Morgunblaðið - 29.03.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
✝
Sigurást Indr-
iðadóttir, Ásta
á Leirá, fæddist í
Brekkubæ á Helln-
um í Breiðavík-
urhreppi á Snæ-
fellsnesi 29. júní
1928. Hún lést 13.
mars 2021. For-
eldrar hennar voru
Indriði Sveinsson, f.
23.6. 1889, d. 17.11.
1968, og Guðfinna
Björg Lárusdóttir, f. 29.11. 1901,
d. 17.6. 1997, síðar bændur á
Stóra-Kambi í Breiðavíkur-
hreppi. Systkini hennar eru
Sveinn, f. 31.3. 1927, Guðbjörg
Lára, f. 4.9. 1930, Björn, f. 17.10.
1935, d. 21.9. 2011, Ingjaldur, f.
11.4. 1941, Kolbeinn Ólafur, f.
29.7. 1943, og Kristleifur, f. 6.2.
1946.
Ásta fluttist ung að aldri frá
Brekkubæ að Stóra-Kambi og
ólst þar upp. Átján ára fer hún í
vist til Reykjavíkur og vann við
það næstu tvö ár og á sauma-
stofu. Einnig starfaði hún á þeim
tíma á Hótel Ferstiklu í Hval-
fjarðarsveit sem þá var, þar sem
ar er Jón Helgason og þeirra
synir eru Helgi Reynir og Krist-
ján Pétur, barnabörnin eru níu.
5) Hafdís, f. 24.3. 1958, maki Þór
Ægisson, þeirra börn eru Kjart-
an, Anna Marín og Bryndís. Son-
ur Þórs er Stefán Þorvaldur,
barnabörnin eru þrjú. 6) Ásgeir
Örn, f. 19.5. 1966, maki Anna
Leif Auðar Elídóttir, þeirra börn
eru Hafliði, Íris Jana og Finnur
Ari. 7) Ragnheiður, f. 1.4. 1968,
maki Óskar Helgi Guðjónsson,
þeirra synir eru Dagur, Hrafn-
kell og Freyr.
Ásta og Kristinn ráku hefð-
bundið blandað bú á Leirá. Á
stóru heimili var ætíð mikið ann-
ríki og gestagangur. Mörg börn
voru í sveit á Leirá og eiga góðar
minningar þaðan í skjóli Ástu og
Kristins. Alla tíð var Leir-
árkirkja hluti af lífi Ástu. Söng
hún með kirkjukórnum, hafði
umsjón með kirkjunni og sinnti
henni af alúð. Ásta var í Kven-
félaginu Grein í sveitinni sinni. Í
desember sl., þá 92 ára, flutti
Ásta á Dvalarheimilið Höfða á
Akranesi.
Útför Ástu fer fram frá Leir-
árkirkju í dag, 29. mars 2021,
klukkan 14. Streymt verður frá:
www.akraneskirkja.is, stytt slóð:
https://tinyurl.com/4j5v25e8
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
hún kynntist Kristni
Júlíussyni frá Leirá,
f. 27.2. 1921, d. 4.11.
2005. Veturinn
1949-1950 fór hún í
húsmæðraskólann á
Varmalandi. Árið
1950 flutti hún að
Leirá og þau Krist-
inn giftu sig 26. des-
ember sama ár.
Ásta og Kristinn
eignuðust sjö börn:
1) Hallfríður, f. 27.6. 1950, maki
Björn Jónsson, þeirra börn eru
Hlynur Þór, Kristín Birna og
Margrét Ásdís, barnabörnin eru
sex. 2) Björg, f. 9.6. 1951, hennar
börn með fyrrverandi maka,
Birni S. Eysteinssyni, eru Þór-
unn, Arnar og Stefán, barna-
börnin eru 10. 3) Júlíus Birgir, f.
6.3. 1954, maki Svanhvít M. Að-
alsteinsdóttir, þeirra börn eru
Egill, Edda, Kristinn og Svan-
hvít, barnabörnin eru þrjú. 4)
Indriði Reynir, f. 30.7. 1955, d.
