Morgunblaðið - 22.03.2021, Blaðsíða 22
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
✝
Steinunn Guð-
björg Valdi-
marsdóttir fæddist
í Reykjavík 13.
mars 1944. Hún lést
á heimili sínu 11.
mars 2021. For-
eldrar Steinunnar
voru hjónin Sigrún
Guðbjörnsdóttir, f.
28. desember 1921,
d. 17. apríl 2004, og
Valdimar Þórhallur
Karl Þorsteinsson, f. 2. febrúar
1921, d. 26. október 1981.
Systur Steinunnar eru: Mar-
grét, f. 27. janúar 1943, Þor-
björg, f. 29. nóvember 1945, og
Unnur Hildur, f. 19. nóvember
1953.
ágúst 2000, og Kristinn Þór, f.
3. janúar 2008. Eiginkona Þór-
halls er Rosa Maria Stein-
grimsson, f. 17. september
1968. 2) Kristín Steingríms-
dóttir, f. 18. apríl 1973, gift
Elvari Daða Eiríkssyni, f. 24.
febrúar 1972. Börn þeirra eru:
Auðunn Orri, f. 17. október
1998, Steinunn Silja, f. 2. jan-
úar 2002, og Andri Hrannar, f.
26. maí 2008.
Steinunn ólst upp hjá for-
eldrum sínum og systrum við
Sörlaskjól 60 í Reykjavík. Hún
gekk í Melaskóla og Hagaskóla
og lék handbolta með KR.
Steinunn fór sem skiptinemi á
vegum AFS til Bandaríkjanna
eftir gagnfræðapróf. Hún lauk
námi við Ljósmæðraskólann
1968. Steinunn starfaði í mörg
ár á Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur.
Útför Steinunnar fer fram
frá Lindakirkju í dag, 22. mars
2021, klukkan 15.
Steinunn giftist
21. mars 1970
Steingrími Dag-
bjartssyni, f. 20.
janúar 1942. For-
eldrar hans voru
Dagbjartur Lýðs-
son, f. 10. febrúar
1906, d. 9. júlí
1958, og Jórunn
Ingimundardóttir,
f. 29. janúar 1911,
d. 24. júlí 2008.
Börn Steinunnar og Steingríms
eru: 1) Þórhallur, f. 22. ágúst
1970. Börn Þórhalls og fyrrver-
andi sambýliskonu hans, Loft-
veigar K. Einarsdóttur, eru:
Hallgrímur Jón, f. 26. ágúst
1998, Steingrímur Karl, f. 9.
Elsku amma okkar hefur nú
kvatt þennan heim og er hennar
sárt saknað. Hún var svo yndis-
leg, góð og falleg í alla staði.
Einnig var hún brosmild, hress
og var alltaf til staðar fyrir okkur.
Við erum svo heppin með það
hversu margar góðar minningar
hún skildi eftir sig. Við höldum
fast í minningarnar sem við eig-
um með henni uppi í bústað, þar
sem við eyddum ótal mörgum
helgum og frídögum með henni.
Við munum vel eftir öllum páska-
eggjaleitunum og rabarbaraleið-
öngrunum sem við fórum í. Þegar
við vorum veik fórum við alltaf í
pössun til ömmu og afa og gerði
það veikindadagana mun betri.
Við gleymum seint þeim huggu-
legu stundunum þar sem amma
dekraði við okkur. Hún gaf okkur
alltaf allskyns góðgæti og við gát-
um horft á okkar uppáhaldsspól-
ur eða spilað við hana olsen-olsen
og veiðimann.
Amma var algjör skvísa, henni
fannst gaman að vera í fínum
skóm með fallegt veski og skart.
Hún var svo umhyggjusöm og
passaði alltaf að öllum liði vel. Við
erum svo heppin að hafa átt
svona hressilegar stundir með
henni þar sem við fengum að fífl-
ast með henni og hlæja.
Við erum mjög sorgmædd yfir
því hversu skyndilega hún fór frá
okkur en við erum óendanlega
þakklát fyrir allar stundirnar
sem við áttum með henni.
Elsku amma, þú munt ávallt
eiga stað í hjarta okkar og mun
minning þín alltaf fylgja okkur.
Hvíldu í friði elsku amma. Við
elskum þig.
Auðunn Orri, Steinunn
Silja og Andri Hrannar.
Í dag kveðjum við móðursyst-
ur okkar með hlýju og söknuði.
