Morgunblaðið - 22.03.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.2021, Blaðsíða 16
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 Eva Björk Ægisdóttir Nýtt Ísland Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall er í fullum gangi. Myndin var tekin úr þyrlu í gær og sýnir vel stækkandi gíginn og hraunflæðið í kring. Það er dálítið undarleg lífs- reynsla að þurfa að hlusta á hreinan róg um sjálfan sig sem borinn er fram á opinberum vett- vangi, fleytt áfram af slúðr- andi alþingis- mönnum og sjónvarpað í umræðuþætti í sjónvarpi allra landsmanna, Ríkisútvarpinu. Þar á ég við skrafþáttinn „Silfrið“ sem sjónvarpað var sunnudaginn 14. mars. Tilefnið fyrir þessum ódæmum er að ég var notaður til pólitískra árása á dóms- málaráðherrann fyrir þær sakir að hafa falið mér verk- efni að tillögum um hröðun meðferðar sakamála. Ég væri nefnilega óvildarmaður þol- enda kynferðisbrota og verndari ofbeldismanna á því sviði. Þessar ásakanir á mínar hendur voru með öllu tilhæfu- lausar. Virðast þær hafa átt rót sína að rekja til þess að ég hef talið nauðsynlegt að sanna brot á sakborninga í slíkum málum ef dæma á þá til refs- ingar. M.a. er kveðið á um þetta í stjórnarskránni. Töldu rógberar ekki stætt á að fela mér verkefnið um meðferð sakamála, þó að engin leið væri að skilja sambandið á milli þessara ósönnu ávirð- inga minna og verkefnisins. Mér sýnist að orðgapar samfélagsins séu farnir að ganga út frá ávirðingum mín- um sem vísum án þess að þurfa að finna þeim stað hverju sinni. Þannig var það til dæmis í silfraða þættinum í sjónvarpi allra landsmanna, þar sem þrír af fjórum við- mælenda í þætt- inum töluðu fyrirvaralaust um mig sem þrjót sem beitti sér gegn þolendum ofbeldisbrota. Ekki þótti ástæða til að gefa mér kost á að koma fram mínum sjón- armiðum um sjálf- an mig í þessum þætti. Eftir að hafa hlustað á þennan boðskap í sjónvarpi allra landsmanna hafði ég sam- band við stjórnandann, Fann- eyju Birnu Jónsdóttur, með ósk um að hlutur minn yrði réttur með því að gefa mér kost á að skýra mína hlið á málinu. Ég var jú maðurinn sem talað hafði verið um. En óekkí. Konan svaraði því til að ég væri eitthvað sem hún kallaði „opinbera persónu“ og um slíkar persónur mætti fjalla einhliða með meiðingum án þess að gefa þeim kost á að tjá sig. Það er gott að geta verið dagskrárstjóri á ríkismiðl- inum og fara þar með vald til að miðla almenningi hrakyrð- um um menn án þess að gefa þeim möguleika til andsvara. Þetta er að mínum dómi í besta falli lágkúra en í því versta mannorðsmorð. Spurningin sem eftir stendur er sú hvort Íslendingar vilja að haldið sé áfram að reka fjölmiðil sem í nafni þjóð- arinnar hagar sér svona. Níð í boði RÚV » „Þetta er að mínum dómi í besta falli lágkúra en í því versta mannorðsmorð.“ Höfundur er lögmaður. Eftir Jón Steinar Gunn- laugsson Jón Steinar Gunnlaugsson Ég heyri stundum talað um fólk sem berst fyrir því að fá að gleym- ast. Það er lík- lega fólkið sem Google man helst eftir. Sjálfum er mér ekki endilega tamt að trana mér fram, sem er líklega í mótsögn við það starfssvið sem ég hef valið mér síðustu árin. En nú hefur sem sagt komið í ljós að ég er þing- maðurinn sem Ríkisútvarpið var alveg búið að gleyma, nokkuð sem mörgum þótti skondið þar sem ég hef ver- ið talinn hávaxnastur þing- manna síðan Sindri Sig- urgeirsson hvarf af þingi. En fyrir þá sem ekki vita hver ég er, þá er ég búinn að vera alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2017 og sit á þingi fyrir Mið- flokkinn. Áður var ég vara- þingmaður og í bæjarstjórn Stykkishólms. Ég er raf- virki frá Iðnskólanum í Reykjavík og hef skip- stjórnar- og vélavarðarrétt- indi á 30 tonna skip. Ég hef unnið sem bifreiðarstjóri, rafvirki og sjómaður. Ég hef verið með eigin trilluútgerð og finnst stundum gaman að titla mig sem útgerðar- mann. Það er