8.9. 1987, maki Sigrún Gréta
Magnúsdóttir, þeirra börn eru
Margrét Jónheiður og Ásthildur
Þóra. Seinni eiginmaður Sigrún-
Ásta á Leirá, tengdamóðir mín,
er látin. Hennar verður sárt sakn-
að af stórum hópi ættingja og af-
komenda enda var alltaf tilhlökk-
unarefni að heimsækja hana í
sveitina, njóta hjartahlýju hennar,
gestrisni og líflegra skoðana-
skipta við kaffiborðið!
Ég kynntist þeim eðalhjónum,
Ástu og Kidda, fyrir rúmlega 45
árum þegar örlögin leiddu mig,
óörugga borgarbarnið, til þeirra í
sveitina. Ég hafði aldrei áður
komið inn í fjós né verið nálægt
hestum og kindum og mér fannst
þetta allt frekar framandi, en
spennandi. En mér var tekið opn-
um örmum og ég fann strax að hjá
þeim var gott að vera. Ég tengdist
þeim órjúfanlegum böndum þegar
ég giftist syni þeirra, Reyni, á
annan í jólum 1977 í Leirárkirkju.
En það var líka brúðkaupsdagur
Ástu og Kidda. Við eignuðumst
tvær dætur, Margréti og Ástu, en
þegar þær voru þriggja og fjög-
urra ára fór Reynir að kenna sér
meins í höfði og eftir tvo upp-
skurði og langa baráttu og sjúkra-
legu lést hann í september 1987.
Það er ekki auðvelt að lýsa því
hvernig okkur leið en þessi snún-
ingur á lífinu þjappaði okkur fjöl-
skyldunni, Ástu og Kidda og
systkinum Reynis, enn þá meira
saman. Það lýsir hjartalagi þeirra
vel að þegar lífið hélt áfram og ég
kynntist Jóni mínum þá var ég
orðin dóttir þeirra og Jón um-
svifalaust tengdasonur. Við eign-
uðumst tvo syni, Helga Reyni og
Kristján Pétur, og eru þeir hluti af
risastórum hópi barnabarna.
Þau voru stórhjörtuð hjón og
ólu upp myndarlegan hóp barna.
Til viðbótar dvaldist hjá þeim, til
lengri eða skemmri tíma, enn þá
stærri hópur systkinabarna og
síðar barnabarna, sem naut þess
að vera í sveitinni hjá þeim. Þar
var alltaf nýtt ævintýri á hverjum
degi og endalaust fjör og gleði.
Það er ekki hægt að minnast
Ástu án þess að nefna hversu list-
feng hún var í höndunum. Á henn-
ar yngri árum saumaði hún öll föt
á börnin sín og prjónaði og var allt
svo vel úr garði gert. Það var ekki
létt verk að vera bóndakona en
hún kom margfalt meiru í verk en
venjuleg manneskja. Það var eins
og það væru fleiri klukkutímar í
sólarhringnum hjá henni en öðr-
um. En þótt það væri endalaust
mikið að gera hjá henni átti hún
alltaf tíma aflögu til að kenna okk-
ur ungu konunum fatasaum og
prjónaskap en hún kenndi mér
allt sem ég kann í þeim efnum.
Um æfina prjónaði Ásta fleiri
peysur en nokkur hefur tölu á.
Margar þeirra voru hennar eigin
hönnun. Hún hafði oft á orði síð-
ustu árin, eftir að fæturnir fóru að
gefa sig, að hún væri svo heppin
og þakklát fyrir að geta enn þá
prjónað. Eftir að hún flutti á
Höfða, fyrir aðeins þremur mán-
uðum, hélt hún áfram að prjóna á
börn, barnabörn og langömmu-
börn og síðasta daginn sem hún
lifði var hún einmitt langt komin
með eina gullfallega peysu.
Ég kveð Ástu með söknuði og
endalausu þakklæti fyrir tímann
sem ég naut nærveru hennar og
leiðsagnar.
Ég og þú við kynntumst á öldinni sem
leið
er örlögin mig leiddu í Leirárbæinn inn.
Ég vissi ekki þá að verndarengill beið
og vísaði mér leiðina beint í faðminn
þinn.
Hvíl í friði elsku Ásta.
Sigrún Magnúsdóttir.
