Morgunblaðið - 18.03.2021, Qupperneq 61
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
sýnd með íslensKu og ensKu talı
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
94%
72%95%
F
áar þeirra kvikmynda sem
keppa nú um Óskarinn
hafa ratað í íslensk kvik-
myndahús til þessa
(markaðsstaða streymisveitna og
seinkun frumsýninga í Ameríku
skýra það að einhverju leyti) og ekki
laust við að komu Hirðingjalands
hafi verið beðið með eilítilli eftir-
væntingu.
Stórleikkonan Frances McDorm-
and fer með aðalhlutverk kvikmynd-
arinnar, og er jafnframt framleið-
andi, en hún keypti kvikmyndarétt-
inn á samnefndri sannsögu sem
verkið byggist á fyrir tæpum tíu ár-
um. Líta mætti á Hirðingjaland sem
þriðja innlegg leikkonunnar í dreif-
býlisþríleik en hvað gæði varðar
lendir myndin mitt á milli hinar
hvimleiðu Þriggja auglýsingjaskilta
utan Ebbing, Missouri (2017) og
meistaraverksins Fargo (1996).
Leikstjóri myndarinnar, Chloé Zhao
(skrifar einnig handrit, klippir og
framleiðir), er fyrst kvenna af asísk-
um uppruna til að hljóta Óskars-
verðlaunatilnefningu en hún vakti
athygli fyrir Reiðmanninn (2017) og
stefnir nú óðfluga á heimsyfirráð
með ofurhetjumynd í Marvel-heimi.
Hirðingjaland segir frá Fern,
konu á sjötugsaldri, leikinni af
McDormand. Eiginmaður hennar er
nýlátinn en þau bjuggu saman í smá-
bænum Empire í Nevadaríki. Bær-
inn hefur að stórum hluta lagst í eyði
eftir lokun verksmiðju sem knúði
áfram atvinnulífið. Fern setur stefn-
una á þjóðveginn og tekur upp lifn-
aðarhætti nútímahirðingjans. „Án
húss, ekki heimilis“ býr hún í bílnum
sínum og ferðast vítt og breitt milli
ríkja í vesturhluta Bandaríkjanna og
tekur að sér ýmis árstíðabundin
störf. Ferilskráin er nokkuð fjöl-
breytileg en hún vinnur m.a. fyrir
sér við færiband Amazon-risans yfir
jólavertíðina, sem umsjónarmaður
tjaldsvæðis í þjóðgarði á sumarmán-
uðum og með spaðann á lofti við
steikingargrill skyndibitastaðar. Á
ferð Fern kynnist hún samfélagi
flækingja og myndar tengsl. Engar
kveðjur eru endanlegar, „sjáumst á
vegum úti“. Drífandi söguflétta
greinir frá samskiptum Fern við
Dave (leikinn af David Strathairn)
en þau kynnast á flandrinu. Sam-
leikur þeirra McDormand og
Strathairns er sterkur. Dave er á
sama reki og Fern, með girnilegt
grátt skegg og söguhetjan er honum
greinilega hugleikin. Fýrinn hyggst
festa rætur á ný og samband þeirra
endurspeglar val fyrir aðalpersón-
una – áframhaldandi flan eða aftur-
hvarf til hefðbundnara lífs?
Meginspurning frásagnarinnnar
snýst um forsendur flökkulífsins – að
hve miklu leyti er þetta eitthvað sem
manneskja kýs? Rómantískri hug-
mynd um amerískan anda ein-
staklingsfrelsis og víðáttu er stefnt
saman við blákaldan kapítalískan
veruleika. Baksvið sögunnar er auð-
vitað fjármálakreppa ársins 2008 og
afleiðingar hennar á verkafólk en
bágum aðstæðum vegna vanmáttugs
heilbrigðis- og lífeyriskerfis eru
stuttlega gerð skil í ummælum og
aðstæðum persóna. Þó er ekki ein-
blínt á félagsleg vandamál og raunar
hefði mátt gefa af þeim ítarlegri
mynd. Megináherslan er á ferðalag
aðalpersónunnar en Fern er örlítið
óræð og sérlunduð. Hún hleypir fólki
ekki léttilega að sér en er forvitin þó.
