Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 21

Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 21
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 ✝ Guðrún Frey- steinsdóttir fæddist í Kenn- araskólanum við Laufásveg 2. ágúst 1932. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 10. mars 2021. Foreldrar hennar voru Freysteinn Gunnarsson, skóla- stjóri Kennaraskól- ans, f. 28.8. 1892, d. 27.6. 1976, og Þorbjörg Sigmundsdóttir, f. 11.11. 1900, d. 1.12. 1976. Bróðir Guðrúnar var Sigmundur verk- fræðingur, f. 30.9. 1934, d. 15.7. 2016, eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Jónsdóttir. Guðrún giftist 28. mars 1959 Garðari Inga Jónssyni loft- skeytamanni, f. 28.10. 1932. Þau Ingunn kennari, f. 21.8. 1964. 4) Rúna Björg kennari, f. 12.6. 1971, sambýlismaður hennar er Sæmundur Oddsson, f. 7.4. 1969. 5) Steinunn umhverf- isskipulagsfræðingur, f. 17.8. 1976, sambýlismaður hennar er Ari Rafn Sigurðsson, f. 9.5. 1969. Börn þeirra eru Pia María, f. 6.9. 2007 og Kár Rafn, f. 29.1. 2010. Guðrún og Garðar héldu fyrst heimili á Hagamel 43 í Reykjavík og síðan á Háaleit- isbraut 32. Árið 1972 fluttu þau til Lúxemborgar. Árið 1988 fluttu þau aftur heim og bjuggu eftir það í húsinu sem þau byggðu í Byggðarenda. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1953 og kennaraprófi 1955. Hún kenndi einn vetur við Mela- skólann, var um hríð bankarit- ari í Landsbankanum en lengst af var hún heimavinnandi hús- móðir. Útför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju 22. mars 2021 kl. 13. eignuðust fimm dætur: 1) Ólöf sagnfræðingur, f. 29.6. 1959. Dætur hennar eru: a) Katla Ísaksdóttir, f. 11.7. 1984, gift Guðlaugi Háv- arðarsyni, f. 4.6. 1981. Sonur þeirra er Styrkár, f. 5.7. 2011. b) Guðrún Heiður Ísaksdóttir, f. 14.1. 1989, gift Sveini Steinari Benediktssyni, f. 7.7. 1981. Dótt- ir þeirra er Dýrfinna, f. 3.7. 2014. 2) Sigríður, starfsmaður hjá Cargolux í Lúxemborg, f. 6.1. 1963, sambýlismaður henn- ar er Romain Gales, f. 22.2. 1958. Sonur þeirra er Jón Pol, f. 24.2. 1995, sambýliskona hans er Joëlle Donven f. 5.2. 1995. 3) Guðrún Freysteinsdóttir tengdamóðir mín er fallin frá. Alltaf tók hún vel á móti mér með bros á vör og sló á létta strengi. Guðrún vildi hafa líf í kringum sig, helst hafa fólkið sitt hjá sér en hélt líka góðum tengslum við vini sína. Alltaf var manni boðið eitthvað í gogginn og oftar en ekki var það eitthvað heimabak- að. Hún var viljug að bjóða fólki bæði í mat og kaffi. Lengi vel mættu þau Guðrún, Garðar og Inga í mat til okkar á mánudög- um. Eftir matinn horfðum við á fréttirnar og Kastljósið og sumir fengu sér líka blund yfir sjón- varpinu. Á Byggðarenda tókum við oftar en ekki í spil og þá varð rommí fyrir valinu, keppnin var hörð þótt sumir segðu að þeim væri sama hver ynni. Henni fannst líka gaman að leggja kap- al. Hún var mikil handavinnu- kona og var alltaf með eitthvað á prjónunum. Hún tók handavinn- una með sér hvert sem hún fór og prjónaði í bílnum ef farið var út úr bænum. Við Rúna Björg ferðuðumst töluvert með þeim hjónum Guð- rúnu og Garðari, meðal annars til Lúxemborgar. Þaðan átti Guð- rún góðar minningar og var gam- an að fá að heimsækja hennar fornu slóðir með þeim Garðari. Við fórum líka eftirminnilega ferð í kringum landið og aðra til Vestmannaeyja