Steinunn var ein fjögurra systra
sem hafa alla tíð verið mjög sam-
rýndar. Við frændsystkinin nut-
um góðs af því og eigum margar
góðar minningar þar sem systra-
börnin og stórfjölskyldan hafa
hist og haft gaman saman. Heim-
ili Steinunnar og Steina var oft og
tíðum miðpunktur slíkra sam-
verustunda. Í Hagaselið var alltaf
gaman að koma og fannst okkur
krökkunum við vera komin í æv-
intýraheim þar sem margt var að
skoða og hægt að leika endalaust.
Þar var spilað, leikið og brallað
og hvergi var skemmtilegra að
fara í feluleik – í okkar augum var
Hagaselið eins og stórt völundar-
hús og af ævintýrum var nóg.
Steinunn og Steini tóku alltaf vel
á móti okkur og hafa ófá jólaboðin
þar verið haldin, þar sem syst-
urnar léku á als oddi. Einkenni
systranna er einstaklega smit-
andi hlátur sem fær alla til að
hlæja með þeim og gleðjast á
góðri stund. Hlátur systranna er
svo einkennandi að hann þekkja
allir sem þekkja til þeirra.
Í gegnum tíðina höfum við
frændsystkinin öll fengið að njóta
hins hvella, dillandi og smitandi
hláturs frá blautu barnsbeini og
drukkið hann með móðurmjólk-
inni. Í minningunni hló Steinunn
ávallt hæst og mest, en eflaust
hefur ætíð einungis verið sjónar-
munur þar á.
Í móðurlegginn erum við ætt-
uð frá Byggðarhorni í Flóa.
Langamma okkar og amma
Steinunnar, Margrét eldri Giss-
urardóttir, var elst 16 Byggðar-
hornssystkina. Haft hefur verið
fyrir satt að ekki einungis hafi
Byggðarhornsfólkið verið margt,
heldur hafi einnig verið svo mikið
af því. Sem dæmi um þetta er
stutt sögukorn sem gjarnan hef-
ur verið sagt af þeim systrum.
Eitt skipti um miðja síðustu öld
voru þær þrjár, Margrét, Stein-
unn og Þorbjörg, í heimsókn
austur á Byggðarhorni og fengu
far í bæinn með frændfólki til for-
eldra sinna. Einhvers staðar á
ómalbikuðum Kömbunum,
Hellisheiði eða Sandskeiði hrist-
ist pústkerfið undan bílnum. Eigi
var það fyrr en vestur í Sörla-
skjóli sem það uppgötvaðist, þeg-
ar búið var að skila systrunum af
sér, slíkir voru hlátra- og bjöllu-
skellirnir í þeim alla leiðina vest-
ur um.
Á þessa lund minnumst við
helst okkar ástkæru móðursyst-
ur. Hún var hrókur alls fagnaðar
sem naut sín best á góðra vina
stundu.
Elsku Steingrímur, Þórhallur,
Kristín og fjölskyldur, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð á
þessum erfiðu og krefjandi tím-
um.
F.h. systrabarna í Álfheimum
og Stykkishólmi,
Benedikt Eyþórsson
Þuríður Ósk
Sigurjónsdóttir.
Margs er að minnast og margs
er að sakna þegar elskuleg
frænka er kvödd. Það var oft
glatt á hjalla þegar Byggðar-
hornsfjölskyldan kom saman og
við krakkarnir lékum okkur í fall-
in spýtan og fleiri útileikjum. Þar
lá mín ekki á liði sínu þótt ekki
væri hún hæst í loftinu. Alltaf
vissum við hvor af annarri. Hún
fór í ljósmæðranámið og ég í
söngbransann og ekki var það
leiðinlegt að sjá hver var dans-
herrann í Víkingasalnum, þegar
einn af sumarstrákunum í Stóru-
Sandvík reyndist vera kærastinn.
