Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 15

Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 15
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óþarfi er aðrifja uppsamfellda sorgarsögu Evr- ópusamvinnu um öflun bóluefnis, sem frá fyrstu tíð einkenndist af vanhæfni, værukærð og klúðri. Eftir að öllum mátti orðið ljóst vera í hvert óefni var komið um liðin jól hefur þó ekkert áunnist í þeim efnum, öðru nær. Aumk- unarverðir tilburðir valda- manna í einstökum Evrópu- ríkjum og æðstu stjórn Evrópusambandsins til þess að skella skuldinni á aðra hafa þar verið í fyrirrúmi, ekki skilvirkar aðgerðir til þess að bæta úr því sem komið er. Vísvitandi fals- fréttaflutningur og upplýs- ingaóreiða þeirra er skamm- arleg, beinlínis lífshættuleg, og vekur ríkar efasemdir um heil- indi og trúverðugleika granna okkar á meginlandi Evrópu. Það kann að hafa verið rétt af ríkisstjórn Íslands á sínum tíma að taka þátt í Evrópusamstarf- inu um öflun bóluefna þó að skýringar hafi verið af skornum skammti um hvernig það kom til eða hvaða kostir aðrir voru skoðaðir. Hægt er að halda því fram að íslensk stjórnvöld hafi á þeim tíma ekki haft ástæðu til þess að ætla annað en að Evr- ópusambandið og ríki þess færu fram af skilvirkni og heiðarleika í þessu. Það var hins vegar ein- stök óvarkárni, að íslensk stjórnvöld hafi ekki einnig leit- að annarra leiða, einkum þegar vinnubrögðin og sleifarlagið í Brussel urðu ljós. Það var ekki fyrr en í þessum mánuði, sem Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra féllst á að rétt væri að kanna aðra kosti. Ekkert hefur þó borið á tilraunum til þess. Áróðursherferð Frakka, Þjóðverja og Evrópusambands- ins gegn bóluefni AstraZeneca hefur haft þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að fáir vilja þiggja bólusetningu með því þar. Af því munu þjóðirnar súpa seyðið, en í því kunna að felast tækifæri fyrir aðra. Í fjölmennustu ríkj- um Evrópusambandsins liggja nú liðlega sjö milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca óhreyfðar í birgðageymslum, en efnið hefur innan við hálfs árs hillutíma. Ráð væri að íslensk stjórnvöld ættu loks frumkvæði í bóluefnismálum og sýndu stjórnvöldum í Þýskalandi það vinarbragð, að bjóðast til þess að losa þau við eins og 600.000 skammta af þessu bóluefni, sem Þjóðverjar kæra sig ekki um. Það mætti vel gera við verulegu yfirverði, því þau útgjöld væru ávallt smáræði hjá kostnaðinum af kórónukreppunni. Og mætti jafnvel bjóðast til að afhenda Þjóðverjum þá skammta sem við eigum að fá síðar, eigi áhugi þar í landi eftir að aukast þegar áhrifin af áróðrinum gegn bólu- efninu fjara út. Það er einstakt tækifæri nú til að afla meira bóluefnis hratt, en til að svo megi verða þarf að grípa til einhverra aðgerða og sýna frumkvæði. Með frumkvæði er möguleiki að sækja meira bóluefni} Hjálpum Þjóðverjum að hjálpa okkur Uppi varð fóturog fit síðast- liðið föstudagskvöld þegar fréttir bárust af eldgosi á Reykja- nesi. Ákafan áhug- ann mátti sjá á net- inu en mbl.is hefur sjaldan fengið aðrar eins heimsóknir. Og ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is fyllt- ist hratt af starfsfólki enda vita blaðamenn að fátt vekur áhuga almennings eins og eldgos. Gosið kom fáum á óvart eftir umbrot síðustu vikna og raunar þenslu á svæðinu yfir lengra tímabil. En auðvitað var ekkert hægt að vita með vissu og ein- staka vísindamenn voru jafnvel svo óheppnir að spá því skömmu áður en eldurinn braust upp úr jörðinni að ekkert slíkt væri í vændum. En það er eðli þessara hluta að ekkert er hægt að full- yrða annað en að einhvern tím- ann gjósi, þó að það kunni að vera eftir marga mannsaldra. En nú þegar gosið er orðið að veruleika segja vísir menn að það sé ekki merki- legt. Þetta sé pínu- lítið túristagos, eig- inlega ræfill sem varla verði gefið nafn. Og neyðarstig er fært niður í