Morgunblaðið - 29.03.2021, Page 16

Morgunblaðið - 29.03.2021, Page 16
Mikið vatn er til sjávar runnið síðan við nokkrir félagar hófum fyrir rúmum 35 árum áróður fyrir umskip- unarhöfn á Íslandi sem yrði í þjóðleið skipa á leið yfir Norður-Íshaf á næstu áratugum. Við Gestur Ólafsson, Gísli Viggósson, Ólafur Eg- ilsson o.fl. bentum í ræðu og riti á mögu- lega tengingu Íslands við norðaustur- leiðina meðfram ströndum Síberíu sem eðlilega var undir stjórn Sovét- ríkjanna. Sjóleiðin var ekki fjölfarin en með hraðfara framförum í smíði ísbrjóta og ískönnun með tynglingum (gervihnöttum), auk sívaxandi þekk- ingar á siglingum á ísilögðum haf- svæðum, var fyrirsjáanlegt að sigling um Norður-Íshaf yrði æ auðveldari, þökk yrði tækninni. Þrátt fyrir tregðu og efasemdir hjá ráðamönnum í upphafi voru haldnir málfundir um hugmyndina á nokkr- um stöðum á vegum bæjarfélaga, svo sem Reykjavíkur, Reyðarfjarðar, Ísafjarðar og Akureyrar, og vitn- eskja um þennan möguleika breiddist út. Tvennt varð svo til að breyta svið- inu, annað í mannheimi en hitt í nátt- úrunni. Fall Sovétríkjanna varð af- drifaríkt í norðri, afturkippur í skipulagi og margs kyns vandræða- gangur sem tók mörg ár að ráða fram úr, og um aldamót tók líka hafísinn að skreppa saman og sigling í Norður- Íshafi varð miklu greiðari. Umræður um siglingar um Norður-Íshaf milli Kyrrahafs og Atlantshafs urðu smám saman mun meiri og íslenskir stjórn- málamenn urðu þess áskynja á fund- um erlendis að þróun þessi væri at- hugunar verð. Nokkrir vinnuhópar hafa síðan starfað á vegum utanríkisráðuneyt- isins hér heima og gestir erlendra ríkja hafa sagt frá vinnu og fyrirætlunum frá sín- um bæjardyrum séð á árlegum ráðstefnum Hringborðs norðursins (Arctic Circle) sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Ís- lands stofnaði til fyrir nokkrum árum. Æ bet- ur kemur í ljós að ís- lenska þjóðin ætti að sjá sér hag í að notfæra sér stöðu lands síns á hnett- inum og stjórnvöld ættu að styðja við tilraunir framsýnis- manna til að töfra fram glæstan veru- leika. Einn ánægjulegasti viðburður í seinni tíð varð hinn 11. apríl 2019 er fulltrúar Langanesbyggðar, Vopna- fjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins Bremenports og verkfræðistofunnar EFLU undirrituðu samstarfssamn- inga um þróun og uppbyggingu hafn- arstarfsemi í Finnafirði. Vonandi munu hægt og sígandi samningar þessir bera árangur. Þótt ferlíki á borð við það sem um þessar mundir stíflar Súesskurð muni aldrei sigla inn á Finnafjarðar- höfn munu slys og þrengsli í Súes- skurði vekja athygli manna á sigl- ingaleiðum til og frá og um Norður-Íshaf. Þar verður Ísland í þjóðleið. Eftir Þór Jakobsson Þór Jakobsson » Vandræðin í Súes- skurði vekja umræð- ur um aðrar leiðir, þar á meðal Norður-Íshafs- leiðir. Ísland er í þjóð- leið og Finnafjörður liggur vel við umferð. Höfundur er veðurfræðingur og var verkefnastjóri hafísrannsókna á Veð- urstofu Íslands. thor.jakobsson@gmail.com Skipastífla í Súesskurði og Finnafjörður 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Mig dreymdi skemmtilegan draum í fyrrinótt. Í honum hafði Erla, konan mín, verið að baka pönnu- kökur og húsið angaði. Líka hafði hún hellt upp á könnuna og bættist kaffiilmurinn við. Slíkt er óviðjafn- anlegt. Hún hafði lagt á borð, rúllað sumum pönnukökunum upp með sykri og líka þeytt rjóma og sett í nokkrar með sultutaui. Rétt þegar við höfðum sest að kræsing- unum hringdi dyrabjallan og þá var þar kominn Geir Magnússon, skóla- bróðir Erlu og vinur okkar. Við vor- um öll ung og sæt og Geir með sitt glæsilega rauða hár. Hann var klæddur í lopapeysu og að neðan í fagurgrænar sokkabuxur. Erla bætti við bolla og við spjölluðum, hlógum og gæddum okkur á pönnu- kökunum. Ég hringdi í Geir eftir drauminn. Rauða hárið hefir nú hvítnað, en hann sagðist aldrei hafa átt sokkabuxur. En svona eru draumar. Það er alltaf gott að vakna að morgni eftir djúpan svefn