Steini Dagbjarts var kominn til
að vera og þegar þau fóru síðar að
huga að húsbyggingu komu þau í
Hagaselið þar sem við urðum ná-
grannar. Þar smullum við aftur
saman eins og vera bar, og þau
urðu ein af okkar hjóna bestu og
traustustu vinum. Margt hefur
verið brallað og brasað, og
ferðast saman innanlands sem er-
lendis. Og eftirminnileg var ferð-
in okkar norður að Víðum í
Reykjadal um Jónsmessuna 1992
með pabba gamla, þegar Steini
og Steina sýndu okkur leyndar-
dóma Blönduvirkjunar, og ekki
eru minningarnar síðri úr ferðum
okkar hjóna í þeirra dásemdar-
sumarbústað. Alltaf var hún til
taks, og tilbúin til skrafs og ráða-
gerða. Þegar við svo fluttum í
Mosó og síðar í Kópavoginn var
bara komið reglulega í heim-
sóknir, og mikið var það notalegt
að fá þau aftur í nágrennið þegar
þau svo fluttu í Boðaþingið.
Elsku Steini, Kristín, Þórhall-
ur og fjölskyldur og elsku stelp-
ur Dúu og Kalladætur og fjöl-
skyldur. Við hjón og börn
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Far þú í friði elsku frænka.
Hjördís Geirsdóttir
(Dísa frænka).
Í dag er móðursystir mín
Steinunn borin til grafar. Allt of
fljótt að mér finnst. Steinunn var
önnur í röð fjögurra systra,
fæddra 1943, 1944, 1945 og ör-
verpið 1953. Ólust þær upp í
Vesturbænum og hversu æðis-
legt hefur það verið að alast upp í
svona hópi, já og hver annarri
glæsilegri og fjörugri. Öfundaði
þær alltaf af þessu, eigandi sjálf
bara einn bróður sem er svo í
þokkabót 10 árum eldri en ég. Á
öllum gömlu myndunum sem
maður sér af systrunum eru þær
alltaf í heimasaumuðum kjólum
og mjög fallegar. Allar Valdi-
marsdæturnar. Sem fengu þó oft
að heyra: Ha, ertu Valdimars-
dóttir, ertu ekki dóttir hans
Kalla? Jú jú, einn og sami mað-
urinn.
Þau voru ekki mörg heimilin
þar sem ég vildi fara í næturgist-
ingu sem barn en heimili Stein-
unnar og Steina var eitt þeirra.
Ég var svo heppin að fá að fara
til þeirra í Búrfell og gista meðan
foreldrar mínir fóru til Kanarí,
líklega verið 1979, jafnvel 1978.
Þetta var algjört ævintýri fyrir
mig borgarbarnið, í minningunni
var ein gata með fimm húsum í
Búrfelli. Allt var á kafi í snjó og
maturinn kom til þeirra í stórum
pappakössum. Ekki skemmdi
fyrir að þarna voru auðvitað líka
frændsystkini mín Þórhallur og
Kristín en ekki er nema tæpur
mánuður á milli okkar Kristínar í
aldri. Mikið var brallað þessa
daga í Búrfelli og enginn tími
fyrir heimþrá. Steinunn hélt vel
utan um sitt fólk og hélt heimili
af miklum myndarbrag.
Fyrir ekki svo löngu eða í nóv-
ember 2018 ákváðum við, syst-
urnar og dætur þeirra að skella
okkur til útlanda saman svona
meðan allir hefðu heilsu til þess.
Edinborg varð fyrir valinu. Þar
áttum við saman frábæra helgi.
Steinunn var hressasta mann-
eskjan á svæðinu, alltaf til í að
fara allt með okkur og sló aldrei
slöku við. Enda alla tíð verið lítil
og létt. Mikið sem var hlegið og
talað og sungið og vesenast þessa
helgi. Yndisleg minning sem lifir
með okkur.
Elsku Steini, Þórhallur, Krist-
ín og fjölskyldur, missir ykkar
allra er mikill, guð gefi ykkur
styrk til að takast á við tímann
sem er fram undan. Það er erfitt
að fá ekki að kveðja, þegar fólk er
hrifið frá manni með engum fyr-
irvara. Enginn er undir það búinn
og það tekur tíma að vinna úr
þeirri lífsreynslu. Mörgum
spurningum ósvarað og þeim
mun ekki fást svar við og það
versta er að maður vissi ekki einu
sinni að maður vildi spyrja. Lífið í
hnotskurn.
Innilegar samúðarkveðjur.
Sigrún Þorsteinsdóttir
og fjölsk.
Kær mágkona mín er fallin frá
og mikill harmur að kveðinn.
Kveðjuorðin eru fátækari en
minningarnar.
