Morgunblaðið - 22.03.2021, Qupperneq 23
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Urðunarstaður Stekkjarvík, aukin urðun, land-
mótun og rekstur brennsluofns
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Norðurá bs. er einnig að
finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Kraftur í KR
kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Grandavegi 47 kl.10:15 og
Aflagranda kl.10:20 – Útskurður kl.13:00 - Kaffi kl.14:30-15:20 -
Grímuskylda er í Samfélagshúsinu og bera gestir ábyrgð á ð koma
með eigin grímu og að passa upp á sóttvarnir - Nánari upplýsingar í
síma 411-2702 - Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10.
Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Enskukennsla
kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í
viðburði eða hópa: 411-2600.
Boðinn Myndlist með leiðb. kl. 13:00-16:00. Munið sóttvarnir. Sund-
laugin er opin fá kl. 13:30-16:00.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi í kaffi-
horninu kl. 10. Smíðaverkstæðið er opið frá 09:30-13.30. Samprón kl.
13:00-14:30. Leikfimi með sjúkraþjálfara kl. 13:50. Vegna sóttvarna-
regla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði hjá okkur
í síma: 535-2760
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8:10-16. Kaffisopinn
er góður kl. 8:10-11. Opin Listasmiðja kl 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-
12:30. Mannamál með Helgu Margréti kl. 12:40-13:30.Tálgun með
Valdóri kl. 13-15:30. Handavinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30-
15:30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Hjá okkur er grímuskylda
og vegna fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig fyrirfram. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í Jóns-
húsi kl. 10:00 og 11:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12:40. Zumba í
sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16:30 og 17:15. Vatnsleikfimi Sjál. kl.
14:00 og 14:40. Litlakot opið kl. 13:00-16:00. Munið sóttvarnir og
grímuskyldu.
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8:30-16:00, alltaf heitt á
könnunni. Dansleikfimi kl. 10 -10:40 með Auði Hörpu. Línudans kl. 11-
12:00 með Sólrúnu. Hádegismatur frá kl. 11:30. Kóræfing í Háholti frá
kl. 13:00. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13 -16:00. Nánari
upplýsingar í síma 664 4011.
Gjábakki Kl. 8.30 til kl. 10.45 er handavinnustofan opin fyrir hand-
verk og spjall - munið að tilkynna ykkur daginn áður (eða í lúgunni á
leiðinni inn)! Kl. 8.45 til kl. 10.45 postulínsmálun (fullbókað). Kl. 10.50
til kl. 12.05 jóga (fullbókað). Kl. 13.30 til kl. 16.00 handavinnustofan
opin fyrir handverk og spjall. Munið að enn gildir 2ja metra reglan og
grímuskylda!
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 23. mars verður opið hús fyrir eldri
borgara í Grafarvogskirkju kl. 13:00-15:30. Í upphafi er söngstund inni
í kirkjunni. Boðið er upp á handavinnu, spil og spjall fyrir þau sem
vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum. Umsjón hefur Sigrún
Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst í kirkjunni kl. 12:00. Að henni lokinni
er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi.
Gullsmára Handavinna kl. 9.00 og 13.00, skráning í síma 4419912.
Jóga kl. 9.30 og 17.00. Munið sóttvarnir og grímuskyldu.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Samsöngur kl. 13:15
-14:00
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 8:30 í Borgum,
ganga kl. 10 frá Borgum, inni í Egilshöll og frá Grafarvogskirkju. Dans-
leikfimi í Borgum kl. 11:00 í dag. Prjónað til góðs og frjáls skartgripa-
gerð kl. 13 í Borgum, Línudans með Guðrúnu í Borgum kl. 14:00.
Tréútskurður á Korpúlfsstöðum frá kl. 13:00 í umsjón Gylfa.
Grímuskylda.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9.00 og 13.00.
Leir á Skólabraut kl. 9.00. Billjard í Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi
í króknum fyrir hádegi. Jóga á Skólabraut kl. 11.00. Handavinna, sam-
vera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Virðum almennar
sóttvarnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-369
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
Laga ryðbletti á
þökum og tek að
mér ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝
Anna Þóra
fæddist á Hala
í Suðursveit, 28.
apríl 1917, og lést
á Hrafnistu við
Brúnaveg, 12.
mars 2021. For-
eldrar hennar voru
Steinþór Þórð-
arson, bóndi á
Hala, f. 10. júní
1892, d. 10. janúar
1981, og Steinunn
Guðmundsdóttir húsmóðir, f.
