Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 13
12 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
22. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.3
Sterlingspund 176.49
Kanadadalur 101.77
Dönsk króna 20.359
Norsk króna 14.841
Sænsk króna 14.88
Svissn. franki 136.84
Japanskt jen 1.1688
SDR 181.68
Evra 151.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.8703
Hrávöruverð
Gull 1737.2 ($/únsa)
Ál 2192.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.99 ($/fatið) Brent
« Íslenska hug-
búnaðarfyrirtækið
Crankwheel hefur
gert samstarfs-
samning við tækni-
fyrirtækin Web-
.com (Newfold
Digital) og Ringo-
ver um notkun á
lausnum Crankw-
heel.
Web.com er
bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar
sínar í Flórída og með meira en þrjár
milljónir viðskiptavina á heimsvísu. Fé-
lagið sérhafir sig í vefsíðuhönnun og
sölu léna en þar starfa rösklega 4.000
manns og er veltan yfir milljarður
dala árlega.
Ringover er aftur á móti franskt
fyrirtæki með höfuðstöðvar í París sem
býður smáum og meðalstórum fyr-
irtækjum upp á símalausn í skýinu og
hugbúnað fyrir stjórnun viðskipta-
tengsla. Viðskiptavinir Ringover eru
rösklega 10.000 talsins.
Í tilviki Web.com verður hugbúnaður
Crankweel hluti af nýrri þjónustu fyrir
fagfólk sem vill koma upp sinni eigin
vefsíðu á netinu og tengjast þar við-
skiptavinum. Með lausn Crankwheel
geta notendur Web.com deilt með
væntanlegum viðskiptavinum upplýs-
ingum af eigin skjá og þannig kynnt
betur vörur sínar og þjónustu.
Í tilviki Roingover bætist hugbún-
aður Crankwheel við verkfærakistu
söluteyma svo þau geti auðveldar sýnt
tilvonandi viðskiptavinum vörupplýs-
ingar.
Crankwheel er rösklega fimm ára
gamalt sprotafyrirtæki en er nú þegar
með greiðandi viðskiptavini í 59 lönd-
um og í sex heimsálfum. Koma 99,9%
af tekjum félagsins frá útlöndum.
Stofnandi og framkvæmdastjóri
Crankwheel er Jóhann „Jói“ Tómas
Sigurðsson. ai@mbl.is
Crankwheel hefur sam-
starf við tæknirisa
Jóhann Tómas
Sigurðsson
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Ég er þess fullviss að það býr alveg
jafn skapandi fólk á landsbyggðinni
og á höfuðborgarsvæðinu, en aftur á
móti virðist vera mun erfiðara í
dreifbýlinu að halda góðri hugmynd
á floti nægilega lengi til að hún verði
að veruleika.“
Þetta segir Sesselja Ingibjörg
Barðdal Reynisdóttir framkvæmda-
stjóri Eims sem er nýsköpunarverk-
efni með áherslu á sjálfbærni og
orku. Bakhjarlar Eims eru Lands-
virkjun, Norðurorka, Orkuveita
Húsavíkur og SSNE.
Þær Sesselja og Svava Björk
Ólafsdóttir, stofnandi RATA og
Hacking Hekla, stýra lausnaverk-
efninu Hacking Norðurland sem fer
fram dagana 15. til 18. apríl. Er um
að ræða nokkurs konar viðskipta- og
nýsköpunarhugmyndakeppni og
markmiðið að ýta við og efla fólk á
Norðurlandi til að færa góðar hug-
myndir yfir á næsta stig.
Að viðburðinum standa, auk Eims
og RATA, Samtök sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra, Samtök sveitar-
félaga á Norðurlandi vestra, Ný-
sköpun í norðri, Hacking Hekla og
Nordic Food and Tourism.