Þær voru fjórar systurnar sem
ólust upp í Sörlaskjólinu en nú er
einni færri. Steinunn var næst-
elst þeirra systra. Hún fæddist
fyrir tímann og var það smávaxin
að móður hennar fannst að hún
kæmist fyrir í skókassa. Hún var
því alltaf nett og létt á fæti. það
hefur verið líflegt á númer 60
með þær þrjár elstu hverja á sínu
árinu og nánast eins og þríburar
og litla systir kom svo nokkrum
árum síðar.
Steinunn gekk í skóla í Vest-
urbænum og lék handbolta með
KR. Seinna útskrifaðist hún sem
ljósmóðir og vann við það mikil-
væga starf í mörg ár, en þó með
hléum vegna búsetu. Svo hitti
hún Steina.
Ungu hjónin Steinunn og
Steingrímur hófu búskap í ný-
byggðri íbúð sinni í Marklandi 6,
en vegna starfa Steingríms við
uppbyggingu virkjana Lands-
virkjunar bjuggu þau í mörg ár á
bökkum Þjórsár með börnum
sínum tveimur. Þau aðlöguðust
heimamönnum vel og vinguðust
mörgum Gnúpverja. Síðar eign-
uðust þau sumarbústað í hreppn-
um og áttu þar góðar stundir.
Eftir veruna fyrir austan
byggðu þau sér myndarlegt par-
hús í Hagaseli og síðar eignuðust
þau íbúð með stórkostlegu útsýni
yfir Elliðavatn. Þess hefði Stein-
unn þurft að fá að njóta miklu
lengur. Á öllum þessum stöðum
var heimili þeirra snyrtilegt og
þangað var gott að koma.
Steinunn var mjög drífandi og
vildi að hlutirnir gengju, bæði hjá
sér og öðrum. Sérstakan áhuga
hafði hún á verklegum fram-
kvæmdum. Hún fylgdist vel með
hvað var í gangi hjá vinum og
vandamönnum. Hún gat líka tek-
ið til hendinni til hjálpar öðrum.
Hún hafði næmt auga fyrir verk-
lagi og hefði orðið góður verk-
fræðingur ef hún hefði valið þá
braut. Verklagni hefur eflaust
hjálpað henni við ljósmæðra-
störfin og það var til gamans sagt
að hún væri jafnvíg á kúbein og
fæðingatöng.
Steinunn var geðgóð og glað-
vær í söng og dansi og brosti fal-
lega. Hún var hreinskiptin og
sagði meiningu sína á jákvæðan
hátt. En hún átti einnig erfiða
tíma vegna veikinda í maga, en
kom alltaf sterk til baka eins og
sagt er í handboltanum.
Þær voru nánar systurnar og
góðar vinkonur, mörg voru sím-
tölin og ekki öll stutt. Söknuður
þeirra er því mikill. Steingrími og
fjölskyldu er vottuð samúð.
Minningin lifir.
Sigurjón Svavar Yngvason.
Leiðir okkar Steinunnar lágu
fyrst saman fyrir um tuttugu og
fimm árum þegar börnin okkar,
þau Kristín og Elvar kynntust. Á
þessum árum hefur myndast
sterkt vinasamband milli okkar
og þeirra hjóna, Steinunnar og
Steingríms. Það má þakka það
öðru fremur að Kristín og Elvar
hafa verð óþreytt við að bjóða
okkur foreldrunum til sín um jól
og áramót og við ýmis önnur til-
efni. Alltaf var gaman að koma í
sumarbústað þeirra Steinunnar
og Steingríms að Króki og vel
tekið á móti okkur. Þar var grill-
að læri og bearnaise í hávegum
haft og alltaf gaman að kíkja í
heita pottinn.
Í fyrrasumar fórum við öll
saman í ferð um norðanverða
Vestfirði. Skemmtum við okkur
vel saman og verður sú ferð okk-
ur ógleymanleg. Þegar við hittum
Steinunni í lok febrúar sl. í
Kleifakór áttum við ekki von á að
þetta yrði okkar síðasta samveru-
stund. Steinunn var kát og glöð
og lék á als oddi. Við borðuðum
saman og Steinunn Silja okkar
söng svo fallega fyrir okkur.
Steinunn var einstaklega fal-
leg og glæsileg kona og alltaf vel
til höfð. Hún var mikill fagurkeri
og bar heimili þeirra hjóna vott
um það. Steinunn bar alltaf mikla
umhyggu fyrir börnum sínum og
barnabörnum og var alltaf til
staðar fyrir þau. Við erum þakk-
lát fyrir þær stundir sem við átt-
um með elsku Steinunni og minn-
umst hennar með hlýju og
þakklæti.
