Morgunblaðið - 29.03.2021, Qupperneq 27
Linköping. Guðrún Arnardóttir skor-
aði fyrra mark Djurgården sem tapaði
naumlega fyrir Umeå, 2:3, og er úr
leik.
_ Kristján Örn Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, er kominn í
sóttkví vegna gruns um kórónu-
veirusmit en leik liðs hans, Aix, gegn
Chambéry í franska handboltanum var
frestað í gær. Kristján staðfestir þetta
í samtali við handbolti.is og segir að
hann hafi fengið niðurstöðu úr skimun
sem kölluð sé „hálfjákvætt kovid-próf“
í Frakklandi. Hann á að fara í annað
próf eftir sjö til tíu daga.
_ Heimsmeistarinn Lewis Hamilton
hjá Mercedes vann fyrsta formúlu-1
kappakstur ársins í Barein í gær. Hann
hafði betur eftir harða keppni við Max
Verstappen á Red Bull. Valtteri Bottas
á Mercedes varð þriðji og Lando Norr-
is á McLaren fjórði.
_ Handknattleikssamband Evrópu,
EHF, samþykkti á laugardag breytingu
á fjölda þeirra leikmanna sem mega
vera í keppnishóp landsliða á Evrópu-
mótum. Áður máttu einungis 16 leik-
menn vera í hóp en frá og með loka-
keppni EM karla í Ungverjalandi og
Slóvakíu í janúar á næsta ári mega 20
leikmenn vera í keppnishóp hvers
landsliðs. Þessar reglur voru teknar
upp af Alþjóðahandknattleiks-
sambandinu, IHF, fyrir heimsmeist-
aramótið í Egyptalandi í janúar og
þóttu gefast það vel að EHF ákvað að
láta slag standa og breyta sínum
reglum sömuleiðis.
_ Handknattleiksmennirnir Lárus
Helgi Ólafsson, Vilhelm Poulsen og
Rógvi Dal Christiansen hafa fram-
lengt samninga sína við Fram. Lárus
skrifaði undir þriggja ára samning, en
hann hefur verið einn besti markvörð-
ur Olísdeildarinnar í vetur. Hann hefur
síðustu þrjú ár spilað með Fram. Fær-
eyingarnir Poulsen og Christiansen
gerðu báðir tveggja ára samninga við
félagið, en þeir leika einnig með fær-
eyska landsliðinu. Poulsen hefur skor-
að 58 mörk í 14 leikjum í Olísdeildinni í
vetur og Christiansen 26 mörk.
Poulsen leikur sem skytta og Christi-
ansen sem línumaður.
_ Franski knattspyrnumaðurinn
Anthony Martial haltraði meiddur af
velli í 2:0-sigri Frakka á Kasakstan á
útivelli í undankeppni HM í gærkvöldi.
Félagslið hans Manchester United bíð-
ur nú fregna um hversu lengi fram-
herjinn verður frá. Sóknarmaðurinn
var tekinn af velli eftir klukkutíma leik
eftir að hann fékk þungt högg á annað
hnéð.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2021
HM 2022
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu er strax komið í erfiða stöðu
í undankeppni heimsmeistaramóts-
ins 2022 eftir aðeins tvær umferðir.
Liðið tapaði 2:0 á útivelli gegn
Armeníu í Jerevan í gærkvöldi og
hafði þar áður tapað fyrsta leiknum
í J-riðli á fimmtudaginn var gegn
Þjóðverjum, 3:0.
Arnar Þór Viðarson fékk eldskírn
sem landsliðsþjálfari á fimmtudag-
inn í Duisburg og þótt tap sé auð-
vitað alltaf tap, sama gegn hverjum,
verður það seint talið slys að tapa
útileik gegn Þjóðverjum. Vænting-
arnar í gær voru aftur á móti allt
aðrar, enda Armenía í 99. sæti á
heimslista FIFA. Það er auðvitað
ekki þar með sagt að Ísland hafi átt
að eiga sigurinn vísan, en það hefur
verið eitt af einkennismerkjum liðs-
ins undanfarin ár að næla í góð úr-
slit í útileikjum sem þessum. Vonin
fyrir leik var sú að gömlu kemp-
urnar myndu sýna að íslenska fót-
boltaævintýrið væri ekki úti og þó
að tap svo snemma í undankeppn-
inni væri vissulega ekki rothögg, þá
fengum við kjaftshögg á Lýðveldis-
vellinum í Jerevan í gær.