hættustig með þeim orðum að ekki sé hætta á ferðum. Eldgosið, þótt smátt sé, er þó vissulega hættulegt eins og ítrekað hefur verið minnt á þó að ekki hafi allir tekið það alvar- lega og sumir hafi hætt sér óþarflega nálægt glóandi hraun- inu og spúandi gígnum. Því að þrátt fyrir allt tal um smæð gossins er krafturinn ávallt ógn- vekjandi þegar glóandi grjótið ryður sér leið upp úr jarðskorp- unni. Þá rifjast upp fyrir mann- inum, sem á það til að gleyma því, hvílík orka býr í náttúrunni. Og það er auðvitað brot af þess- ari orku sem Íslendingar hafa náð miklum árangri í að nýta sér og hefur átt drjúgan þátt í að gera vistina í þessu harðbýla landi svo einstaka. Jafnvel lítið eldgos er tilkomumikil áminning um ógnarkrafta náttúrunnar} Eldgos V igdís mín er fuglavinur og setti um helgina út sérunnið kjötfars, einu sinni sem oftar. Ég horfði í gær- morgun út um eldhúsgluggann á tvo skógarþresti sem nörtuðu feimnislega í hleifinn. Allt í einu kom fát á þá og þeir hörfuðu út í trjábeðið og vöfruðu þar um. „Kemur kötturinn,“ hugsaði ég, en kisi var hvergi nærri. Aftur á móti birtist stór svart- þröstur á stéttinni. Hann gekk valdsmannslega stóran hring utan um máltíðina, stoppaði að- eins við beðið og smáfuglarnir hurfu lengra inn í runnana. Svo vappaði hann um stéttina, en virtist alls ekki vera svangur, heldur var bara að tryggja að hinir kæmust ekki í veisluna. Líklega er það eðli dýra og manna að skara eld að eigin köku. En mér hefur alltaf fundist það óeðli hve mörgum líður illa, þegar aðrir ná árangri. Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal sagði: „Í hvert skipti sem einhverjum vini mínum vegnar vel, deyr eitthvað inni í mér.“ Þó að við brosum þegar við lesum þetta könnumst við öll við þessa hugsun. Sumir telja jafn- vel að hún gegnsýri samfélagið. Þegar einhver hagnast af eigin dugnaði og hugviti á frjálsum opnum markaði, ætti það að vera fagnaðarefni. Sá hinn sami er líklegur til þess að verja vel fengnu fé í umsvif sem leiða til velsældar annarra. Ég nefni tvö dæmi: Róbert Guðfinnsson efnaðist vel á viðskiptum erlendis og hefur veitt verulegum fjárhæðum í uppbyggingu Siglu- fjarðar, síns heimabæjar, heimamönnum og gestum til mikillar gleði. Íslenskur frumkvöðull, Haraldur Þorleifsson, seldi tölvurisanum Twitter fyrirtæki sitt í byrjun árs. Nú hefur verið tilkynnt að settir verði upp í Reykjavík 100 rampar fyrir fólk í hjólastólum í kjölfar söfnunarátaks sem Haraldur setti af stað og styrkti myndarlega. Margir njóta góðs af. Sagt er að kommúnisminn komi óorði á sjálfan sig, en kapítalistar komi óorði á kapítalismann. Þessu kynntumst við vel hér á landi, þegar auð- menn ætluðu að sigra heiminn, settu Ísland að veði og töpuðu. Enn í dag sjáum við auðjöfra, sem vilja umfram allt sitja einir að kökum, sem þeir hafa komist yfir með umdeilanlegum hætti og helst klekkja á sama tíma á öllum öðrum. Fyr- irsögn greinarinnar er höfð eftir Lofti Bjarna- syni útgerðarmanni, öðlingi sem er löngu dáinn. Einu sinni mættu rithöfundarnir Kurt Vonne- gut og Josep Heller (höfundur Catch 22, einnar vinsælustu bókar allra tíma) í boð hjá bandarískum millj- arðamæringi. Kurt hallaði sér að félaga sínum og sagði: „Hvernig líð- ur þér með það, að gestgjafi okkar græddi meira í gær, heldur en þú fékkst allt í allt fyrir Catch 22?“ Heller svaraði sallarólegur: „Ég hef eitt, sem hann eign- ast aldrei.“ „Hvað í ósköpunum gæti það verið?