Við vottum Steingrími, Krist-
ínu, Þórhalli og fjölskyldum inni-
legustu samúð.
Hallfríður og Þórður.
Erfitt er að koma orðum að því
þegar svo stórt og snöggt skarð
er höggvið í vinahópinn.
Steinunni hef ég þekkt síðan
við Maggý urðum bestu vinkonur
í upphafi okkar skólagöngu.
Steinunn og Tobba voru litlu
systur hennar en Unnur ófædd.
Á þeim árum voru þær mun yngri
en við stóru stelpurnar þótt
Steinunn næði mér alltaf í aldri
tvo mánuði á ári. Okkar mikli
samgangur og vinátta leiddi af
sér vinskap foreldra okkar sem
varð til þess að mér fannst þeirra
fólk vera mitt fólk.
Tíminn leið og við Gestur
bjuggum í Odense þegar Stein-
unn kom þangað til að undirbúa
sig fyrir ljósmæðranám, því mik-
ið af námsefninu var á dönsku. Á
þeim tíma bjó hjá okkur skóla-
félagi og frændi Gests, Stein-
grímur Dagbjartsson. Þegar ég
kynnti þau þá sagði ég á léttum
nótum að ég yrði alveg ánægð
með þau handa hvort öðru, því
bæði voru mér kær, en það tók
þau nokkurn tíma að skilja það.
Steinunn fór heim og lauk sínu
ljósmæðranámi og við fluttum öll
heim nokkru seinna. Þau Steini
og Steinunn urðu hjón og sam-
skipti okkar þróuðust í dýrmæta
og trausta vináttu.
Eftir að við keyptum Minna-
Hof voru þau miklar hjálparhell-
ur og voru mikið hjá okkur þar,
þangað til þau eignuðust Krók,
sitt sumarhús skammt frá. Þau,
ásamt Maggý og Sigurjóni, voru
ávallt reiðubúin að koma og
hjálpa okkur hvort heldur var til
að flytja hús, halda veislur og allt
þar á milli. Öll samvera einkennd-
ist af gleði og ánægju. Ekki
minnkaði ánægja samverustund-
anna þegar börnin bættust í hóp-
inn.
Svona vinskapur er ómetan-
legur og munum við sakna Stein-
unnar og hennar snöggu athuga-
semda um hvað betur mætti fara.
Elsku Steini, Kristín, Þórhallur
og ykkar makar og börn, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Steinunn-
ar.
Valgerður (Vala)
og Gestur.
Steinunn Guðbjörg
Valdimarsdóttir
Elskuleg móðir mín,
HEBA ÁRNADÓTTIR THERIAULT,
lést á líknardeild Landspítalans 13. mars.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar
Landspítalans og Heru fyrir umhyggju og
alúð.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju 26. mars klukkan 13.
Vinir og aðstandendur velkomnir.
Belinda Theriault
Ástkær móðir, amma, dóttir, systir
og mágkona,
GUÐMUNDA MARÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Eskivöllum 9b, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar 12. mars á
líknardeild Landspítalans.
Útförin fer fram í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 24. mars
klukkan 13.
Melkorka Jenný Gunnarsd. Elmar Eron Sindrason
Guðmundur Hjörleifsson Jenný Þórisdóttir
Helga Laufey Guðmundsd. Arnar Borgar Atlason
Róbert Atli Guðmundsson Valgerður María Sigurðard.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
TÓMAS GUNNAR SÆMUNDSSON
frá Hrútatungu, síðast búsettur á
Selfossi,
lést á Selfossi 18. mars. Útförin fer fram
föstudaginn 26. mars kl. 11 í Selfosskirkju.
Vegna aðstæðna eru jarðarfarargestir beðnir um að skrá sig á
www.mbl.is/andlat eða vera með nafn, kennitölu og símanúmer
á miða og afhenda við inngang. Fjöldatakmarkanir miðast við
200 manns. Útförinni verður streymt á vefsíðunni
selfosskirkja.is.
Sigrún E. Sigurjónsdóttir
Sigurjón Tómasson
Þorgerður Tómasdóttir Guðmundur E. Jóhannesson
Arndís Tómasdóttir Frímann B. Baldursson
og barnabörn