en þangað hafði Guðrún aldrei komið áður. Guð- rún vildi fara í Ribsafari en úr því varð ekki því það vorum við sem þorðum ekki en Guðrún var hvergi bangin. Ef veðrið var gott fórum við stundum í bíltúr í Hverahlíð, sumarbústaðalandið á Reykjum í Ölfusi þar sem faðir hennar byggði bústað sem Guð- rún dvaldi mikið í sem barn með foreldrum sínum og seinna einn- ig með sínum börnum. Þessi staður var henni afar kær. Eftir að bústaðurinn var rifinn útbjó fjölskyldan litla laut með nestis- borði og þar höfum við ósjaldan gætt okkur á dýrindisnesti og drukkið heitt súkkulaði með. Ég minnist Guðrúnar af hlý- hug og er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni. Margs er að minn- ast og minningarnar lifa áfram. Sæmundur. Elsku amma, mér fannst best að kúra hjá þér í sófanum og spila við þig. Alltaf þegar ég kom sagðir þú: „Neiiih, er þetta ekki litli sólargeislinn minn?“ og brostir þínu breiðasta brosi. Mér fannst gott þegar þú last bókina um Lalla músastrák fyrir mig. Þú sýndir alltaf áhuga á öllu sem ég gerði og þér fannst svo gaman að heyra mig spila á fiðluna fyrir þig. Þú gerðir alltaf allt fyrir mig sama hvað það var. Takk fyrir allar góðu stund- irnar elsku amma mín. Pia María ömmustelpa. Ég man að þegar ég kom í heimsókn sat amma oft í sófanum að prjóna eða horfa á sjónvarpið. Síðan leit hún upp og sagði: „Hæ litli ljúfur.“ Stundum fórum við í Hverahlíð saman og fengum okk- ur eitthvað gott að borða. Mér fannst alltaf gott að heimsækja hana því mér fannst góður andi svífa um í loftinu hjá henni. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Kári Rafn. Amma mín, Guðrún Frey- steinsdóttir, er dáin. Hún hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún passaði mig þegar ég var lítil og ég man það enn svo vel. Við sátum saman við gluggann í borðstofunni og leit- uðum að gulum strætó. Hún sagði mér sögur um Bangsímon og litla kettlinga og hún sagði, eins og við okkur öll, barnabörnin og barnabarnabörnin: „Hver er sætust og bestust?“ Þegar hún huggaði mig tók hún utan um mig og sagði „litla ljúfan og stúfan og stúfan og ljúfan.“ Þegar lífið lék mig grátt á fullorðinsárunum tók hún utan um mig og vaggaði mér fram og aftur eins og þegar ég var lítil. „Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt,“ sagði hún eitt sinn og mér líður svolítið þannig núna þótt ég viti líka hversu þreytt hún amma var orðin og tilbúin að kveðja. Hún var til fyrirmyndar í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var líka góð langamma og dóttir mín, Dýr- finna, fékk að kynnast því að eiga hana sem ömmu. Við Sveinn, maðurinn minn, giftum okkur í garðinum hjá ömmu og afa á Degi íslenskrar náttúru. Heimili þeirra var okkur alltaf opið. Amma var gullfalleg og glæsileg. Hún hafði góðan smekk og byggði upp fallegt heimili með afa, fullu af dætrum og málverk- um og fallegum munum. Hún hafði gott auga fyrir þannig lög- uðu og við fórum stundum saman á listsýningar. Hún mætti líka alltaf á sýningarnar mínar og skoðaði listaverkin hjá grasrótar- senunni af áhuga. Hún var ung kona á áhugaverðum tímum á Ís- landi. Ísland var nýorðið sjálf- stætt ríki og var að móta sig sem slíkt. Einn hluti af því ferli var að eignast listamenn; listmálara, skáld og tónskáld til að fanga þjóðarandann á striga eða í ljóði til að