Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 2
Sjórinn kælir á góðviðrisdögum Þegar hitastigið er í líkingu við það sem Íslendingar hafa fengið að kynnast undanfarið er gott að kæla sig með söltum sundspretti. Undanfarnir dagar hafa verið góðir en í gær greindi bandaríska haf- og loftslagsstofnunin frá að júlí hafi verið heitasti mánuður á heimsvísu frá upphafi mælinga. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR svavamarin@frettabladid.is ELDGOS Far þegar Icelandair á leið frá Evrópu hafa margir hverjir verið svo heppnir að fá út sýnis flug yfir gos stöðvarnar í Geldinga dölum og sjá hraunið og eld tungurnar af himnum ofan. Ás dís Ýr Péturs dóttir, upp lýsinga full trúi Icelandair, segir þetta vera  gert ef veður leyfi. „Við höfum verið að gera þetta til að gefa fólki kost á að sjá gosið úr lofti og það mælist of boðs lega vel fyrir. Far þegum er til kynnt um þetta þegar á flugi stendur, en það er metið hverju sinni og í sam ráði við Isavia og flug mála stjórn á svæðinu.“ Einar Dag bjarts son, flug stjóri hjá Icelandair, segir farþega glaða. „Við erum að gera þetta fyrir far­ þegana þegar við fljúgum yfir gosið og látum vita hvorum megin úr vél­ inni það sjáist. Þetta vekur gríðarlega lukku. Við gerum þetta rétt og förum varlega á samt því að fara ekki niður fyrir þrjú þúsund fet.“ nánar á frettabladid.is Farþegar Icelandair hafa fengið útsýnisflug yfir eldgosið í aðflugi Eldgosið sést vel úr lofti. MYND/AÐSEND Guðni Ágústsson leiddi 50 manna hóp sem gapti þegar frændur okkar í Færeyjum drápu á þriðja tug hvala. ser@frettabladid.is FÆREYJAR Guðni Ágústsson, fyrr­ verandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór fyrir 50 manna hópi íslenskra ferða­ langa í Færeyjum í vikunni sem er að líða – og má heita, að hans sögn að mannskapurinn hafi dottið í lukkupottinn þegar hann frétti óvænt af því að verið væri að smala 20­30 grindhvölum inn Skálafjörð, rétt sunnan við bæinn Rúnavík. Rútu hópsins var snarlega snúið við og haldið niður að bryggju, þar sem hópur Færeyinga var mættur til að taka á móti hvölunum og landa þeim með viðeigandi hætti. Ákveðnar reglur gilda um meðferð dýranna eftir að þeim hefur verið slátrað og urðu Íslendingarnir á kajanum vitni að því þegar vörpu­ legur hópur atvinnumanna stjórn­ aði þeim aðgerðum af reynslunnar kúnst. Meðal þess sem þarf að sinna, þegar dýrin eru tekin á land, er að merkja þau eftir fjölda skinna sem af þeim hljótast, áður en skurðurinn hefst með þar til bærum amboðum, en að því loknu er kjötið og spikið skolað með sverum og kraftmiklum vatnsslöngum – og gengur þá mikið á. Í þessu tilviki var verkefnið líka ærið, því alls var 24 dýrum slátrað við bryggjuna í Skálafirði þennan dag. Guðni stóð þarna á hafnarbakk­ anum í Skálafirði jafn gapandi og hinir íslensku ferðalangarnir, öllu vanari því að eigin sögn að vera viðstaddur smalamennsku í návígi við fjórfætta sauðkindina en öllu stærri skepnur hafdjúpanna. Guðna þótti mikið til koma eins og öðrum í hópnum, einkum hversu faglega var að verki staðið. Grindhvalirnir tilheyra minnstu tegundum hvala og eru 7­10 metra langir. Grindhvalaveiðar hafa verið eins konar þjóðaríþrótt Færeyinga um langa hríð og má heita að allir Færeyingar, allt frá blautu barns­ beini að öldruðum eyjaskeggjum, þekki til þessara tilburða, sem leika lykilþætti í ímynd og sögu færeysku þjóðarinnar. „Það væri miklu auðveldara að selja aðgang að þessu frekar en að upplifa Norðurljósin,“ segir Sigurð­ ur K. Kolbeinsson hjá Ferðaskrif­ stofu eldri borgara, en þessi óvænta uppákoma varð að hápunkti vel heppnaðrar ferðar eldri borgara til Færeyja að þessu sinni, þeirrar fjórðu á þessu ári, en þess má geta að engin smit hafa mælst í Fær­ eyjum undanfarna daga og aðeins eru sex smitaðir á öllum eyjunum og enginn inniliggjandi á spítala. ■ Urðu vitni að slátrun á grindhvölum í Færeyjum Guðna þótti mikið til koma þegar hann stóð á hafnarbakkanum. MYND/AÐSEND Það væri miklu auð- veldara að selja aðgang að þessu frekar en að upplifa Norðurljósin. Sigurður K. Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu eldri borgara. Guðjón, forstjóri Reita, ásamt Degi. kristinnpall@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Geðhjálp segir óánægju fasteignafélagsins Reita vegna hugmynda um smáhýsi í Laugardalnum litast af fordómum. Um sé að ræða sorglega og ósmekk­ lega tilraun til að tengja geðrænar áskoranir við fasteignamat og ýtt sé undir fordóma um að sumt fólk sé hættulegra en annað. Reitir og Reykjavíkurborg sömdu í vor um byggingu um 440 íbúða við Orkuhúsið. Áform borgarinnar um byggingu fimm smáhýsa í Laugar­ dalnum fyrir skjólstæðinga vel­ ferðarsviðs eru á borði skipulagsyfir­ valda þessa dagana. Í erindi Reita til borgarinnar er lýst yfir „alvarlegum athugasemdum“ við tillöguna. Geðhjálp bendir á að það sé ekk­ ert sem bendi til þess að fólk með geðrænar áskoranir áreiti börn eða aðra frekar en aðrir. Því óskar Geð­ hjálp þess að íslenskt samfélag haldi áfram að auka tillitssemi, umburðar­ lyndi, samkennd og kærleika í garð fjölbreytilegs samfélags. ■ Athugasemdirnar litaðar fordómum Námskeið fyrir matsmenn Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi. Handbók með ítarlegum leiðbeiningum fyrir dómkvadda matsmenn er innifalin í námskeiðsgjaldi. Kennarar: Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum og Ragnar Ómarsson byggingafræðingur á Verkfræðistofunni Verkís, formaður Matsmannafélags Íslands. Staður: Kennslustofa Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík og Héraðsdómur Reykjavíkur. Tími: Alls 7 klst. Miðvikudagur 1. september kl. 13.00-16.00 og fimmtudagur 2. september kl. 12.30-16.30 Verð: kr. 47.000,- Nánari upplýsingar og skráning á www.lmfi.is 2 Fréttir 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.