Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.03.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is FRANDSEN JOB Veggljós – 18.900,- Borðlampi – 19.900,- Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Maram nefnist nýútkomin mynda- saga ætluð eldri ungmennum og full- orðnum, skrifuð af heimspekingnum Magnúsi Birni Ólafssyni og teiknuð af franska listamanninum Adrien Roche sem kallar sig Adrroc. Bókin er gefin út af Froski á ís- lensku og ensku, og er hér er á ferð- inni fyrri hluti sögunnar en sá seinni er í vinnslu. Maram fjallar um ungan perlukafara sem kemur sér í klandur þegar hann brýst inn í drauma gam- als einbúa á lítilli Kyrrahafseyju og hefst í kjölfarið mikið ævintýri. Maram er fyrsta bók Magnúsar en hann skrifar einnig sögur fyrir tölvu- leiki sem Klang Games framleiðir, fyrirtæki sem er staðsett í Berlín. Magnús segist hafa flutt til Berl- ínar eftir að hon- um var boðið starf við tölvuleikja- skrif. „Úti í Berlín kynnist ég hreyfi- myndagerðar- manni sem var að kvika sögurnar sem ég var að gera og hann kom mér í samband við Adrien Roche,“ útskýrir Magnús. „Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti nýtt tím- ann sem best úti í Berlín og var með óklárað handritið í farteskinu, hand- ritið að Maram. Markmiðið var að finna teiknara sem gæti hjálpað mér að teikna bókina því það eru ekki margir á Íslandi sem hafa helgað sig þessu listformi,“ segir Magnús. Hann hafi þurft að fara til meginlands Evr- ópu til að finna slíkan teiknara. Tvöfalt meiri vinna Magnús skrifaði söguna um perlu- kafarann Maram með myndasögu í huga og er spurður að því hvort slík skrif séu svipuð skrifum fyrir tölvu- leik. „Nei, það er kannski líkara því að skrifa handrit að kvikmynd. Mun- urinn er kannski helst sá að mynda- söguhandritið er brotið niður í miklu smærri eindir. Eftir að þú hefur skrifað sjónvarps- eða kvikmynda- handrit er það t.d. yfirleitt hlutverk annarra að búa til „storyboard“. En þegar þú ert að skrifa fyrir teikni- myndasögu þarftu í raun að lýsa hverjum einasta ramma í smáatriðum fyrir teiknaranum svo sögu- og tákn- heimurinn komist áleiðis. Þetta verð- ur því töluvert meira nákvæmnis- verk,“ útskýrir Magnús. Frelsi og ábyrgð – Hvað geturðu sagt mér um sög- una og hvernig datt þér hún í hug? „Það var ýmislegt sem kom til. En í mastersverkefninu mínu í heimspeki velti ég fyrir mér hugtökunum frelsi og ábyrgð og kafaði dálítið í exi- stensíalisma 19. aldar,“ svarar Magn- ús. Meistaraprófsritgerðin hafi fjallað um fyrirgefningu. „Þegar ég var að fjalla um fyrir- gefninguna voru spurningarnar alltaf þessar: Hvað felst í því að vera frjáls? Hvað er þetta frelsi? Erum við full- orðna fólkið raunverulega frjáls og ábyrg fyrir því sem við gerum, eða verðum við alltaf saklaus börn? Ég var að velta því fyrir mér hvar þessi lína lægi og í stað þess að skrifa sögu um þennan hefðbundna „góður og vondur“ dúalisma vildi ég skrifa æv- intýri sem pólast á milli frelsis og sak- leysis. Þess vegna gerðist það nátt- úrulega að saklausu barninu var að endingu teflt á móti gamla manninum sem telur sig frjálsan. Þarna kjarnast þessi leikur og áhrifin sem móta söguheiminn koma bara af sjálfu sér, úr mínu eigin innra ferðalagi og svo ferðalögum mínum um Suðaustur- Asíu, Mexíkó og Afríku. Þar hitti ég ótrúlegt fólk og fékk að kynnast mögnuðum þjóðum sem gáfu mér eldsneyti í þennan söguheim.“ Eldsneyti frá Nietzsche og Dostojevskí – Þetta er þá heimspekileg bók? „Ég myndi lýsa henni sem heim- spekilegri „sýkadelíu“ og þótt barn sé aðalsöguhetjan er hún alls ekki barnabók. Í seinni hlutanum, sem kemur út eftir rúmt ár, þá verður sagan kannski aðeins myrkari og þyngri,“ svarar Magnús. – Styðstu við kenningar ákveðinna heimspekinga í þessum vangaveltum þínum og skrifum? „Nei, kannski meira við spurningar sem þeir hafa varpað fram. Ég sér- hæfði mig í tilvistarspeki Nietzsches í háskólanum og í ritgerðinni minni setti ég á svið samtal milli hans og Dostojevskís og lét þá svara spurn- ingum hvor annars. Ég byrja í raun- inni að skrifa þessa bók beint í kjöl- farið, þannig að það væru kannski helst þeir tveir sem hafa veitt mér innblástur. En ég myndi alls ekki segja að bókin eigi að svara ein- hverjum heimspekilegum spurn- ingum, hún á sér frekar stað í tóma- rúminu sem þessar spurningar skapa.“ Magnús segir að þessir tveir meist- arar hafi fyrst og fremst kennt les- endum sínum að hver og einn verði að svara stóru spurningum lífsins fyrir sjálfan sig og um það fjalli bókin í grunninn. Perlukafarinn þurfi að taka ábyrgð á eigin vegferð og gefa henni merkingu. Hann þurfi að gang- ast við sjálfum sér með því að mæta þessum stóru spurningum. „Ef við tölum um ofurmenni Nietzsches þá er það einmitt sá sem leitar ekki í reynslu annarra til að svara þessum dýpstu og erfiðustu spurningum tilverunnar heldur í sína eigin sérstöðu. Það er stóri lærdóm- urinn og ég held að Dostojevskí hefði verið sammála.“ Misskilningur hafði góð áhrif Magnús segir þetta hugmynda- brunninn sem sagan spretti úr en svo hafi bókin orðið til í samstarfi þeirra Addrocs. Frakkinn talaði litla ensku þá, mun betri nú og segist Magnús hafa þurft að skrifa mjög skýr fyr- irmæli fyrir hann. „Oft misskildi hann það sem ég var að segja,“ segir Magnús og hlær, „og þá var hann oft að teikna eitthvað sem ég hafði ekki í huga og kom svo bara miklu betur út. Við eigum þetta verk saman. En líklega væri réttara að segja að verkið eigi okkur.“ Sagan er listilega teiknuð og segist Magnús vera mjög þakklátur fyrir þátt hins franska teiknara í bókinni. Og næsti hluti er vel á veg kominn, 50 síður komnar af 100. Verið er að vinna í útgáfu fyrri hlutans á frönsku, að sögn Magnúsar, og verið að koma bókinni á framfæri á enskumælandi markaði. Saga um tvíhyggju frelsis og sakleysis Glæsileg Síða úr fyrri hluta sögunnar um Maram þar sem myndlistarhæfileikar Adrrocs sjást vel bæði í teikningum og litun. - Perlukafari tekst á við tilvistarspurningar í nýútkominni myndasögu sem Magnús Björn Ólafsson skrifaði og franski listamaðurinn Addroc teiknaði - Sótt í brunn þeirra Nietzsches og Dostojevskís Magnús Björn Ólafsson Adrien Roche/ Adrroc Falleg Myndin sem prýðir kápu bókarinnar um Maram. Söguhetjan Maram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.