25. nóvember 1888, á Borg á
Mýrum í Austur Skaftafells-
sýslu, d. 14. maí 1981. Bróðir
Önnu Þóru var Torfi Stein-
þórsson, skólastjóri og hrepp-
stjóri, f. 1. apríl 1915, d. 17.
apríl 2001. Anna Þóra giftist
Ólafi Sigurgeir Guðjónssyni
húsgagnasmíðameistara þann
9. ágúst 1941. Ólafur var fædd-
ur 23. febrúar 1911, sonur
dórsdóttir, f. 1961. Synir þeirra
eru Guðjón Ingibergur, f. 1994,
sambýliskona Svandís Sveins-
dóttir, sonur hennar er Aron
Elí. Steindór Már, f. 2002.
Anna Stella, f. 1974, maki
Guðmundur Árni Gunnarsson,
f. 1974. Börn þeirra: Alexander
Þór, f. 1996, Guðrún Þorbjörg,
f. 2008, og Gunnar Logi, f.
2010.
Valdimar, f. 1980, maki Hild-
ur Ævarsdóttir, f. 1979. Börn
þeirra eru Dagur Örn, f. 2001,
Jakob Máni, f. 2007, og Elín Sif,
f. 2013.
Anna Þóra stundaði nám í
héraðskólanum á Laugarvatni
1936-1938. Að loknu námi flutt-
ist hún til Reykjavíkur og lærði
kjólasaum hjá Guðrúnu Arn-
grímsdóttur og starfaði við það
nokkur ár, síðar starfsmaður
Olíuverslunar Íslands í 27 ár,
uns hún lét af störfum 1989.
Útförin fer fram frá Laug-
arneskirkju í dag, 22. mars
2021, kl. 13.
Slóð á streymi:
https://youtu.be/a euy- ya8io
Hlekk á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/
hjónanna Guðjóns
Jónssonar, bónda á
Litlu-Brekku í
Geiradal í Austur-
Barðastrand-
arsýslu, og Guð-
rúnar Magn-
úsdóttur húsfreyju.
Börn Önnu Þóru
og Ólafs eru: 1)
Óskar Már, f. 20.
mars 1943, maki
(skilin) Erla Páls-
dóttir, f. 1944 í Vestmanna-
eyjum. Börn þeirra: Bjarni, f.
1968, dóttir hans er Birgitta, f.
1994. Anna Þóra, f. 1970, maki
Kristófer Ásmundsson (skilin).
Börn þeirra eru Tumi Snær og
Melkorka Fanný. Steinþór, f.
1978, ókvæntur og barnlaus. 2)
Guðrún, f. 28.9. 1946, maki
Guðjón Þór Valdimarsson, f.
1.12. 1946. Börn þeirra: Ólafur
Þór, f. 1963, maki Hildur Stein-
Elsku mamma, þá hefur þú
loks fengið hvíldina.
104 ár er ansi langur tími í
lífi hvers manns. Mér er í
barnsminni hvað hún gekk allt-
af rösklega þegar ég var lítil og
var að reyna að fylgja henni
eftir í fiskbúðina eða matvöru-
búðina, því enginn bíll var til á
heimilinu. Fyrstu búskaparárin
bjuggum við í Miðtúni 58 og
síðar í Sigtúni 25. Hún hafði
lært kjólasaum og tók að sér að
sauma fyrir konur og síðar fór
hún að sauma pils fyrir versl-
unina Best á Vesturgötu. 1958
fór hún að vinna í Olíuverslun
Íslands, síðar Olís, sem aðstoð-
arkona í eldhúsi og síðar sím-
vörslu og umsjón með spjald-
skrá og vann hún við það til
starfsloka.
Upp úr 1960 eignuðust þau
sinn fyrsta bíl, en það leið lang-
ur tími þar til hún lærði á bíl.