undirstrika fyrir umheim- inum: við erum þjóð. Þegar ég hugsa til ömmu finnst mér eins og öll ljóðin frá þessum tíma séu um hana og að nú, þegar hún er farin, hljóti allar bækurnar að standa auðar í hillunni. Amma skilur eftir tómarúm sem þarf að venjast. Við áttum góða stund saman síðast þegar við hittumst, aðeins nokkrum dögum áður en hún kvaddi. Amma hafði verið á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðustu vikurnar og þar fór vel um hana. Við héldumst í hendur og hlustuðum á Elly Vil- hjálms, fengum okkur eplaköku með rjóma og létum fara vel um okkur. Ég er þakklát fyrir þessa stund og ég verð ævinlega þakk- lát fyrir að hafa átt Guðrúnu Freysteinsdóttur sem ömmu. Ég kveð hana með ljóði sem faðir hennar skrifaði skömmu áður en hann kvaddi þennan heim. Sígur fögur sól í hafið Sígur fögur sól í hafið, sveipar myrkur hljóða strönd. Auðn og skuggum allt er vafið, óðar hyljast dagsins lönd. Birta og hlýja er horfin skjótt. Hljóð og þögul ríkir nótt. Svo er lífið, líkt og dagur, liðið fyrr en nokkur veit. Hinsti geislinn gullinfagur glitrar yfir foldar reit. Eftir liðinn ljúfan dag ljósið dvín við sólarlag. Dimmt er yfir hér í heimi, harmaskuggi daginn fól. Samt ei dvínar guðs í geimi geislaskin af lífsins sól. Bak við dauðans dimma haf degi nýjum ljómar af. (Freysteinn Gunnarsson) Guðrún Heiður Ísaksdóttir Elsku amma mín, Guðrún Freysteinsdóttir, er nú farin á vit ævintýra. Ég þakka fyrir hversu friðsæl hún var og að okkur Gulla lánaðist að kveðja hana daginn áður en hún fór. Fyrstu árin mín bjuggu amma, afi og þrjár móðursystra minna í Lúxemborg. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég lagði land undir fót fjögurra ára gömul og heimsótti þau í „Bolandið“. Minningin er góð. Ég átti afmæli og fékk gjafir, en amma orðaði það oft hversu mikið hún hafi vor- kennt mér að vera fjarri mömmu minni. Henni var annt um að nán- ir væru saman. Sjálf vildi hún alltaf hafa okkur hjá sér, stelp- urnar og barnabörnin, og síðar barnabarnabörnin tvö. Tengda- börnin áttu líka sérstakan stað í hjarta hennar. Amma mín var án efa færari en flestar húsmæður. Það átti hún að þakka því hversu mikla gleði hún upplifði við umönnun dætra sinna og afkomenda, þeirri natni sem hún sýndi við húsverk og heimilishald, og ekki síst við matseld. Heima hjá ömmu og afa á Byggðarenda átti ég alltaf góða máltíð vísa og desert að henni lokinni. Það var huggun að koma þangað á unglingsaldri og njóta þess að borða góðan mat og spila rommí við ömmu. Þegar Gulli, maðurinn minn, kom til sögunnar komum við oft á Byggðarenda í fjölskylduboð og áttum góðar stundir með ömmu, afa og frænkum mínum. Þar ríkti væntumþykja og gleði, og eftir- minnilegt hversu bjart var yfir okkur í borðstofunni og sparistof- unni, prýddri dásamlegum út- saumuðum púðum eftir hana ömmu mína. Amma var hógværust hann- yrðakvenna og tók aldrei í mál að vera hrósað fyrir verk sín. Á kvöldin kom hún sér fyrir í sjón- varpsherbergi þeirra hjóna og prjónaði, saumaði út eða stoppaði í sokka. Hún var iðin við lestur og las bækur af skyldurækni, hvort sem henni líkaði þær eður ei. Eins sóttu þau afi leikhúsin og fóru þangað snyrtileg til fara eins og þau voru alltaf. Amma lét okk- ur vita hvort henni hefði líkað verkin eða ekki. Hún fylgdist með bókmenntum og listum, sótti sýningar