Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 8
Við viljum fá að sjá um
svæðið því við treyst-
um ekki lengur
Umhverfisstofnun.
Ólöf Hallgríms-
dóttir, land-
eigandi.
Landeigendur eru komnir
með nóg af aðgerðarleysi
Umhverfis stofnunar við Hver
fjall í Mývatnssveit og vilja
taka svæðið yfir. Salernishús
stóð lokað í hartnær 18 mán
uði, en er komið aftur í gagnið
að frumkvæði landeigenda.
benediktboas@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Eftir að hafa verið
lokað í 18 mánuði rennur nú vatn
loks aftur um salernisaðstöðu við
náttúruperluna Hverfjall í Mývatns
sveit. Landeigendur tóku til sinna
ráða eftir að hafa beðið eftir aðgerð
um Umhverfisstofnunar. Stefnt er á
að bora nýja borholu í lok mánaðar
ins en sú fyrri fylltist af sandi – eins
og spáð hafði verið.
Hverfjall hefur verið friðlýst í ára
tug og árið 2016 var opnuð salernis
aðstaða, útbúin nýjasta hreinsi
búnaði. Fyrir Covidfaraldurinn
var talað um að 100 þúsund manns
kæmu árlega að fjallinu.
Til að fá rennandi vatn í salernis
aðstöðuna var ákveðið að bora bor
holu lágt í landslaginu. Heimamenn
bentu á að þegar snjóa leysti myndi
holan fyllast af sandi og eyðileggja
þannig lagnir og jafnvel blöndunar
tæki. Á það var ekki hlustað, en eftir
snjóþungan síðasta vetur gerðist
það sem heimamenn spáðu fyrir
um.
Umhverfisstofnun reyndi að
hreinsa dælur og annað í húsinu en
allt kom fyrir ekki og var því ein
faldlega skellt í lás. Í ár hefur verið
stöðugur straumur af erlendum
ferðamönnum og horfði blaðamað
ur Fréttablaðsins á þegar tvær rútur
komu með farþega í spreng sem
komu að lokuðum dyrum. Þurftu
þeir því að kúldrast út í hraun og
gera þarfir sínar þar.
Ólöf Hallgrímsdóttir, einn land
eigenda, viðurkennir að vera komin
með nóg af hægagangi stjórnsýsl
unnar og ákvörðunarfælni hennar.
„Þetta gengur ekki lengur. Hægri
hendin veit ekkert hvað sú vinstri
er að gera og við viljum fá að sjá um
svæðið því við treystum ekki lengur
Umhverfisstofnun. Hún hefur ekk
ert verið að sinna hlutverki sínu við
fjallið,“ segir Ólöf.
Hún bendir á að landeigendur
hafi einfaldlega fengið nóg og tekið
málið í sínar hendur. Útvegað vatns
tank sem yfirborðsvatni er dælt í og
þannig sé hægt að halda salernishús
inu opnu – í bili að minnsta kosti. Þá
hafi landeigendur meira að segja
keypt nokkra varahluti til að halda
húsinu gangandi.
„Við getum ekki horft upp á þetta
lengur. Við erum búin að vera ýta
á stofnunina því við viljum sjá um
svæðið og ég er bjartsýn að það gerist
um áramótin,“ segir Ólöf. Starfsmað
ur Umhverfisstofnunar í Mývatns
sveit segir að stefnt sé á að bora nýja
holu í lok mánaðarins. Von sé að hún
gangi betur en síðasta hola. n
Loks hægt að sturta niður
á ný við perluna Hverfjall
Frístandandi kömrum var komið fyrir í sumar framan við óvirkt salernishús
Umhverfisstofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS
Landeigendur vilja taka við hinu friðlýsta svæði af Umhverfisstofnun. Ferða-
menn hafa gert þarfir sínar í sumar við nýja salernishúsið sem var opnað 2016.
Kosningar til Alþingis
Kosningar til Alþings fara fram 25. september 2021
og getur kosning utan kjörfundar hafist
föstudaginn 13. ágúst 2021.
Innanlands fer kosning utan kjörfundar fram hjá
sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í
útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið
að atkvæðagreiðsla fari fram á sérstökum kjörstað
í umdæminu. Nánari upplýsingar verður að finna á
vefsvæði sýslumanna syslumenn.is.
Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á
skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða
hjá kjörræðismanni samkvæmt nánari ákvörðun
utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur
þó ákveðið að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
fari fram á öðrum stöðum erlendis. Kjósendum er
bent á að hafa samband við sendiskrifstofur og/eða
sendiherra sem hafa yfirlit yfir hvar unnt er að kjósa.
Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna
COVID-19 farsóttarinnar geta þau tilvik komið upp,
vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum
stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum erlendis
verði takmarkað.
Dómsmálaráðuneytinu, 13. ágúst 2021
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
3399 kr.pk.
BBQ Picanha steik 450 g
Úúú ...
Grillaðu eins og
BBQ kóngurinn!
2899 kr.pk.
BBQ Skirt steik 400 g
999 kr.stk.
BBQ Chimichurri 250 g
arib@frettabladid.is
COVID -19 K ínver jar þr ýstu á
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina,
WHO, að útiloka allar vangaveltur
um að veiran sem veldur Covid19
hafi átt uppruna sinn á rannsóknar
stofu í Wuhan, í skýrslu WHO um
uppruna veirunnar.
Peter Emba rek, sem leiddi hóp
WHO í Wuhan, sagði við dönsku
stöðina TV2 að það væri „líkleg
kenning“ að starfsmaður rann
sóknarstofu hafi borið veiruna í
menn eftir að hafa safnað sýnum úr
leðurblökum. Nefndi hann sérstak
lega stofu sem flutti í húsnæði nálægt
matarmarkaði í lok árs 2019. n
Rannsóknarstofa líklegur uppruni
arib@frettabladid.is
VÍSINDI Efnaskipti líkama fullorð
inna einstaklinga haldast stöðug
frá tvítugsaldri til sextugs, þá fer
að hægja á þeim. Þetta kemur fram
í nýrri rannsókn sem birt var í vís
indatímaritinu Science í gær.
Þar kemur fram að efnaskipti eru
hröðust í ungabörnum. Þau brenna
hitaeiningum rúmlega helmingi
hraðar en fullorðnir. Það hægist svo
á efnaskiptunum um þrjú prósent
á ári til tvítugs. Efnaskiptin haldast
svo stöðug til sextugs, þá hægist á
þeim um eitt prósent á ári. n
Efnaskipti stöðug fram að sextugu
Peter Ben
Embarek, verk-
efnastjóri hjá
WHO.
8 Fréttir 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