og góðan draum. Gamli skrokkurinn er samt hálfstirður eftir að hafa legið lárétt- ur í rúminu í þriðjung úr sólarhring. Það tekur því smá tíma að liðka liðamótin, en sjóðandi heitt svart kaffi hjálpar strax. Svo má ekki gleyma að taka meðulin. Margir af okkur gamlingjum þurfa að taka pillur til að lækka blóðþrýsting og kólesteról. Þessum meðulum fylgja stundum ýmsir hliðarkvillar eins og svimi, ógleði og niðurgangur. Læknarnir segja að það sé vel sloppið að þola slíkt til að geta lifað lengur. Verður hver að dæma um það sjálfur. Eftir kaffið eru skoðaðar færi- bandafréttir frá Íslandi á tölvunni, fyrst mbl.is og svo ruv.is. Það er alltaf fróðlegt að sjá hvað er að ger- ast á Fróni og sér í lagi hvað fallegu kvenráðherrarnir eru að bauka. Svo þarf að lesa Atlanta-dagblaðið og nú er mikil blessun að þurfa ekki að horfa á myndir af Trump á hverri síðu. Skrokkurinn hefir nú liðkast eitthvað og hausinn orðinn fullur af fréttum og þá er tími til að fara í morg- ungönguna. Veðrið er dásamlegt og vorið er komið. Útsprungnir túlípanar og páskalilj- ur í næstum hverjum garði. Trén byrjuð að laufgast, runnar blómstr- andi og ilmandi og mikil söngkeppni hjá fuglunum. Á svona morgni hefði karl faðir minn sagt: „Fagur dagur prýðir veröld alla.“ Þetta sagði hann oft, en ekki veit ég neitt meira um uppruna þessarar fallegu setn- ingar. Að morgungöngunni lokinni fer að heyrast smávegis garnagaul og þá fer ég að hlakka til hádegisbit- ans. Og þessa dagana er til mikils að hlakka. Ég ætla að gæða mér á íslenskum flatkökum og rúgbrauði með hangikjötsáleggi. Einnig á ég sviðasultu og harðfisk. Góðgætinu ætla ég að skola niður með ísköld- um Urquell-pilsner frá Tékklandi. Okkur hefir alltaf tekist að út- vega hangikjöt fyrir jólin þangað til í fyrra. Mér til happs uppgötvaði ég vefverslunina nammi.is. Þar pantaði ég hangikjötið og fleira lostæti, sem var pakkað í frauðplastskassa og sent frá Keflavíkurflugvelli með DHL-fragtflugi á mánudegi. Það er ótrúlegt en satt, að pakkinn var kominn við dyrnar hjá mér hér í Georgíu um fimmleytið á miðviku- degi. Síðan hefi ég pantað hjá nammi.is tvisvar og nú síðast ofan- greint hádegisgóðgæti og líka páskaegg og risaópal. Póstsamgöngur um heim allan hafa verið í miklum lamasessi og að nokkru leyti er Covid-farsóttinni um kennt. Svo langt hefir gengið að talað hefir verið um á Íslandi að hætta kannski útburði bréfa. Póstur milli Ameríku og Íslands er oft upp undir mánuð á leiðinni. Forráðafólk Íslandspósts ætti e.t.v. að hringja í Sófus hjá nammi.is til að finna út hvernig hann getur afgreitt og sent hangikjöt til Ameríku á tveimur og hálfum degi. Daglegi eftirmiðdagsblundurinn er sérstaklega kærkominn eftir ís- lensku hádegiskræsingarnar og öl- ið. Bóklestur og tölvupóstssend- ingar taka svo við áður en farið er í síðdegisgönguna. Tíminn líður of- boðslega hratt þegar maður er orð- inn gamall. Ekkert líkt og á tán- ingsárunum, þegar hann ætlaði bókstaflega aldrei að líða. Gárungi sagði mér um daginn að mannslífið væri eins og klósettrúlla. Þess færri blöð sem væru eftir, þeim mun hraðar snerist hún. Sjónvarpsfréttir koma svo eftir kvöldmatinn og einnig meira sjón- varpsgláp og brátt verður tími til að fara til kojs. Í gamla daga, áður en sjónvarpið kom á Íslandi, sátu menn og hlustuðu á Útvarp Reykjavík. Þegar dagskránni lauk var spilaður þjóðsöngurinn. Á mínu heimili mátti aldrei slökkva á útvarpinu fyrr en honum var lokið. Áður en ég tek á mig náðir sest ég við tölvuna og fer á YouTube þar sem ég vel tónband með Andrea Bochelli og Aidu Gari- fullina, sem heitir Ave Maria Pieta. Þeirra dásamlegi söngur kemur í stað guðvorslands og sendir mig svo inn í draumheima. Kannski bakar Erla pönnukökur í nótt. Fagur dagur prýðir veröld alla Eftir Þóri S. Gröndal » Í ellinni flýgur tím- inn. Gárungi sagði mér um daginn að mannslífið væri eins og klósettrúlla. Þess færri blöð sem væru eftir, þeim mun hraðar sner- ist hún. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Ameríku. floice9@aol.com Kristján Þór Júl- íusson sjávarútvegs- ráðherra hefur lagt fram frumvarp um að kvóti verði settur á grásleppuveiðarnar. Heildarútgefnu afla- magni verði skipt með ákveðnum reglum milli þeirra sem hafa veiðireynslu. Frum- varpið er nú til með- ferðar hjá atvinnu- veganefnd Alþingis. Þegar umsagnir um það eru lesnar á vef þingsins má sjá að þetta er um- deilt mál. Hér er þó ekki ætlunin að fara út í þá sálma heldur langar mig til að ræða nokkur atriði sem ég hef velt vöngum yfir. Ég fæ ekki séð að nokkur nefni þau svo neinu nemi í þessum umsögnum. Í umræðum þegar ráðherra mælti fyrir málinu í þinginu 20. janúar síðastliðinn var heldur ekkert minnst á þessi atriði sem ég velti vöngum yfir hér í þessu grein- arkorni. Hrognkelsi er stórmerkileg fisk- tegund sem hrygnir uppi í þar- anum á vorin, en dvelur á öðrum tímum árs langt úti í hafi þar sem hún aflar fæðu í efstu lögum sjáv- ar. Í úthafinu veiðast hrognkelsin sem meðafli í flotvörpuveiðum fiskiskipa sem eru að eltast við loðnu, síld, kolmunna og makríl. Í fyrrahaust lagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, fram tvær fyrirspurnir til sjávarútvegsráðherra. Þar bað hún annars vegar um að fá upplýst um uppgefinn meðafla við flotvörpu- veiðar, og hins vegar hringnótaveiðar ís- lenskra uppsjávar- veiðiskipa frá 1. jan- úar 2018 til 30. september 2020. Hvað hrognkelsin varðar þá kom fram í svari ráð- herra að alls hefðu verið skráð 158 tonn af þeim veidd í flot- vörpur. Í hringnótina var meðafli hrogn- kelsa á sama tímabili aðeins 347 kíló. Þann- ig var skráður meðafli af grásleppu í flotvörpur á ofan- greindu tímabili 455 sinnum meiri en í hringnót. Fari hrognkelsin í kvóta sem deilt verði milli grásleppuútgerða má ætla að spilað verði úr því samkvæmt hugmyndafræði og leikreglum kvótakerfisins. Hafi uppsjávarskipin ekki aðgang að grásleppukvótum til að fóðra upp í meðaflann þá gætu þau lent í mikl- um vandræðum við að stunda veið- ar. Þannig muni stóru útgerðarfyr- irtækin sem eiga uppsjávarskipin þurfa að leigja til sín hrognkelsa- kvóta frá grásleppuútgerðunum. Annar möguleiki væri að breyt- ingar yrðu gerðar á því frumvarpi sem nú liggur fyrir þannig að upp- sjávarskip fengju úthlutað grá- sleppukvótum. Slíkt myndi eflaust mæta andspyrnu grásleppuútgerða sem þætti að tekið væri frá þeim af leyfilegum heildarafla hvers árs. Enn einn möguleiki er að útgerðir uppsjávarveiðiskipa yrðu að kaupa varanlegar heimildir af grá- sleppuútgerðum sem nota mætti þá til að mæta meðafla skipa þeirra. Hvernig á svo að haga eftirliti með meðafla hrognkelsa um borð í uppsjávarskipum? Eigendur afla- heimilda í hrognkelsum hljóta að gera kröfur um að allur meðafli af grásleppu skuli skráður sam- viskulega af hlutlausum aðilum. Vandséð er hvernig slíkt fari fram um borð í uppsjávarskipum nema með eftirlitsmönnum, og þá á kostnað þeirra útgerða sem eiga þau skip. Svo er það hvernig verðmyndun yrði háttað á grásleppukvótum? Þar má vænta að framboð og eftir- spurn ráði för. Uppsjávarveiðarnar á síld, kolmunna, makríl og loðnu skila miklu aflaverðmæti. Enn og aftur: uppsjávarskipin munu trauðla getað stundað veiðar nema hafa aðgang að veiðiheimildum í hrognkelsum. Gæti myndast mark- aður seljenda þar sem meintir eig- endur hrognkelsa við Ísland hefðu kverkatak á uppsjávarútgerðunum með kröfum um himinhátt verð fyrir grásleppukvóta? Vera má að einhverjir hafi svör og lausnir á reiðum höndum við þessu öllu saman og þá væri upp- lýsandi að sjá þau. Vangaveltur um grásleppukvóta Eftir Magnús Þór Hafsteinsson » Fari hrognkelsin í kvóta sem deilt verði milli grásleppuútgerða þá má ætla að spilað verði úr því samkvæmt hugmyndafræði og leik- reglum kvótakerfisins. Magnús Þór Hafsteinsson Höfundur er fv. alþingismaður og ritari þingflokks Flokks fólksins. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.