lögreglunni tilkynning um
yfirstandandi innbrot í verslun.
Viðskiptamaður hafði sofnað á sal-
erni og var þá að brjótast út“:
Á kamrinum var kyrrð og ró,
kúnninn svaf þar feginn,
á rismálstíma rumskar þó
og reyndi útbrotsveginn.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson af sama
tilefni:
Á salerni sofnar hann veikur
og segir er vaknar hann keikur:
Sjáiði hér
það sést best á mér
að svefninn er hægðaleikur.
Margt ber fyrir augu. Anton
Helgi Jónsson kveður:
Uppá steini krummi klár
krunkar en á meðan
hímir útí hólma grár
hegri. Ég gat séð’ann.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sumt er logið, sumt er rétt