sér til fræðslu og gam- ans, og las blöðin daglega. Þegar leið á ævikvöld ömmu þótti mér vænt um hversu náin tengsl hún átti við Piu Maríu frænku mína sem verður fermd nú í vor. Ég minntist þess oft að hafa sjálf verið lítil ömmustelpa og fann þá hve dýrmæt ævin er, og hvernig hlutverk okkar breyt- ast. Amma varð sýnilega glöð í hjartanu þegar Pia birtist í dyra- gættinni. Henni leyfðist að knúsa ömmu sína og kyssa þrátt fyrir faraldurinn. Ég er viss um að þessi faðmlög voru ómetanleg fyrir ömmu á þessu stigi lífs hennar og fann oft hversu þakk- lát ég var fyrir þessa litlu björtu manneskju, og eins fyrir yngri bróður hennar, hann Kára Rafn, og fyrir Styrkár son minn og Dýrfinnu systurdóttur mína. Börnin áttu það til að spila á hljóðfæri fyrir ömmu sína sem henni þótti mjög vænt um. Guðrún Freysteinsdóttir var elskuverð og elskandi eiginkona, móðir, amma og langamma, tengdamamma og tengdaamma. Verk hennar, brosmildi og hlýja báru elsku hennar alltaf ótvírætt vitni. Ég dái þig að eilífu, amma! Takk fyrir að sýna mér leyndar- málið um húsverkin. Þín Katla Katla Ísaksdóttir Ég minnist Guðrúnar Frey- steinsdóttur, frænku minnar, með hlýhug. Ég kallaði hana Gunnu í Byggðaenda, þar sem hún og Garðar hafa búið. Þegar ég lít yfir farinn veg, koma marg- ar skemmtilegar minningar upp. Þegar ég var lítill var gaman að hitta ykkur í bústaðnum og sund- lauginni í Hveragerði. Ég man þegar ég fór í „interrail-ferð“ um Evrópu, fyrir margt löngu, þá var upphafsstaður ferðarinnar hjá ykkur í Luxembourg. Það var svo fallegur staður sem þið bjugguð á í Luxembourg, og var tekið á móti manni eins og konungi. Guð- rún, Þú kunnir að fagna lífinu. Það sást á þeim fjölmörgu rausn- arlegu jóla- og afmælisboðum, sem þið hélduð í Byggðaenda, en þar var maður alltaf aufúsugest- ur. Þegar veislu var að ljúka var iðulega spurt: Nonni viltu ekki vera lengur? Eins hefur verið gaman að hitta ykkur við jólatrjá- atínslu í Kötlugili. Ég tók fljótt eftir því að þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því hvað ég væri að gera, og hvað ég hefði fyrir stafni. Gunna, ég vona að hlýhugurinn og kærleikurinn, sem ég upplifði frá þér, muni fylgja mér áfram, nú þegar þú ert gengin á vit for- feðranna. Ég bið að heilsa afa Freysteini og ömmu Þorbjörgu. Ég held að þú megir vera mjög stolt af þínu lífi og af börnunum þínum og barnabörnum. Allt gott fólk. Guð geymi þig Guðrún og megir þú hvíla í friði. Guðrún, takk fyrir mig! Þín verður sakn- að. Með kærri kveðju, Jón Sigmundsson (Nonni) Guðrún Freysteinsdóttir „Hverra manna ert þú?“ gall í Gerð- ari Óla Þórðarsyni þegar ég hitti hann í fyrsta sinn á Þor- láksmessu fyrir þremur árum. Jú, það var hægt að rekja saman ættir enda báðir ættaðir að vest- an. Fundum okkar Gerðars bar fyrst saman á heimili Gyðu dótt- ur hans þar sem ég var farinn að venja komur mínar. Þó að leiðir okkar hafi ekki legið saman leng- ur en þessi rúmu þrjú ár er mér löngu ljóst að í Gerðari fór mikill gæðamaður sem lét sér annt um sitt fólk, gat verið bæði alvöru- gefinn og gamansamur. Hann var á seinni árum virkur í stjórn- málasamtökum, hafði sínar skoð- anir, var ófeiminn við að viðra þær og var ekkert endilega að Gerðar Óli Þórðarson ✝ Gerðar Óli Þórðarson fæddist 20. apríl 1940. Hann lést 4. mars 2021. Útför hans fór fram 16. mars 