Ísland var mikið með boltann en
gekk illa að skapa sér færi. Ari
Freyr Skúlason átti laglega tilraun
í fyrri hálfleik, viðstöðulaust skot
utan teigs sem fór rétt framhjá
markinu. Jón Daði Böðvarsson átti
svo besta færi leiksins eftir hlé, er
hann lyfti boltanum snyrtilega yfir
varnarmann en skaut svo beint á
David Jurchenko í marki Armena.
Þetta var aðeins eitt af tveimur
skotum Íslands sem rataði á mark-
ið. Þess utan var mikið um fyrir-
gjafir sem sterkir varnarmenn
AFP
Skellur Sargis Adamjan tekur fyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson, föstum tökum í Jerevan í Armeníu í gær í erfiðum leik fyrir íslenska landsliðið.
Armeníu vörðust vel. Sóknarleik-
urinn var á tímum þunglamalegur
en við söknuðum líka Gylfa Þórs
Sigurðssonar alveg gríðarlega.
Meira áhyggjuefni er að það er allt
í einu auðvelt að skora gegn okkur.
Það hefur hreinlega verið lifibrauð
þessara leikmanna síðustu sjö ár
eða svo, að vera gríðarlega agaðir
og skipulagðir í vörn, sérstaklega í
þessum leikjum. Það hafa verið
einstaka skellir gegn sumum af
bestu landsliðum heims, en þegar
mestu máli skiptir hefur verið erf-
itt að finna glufur á íslensku vörn-
inni. Sú vörn er heldur betur byrj-
uð að fá í sig sprungur. Þrír af
fimm öftustu leikmönnum Íslands í
gær spila í íslensku úrvalsdeildinni
og eru 36 til 38 ára gamlir. Tigran
Barseghjan og Khoren Bajramjan
skoruðu mörk Armena í leiknum
án þess að varnarmenn Íslands
léku mótleik.
Hangir á bláþræði
Næsti leikur er gegn Liechten-
stein úti á miðvikudaginn. Þá er að
duga eða drepast enda verða
möguleikar Íslands á að komast í
lokakeppni HM svo gott sem úr
sögunni ef við verðum án stiga eft-
ir fyrstu þrjá leikina. Forveri Arn-
ars, Erik Hamrén, byrjaði sína
þjálfaratíð með hörmulegu tapi
gegn Sviss. Hann varð aldrei sér-
lega vinsæll eftir það en var engu
að síður hársbreidd frá því að
koma okkur á þriðja stórmótið í
röð eins og frægt er orðið. Á bratt-
ann er að sækja hjá Arnari en enn
er raunhæfur möguleiki á að kom-
ast áfram. Riðilinn skipa lið sem
geta tekið stig af hvert öðru, fyrir
utan Þýskaland sem ætti að vera í
sérflokki. Við verðum þó engu að
síður að vinna á miðvikudaginn og
vont er að vera undir svo mikilli
pressu svo snemma.
Íslenska ævintýrið úti?
- Ísland fékk skell gegn Armeníu í Jerevan - Of auðvelt að skora gegn okkur
- Gríðarlega mikilvægur leikur framundan gegn Liechtenstein á miðvikudaginn
ARMENÍA – ÍSLAND 2:0
1:0 Tigran Barseghjan 53.
2:0 Khoren Bajramjan 74.
M
Albert Guðmundsson
Jón Daði Böðvarsson
Kári Árnason
_ Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævars-
son, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árna-
son, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Arnór
Sigurðsson (Kolbeinn Sigþórsson 56),
Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarna-
son (Guðlaugur Victor Pálsson 84).
Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson (Arn-
ór Ingvi Traustason 77), Jón Daði Böðv-
arsson (Hólmbert Aron Friðjónsson 77),
Albert Guðmundsson.
Lið Armeníu: (4-4-2) Mark: David Jurc-
henko. Vörn: Hovhannes Hambar-
dzumjan, Varazdat Harojan, Taron
Voskanjan, Kamo Hovhannisjan. Miðja:
Tigran Barseghjan, Artak Grigorjan,
Solomon Udo (Karen Muradjan 81), Ha-
kob Hakobyan. Sókn: Sargis Adamjan
(Zhirair Shagojan 81), Norberto Briasco
(Aleksandre Karapetian 64).