Elsku amma mín, nú þegar
sorgin sækir að er gott að geta
hallað sér að þakklætinu að hafa
haft þig hjá okkur svo lengi. Þakk-
læti fyrir að hafa umgengist öfluga
fyrirmynd og ömmu sem nýtti
styrkleika sína við flestar áskor-
anir lífsins, sem yfirleitt voru af-
greiddar af yfirvegun og skyn-
semi. Sá eiginleiki, ásamt
góðmennsku, vinnusemi, lausna-
miðun og sköpunargáfum er í mín-
um huga það sem lýsir þínum
sterka persónuleika vel. Það voru
óteljandi verkefni sem unnin voru
í sveitinni og ef ekki voru það bú-
störfin sem áttu athyglina, var
ekki minna um eldamennsku eða
bakað af bakkelsi ofan í allan
mannskapinn. Það var svo í
prjónaskap og fatahönnun sem þú
naust þín líka vel, enda óendanleg
fötin og gallarnir sem við krakk-
arnir fengum frá ömmu í sveitinni.
Það var allt frá skíðagöllum, galla-
fötum eða jafnvel heilu leðurdress-
in sem sérsniðin voru á mann frá
unga aldri, en prjónapeysurnar
eru þó í sérstöku uppáhaldi og
maður lítur á sem gersemar í dag.
Eru það gersemar sem bera góðan
vitnisburð um hæfileika þína og
sköpunarkraft. Er maður því líka
þakklátur fyrir að mín eigin börn
hafi einnig notið góðs af því með
ótal sérhönnuðum peysum og
sterkri fyrirmynd í sköpun.
Það var alltaf tilhlökkun að fara
til ömmu og afa í sveitina, enda
manni alltaf tekið með opnum
örmum og gott umhverfi að vera í.
Hjá þér var alltaf hugsað vel um
mann og lærði maður margar lífs-
lexíurnar, sama hvort það sneri að
vinnusemi, lífsskoðunum eða bara
í samtölum okkar um hvernig lífið
var á árum áður. Á ég góðar minn-
ingar úr sveitinni sem barn og
þótt prakkarastrik okkar strák-
anna væru nokkuð tíð, minnist
maður þess ekki að hafa fengið
harðar skammir fyrir og frekar
ákveðni eða jákvæða leiðsögn um
hvað skal varast og hugsa um.
Þessi tími og samverustundir okk-
ar hafa því alltaf haft góð áhrif á
mig sem ungan mann í uppvexti
og verið lexíur sem maður hefur
getað tekið með sér áfram í lífið.
Að lokum er því gott að hugsa til
þess að þér tókst svona vel í lífi og
starfi, enda er það upplifun mín að
þú varst stolt af fjölskyldu þinni
og arfleifð. Þá arfleifð og speki
sem þú gafst mér og minni fjöl-
skyldu, munum við heiðra og láta
leiða götur okkar og kynslóðir
áfram til framtíðar.
Takk fyrir allt elsku amma og
langamma, þín verður sárt sakn-
að, en minning þín mun ávallt lifa
með okkur sem og í lifandi mynd í
þinni öflugu og hlýju stórfjöl-
skyldu.
Þinn dóttursonur,
Stefán og fjölskylda.
Í dag kveð ég yndislegu ömmu
mína, Ástu á Leirá. Ég var þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að dvelja í
sveitinni hjá henni og afa flest
sumur sem barn. Það voru mikil
forréttindi að kynnast sveitalífinu
þar sem hver dagur var einsog
nýtt ævintýri enda voru dagsverk-
in fjölbreytt og mörg. Amma var
með ólíkindum afkastamikil og
sinnti börnum, matseld og bakstri
með yfirvegun og natni sem og
öðrum bústörfum á stóru sveita-
heimili. Ef frítími skapaðist naut
hún þess að sauma og áttum við
margar ómetanlegar samveru-
stundir við saumavélina þar sem
við ræddum um heima og geima
milli þess sem við veltum vöngum
yfir sniðum að nýrri flík. Hver flík
var margoft betrumbætt og alltaf
gerði hún það besta úr stöðunni
hverju sinni þar sem sköpunar-
kraftur hennar og nýtni kom
sterkt fram.
Umhyggja hennar fyrir fólkinu
sínu var ávallt í fyrirrúmi og var
oft mannmargt á Leirá. Hún tók
öllum sem komu opnum örmum
og fór aldrei í manngreinarálit. Þá
var ávallt gefinn tími fyrir spjall
yfir kaffi og kökum við borðstofu-
borðið en hlaðborðin á Leirá voru
engu lík.