Þegar pabbi veiktist langaði
hana til að taka bílpróf og það
gerði hún 65 ára gömul. Hún
naut þess að vera sjálfstæð og
geta farið til vinkvenna þegar
svo bar undir. Hún fór í
kvennaleikfimi í Laugarnes-
skóla og stundaði það í 30 ár
hjá Ástbjörgu Gunnarsdóttur.
Eftir að pabbi lést 1993 kom
hún oft með okkur Gulla í sum-
arbústaðinn okkar Hraunból.
Þar leið henni vel. Þá var oft
farið í bíltúra um Suðurlandið
og sveitirnar skoðaðar, þar
þekkti hún mörg bæjarnöfn.
Stundum bauð hún upp á kaffi
og hnallþórur í Kaffi Krús eða
upp á ís. Hún hafði mjög gaman
af að spila rommý við okkur og
Valda okkar, sem hafði mjög
gaman af að spila. Svo voru það
myndatökurnar af kvöldsólinni
og sólarlaginu í Grímsnesinu
sem var alveg einstakt.
Hún flutti úr Espigerðinu
eftir þrjátíu ára veru þar yfir í
Furugerði 1 og var þar í tæp
þrjú ár en var svo óheppin að
detta og lærbrotna og lenti þá á
sjúkrahúsi í sex vikur, þaðan
fór hún á Landakot í aðrar sex
vikur. Síðan var hún svo lánsöm
að komast á Mánateig á Hrafn-
istu við Brúnaveg, þar sem hún
naut frábærrar umönnunar í
tæp 10 ár. Færum öllu því góða
fólki hjartans þakkir fyrir.
Hvíldu í friði elsku mamma.
Guðrún Ólafsdóttir (Systa).
Nú fékk hún hvíldina lang-
þráðu, eftir tæplega 104 ára
veru í þessum heimi. Hver veit
nema hún sé komin til endur-
fundar við Ólaf eiginmann sinn,
sem lést árið 1993. Þau voru
erfið síðustu árin hjá henni,
þrátt fyrir frábæra umhyggju
starfsfólksins á Mánateig á
Hrafnistu sem gerði allt til að
láta henni líða sem best.
Ég kynntist Þóru fyrir rúm-
um 50 árum, þegar ég fór að
gera hosur mínar grænar fyrir
dótturinni á heimilinu. Ég
komst fljótt að því að Þóra
hafði ákveðnar skoðanir á þjóð-
málunum, ég var ekki alltaf á
sama máli, en gætti þess vel að
styggja ekki væntanlega
tengdamóður mína og lét því
lítið fara fyrir skoðunum mín-
um.
Mér var vel tekið af þeim
hjónum Þóru og Ólafi, ég var
varla kominn inn fyrir þrösk-
uldinn á Háaleitisbrautinni, þar
sem þau bjuggu á þeim tíma,
þegar mér var boðið í mat. Eft-
ir að Ólafur féll frá árið 1993
kom hún oft með okkur í sum-
arbústaðinn okkar og þá skipt-
um við um hlutverk því þá gat
ég boðið henni í mat, mér til
mikillar ánægju. Hún sótti mik-
ið á sínar gömlu æskuslóðir
meðan heilsan leyfði, og átti þar
hauk í horni sem var heiður-
skonan Ingibjörg Zophanías-
dóttir mágkona hennar, sem
var fyrr á árum bóndi og hús-
freyja á Hala í Suðursveit.
Ég þakka Þóru samfylgdina,
megi hún hvíla í friði.
Guðjón Þór.
Nú er kær föðursystir mín,
Anna Þóra Steinþórsdóttir, fall-
in frá eftir rúmlega aldarlangt
lífshlaup, en hún hefði orðið 104
ára í lok næsta mánaðar. Þóra
frænka, eins og við í fjölskyld-
unni kölluðum hana ævinlega,
var fædd á öðrum tug síðustu
aldar þegar nútímaþægindi
voru óþekkt og véla- og tækni-
væðing okkar tíma var langt
handan við hornið. Hún ólst upp
í hefðbundnu bændasamfélagi
þess tíma, hjá ástríkum foreldr-
um og bróður einum systkina.
