Morgunblaðið - 29.03.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
Missið ekki af áhugaverðum þætti um afar þróað
sótthreinsikerfi sem hannað er af nýsköpunarfyrirtækinu
D-TECH. Rætt er við stofnandann Ragnar Ólafsson auk
framkvæmdastjóra og gæðastjóra hjá Eðalfiski og Matfugli.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
Sóttvarnir í matvælaiðnaði – aukið fæðuöryggi
Heimsókn til D-TECH sem sérhæfir sig í heildarlausnum fyrir matvælaframleiðendur
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld
• Fullkomin tækni sem drepur örverur í heildarrými í verksmiðjum og vinnslusölum
• Notað af fiskvinnslum, kjötvinnslum, kjúklingaframleiðendum og um borð í togurum
• Sókn D-TECH á erlendamarkaði er að skila sér
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Satt að segja finnst mér ég aldrei
hafa átt peninga en hef heldur aldrei
skort neitt, segir Sigurður Óli Óla-
son, bóndi á Lambastöðum á Mýr-
um. „Að stunda búskap er mikil
vinna og fólk verður að gefa sig allt í
verkefnið. En á móti kemur að þú
ert sjálfs þín herra og lifir í nánum
tengslum við náttúruna. Hefur líka
tækifæri til að skapa verðmæti úr
því sem landið og bústofninn gefa.
Slíku þurfa íslenskir bændur raunar
að huga betur að. Nýjar hugmyndir
og vöruþróun eru lykilatriði í því að
skapa landbúnaðinum tækifæri.“
Hugurinn stefndi í sveit
Mýrarnar eru í Borgarfirði og
Lambastaðir eru vestanvert við
Langá, niðri við ósa. Jörðin er nokk-
uð stór og Sigurður Óli og Ásta
Skúladóttir, kona hans, sem þarna
tóku við búskap fyrir tæpum 30 ár-
um hafa verið að færa út kvíarnar.
Eignuðust fyrir fjórum árum jörðina
Leirulækjarsel, sem liggur að
Lambastaðalandi. Stór tún og víð-
feðma haga þarf líka fyrir stórbú-
skap. Alls eru hausarnir um 400; 81
kýr og kálfar eru í fjósinu á Lamba-
stöðum en naut og kvígur á hinni
jörðinni. Framleiðsla búsins á mjólk
á ári er um 500 þúsund lítrar.
„Hugurinn stefndi í sveitina,“ seg-
ir Sigurður Óli sem um tvítugt fór í
bændaskólann á Hvanneyri að
áeggjan föður síns, Óla Kr. Sigurðs-
sonar heitins, forstjóra Olís. Saman
fóru þeir feðgar að leita að jörð til að
hefja búskap á, en áður en til þess
kom lést Óli. Það var í júlí 1992. Í
bændaskólanum lágu saman leiðir
Sigurður Óla og Ástu og tóku þau
við búskapnum af foreldrum hennar.
Stefndu hátt og byggðu upp.
„Sá tími kemur fyrr en varir að
ekki verður hægt að banna fólki að
kaupa erlenda vöru, kjósi það svo.
Ungt fólk í dag er vant frjálsræði í
viðskiptum og varnarmúrar halda
ekki endalaust,“ segir Sigurður Óli
um starfsskilyrði landbúnaðarins.
„Aukin samkeppni er fyrirsjáan-
leg og þar standa íslenskir bændur
sem framleiða gæðavörur, vel að
vígi. Við megum samt ekki telja
sjálfum okkur eða öðrum trú um að
íslenskar vörur séu þær bestu í
heimi. Besta lambakjöt sem ég hef
fengið var frá Nýja-Sjálandi og
spænskt nautakjöt er frábært. Gæfa
mín í lífinu er að hafa ferðast víða og
séð veröldina. Við konan mín látum
okkur því stundum dreyma um að
leigja frá okkur búreksturinn í ein-
hvern tíma og fara til Asíu eða Kali-
forníu; í sólskinsveröld þar sem
pálmatré eru á strönd.“
Ósáttur við aðildargjald
Um mjólkuriðnaðinn segir Sig-
urður Óli að setja þurfi aukinn kraft
í þróun nýrra afurða. Markaðssókn
með skyr á erlendum mörkuðum
þurfi að vera á réttum forsendum.
Vinna eigi úr íslenskum afurðum og
flytja út. Að kraftar MS fari í að
selja mjólkurvörur framleiddar er-
lendis fyrir markaði þar ytra sé ekki
rétt.
„Stjórnendur MS voru ráðnir til
að framleiða og selja vörur úr ís-
lenskri mjólk. Flóknara er málið
ekki. Svo þarf að skapa bændum
svigrúm til þess að auka framleiðslu.
Í dag miða reglur að hinu gagn-
stæða, samanber að beingreiðslur
lækka þegar kýr í fjósi eru orðnar
fleiri en 40. Margt vinnur gegn því
að búin verði sem stærst. Í þá átt
ætti samt að stefna og draga úr rík-
isstuðningi, þannig verður sam-
keppni og innflutningi best mætt.
Því er ég ósáttur við að aðildargjald
að Bændasamtökum Ísland eigi,
skv. nýjum samþykktum, að vera
veltutengt. Slíkt vinnur gegn því að
bændur auki umsvif með stærri ein-
ingum. “
Bú verði stærri og frjálsræðið meira svo landbúnaðurinn dafni, segir Sigurður Óli Ólason á Lambastöðum á Mýrum
Varnarmúrarnir halda ekki endalaust
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bóndinn Sigurður Óli og kötturinn Kitty sem heldur músunum í skefjum.
Lambastaðir Mektarbýli á Mýrum sem er á bökkum Langár, niðri við ós.
Þegar búskap sleppir er tónlist
hálft líf Sigurðar Óla, sem lengi
hefur verið í Fjallabræðrum,
þeim kröftuga karlakór. Æfingar
eru, þegar aðstæður leyfa, viku-
lega og þær sækir bóndinn til
Reykjavíkur. Hann er einnig í
Baggabandinu, hljómsveit sem
flytur frumsamið efni og spilaði
reglulega á Hressó í Reykjavík.
„Ég hef verið í tónlist síðan ég
var tólf ára. Félagsskapurinn í
Fjallabræðrum er dýrmætur en
vissulega er skuldbindingin tölu-
verð, því þegar best lætur höf-
um við verið með 68 gigg á ári
fyrir utan æfingar. Ég æfi mig í
huganum til dæmis við bústörfin
og syng í bílnum. Æfingar eru
frábærar til þess að skipta um
umhverfi. Með Baggabandinu
syng ég – og auðvitað getur
þetta hljómsveitastúss verið lýj-
andi. Samt finnst mér ekkert
notalegra en þegar komið er
heim eftir spilamennsku, til
dæmis á sumarnóttum, og
stoppa hér við bæinn og hlusta á
fuglasöng. Einstök afslöppun og
jarðtenging.“
Tónlistin er
hálft lífið
SKEMMTILEGT ÁHUGAMÁL