Þema Hacking Norðurland er
„matur, orka og vatn“ og áhersla
lögð á að laða fram hugmyndir sem
hafa tengingu við þemað með ein-
hverjum hætti. Sesselja segir þetta
þema hafa orðið fyrir valinu vegna
þess lykilhlutverks sem matur orka
og vatn gegna til að stuðla að sjálf-
bærni. „Um allan heim er þörfin fyr-
ir þetta þrennt í stöðugum vexti. Hér
á Íslandi höfum við fengið mikið af
þessu í vöggugjöf og þurfum að nýta
orku-, matar- og vatnsauðlindir okk-
ar sem best.“
Hvetja frumkvöðla til dáða
Hacking Norðurland hefst með
vefstofu sem verður öllum opin. Þar
flytur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra, opnunarerindið og í fram-
haldinu fjallar Sigurður H. Markús-
son nýsköpunarstjóri Landsvirkj-
unar um sjálfbæra matvælafram-
leiðslu. Þá mun Ragnheiður Lilja
Árnadóttir, framkvæmdastjóri raf-
hlöðu-nýsköpunarfyrirtækisins
Alor, ræða um nýsköpun í orkugeira
og Fida Abu Libdeh tala um nýsköp-
unarverkefni sem felst í því að nota
hliðarafurðir jarðvarmavirkjunar til
framleiðslu snyrtivara. Loks verða
kynntar niðurstöður rannsóknar
Wagenigen-háskóla í Hollandi og
Earth 2.0 um forvitnilega nýja
möguleika á notkun risagróðurhúsa
á Íslandi.
Að vefstofunni lokinni mun Hack-
ing Norðurland ferðast á milli frum-
kvöðlasetra á Noðurlandi. „Viðburð-
urinn fer fram á netinu og getur því
fólk verið heima hjá sér að vinna að
hugmyndum sínum. Ég og Svava
ásamt þessum frábæra hópi sem er
að skipuleggja Hacking Norðurland
munum ferðast um Norðurland
þessa helgi og hvetjum við teymin
sem búa nálægt þeim stöðum sem við
höfum viðkomu á að koma og hitta
okkur og vinna með okkur á staðnum
þann dag. Þótt tæknin sé frábær er
alltaf gaman að hittast augliti til aug-
litis.“
Þriggja daga skorpa
Dagskráin spannar heila helgi og á
lokadeginum eiga teymin þess kost
að kynna hugmyndir sínar að vöru
eða þjónustu fyrir dómnefnd sér-
fræðinga og verða veitt verðlaun fyr-
ir bestu hugmyndirnar.
Á fyrsta degi Hacking Norðurland
verða stjórnendur verkefnisins í
Frumkvöðlasetrinu á Hvamms-
tanga. Næsta dag leggur verkefnið
undir sig Menningarhúsið á Dalvík
og helginni lýkur á Hótel Gíg á
Húsavík sem um þessar mundir er
verið að breyta í nýsköpunarsetur.
Standa vonir til að endurtaka leik-
inn í öðrum landshlutum og stefnan
sett á Austurland með haustinu en
Hacking Norðurland verður fylgt
eftir með vinnusmiðju í þeim lands-
fjórðungi í upphafi sumars.
„Nálgunin er sú að leggja grunn-
inn að sjálfbærum nýsköpunarsam-
félögum á hverjum stað. Hún Svava
mun taka það að sér að fá fólkið sem
býr á hverjum stað með sér í lið og
kenna því að halda lausnamót af
svipuðum toga og hlúa að blómlegu
nýsköpunarumhverfi,“ segir Sess-
elja. „Á hverjum viðkomustað, og í
gegnum vefinn, fáum við fólk síðan
til að mynda teymi og veitum því síð-
an innblástur og leiðsögn til að móta
hugmyndir sínar betur og koma
auga á ný tækifæri.“
Góðar hugmyndir þurfa
endurgjöf og aðstoð
Sesselja segir mikilvægt að virkja
þann nýsköpunarkraft sem býr í íbú-
um landsbyggðarinnar. „Til þess að
hugmynd verði að veruleika þarf allt
að smella saman. Mikilvægt er að
staðbundin þekking sé til staðar svo
nýsköpunin verði til í kringum þær
auðlindir sem við höfum. Samstarf á
landsbyggðinni er lykillinn til að ná
því markmiði. Við þurfum að skapa
stemmningu fyrir nýsköpun og vinna
saman,“ segir hún og bendir á að lík-
ast til felist rót vandans í þeim úr-
ræðum sem standa frumkvöðlum til
boða:
„Ástæðan er líklega ekki hvað síst
að í dreifbýli hefur fólk alla jafna
ekki aðgang að jafngóðu stuðnings-
neti og finna má í Reykjavík og ná-
grannasveitarfélögum. Á höfuðborg-
arsvæðinu eiga hugmyndaríkir
einstaklingar hægt um vik að heim-
sækja staði eins og nýsköpunarsetr-
ið Grósku, hitta þar t.d. fólkið frá
Icelandic Startups eða aðra sterka
stuðningsaðila og fá endurgjöf og að-
stoð við að móta hugmyndir sínar og
fylgja þeim eftir,“ segir hún. „Ef
stuðningsumhverfið er fyrir hendi er
ekki aðeins verið að auðvelda frum-
kvöðlum að gera góðar vöru- og við-
skiptahugmyndir að veruleika held-
ur líka skapa frjóan jarðveg sem fær
fleira fólk til að láta á það reyna að
upphugsa nýjungar og vinna þár
áfram.“
Þátttaka í Hacking Norðurland er
ókeypis og geta áhugasmir skráð sig
til þátttöku á Facebook-síðu viðburð-
arins sem finna má með einfaldri leit.
Vilja virkja nýsköpunar-
mátt landsbyggðarinnar
Morgunblaðið/Sverrir
Sprotar „Mikilvægt er að staðbundin þekking sé til staðar svo nýsköpunin
verði til í kringum þær auðlindir sem við höfum,“ segir Sesselja.
- Verkefnið Hacking Norðurland leitast við að efla samfélag frumkvöðla í dreifbýli
Sesselja Ingibjörg
Barðdal
Reynisdóttir
Svava Björk
Ólafsdóttir
Recep Tayyip Erdogan Tyrklands-
forseti ákvað á laugarag að reka Na-
cil Agbal úr starfi seðlabankastjóra.
Agbal er þriðji maðurinn til að gegna
embættinu á aðeins tveggja ára
tímabili en erfiðlega hefur gengið að
koma böndum á þróun peningamála í
Tyrklandi og hefur líran veikst mikið
gagnvart helstu gjaldmiðlum. Bara á
síðasta ári lækkaði gengi lírunnar
um 20% mælt í Bandaríkjadölum. Að
sögn The Economist er áætlað að
tyrkneski seðlabankinn hafi eytt um
130 milljarða dala virði af gjaldeyr-
isforða sínum á sama tíma.
Var almenn ánægja með skipun
Agbals en hann markaði stefnu í átt
að hefðbundnari peningastjórnun en
fyrirrennari hans í starfi með hækk-
un stýrivaxta, meira gagnsæi og fyr-
irsjáanleika í
ákvarðanatöku
bankans og fyrir-
mælum um að
byrja að styrkja
gjaldeyrisforða
seðlabankans.
Erdogan hefur
hins vegar þrýst
á seðlabankann
að halda vöxtum
lágum til að örva
atvinnulíf landsins og skapa ný störf
en sú peningastefna hefur leitt til
verðbólgu og veikara gengis sem
valdið hefur gremju hjá hluta kjós-
enda. Þegar Agbal hóf störf fyrir
fjórum mánuðum lofaði Erdogan að
veita honum algjört sjálfstæði.
Þó svo að tvö ár séu í næstu for-
seta- og þingkosningar í Tyrklandi
er orðrómur á kreiki um að Erdogan
vilji halda skyndikosningar í þeirri
von að styrkja stöðu sína enn frekar
og kæmi sér þá illa fyrir forsetann ef
atvinnustig er lágt en Erdogan hefur
einkum sótt umboð sitt til fólks í
lægri þrepum launastigans og til
íhaldssamra múslima. Í könnun sem
birt var í byrjun þessa mánaðar kom
í ljós að fylgi AK Parti, þingflokks
Erdogans, hefur minnkað úr 42% í
36% en fylgi samstarfsflokksins
MHP minnkað úr 11% niður í 3%.
Að sögn FT veldur það fjárfestum
áhyggjum að lítið er vitað um skoð-
anir nýja seðlabankastjórans, Sahap
Kavcioglu, en hann er fyrrum þing-
maður og kennir fjármál við Marm-
araháskóla í Istanbúl. ai@mbl.is
Seðlabankastjórinn rekinn
- Von á sveiflum í gengi tyrknesku lírunnar - Orðrómur er
á kreiki um að Erdogan hyggist boða til skyndikosninga
Recep Tayyip
Erdogan