Það var sérkennilegt að hlusta
á þau systkinin, föður minn og
hana, lýsa lífinu í sveitinni, þar
sem ekkert virtist í raun skorta
og börnin voru þá sem nú söm
við sig. Þar sem kirkjuferðir
gátu orðið viðburðarík manna-
mót og kærkominn samfundur
fólksins í Suðursveit, vettvang-
ur samskipta þar sem fólk
skiptist á fréttum af sér og sín-
um og fylgdist með ungviðinu
vaxa úr grasi, að ekki sé talað
um tækifæri unga fólksins til að
kynnast og gefa hvert öðru
auga. Stundum upphófust jafn-
vel hnippingar eða slagsmál á
milli krakkanna á kirkjulóðinni.
Skautaferðir á Lóninu voru hin-
ar dásamlegustu vetraríþróttir
barna og unglinga og rómantík-
in lá í loftinu á björtum tungl-
skinskvöldum.
Við Þóra áttum saman marg-
ar ánægjulegar samverustundir
eftir að ég flutti til Reykjavík-
ur. Hún var skemmtileg og
gestrisin heim að sækja, fé-
lagslynd og alla jafna orðheppin
og hafði unun af að spjalla. Hún
naut þess að skreppa í bíltúra
og á kaffihús, hringdi gjarnan í
mig og spurði hvort mig langaði
ekki að koma og slúðra svolítið.
Þetta sagði hún í hálfkæringi og
með nokkurs konar vandlæt-
ingu, því slúður var ekki hennar
stíll.
Á efri árum eftir að Ólafur
eiginmaður Þóru féll frá, kom
hún gjarnan til sumardvalar að
Hala á hverju sumri. Þar var
oft glatt á hjalla og mikið hleg-
ið. Þóra kunni þá list að láta
fleyg orð falla. Hún var
skemmtileg en gat verið berorð
án þess þó að troða öðrum um
tær vísvitandi, og enginn oflát-
ungur var hún og lítið fyrir að
hreykja sér. Þau systkinin, fað-
ir minn og hún, voru ekki alltaf
sammála. Bæði voru þau minn-
ug og höfðu gaman af að rifja
upp viðburði fyrri ára, um fólk
og fyrirbæri. Faðir minn var
stríðinn og átti til að espa syst-
ur sína upp en allt var það þó í
miklu glensi og gamni og aldrei
minnist ég þess að upp úr hafi
soðið. Á móti var hún lagin við
að veiða upp úr honum hin
ýmsu leyndarmál frá fyrri tíð,
sem við systkinin skemmtum
okkur yfir.
Kæra Þóra frænka. Ég veit
að þú hefur fengið góðar mót-
tökur þarna í sælustraffinu hin-
um megin. Þú valdir þér góðan
dag til að kveðja, afmælisdag
Þórbergs föðurbróður þíns.
Þakka þér fyrir allar góðu
gleðistundirnar okkar, elsku
frænka, ég vildi bara að þær
hefðu verið miklu fleiri síðustu
árin. Það var alltaf svo augljóst
hversu ættartengslin voru sterk
og þræðirnir áþreifanlegir, sem
gerði samveru þína með stór-
fjölskyldunni svo merkingar-
bæra og ómissandi. Ég hlakka
til endurfundanna, við eigum
eftir að slúðra svo miklu miklu
meira.
Innilegar samúðarkveðjur til
Óskars, Guðrúnar og fjöl-
skyldna.
Steinunn Torfadóttir.
Í dag verður hún „Þóra
frænka“, eins og hún var alltaf
kölluð, borin til grafar og vant-
aði bara mánuð eða svo, að hún
næði 104 ára aldri. Okkar kynni
hófust fyrir allmörgum árum,
um það leyti sem ég var að bera
mig eftir frænku hennar, dóttur
Torfa á Hala bróður hennar.
Nú nú, það mun hafa verið á
vordögum 1983, þegar ég, í
einni af mínum fyrstu ferðum í
heimahaga kærustunnar, sá
hana koma stormandi niður af-
leggjarann, með flaksandi úlp-
una, og gekk hratt, minnti svo-
lítið á skip á fullu ferðinni, til að
halda áætlun, þegar hún nálg-
aðist þá heilsaði ég og kynnti
mig, „komdu sæll, ert þú nýi
tengdasonurinn á Hala?“ spurði
hún, og þar með var strákurinn
samþykktur.