kannski svolít- ið mikið í lagt en mínar bestu stundir eru þegar ég sigli minn sjó, gjarnan með syni mínum og við komum gjarnan með nokkra fiska að landi. Ég geri út frá Stykkishólmi sem mér finnst fallegasti bær landsins. Ódrjúgsháls og bilaðasta ferjan Og svo ég svari eins og fegurðardrottn- ing þá eru áhugasviðin fjölmörg en fyr- ir utan fjöl- skyldu, körfu- bolta, kórastarf og Lions-klúbbinn minn (sem ég hef vanrækt of lengi) þá hef ég mikinn áhuga á því sem horfir til heilla fyrir kjördæmið mitt sem er víðlent og með marg- víslega og fjölbreytta at- vinnustarfsemi. Þannig má segja að áhugasvið mitt sé atvinnumál í sinni víðustu merkingu og svo getur mað- ur ekki verið þingmaður fyrir Vestfirðinga og Vest- lendinga án þess að hafa áhuga á samgöngumálum. Í mínu kjördæmi er til dæmis farartálmi sem heitir Ódrjúgsháls og við lands- byggðarmenn höfum fengið að eiga hann óáreittir vegna þess að skipulagsvaldið er suður í Reykjavík. Þá eigum við biluðustu ferju landsins og marga af lélegustu veg- um landsins. Ég játa að ég er pínulítið gamaldags og tel að það eigi að styrkja og viðhalda byggð um allt land og þótt ég sé ekki hlutlaus þá finnst mér mikið um þann dugnað og kraft sem finna má í fólkinu í mínu kjördæmi. Þar er atvinnu- lífið fjölbreytt og kraftmikið sem er öllum landsmönnum til heilla. En um þetta hefur Ríkisútvarpið ekki áhuga á að ræða við mig og segist það þó vera útvarp allra landsmanna. Ég sit í atvinnuveganefnd og eyði drjúgum tíma á fundum þar, meðal annars samtals um fimm tímum í vikunni þegar kom í ljós að Ríkisútvarpið vissi ekki að ég væri til. Og hvað gerði ég annað í þessari viku? Jú, ég átti um það bil 40 símtöl og samtöl við fólk í mínu kjör- dæmi sem hefur áhyggjur og áhuga á alls konar mál- efnum og sat tvo þingflokks- fundi með félögum mínum í Miðflokknum. Auk annara funda sem þarf að sinna og undirbúnings fyrir þing- umræðu. Mikilvæg málefni sem ekki mega gleymast Í vikunni gerði ég tvö málefni að sérstöku um- ræðuefni á Alþingi, annars vegar benti ég á að ýmsar mikilvægar stoðir þessa samfélags gætu ekki lengur haldið áfram að fjármagna starfsemi sína með því að níðast á veiku fólki. Hér er ég að tala um spilakassa- starfsemi. Mér þótti miður að þurfa að brýna mig í ræðustól í garð jafn ágætra aðila og Háskóla Íslands, Rauða krossins og Lands- bjargar en þessari starfsemi verður að linna. Eftir að hafa haft afskipti af störfum SÁÁ þá finnst mér hags- muna fíknisjúklinga aldrei nógsamlega gætt. Ég er al- veg tilbúinn til að rífast um það en Ríkisútvarpið sagði ekki frá þessu. Þá stóð ég fyrir sérstakri umræðu í þinginu nú á fimmtudaginn um aðgerðir til að styrkja stöðu íslensks landbúnaðar. Ég lagði nokkrar spurningar fyrir viðkomandi ráðherra undir þessum lið enda tel ég að huga verði að matvæla- öryggi landsmanna og að þeir hafi aðgang að hollum og næringarríkum mat. Það er óumdeilt að íslensk mat- væli eru framleidd við hag- stæðari og öruggari að- stæður en í mörgum þeim löndum sem flytja út mat- væli í stórum stíl. En það þarf að styrkja þessa at- vinnugrein og það vildi ég benda á þótt Ríkisútvarpið teldi þessa umræðu ekki fréttnæma. Þetta er ég nú að bralla og hef gaman af þótt ég sé algerlega ótruflaður af Rík- isútvarpinu við mín störf. Það er kannski ekki svo slæmt fyrir mig persónu- lega en mér finnst stundum eins og þetta lýsi líka af- stöðu Ríkisútvarpsins til kjósenda minna. Það finnst mér miður af því það á nú að heita útvarp allra lands- manna. Eftir Sigurð Pál Jónsson »Mér finnst stundum eins og þetta lýsi líka af- stöðu Ríkisútvarps- ins til kjósenda minna. Það finnst mér miður af því það á nú að heita útvarp allra lands- manna.Sigurður Páll Jónsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ég er þingmaðurinn sem Ríkisútvarpið gleymdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.