Elsku amma, það var alltaf ein-
stök stund að heimsækja þig og ég
kom einhvern veginn alltaf betri
til baka. Þú varst mér svo góð og
kenndir svo margt með umhyggju
þinni og nærveru, ekki síst áhersl-
unni á hvers kyns nýtni og hand-
verk, hvort sem var í ræktun, mat-
argerð eða handavinnu.
Jarðtengingin varð nánast áþreif-
anleg í návist þinni. Það var líka
dásamlegt að sjá hvað þú varst
stolt af öllum afkomendum þínum
og vildir alltaf vera að gefa af þér
sem þú gerðir hin síðari ár með
óteljandi prjónaflíkum þínum.
Það er með söknuði sem ég
kveð þig elsku amma en eftir situr
þakklæti fyrir samferðina,
hlýjuna og tryggðina, betri fyrir-
mynd er ekki hægt að hugsa sér. Í
hjarta mínu geymi ég minningu
um einstaka konu sem ég elskaði
af öllu hjarta. Takk fyrir allt
amma mín. Hvíl í friði.
Þín
Þórunn.
Þegar við börnin mín fréttum
af andláti Ástu ömmu vorum við
nýbúin að fá í hendur prjónagjafir
frá henni; hlýjar hosur, vettlinga
og dýrindis lopapeysur með
mynstri og kaðlaprjóni. Þrátt fyr-
ir háan aldur prjónaði amma mik-
ið og framleiddi fallegar flíkur fyr-
ir ástvini sína af mikilli umhyggju.
Börnin mín nutu þess ætíð að
heimsækja hana og minntu mig
stundum á það ef of langt leið á
milli heimsókna.
Minningar af sveitastörfunum
á Leirá eru enn ljóslifandi; sólrík
sumur þar sem unnið var fram á
nætur í bland við rólegri rigning-
artímabil, kýrnar, heyskapur,
smalamennska uppi á Skarðskeiði
á haustin og heilmikil sláturgerð í
eldhúsinu í kjölfarið. Þrátt fyrir
annríkið gat amma alltaf gefið sér
Sigurást
Indriðadóttir
✝
Þorbjörg Val-
geirsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. júní 1927. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 20. mars
2021. Foreldrar
hennar voru Kristín
Benediktsdóttir,
Sauðhúsum í Lax-
árdal í Dalasýslu, f.
1904, d. 1978, og
Valgeir Kristjánsson, Dalsmynni
í Hnappadalssýslu, f. 1900, d.
1961. Þorbjörg átti þrjú alsystkin
sem öll eru látin 1) Egill, f. 1925.
2) Kristján, f. 1928, og 3) Guðný,
f. 1930. Hálfsystkini Þorbjargar
samfeðra voru Birna, Víðir, sem
lést árið 2010, Guðrún og Auður.
Þorbjörg giftist 13. október
1956 Ólafi Hannesi Hannessyni
prentara, f. 7.11. 1926, d. 6.8.
2015. Foreldrar hans voru Hann-
es Jónsson kaupmaður, f. 1892 á
Þóreyjarnúpi í V-Húnavatns-
sýslu, d. 1971, og Ólöf Guðrún
Stefánsdóttir, f. 1900 á Stokks-
eyri, d. 1985.
Börn Þorbjargar eru 1) Garðar
Hilmarsson, f. 1951, maki Sigríð-
maki Úlfhildur Eysteinsdóttir.
Börn þeirra Urður og Eysteinn. c)
Ólafur Már, f. 1990. Börn, Ólafur
Aron og Sigurósk Arna. d) Natan
Örn, f. 1992, maki Lakmali Per-
era Galhenage. Dóttir þeirra Lilja
Perera. Dóttir Ólafs Hannessonar
4) Jóna Guðrún Ólafsdóttir, f.
1955, maki Óttar Guðmundsson,
dóttir hennar er Sigríður Theo-
dóra Egilsdóttir, f. 1983, maki
Hörður Guðmundsson. Börn
þeirra, Snorri Freyr, Oddný Lára
og Valdimar Tumi.
Þorbjörg ólst upp og bjó í
Reykjavík alla ævi. Fór mörg
sumur í sveit í Laxárdal í Dölum
þar sem móðurfólk hennar bjó.
Hún starfaði lengst af við bók-
bandsvinnu en var heimavinnandi
þegar börnin voru að alast upp.
Áhugamál Þorbjargar og
Ólafs voru mörg. Þau nutu þess
að ferðast bæði á Íslandi og er-
lendis. Eftir að þau luku störfum
stunduðu þau golfíþróttina. Þau
voru miklir KR-ingar enda spil-
aði Ólafur fótbolta með KR á ár-
um áður. Þau voru virk í göngu-
hópi sykursjúkra.
Síðustu 15 mánuði dvaldi Þor-
björg á Foldabæ og síðar á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
við góða umönnun.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 29. mars
2021, en vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu verða aðeins nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir.
ur Benediktsdóttir.
Börn þeirra a)
Helga Björg, f. 1976,
maki Brynjólfur
Gunnarsson. Börn
þeirra; Kristófer
Hilmar, Garðar
Smári og Sigríður
Margrét. b) Linda, f.
1982, maki Hregg-
viður Ingason. Börn
þeirra; Ingi, Hildur
Sigríður og Bene-
dikt. c) Benedikta, f. 1988, maki
Markus Morin, dætur þeirra;
Olivia Bryndís og Elísa Sigríður.
2) Ólöf Kristín Ólafsdóttir, f. 1956,
maki Sævar Benediktsson. Börn
hennar og Jóns Egilssonar, f.
1956, eru a) Auður Björg, f. 1980,
maki Gísli Gonzales. Börn þeirra;
Ólöf Natalie, Sonja Sól og Silvía
Björg. b) Ólafur Egill, f. 1984,
maki Katarína Troppová. Sonur
þeirra Leó Víkingur. c) Egill, f.
1988, maki Olga Ingrid Heiðars-
dóttir. 3). Ása Ólafsdóttir, f. 1959,
maki Ólafur Örn Ólafsson. Börn
þeirra a) Hjördís Ýr, f. 1982, maki
Kári Sigurðsson. Börn; Helena
Ása, Elísabet Arndís og Baltasar
Thor. b) Aldís Þorbjörg, f. 1987,
Elsku móðir mín er látin, tæp-
lega 94 ára gömul. Þá er gott að
eiga góðar minningar um bros-
milda, glaðlynda og yndislega
móður, með mikið jafnaðargeð,
sem alltaf var til staðar þegar þörf
var á. Sunnudagsbíltúrar og
tjaldútilegur á Volkswagen bjöll-
unni, sem var drekkhlaðin og við
systkinin sátum á svefnpokunum.
Mamma ólst upp í Reykjavík en
var í sveit í Dalasýslu en þaðan var
móðurætt hennar og mömmu þótti
mjög vænt um þessar rætur sínar.
Foreldrar mömmu skildu þeg-
ar hún var 12 ára og þau systkinin
fjögur voru alin upp af einstæðri
móður. Hún átti því ekki þess kost
að mennta sig og fór á þessum
tíma að vinna fyrir sér. Fyrst var
hún í vist en síðar varð starfsvett-
vangur hennar í prentsmiðjum.
Hún var þó heimavinnandi meðan
við systkinin vorum ung.
Mamma var mjög félagslynd en
vildi þó ekki vera miðpunktur at-
hyglinnar.
Mamma og pabbi voru mjög
samrýmd og þegar við systkinin
komumst á legg fóru þau að
ferðast erlendis. Borgarferðir
voru í miklu uppáhaldi og þar stóð
London upp úr, þar nutu þau þess
að fara á fótboltaleiki, í leikhús og í
verslanir.
Oft keyrðu þau um Mið-Evr-
ópu, nutu þess að vera ein og
skipulögðu sínar ferðir sjálf.
Seinni árin voru það Kanaríeyjar
sem heilluðu.
Þá voru þau mjög virk í göng-
um hjá FÍ.
Þegar mamma var um áttrætt
fór hún ásamt mér og Auði dóttur
minni nokkrar ferðir til Glasgow.
Þar þræddum við búðirnar og var
mamma óþreytandi að finna eitt-
hvað spennandi fyrir okkur og oft
þegar við vorum komnar í mátun-
arklefann höfðum við allar valið
svipaðar flíkur.
Þá fórum við Auður með
mömmu og pabba til Berlínar
2012, það hafði lengi verið draum-
ur þeirra og þetta var ógleyman-
leg ferð.
Foreldrar mínir voru eldheitir
KR-ingar og voru lengi í trimm-
hóp hjá KR. Þau hófu golfiðkun á
sjötugsaldri og það datt nánast
aldrei dagur úr á Korpuvelli. Á
veturna var púttað inni ef ekki
viðraði vel. Höfðu þau mikla
ánægju og félagsskap af þessu. Þá
voru þau í gönguhóp hjá sykur-
sjúkum. Þegar pabbi dó fyrir tæp-
um sex árum var það mikið áfall
fyrir mömmu, en hún hélt sínu
striki og stundaði áfram þessi
áhugamál þeirra þar til hún var
komin á tíræðisaldur og treysti
sér ekki lengur til að keyra bíl.
Mamma var áhugasöm um tísku.
Gat endalaust skoðað tískutímarit
og hafði afar gaman af að skoða og
kaupa sér föt og þar voru hún og
Guðný, systir hennar, samstíga.
Mamma hafði gaman af að syngja
og dansa og var mikill tjúttari á
yngri árum. Mamma var meistara-
kokkur og bakstur lék í höndunum
á henni og þótt hún væri orðin ein í
heimili og sjaldnar með fólk í mat
hafði hún enn gaman af að skoða
matar- og kökuuppskriftir.
Enda alltaf til bakkelsi þegar
einhver kom í heimsókn. Og alltaf
hægt að stóla á að fá pönnukökur
hjá henni allt fram á þann dag sem
hún þurfti að yfirgefa sitt heimili.
Síðasta árið var hún á stoðbýli og
svo á hjúkrunarheimili. Vissulega
setti Covid þá stórt strik í reikn-
inginn og gat hún ekki hitt sitt fólk
eins og hún hefði viljað, en
mamma átti 10 ömmubörn og 20
langömmubörn og var ætíð mikil
barnagæla.
Blessuð sé minning minnar
yndislegu móður.
Ólöf Kristín Ólafsdóttir.
Elsku amma okkar er látin. Við
systurnar og aðrir í fjölskyldunni
erum lánsöm að hafa fengið að
hafa hana hjá okkur svona lengi.
Amma og afi ferðuðust mikið til
útlanda þegar við vorum börn. Þá
þótti okkur ofsalega gaman þegar
þau komu heim og gáfu okkur fullt
af nammi sem þau keyptu í frí-
höfninni og hvergi var hægt að fá
annars staðar á Íslandi. Í okkar
augum var þetta eins og gull sem
við lúrðum á í langan tíma. Eins
sendu þau okkur póstkort að utan
og höfðum við aldrei séð jafn fal-
leg kort. Myndir af senjoritum þar
sem pilsið var úr alvöruefni. Þetta
hengdum við á veggina í herbergj-
um okkar. Það var alltaf gott að
koma í Snælandið til ömmu og afa.
Þar voru alls konar kræsingar í
boði og okkur fannst sérstaklega
gaman að fá græna köku sem
amma bakaði. Amma var dugleg
að stunda golf og aðra hreyfingu,
sérstaklega eftir að hún hætti að
vinna, sem er til mikillar eftir-
breytni. Hún var barngóð og
tengdi vel við langömmubörnin
sín og fannst gaman að fylgjast
með þeim. Okkur þykir mjög vænt
um að amma hafi komist í brúð-
kaup og skírn í fjölskyldunni á síð-
asta ári, inn á milli samkomutak-
markana, þar sem hún naut sín
svo greinilega. Við eigum eftir að
sakna elsku Deddu ömmu mjög
mikið en huggum okkur við ynd-
islegar minningar sem við eigum.
Helga Björg, Linda og
Benedikta Garðarsdætur.
Elsku Dedda amma mín. Ég á
ótal margar góðar minningar af
þér og nú þegar þú ert farin rifjast
þær upp hver á eftir annarri. Þú
varst náttúrlega einstök kona,
hélst með Arsenal í fótbolta (eðli-
lega), áttir stórt skósafn og varst
alltaf svo fín og flott til fara. Ég
held að ég viti alveg hvaðan ég
fékk fataáhugann enda varst þú
flott fyrirmynd.
Mér fannst aðdáunarvert hvað
þið afi áttuð gott líf saman. Það var
alltaf nóg að gera hjá ykkur og ef
þið voruð ekki í golfi eða trimmi þá
voru utanlandsferðir tíðar og þið
Þorbjörg
Valgeirsdóttir