Hún var þannig gerð, að hún
sagði sína skoðun umbúðalaust,
á kjarnyrti íslensku og var ekk-
ert að pakka því neitt í eitt-
hvert silki, en hún gat líka
hrósað, átti það til að fylgjast
með því sem ég var að dytta að,
því oft féll eitt og annað til á
Hala sem þarfnaðist lagfæring-
ar og þá hrósaði hún mér
óspart. En svona var hún bara,
yndisleg kona sem ekkert lét
fram hjá sér fara. Á milli þeirra
systkina var mjög kært, þau
höfðu víst verið iðin í æsku að
stríða hvort öðru, þau fengu sér
oft og iðulega miðdagslúr eftir
matinn, var þá yndislegt að sjá
þau steinsofandi hvort í sínum
stofustólnum. Þau spiluðu mikið
á spil, höfðu rangt við, þó að-
allega tengdapabbi en alltaf var
glettnisglampi í beggja augum
og væntumþykjan leyndi sér
ekki, en það gat líka hvesst,
þegar verið var að spila, og
heilu lægðardrögin lögðust yfir
Halabæina, en það tók fljótt af.
Það var ekkert leiðinlegt að
hitta á hana Þóru frænku í
sveitinni, en þangað sótti hún
mikið seinni árin og sennilega
var hugurinn oft og iðulega á
æskustöðvunum. Þá var tekið
spjall, sjaldan vorum við sam-
mála, hvorki í pólitík né öðru,
enda gaman að vera á hinum
vængnum í umræðunni, og átti
hún þá til að láta baneitraðar
athugasemdir falla þannig að
oftast átti hún síðasta orðið,
enda betra að eiga hana sem
vin frekar en öflugan óvin. Nú
sitja þau systkinin í sumarland-
inu, í sólskini, naga puntstrá, og
spjalla um landsins gagn og
nauðsynjar, hvort sú golsótta sé
borin, hvernig nytin sé nú í
henni Gránu, og hvernig hey-
fengur komi til með að verða,
og mjög líklega halda þau
áfram að stríða hvort öðru, með
glettnisglampa í augum og ef
það finnst spilastokkur þar, þá
eru þau að svindla hvort á öðru,
og skamma hvort annað, en
bara í góðu eins og þau gerðu í
jarðvistinni. Sendum kærar
kveðjur í sumarlandið. Sendum
Óskari og fjölskyldu og Guð-
rúnu og fjölskyldu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur, ykkar
missir er mikill, en minningin
lifir og er falleg.
Þórir og Súsanna.
Anna Þóra Steinþórsdóttir
hefur kvatt og er nú horfin til
eilífðarlandsins, þangað sem við
munum öll fara að lokum. Hún
var vinkona mömmu okkar, sú
allra skemmtilegasta að öðrum
ólöstuðum. Þóra hafði ríka
kímnigáfu og frásagnargáfan
var ekki síðri. Þær mamma
gerðu sér líka oft að leik að lát-
ast vera á öndverðum meiði um
menn og málefni, þá gátu um-
ræðurnar orðið ansi líflegar. Því
lá alltaf tilhlökkun í loftinu þeg-
ar von var á henni í heimsókn.
Þóra kom til dyranna eins og
hún var klædd og sagði sína
skoðun umbúðalaust. Við viss-
um því alltaf hvar við höfðum
hana, það er mikið öryggi í því.
Hún sýndi okkur systrunum
væntumþykju en stríddi okkur
stundum ef þannig lá á henni.
Þegar þær vinkonurnar voru
orðnar einar í heimili hittust
þær oft til að spjalla og spila
rommí með tár af einhverju
ljúfu með.
Þóra lifði vinkonu sína um
fjölmörg ár en hélt sambandi
við okkur systurnar. Háöldruð
var hún enn með á nótunum um
okkar hagi, spurði frétta af
börnunum okkar og mundi öll
nöfn.
Um leið og við samhryggj-
umst fólkinu hennar Þóru þökk-
um við forsjóninni fyrir að hafa
þekkt hana.
Ágústa, Anna Þóra, Sigrún
og Margrét Árnadætur.
Anna Þóra
Steinþórsdóttir