2021. biðja mann um að vera sammála sér. Fráfall hans er öllum aðstandend- um mikill harmur. Það er óhætt að segja að Gerðar, áttræður að aldri, hafi leikið á als oddi undanfarið. Hann varð ekill eftir konu sína Gyðríði fyrir rúmum tveimur ár- um en hafði eignast góðan félaga í Þórunni Guðnadóttur sem var tilbúin til að ferðast um landið í húsbílnum með honum og njóta lífsins. Það bókstaflega geislaði af þeim. Það var því mikil harma- fregn að heyra af áfallinu sem dró hann til dauða og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Elsku Gyða, Jónína, Magnús, Lilja, Gunný, Þórunn og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gerðars verður sárt saknað en minningin um góðan dreng mun lifa. Hallur Helgason. Guðrún Helga Sigurðardóttir vin- kona mín verður jörðuð í dag. Hún var hrifin frá okkur langt fyrir aldur fram að- eins 57 ára. Allar minningarnar sem hrannast upp sem perlur um vinkonu mína eru svo skemmti- legar og yndislegar. Þær munu fylgja mér alla ævi. Vinkon- uferðir, hittingar, brauðgerð og alls konar í lífi og leik. Við erum fæst búin að átta okkur á að hún sé farin og það mun taka langan tíma. Guðrún Helga var blaðamað- ur og ferðafrömuður ásamt svo mörgu öðru. Skarpgreind, snaggaraleg og alltaf til í að standa upp og skreppa eitthvað út í buskann á vit ævintýra. Meir að segja til Berlínar með mér á ITB Berlín og við bjugg- um á gistiheimili á fimmtu hæð með enga lyftu. Ódýrt og fínt gistiheimili inni í miðju stripp- búlluhverfi Berlínar. Var bara eitt af ævintýrunum sem munu alltaf lifa í hjartanu. Hún gaf einnig út bókina Traditional Icelandic Food sem margir ferðamenn mínir keyptu Guðrún Helga Sigurðardóttir ✝ Guðrún Helga Sigurðardóttir fæddist 16. sept- ember 1963. Hún lést 20. febrúar 2021. Útför Guðrúnar Helgu fór fram 8. mars 2021. í minjagripaverslun Þingvalla. Hún hló mikið þegar hún heyrði af vinsæld- um bókarinnar hjá körlum frá Indóne- síu. Þeir hafa nefni- lega fyrir áhugamál að elda og eiginkon- ur gera þeim mik- inn greiða þegar þeir fá að snerta eitthvað í eldhús- inu. Guðrún Helga og maður hennar Friðrik eiga ferðaþjón- ustufyrirtæki sem þau stofnuðu og var/er hágæðarekstur í ferða- þjónustu. Sögurnar og minning- arnar með Guðrúnu Helgu eru svo ótrúlega margar sem maður man. Hittingar á ferðamanna- stöðunum. Gistingar á Akureyri, Austfjörðum og víðar þar sem við hittumst hvor með sinn hóp- inn og áttum svo frístund um kvöld til að eiga vinkonugæða- stundir í spjallinu og gönguferð. Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna, vita ekki að vinátta er, verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Hvíl í friði elsku vinkona. Mín dýpsta samúð til eigin- manns og fjölskyldu. Þórey Anna Matthíasdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Álftamýri 26, lést mánudaginn 15. mars á Landspítala Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 24. mars klukkan 15. Í ljósi aðstæðna eru gestir beðnir um að hafa með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer. Útförinni verður streymt á slóðinni: https://livestream.com/luxor/jona Aðalheiður Benediktsdóttir Hörður Árnason Jón Ágúst Benediktsson Jónína Sigurðardóttir Guðrún Þóra Benediktsd. Hjörtur Erlendsson Þórður Benediktsson Kristín Unnur Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.