Gul spjöld: Ari Freyr 8., Sverrir Ingi
63., Harojan 67., Albert 68., Barseghjan
90.
Dómari: Enea Jorgji, Albaníu
Áhorfendur: 4.000
_ Ísland hefur tapað fyrstu tveimur
leikjum sínum í undankeppni í fyrsta
sinn síðan árið 2010 er liðið tapaði gegn
Noregi á Laugardalsvelli og svo Dan-
mörku á Parken í undankeppni EM
2012.
Þýskaland
RN Löwen – Minden............................ 29:27
- Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen.
Flensburg – Kiel .................................. 31:28
- Alexander Petersson skoraði 1 mark fyr-
ir Flensburg.
Lemgo – Göppingen........................ Frestað
- Bjarki Már Elísson leikur með Lemgo.
- Gunnar Steinn Jónsson og Janus Daði
Smárason eru leikmenn Göppingen.
Ludwigshafen – Melsungen............... 27:30
- Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með
Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmundsson
er þjálfari liðsins.
Erlangen – Bergischer ....................... 20:25
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk
fyrir Bergischer.
Stuttgart – Magdeburg ...................... 22:32
- Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir
Stuttgart.
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er meiddur.
_ Efstu lið: Flensburg 34, Magdeburg 34,
Kiel 33, Rhein-Neckar Löwen 32, Göppin-
gen 29, Bergischer 27, Füchse Berlin 27,
Melsungen 23, Leipzig 23, Wetzlar 22, Er-
langen 22, Stuttgart 21.
Leverkusen – Neckarsulmer ............. 30:28
- Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2
mörk fyrir Leverkusen.
B-deild:
Bietigheim – N-Lübbecke .................. 24:29
- Aron Rafn Eðvarðsson varði 9 skot í
marki Bietigheim.
Gummersbach – Emsdetten............... 38:30
- Elliði Snær Viðarsson lék ekki með
Gummersbach vegna meiðsla. Guðjón Val-
ur Sigurðsson þjálfar liðið.
Eisenach – Aue .................................... 24:24
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1
mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 5 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Sachsen Zwickau – Waiblingen......... 32:20
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 2 mörk
fyrir Sachsen Zwickau.
Spánn
Valladolid – Barcelona................... Frestað
- Aron Pálmarsson leikur með Barcelona
Danmörk
Skjern – Ribe-Esbjerg ........................ 34:31
- Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir
Skjern.
- Rúnar Kárason skoraði 6 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Daníel Þór Ingason 1.
GOG – Skanderborg............................ 34:34
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 6 skot í
marki GOG.
Bjerringbro/Silkeb. – SönderjyskE . 37:18
- Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
SönderjyskE.
Pólland
Kielce – Kwidzyn................................. 40:26
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4
mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
frá keppni vegna meiðsla.
Frakkland
Chambéry – Aix............................... Frestað
- Kristján Örn Kristjánsson er leikmaður
Aix.
Svíþjóð
8-liða úrslit, þriðji leikur:
Sävehof – Guif...................................... 28:27
- Daníel Freyr Ágústsson varði 9 skot og
skoraði 1 mark í marki Guif.
_ Sävehof vann einvígið 3:0.
Skövde – Alingsås ............................... 22:24
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
ekki fyrir Skövde.
- Aron Dagur Pálsson var ekki í leik-
mannahópi Alingsås.
_ Staðan er 2:1 fyrir Skövde.
Skara – Kristianstad........................... 36:16
- Andrea Jacobsen skoraði 2 mörk fyrir
Kristianstad.
_ Skara vann einvígið 3:0.
Sviss
Kadetten – Wacker Thun ................... 31:31
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten
sem er í öðru sæti deildarinnar.
%$.62)0-#
Spánn
Tenerife – Valencia............................. 90:86
- Martin Hermannsson var ekki í leik-
mannahópi Valencia vegna meiðsla.
B-deild:
Tizona Burgos – Girona ..................... 93:73
- Kári Jónsson skoraði átta stig, tók þrjú
fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal
tveimur boltum á 18 mínútum hjá Girona.
Þýskaland
Braunschweig – Fraport.................... 80:68
- Jón Axel Guðmundsson gaf þrjár stoð-
sendingar á 20 mínútum hjá Fraport.
Litháen
Nevezis – Siaulai ............................. Frestað
- Elvar Már Friðriksson leikur með
Siaulai.
4"5'*2)0-#