McDormand er þá gjarnan í hlut-
verki hlustanda, er myndin safnar
spakmælum samferðafólks hennar.
Blönduð aðferð Zhao skeytir sam-
an „raunverulegu“ fólki við leikara í
skáldaðri framvindu sem er byggð á
sannri sögu. Þetta þarf ekki að vera
augljóst öllum þar sem myndin siglir
undir flaggi leikins frásagnarforms
en efnistökin eiga að veita áferð
heimildaraunsæis. Flakkararnir
koma fram undir eigin nafni sem
eins konar skáldrænar útgáfur af
sjálfum sér. Slík aðferðarfræði er
auðvitað ekki ný af nálinni og má sjá
mjög greinilega hliðstæðu við önd-
vegisverk Agnesar Varda Handan
við lög og menn (Sans toit ni loi,
1985). Líflíki Zhao lifnar þó aldrei
við á álíka hátt og franska fyrir-
myndin og er virðingarstaða McDor-
mand sem leikkonu, og þær skorður
sem það setur á sjónarhorn mynd-
arinnar, greinarmunur þar á. Í mynd
Varda var Sandrine Bonnaire á tán-
ingsaldri og þar af leiðandi nýgræð-
ingur sem skapar allt annað and-
rúmsloft og valdajafnvægi milli
aðalleikara og ófaglærðra aukaleik-
ara en í tilfelli Hirðingjalands.
Persónusafn myndarinnar er
virkilega litríkt (flækingarnir Linda
May, Swankie og búgívúgísöngvari
stela senunni) en ögn greinilega
reist sem stoðkerfi dramatískrar
ferðar aðalpersónunnar. Þetta er
sérstaklega áberandi í atriðunum
með ungum hippastrák – en einnig í
vistinni með fjölskyldu Daves.
Sterkar senur með hirðingjahöfð-
ingjanum Bob Wells virka líka ein-
um of mikið eins og vitjun til vitrings
sem miðar gangi mála að úrlausn.
Frásagnarmynstrið er almennt
nokkuð staðlað og endurtekur sig í
nokkur skipti. Taktur klippinga er
nokkuð snöggur en hver hluti mynd-
arinnar endar jafnan á samtalssenu
sem fær meira andrými. Við kafla-
skilin taka við svipmyndir af hetj-
unni innan um landslag vestursins
og skrúfað er upp í píanódrifinni tón-
list sem á að framkalla hughrif
áhorfenda.
Þrátt fyrir að myndin nái ekki há-
leitum markmiðum sínum veitir hún
innsýn í afkima amerískrar menn-
ingar sem er almennt ekki einblínt á
í meginstraumsmiðlum. Og margt er
vel gert – til að mynda látlaus en
glæsileg kvikmyndataka Joshua
James Richards sem sýnir vestrið
bæði í hversdagslegu og töfrandi
ljósi. Gaman er að sjá vegamynd
með fullorðinni kvenskyns söguhetju
en greinin hefur einatt verið æsku-
og karlmiðuð. Sem mynd sinnar teg-
undar er Hirðingjaland yfir meðal-
lagi.
Heimili er ekki hús
Yfir meðallagi „Gaman er að sjá vegamynd með fullorðinni kvenskyns söguhetju en greinin hefur einatt verið æsku- og karlmiðuð,“ skrifar rýnir um
Nomadland og segir að sem kvikmynd sinnar tegundar sé hún yfir meðallagi. Hér má sjá Frances McDormand á gangi í einu atriða myndarinnar.
Háskólabíó og Sambíóin
Hirðingjaland/Nomadland bbbnn
Leikstjórn, handrit og klipping: Chloé
Zhao. Kvikmyndataka: Joshua James
Richards. Aðalleikarar: Frances
McDormand, David Strathairn, Linda
May, Swankie. Bandaríkin og Þýskaland,
2020. 107 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR