Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 29.03.2021, Síða 21
tíma í spjall og sögur frá barnæsk- unni á Snæfellsnesi, vistinni í Reykjavík, dvölinni í húsmæðra- skólanum og þegar hún hitti afa og flutti á Leirá. Einnig kenndi hún mér að baka, prjóna og sauma sauðskinnsskó sem hún lærði þeg- ar hún var barn. Alltaf var nóg að borða hjá ömmu og afa og oft hafði hún áhyggjur af því að barnabörn- in hennar borðuðu ekki nóg þrátt fyrir að við stæðum á blístri. Minnisstæðar eru óteljandi stundir í kirkjugarðinum á Leirá þar sem ástvinir okkar liggja. Þar var lítið rætt um sorg og söknuð, heldur góðar minningar. Henni varð tíðrætt um hvernig pabbi var sem barn og komst stundum við. Oft sagði hún mér frá prakkara- strikum barnanna sinna í gamla daga og hló sig máttlausa að uppá- tækjum minna barna. Einn dag- inn rétti hún mér gamlan sjúkra- kassa sem hún átti aukalega og sagði: „Þú þarfnast þessa meira en ég.“ Svo skellti hún upp úr. Þegar hún varð níræð hætti hún að fara í kirkjugarðinn og sagði hlæjandi að hún væri orðin svo löt. Þrátt fyrir heilsubrest kvartaði amma lítið og horfði heldur á björtu hliðarnar. Hún var afar þakklát fyrir að geta prjónað, ræktað grænmetið sitt og hafa andlega heilsu. Amma var mikil ræktunarkona og ræktaði tómata, gúrkur, kartöflur og fleira af mikl- um myndarskap. Það er sjónarsviptir að ömmu og hennar verður sárt saknað. Eftir situr minning um hlýja, já- kvæða og einstaka manneskju. Hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina, elsku Ásta amma. Margrét J. Reynisdóttir. Elsku Ásta amma. Þó að maður hafi getað átt von á þessum fréttum um eitthvert skeið þá er það alltaf skellur að þurfa að venjast svona nýjum raunveruleika. Já, það er skrítið að eiga ekki lengur ömmu á Leirá. Þú talaðir oft um hvað þú varst stolt af okkur barnabörnunum, en ég er líka innilega þakklát og stolt yfir því að hafa átt þig sem ömmu. Þú varst mikill dugnaðarforkur með gott hjarta, sem lést afar fátt slá þig út af laginu. Í gegnum lífið og á erfiðum tímum sýndir þú best það æðruleysi og jákvæða hugar- far sem við þurfum á að halda til að komast yfir smáar jafnt sem stórar hindranir lífsins, því sama hvað á dynur þá heldur lífið áfram. Þessi andlegi styrkur og jákvætt viðhorf þitt til lífsins hélt þér svo gangandi á meðan síðustu kraftar líkamans báru þig uppi, og með ótrúlegum kjarki, dugnaði og viljastyrk náðir þú að halda heim- ili á sveitabænum næstum því til æviloka. Mér er minnisstætt þeg- ar ég og Bryndís systir komum í heimsókn fyrir nokkru og höfðum í för með okkur áburð á kartöflu- garðinn sem þú hafðir beðið okkur um að kaupa fyrir þig. Þú tókst það hins vegar ekki í mál að við myndum bera á garðinn fyrir þig, heldur gekkst sjálf með göngu- grindina niður torfæra brekkuna og studdir þig svo við hana meðan þú barst á garðinn. Það voru svona augnablik sem gerðu mann hálforðlausan. Síðan Kiddi afi dó hefur hann stundum kíkt við hjá mér í draum- um. Ég hlakkaði alltaf til að segja þér frá þessum draumum því ég sá að þér þótti vænt um að heyra þá. Fyrir skömmu dreymdi mig svo að ég var á gangi í kvöldsólinni á túninu fyrir framan húsið ykkar, og sá að sumargolan feykti stórum gardínunum til og frá. Þegar ég kom nær sá ég þig sitj- andi fyrir innan þar sem þú horfð- ir á sólsetrið, og á stólbríkina hafði Kiddi afi tyllt sér og hvíldi hend- urnar á herðum þér. Þið virtust svo friðsæl og glöð og mér varð svo hlýtt að horfa til ykkar. Elsku amma, ég óska þess svo innilega að í þessum draumi búi einhver sannleikur, og að nú sértu með afa og Reyni á góðum stað. Takk fyrir allar samveru- stundirnar og minningarnar sem fá nú að lifa í hjarta mínu, og auð- vitað allar peysurnar sem þú prjónaðir og fötin sem þú saum- aðir, takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín elsku Ásta amma mín. Þitt ömmubarn, Anna Marín. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021 „Sandó“-„Lansó“ og United bar oft á góma í spjalli okkar sl. ár. Guðjón kastaði þessu oft fram og bar hann mikinn hlýhug til þessara orða. Fyrst skildi ég ekki alveg hvað „Sandó“ var, en var fljótur að átta mig á að hann dýrkaði heimabæ sinn. Á „Lansó“ dvaldi hann reglulega, og þá á barnaspítalanum og þrátt fyrir að vera kominn á „aldur“ til að færa sig yfir á aðra deild fékk hann undanþágu til að dvelja þar sem aldursforseti. Guðjón var afar þakklátur, dásamaði starfsfólkið hástöfum og talaði um dvöl sína þar eins og hann væri á 5 stjörnu hóteli. Guðjóni var afar skemmt er ein hjúkkan hugðist lauma hundin- um hans inn á deildina gegn öll- um reglum og fannst honum það vera alveg meiri háttar að fá hundinn sinn í heimsókn…sem að vísu svaf mestalla heimsókn- ina. Þau voru nokkur höggin sem Guðjón Elí Bragason ✝ Guðjón Elí Bragason fæddist 13. júní 2002. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 19. mars 2021. Guðjón Elí var sonur Braga Guð- jónssonar og Jó- hönnu Maríu Ævarsdóttur. Bróðir hans var Elfar Máni Bragason. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju 29. mars 2021 klukkan 13. Streymt verður frá útför, stytt slóð: https://tinyurl.com/nz8w3wy6 Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is/andlat Guðjóni tókst að skjóta á mig vegna gengis minna manna í Liverpool, er allt virtist ganga upp hjá United. Gallharður United- maður og sárlasinn sendi hann mér skilaboð í einum af mörgum tapleikjum okkar sl. vikur. „Það er nú alveg hægt að hressa sig við að horfa á þennan leik,“ og tók skjáskot af sjónvarpinu þar sem Liverpool var að tapa nokkuð stórt. En þessu fylgdi engin alvara því Guðjón var allra, og vildi öllum vel. Ofarlega í minni eru allar þær heimsóknir er hann kom í sauna til okkar feðga, þar sem við borðuðum saman og spjölluðum. Drukkum helling af sódavatni og stigum út til að kíkja á stjörn- urnar eða norðurljósin. Guðjón var fróðleiksfús og spurði oft hnitmiðaðra spurn- inga og má þar nefna fasteigna- kaup, leigumarkaðinn og fjár- festingar. Þá hafði hann mikinn áhuga á innanhússhönnun, arkí- tektúr og sköpun. Guðjón var fullur tilhlökkunar en móðir hans hafði keypt nýtt húsnæði og var hann uppnuminn af að skipuleggja og hanna útisvæðið. Jákvæðari einstakling hef ég aldrei áður hitt á mínum 50 ára lífsferli, en 15. mars sl. átti ég stórafmæli, og er klukkan var gengin yfir miðnætti hringir Guðjón, og sagðist ekki hafa kunnað við að hringja á afmæl- isdeginum og trufla mig. En glaður sagði ég honum að símtal hans hafi verið besta afmælis- gjöf sem ég hefði getað fengið! Guðjóni var tíðrætt um hversu gott bakland hann hafði frá ömmum sínum og öfum. Hann var afar stoltur af for- eldrum sínum sem sinntu honum af mikilli alúð og kærleika í gegnum veikindin. Þá var hann fullur tilhlökkunar að fylgjast með bróður sínum í boltanum í framtíðinni. Þrátt fyrir alvarleg veikindi kvartaði Guðjón aldrei. Hjarta- lag hans var með þeim hætti að maður fylltist hlýju og kærleika við að ræða við hann. Þá var hann mjög stoltur af fjölskyldu sinni og „Sandó“ og þar var sko best að búa. Ég fann vel fyrir þessu og enn betur er ég fór á rúntinn daginn eftir að Guðjón kvaddi og sá að allir bæjarbúar sem eiga flaggstöng höfðu flagg- að til minningar um elsku Guð- jón. Einnig var flaggað víðs veg- ar í Keflavík og segir það margt um hvaða dreng Guðjón hafði að geyma. Traustur drengur með fallegt hjarta og tæra sál. Stórt skarð er rofið í „Sandó“- samfélagið. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa kynnst Guðjóni Eli, hlýju hans og kær- leika sem ég mun kappkosta að hafa að leiðarljósi um ókomna framtíð. Að endingu vil ég kveðja með einni af setningum Guðjóns; „takk fyrir, sjáumst soon“. Fjölskyldu Guðjóns, ætt- ingjum, vinum og öllum í „Sandó“ sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Már Másson. Meira á www.mbl.is/andlat Sorgin liggur yfir Suðurnesj- unum! Hvarvetna er flaggað í hálfa stöng til minningar um ein- stakan dreng sem kvaddi okkur allt of snemma. Guðjón Elí bjó yfir öllu því sem ungur maður þarf að hafa til að ná langt og njóta lífsins. Frábæra fjölskyldu, góða vini en það sem ég kunni alltaf svo vel að meta var hans einstaka lundarfar og gleði sem smitaði hvert sem hann fór. Já- kvæðari manneskju hef ég ekki fyrir hitt. Þrátt fyrir alvarlegt krabbamein leit hann aldrei á sig sem veikan. Þetta var bara verkefni sem hann ætlaði með þrautseigju að komast yfir. Guð- jón hafði fulla trú á að hann myndi sigra þetta stríð alveg til þeirrar stundar er líkami hans gafst upp. Ég get ekki annað en grátið þegar ég hugsa til Guð- jóns og gæðastundanna sem við áttum saman í skólanum, á heimili okkar feðga eða þegar við fengum að heimsækja hann á spítalann. Ég fékk þann heiður að taka viðtal við Guðjón sl. nóv- ember þegar hann kom í viðtal til okkar á Útvarp Sögu en þátt- inn má finna á helstu hlaðvarps- veitum undir nafninu Guðjón Elí. Þar fengum við innsýn í líf hans og hvaða mann hann hafði að geyma. Þótt sorg mín yfir fráfalli góðs vinar sé gríðarleg er hún eflaust lítil samanborið við sorg fjölskyldu hans og vil ég votta þeim samúð frá öllu mínu hjarta. Ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt Guðjón og fyrir allt sem hann kenndi mér. Ég mun sakna og minnast Guðjóns hvert sem ég fer um alla og ókomna tíð. Góða ferð elsku besti dýr- mæti Guðjón Elí. Már Gunnarsson. ✝ Valgerður Ólafsdóttir frá Stakkadal, Rauða- sandi, f. 21.06. 35, d. 19.03. 21. Valgerður var dóttir hjónanna Önnu Guðrúnar Torfadóttur, f. 06.12. 1894, d. 21.03. 1965, frá Kollsvík og Ólafs Hermanns Einars- sonar, f. 27.12. 1891, d. 25.05. 1936, frá Stakkadal á Rauða- sandi. Systkini Valgerðar voru Torfi, f. 1919, Guðbjörg Ólína, f. 1921, Eín Erna, f. 1925, Hall- dóra Guðrún, f. 1929, María, f. 1931, og Kristín, f. 1933, þau eru öll látin. Valgerður giftist Sigurði Magnússyni rafvirkjameistara en þau slitu samvistir. Börn Val- gerðar og Sigurðar eru Magnús rafvirkjameistari, f. 1953, kvæntur Kristínu B.K. Michel- sen skrifstofu- stjóra, þeirra börn eru 4 og barna- börnin 4. Anna Guðrún lífeinda- fræðingur, f. 1956, gift Ólafi B. Guðna- syni þýðanda, þeirra börn eru 3 og barnabörnin 4. Sigríður kennari, f. 1957, hennar börn eru 2 og barna- börnin 2. Halldór lyftusérfr., f. 1963, kvæntur Maríu Lorenu, þau eiga 2 dætur, áður átti Hall- dór 2 syni, barnsmóðir hans er Ólöf Eðvarðsdóttir. Esther hár- greiðslumeistari, f. 1966, hún á 2 börn. Valgerður giftist Arnóri Ólafssyni en þau slitu samvistir. Valgerður var húsmóðir á stóru heimili en seinni hluta starfsævi sinnar vann hún í Sólarfilmu eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útförin fer fram í Laugarnes- kirkju 29. mars 2021 kl. 13. Tengdamóðir mín, Valgerður Ólafsdóttir, er nú látin, 85 ára að aldri, eftir langa glímu við óvæg- inn sjúkdóm. Valgerður var tví- gift, fimm barna móðir, en líf þess- arar glaðværu hláturmildu konu æxlaðist þannig að hún þurfti löngum að standa ein og treysta á sjálfa sig. Síðustu árin þjáðist hún af sjúkdómi, sem hún lýsti einu sinni fyrir mér þannig, að hann væri eins og myrkur. Sjúkdómur- inn lagðist sífellt þyngra á hana og að lokum fór svo, að hún þurfti að reiða sig á aðra. Þrátt fyrir erfiðleikana sem einkenndu síðustu ár hennar minnist ég Valgerðar einkum fyrir það hve gjarna hún vildi gleðjast. Það rifjast upp fyrir mér, að við Anna fórum með Val- gerði á æskuslóðir hennar á Rauðasandi, fyrir fáeinum árum. Minnið var þá farið að bregðast henni stundum, um fólk, atburði og staði, og öll vissum við að af því yrði enginn bati. En þegar kom á Rauðasand, þar sem bær- inn í Stakkadal hafði staðið, mundi hún allt. Hún mundi eftir fólki, atburðum og staðháttum. Hún rifjaði upp leiki sem hún hafði leikið sem barn og sagði frá skemmtilegum jafnöldrum af öðrum bæjum. Og hún settist á stóran, flatan stein nærri bæjar- tóftunum og lýsti því hvernig þar hefði verið borið fram kaffi, á sól- ríkum dögum. Af lýsingu hennar á veðurfari á Rauðasandi mátti ætla að kaffi hefði verið drukkið við steininn flesta daga. Og þeg- ar hún sagði frá þessu öllu brosti hún og hló og var eins og hún hafði verið. Við Valgerður kynntumst fyrir um það bil hálfum mannsaldri, þegar ég fór að venja komur mín- ar á heimili hennar, til þess að hitta elstu dótturina. Öll þau ár sem síðan hafa liðið bar aldrei skugga á okkar samband. Hún var góðhjörtuð, glaðlynd og ákaf- lega barngóð. Hún var börnum sínum góð móðir og sinnti hlut- verki ömmu og langömmu af sér- stakri ánægju, ákaflega stolt af öllum sínum afkomendum. Síð- ustu æviár hennar sýna glöggt hversu mikilvægar minningar eru fyrir lífsgæði. Það verður gott fyr- ir þá, sem þekktu hana, að minn- ast hennar. Ólafur B. Guðnason. Valgerður, föðursystir mín, var yngst sjö systkina og var yfirleitt kölluð Valla. Hún var aðeins á fyrsta ári er hún missti föður sinn, en elstur þeirra systkina var faðir minn, þá sautján ára. Það mun vafalaust hafa verið erfitt að hefja líf sitt föðurlaus í afskekktum kotbæ vestur á Rauðasandi árið 1935. Á móti kom að Anna, móðir Völlu, var afskaplega dugleg kona og einstaklega ljúf og góð í allri umgengni. Ekki var verra að Valla átti fimm eldri systur, hverja annarri betri og svo stóra bróður sem að vísu hvarf henni í skóla í Reykjavík er Valla var fimm ára. Valla var gift Sigurði Magnús- syni rafvirkja og leigðu þau eitt sumar hús á Látrum við Látra- bjarg. Meðan Siggi var við vinnu í Breiðuvík var Valla með börn sín í sveitasælunni á Látrum og fékk ég að vera þar með þeim þá um sumarið. Þetta var gott sumar og sólríkt, ströndin steinsnar frá bæjunum sem allir stóðu í einum hnapp og nóg var af krökkum til að leika við. Þar fellur hafaldan á sandinn, nýkomin að sunnan og vísast er ungum fótum að hætta sér ekki of langt út í sjóinn, því að- djúpt er við ströndina. Frá Látr- um á ég góðar minningar að hafa í farteskinu. Er faðir minn og móðir skildu kom Anna amma honum til að- stoðar og tók að sér að baka fyrir hann og synina, enda fátt nauð- synlegra drengjum á unglings- aldri en hafa greiðan aðgang að góðum kökum. Amma bjó þá hjá Völlu á Hofteigi og er ekki ólíklegt að hún hafi rétt gömlu konunni hjálparhönd við að dekra soninn. Þetta voru sæludagar sem entust mörg ár. Valla var yngst systkinanna, sem eru nú öll látin, og með henni er nú horfinn gluggi inn í veröld Rauðasandsfjölskyldunnar, ver- öld fátæktar sem við getum á eng- an hátt skilið, veröld þar sem að- eins kom til greina einn flokkur í kosningum og þar sem kaupfélag- ið sá um allt nema ef til vill messur á sunnudögum. Ég minnist Völlu, föðursystur minnar, með hlýju og þakklæti. Við vottum afkomendum hennar okkar dýpstu samúð og um leið þökkum áratuga velvild og vin- áttu. Helgi Torfason og Ella B. Bjarnarson. Valgerður Ólafsdóttir áttuð mörg góð ár saman. Mér fannst erfitt þegar afi dó að vita að þú hefðir ekki lengur félagsskap hans, en þú varst samt alltaf kát og glöð. Þegar ég var á unglingsárunum bjuggum við fjölskyldan í næsta húsi í Fossvoginum og það var svo ótrúlega gott að vita af ykkur þar. Ef eitthvað merkilegt bar upp á hjá mér í skólanum fór ég beint heim til ykkar eftir skóla, fékk kókglas og kex og við fórum sam- an yfir málin. Það var eiginlega ómetanlegt að hafa ykkur þarna og þetta eru mér kærar minning- ar. Eitt sinn vann ég skólahlaup og það fyrsta sem ég gerði var að fara heim til ykkar afa að sýna ykkur bikarinn og þið voruð svo ánægð og stolt af mér. Þú áttir alltaf kók því þú vildir dekra við okkur barnabörnin þeg- ar við komum í heimsókn og þú hafðir svo mikinn áhuga á öllu sem við vorum að gera og líka áhyggj- ur þegar við vorum t.d. að ferðast, en það var eitthvað svo hlýlegt að vita af því. Þegar ég bjó hjá ykkur í kjallaranum um tíma lést þú setja upp dyrabjöllu sem var þannig að við gátum hringt á milli og á hverjum degi töluðum við saman og fórum yfir daginn. Elsku amma mín, ég mun sakna þín og ég er ótrúlega þakk- lát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu og barna minna. Hjördís Ýr Ólafsdóttir. Elsku amma Dedda. Þegar ég hugsa til þín sé ég þig ljóslifandi inni í eldhúsi í Snæland- inu með svuntuna á þér að hella kóki í sætu Mikka-músar-glösin. Í minningunni ertu alltaf brosandi og það var alltaf svo stutt í hlátur og gleði. Hjá þér var alltaf hlýlegt andrúmsloft, nóg til af kökum og því alltaf hægt að næla sér í eitt- hvað gott. Þér fylgdi svo góð orka. Þú varst alltaf svo áhugasöm og forvitin um fólkið þitt og tókst öll- um fagnandi. Það eiga ekki allir ömmu á tíræðisaldri sem tekur vel á móti barnabarni sínu sem kemur út úr skápnum en ég upplifði aldr- ei annað en væntumþykju og stuðning frá ykkur afa. Alls konar minningar um þig og stundir okk- ar saman koma til mín þegar ég hugsa til baka. Ég er þakklát fyrir þann tíma og þakklát fyrir að börnin mín hafi fengið að kynnast þér og átt góðar stundir með þér. Þegar ég var 12 ára gömul dvaldi ég hjá þér og afa hluta úr sumri og fékk að upplifa það að búa hjá ykkur. Vissulega var margt sem ég á þeim aldri hafði ekkert sérlega mikinn áhuga á, KR-leikir, allir fréttatímarnir og svo auðvitað golf í sjónvarpinu. Mikið fór samt vel um mig og ávallt leið mér vel hjá ykkur. Við keyrðum saman frá Akureyri til Reykjavíkur og ferðuðumst sam- an til Hríseyjar, við spiluðum og tókum þátt í öllum leikjunum sem afi bjó til. Þú bjóst alltaf til mat í hádeginu og hugsaðir svo vel um okkur öll. Þú straujaðir allan þvott og nánast nærbuxurnar af öllum líka! Mig langar að segja takk, því þitt hlutverk snerist að miklu leyti um aðra, líkt og ættmæður tengja sennilega margar við. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur öll. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar okkar saman, hvíldu í friði. Þín dótturdóttir, Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Sigurást Indriðadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.