“, spurði Vonnegut. „Nóg,“ ansaði Heller. Líklega liði öllum betur, ef við hugsuðum oftar á þessa lund. Benedikt Jóhannesson Pistill Ég get sofið, þótt öðrum gangi vel Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Geldingadalagosið ró- legt og smátt í sniðum BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is N okkrir kostir eru í stöð- unni varðandi framhald eldgossins í Geldinga- dölum, að mati dr. Magn- úsar Tuma Guðmundssonar, prófess- ors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Einn er sá að gosið hætti áður en það fer að renna úr Geldingadölum, annar að það haldi áfram og fylli dal- inn. Gígurinn getur stíflað rennslið til vesturs ofan í dalinn. Þá getur það fyllt þessa litlu skvompu sem er aust- an til og þá er miklu styttra í að hraun renni úr dalnum í Nátthaga eða Mer- ardali ef það þá nær svo langt,“ sagði Magnús Tumi. „Það verður ekki fyrr en búið er að kort- leggja þetta aftur út frá því hvernig hraunið er að byggjast upp sem við sjáum hvort það eru líkur á ein- hverri breytingu á hraunrennslinu.“ Hann sagði að eldgosið hefði verið rólegt og smátt í sniðum. Hraun- rennsli af þessari stærðargráðu geti ekki farið mjög langt. Magnús Tumi sagði að ekki sjáist skýr merki um að dragi úr gosinu og það geti vel haldið áfram nokkurn tíma. Kvikan sem kemur upp er ekki merki um að kvikugangurinn sé að tæmast. Inn í hann streyma senni- lega 5-10 rúmmetrar á sekúndu. Ekki sjást enn sem komið er skýr merki um spennubreytingar í jarðskorp- unni eftur að gosið hófst. Á meðan gosrásin er opin og gígarnir virkir eru ekki miklar líkur á að gossprunga opnist annars staðar, að mati Magn- úsar Tuma. Ekkert er þó hægt að úti- loka það. Ekki hafa orðið stórir jarðskjálftar frá því eldgosið byrjaði. Magnús Tumi sagði vísbendingar um að á meðan pláss var neðanjarðar hafi kvikugangurinn stækkað í báðar átt- ir. Hann hætti að lengjast til suðurs og útlit fyrir að möguleikar til að glenna hann í sundur hafi minnkað. Þá fór gangurinn að hækka sem end- aði með eldgosi þegar kvikan valdi auðveldustu leiðina upp á yfirborðið. Mjög lærdómsríkt ferli Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga austur að Kleifar- vatni. Eru líkur á að virknin færist austur í Brennisteinsfjöll? „Það eru engar vísbendingar um kvikuhreyfingar eða landris á því svæði,“ sagði Magnús Tumi. Jarð- skjálftar og kvikuinnskot vestar á Reykjanesskaga valda spennulosun þar. Ekki er útilokað að það geti stuðlað að aukinni spennu í jarð- skorpunni á skaganum austanverð- um. Hann líkti þessu við margþættan kaðal. Bresti einn þátturinn eykst álagið á hina. „Það urðu stórir skjálft- ar í Brennisteinsfjöllum 1929 og 1968. Það má segja að það sé kominn tími á skjálfta. En honum þarf ekki endi- lega að fylgja neitt meira,“ sagði Magnús Tumi. Jarðsagan sýnir að venjulega hefur ekki nema eitt eldstöðvakerfanna á Reykjanesskaga verið virkt í einu. Hver eldstöð hegðar sér með sínum hætti og það er ekkert geirneglt í þessu, eins og Magnús Tumi orðaði það. „Þetta eru fyrstu eldsumbrotin á Reykjanesskaga sem mælingar ná til. Menn voru lítið með jarðskjálftamæl- ingar á 13. öld! Við erum því að fylgj- ast með þessum ferlum í fyrsta skipt- ið með mælingum. Þetta er mjög lærdómsríkt ferli,“ sagði Magnús Tumi. Ljósmynd/Jón Kjartan Björnsson Hraunrennsli Glóandi hraunkvikan streymdi úr iðrum jarðar í Geldinga- dölum í gær. Í baksýn má sjá gígstrompinn sem gaus án afláts. Magnús Tumi Guðmundsson „Þetta er tiltölulega frumstætt basalt og öðruvísi en það sem kom upp í sprungugosum á Reykjanesskaga á 9.-13. öld. Það líkist svolítið dyngjugos- bergi sem er í eldri dyngjum á skaganum,“ sagði dr. Guð- mundur Heiðar Guðfinnsson, bergfræðingur við Raunvís- indastofnun HÍ. Hann greindi kviku úr eldgosinu í Fagradals- fjalli. Hún hefur meiri einkenni úthafshryggjabasalts en þess sem yfirleitt finnst á Íslandi. Að kvikan sé frumstæð þýðir að hún hefur verið tiltölulega stutt í jarðskorpunni frá því að hún kom úr möttlinum. Á næstu dögum er von á nið- urstöðum úr snefilefnagrein- ingum sem segja meira um kvikuna. Samsetning glers og kristalla bendir til að kvikan hafi verið 1.180-1.190°C heit eða um 20°C heitari en Holuhrauns- kvikan þegar hún kom upp. Líkist dyngju- gosbergi NÝJA KVIKAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.