Fréttablaðið - 14.08.2021, Síða 12
Öll tölfræði segir
manni að Sancho eigi
eftir að verða frábær
hjá Manchester United.
Elvar Geir
Magnússon,
ritstjóri fót-
bolta.net.
Það verður gaman að
sjá hvernig Patson
Daka mun pluma sig á
stóra sviðinu.
Tómas Þór
Þórðarson,
ritstjóri enska
boltans hjá Sím-
anum Sport.
Manchester City, Chelsea og
Manchester United eiga þrjá
dýrustu leikmennina sem
keyptir hafa verið í félaga-
skiptaglugganum í ensku
úrvalsdeildinni í sumar.
hjorvaro@frettabladid.is
ENSKI BOLTINN Keppni í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla
hófst í gær með leik nýliða Brentford
og Arsenal.
Félagaskiptamarkaðurinn hefur
verið nokkuð rólegur í sumar en
dýrustu félagaskiptin eru kaup
Manchester City á Jack Grealish fyrir
100 milljónir punda, endurkoma
Romelu Lukaku til Chelsea fyrir
tæpar 100 milljónir punda og fjár-
festing Manchester United á Jadon
Sancho fyrir 73 milljónir punda.
Auk þess að bæta framlínu
sína bólstraði Manchester United
varnar línu sína með því að tryggja
sér þjónustu Raphael Varane. Liver-
pool gerði slíkt hið sama með því að
næla í Ibrahima Konate.
Aston Villa eyddi svo hluta af
kaupverðinu sem það fékk fyrir
Grealish með því að festa kaup á
Danny Ings. Félagaskipti Harry Kane
frá Tottenham til Manchester City
hafa legið í loftinu í allt sumar en
svo virðist sem ekkert verði úr þeim
í þessum félagaskiptaglugga.
Fréttablaðið fékk Elvar Geir
Magnússon, ritstjóra fótbolta.net
og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra
enska boltans hjá Sjónvarpi Símans,
til þess að tína til þau félagaskipti
sem þeir telja að muni reynast best
á komandi keppnistímabili.
Elvar Geir Magnússon nefnir fyrst
til sögunnar Jadon Sancho til Manc-
hester United. „Öll tölfræði segir
manni að Sancho eigi eftir að verða
frábær hjá United. Þess utan held ég
að hann passi vel inn í stemninguna
sem er í hópnum. Ungur leikmaður
sem vill komast alla leið á toppinn.
Mögulegt að hann þurfi nokkrar
vikur til að trekkja sig í gang hjá nýju
liði en verði svo funheitur.“
Næst á listanum hjá Elvari Geir
eru vistaskipti Jack Grealish til
Manchester City. „Það er ekki að
ástæðulausu sem Manchester City
borgar metfé fyrir þennan leik-
mann. Þetta eru kaup sem eiga ekki
að geta klikkað.
Hjá Aston Villa lögðu mótherj-
arnir alla áherslu á að loka á hann
en hjá City er hann ekki lengur stór
fiskur í lítilli tjörn. Passar vel inn
í f ljótandi Pep fótboltann og þeir
ljósbláu munu fá urmul af auka-
spyrnum.“
Um leið er Elvar spenntur að sjá
áhrif danska miðvarðarins Janniks
Vestergaard á varnarleik Leicester
City.
„Ég er gríðarlegur Vestergaard-
maður. Hann er sterkur karakter,
leiðtogi og með svakalegan skrokk.
Ég held að hann muni stíga næsta
skref hjá Leicester, mistökunum
muni fækka og hann stimpli sig inn
sem einn besti miðvörður deildar-
innar.“
Elvar Geir telur svo að stuðnings-
menn Arsenal eigi að vera spenntir
fyrir komu Albert Sambi Lokonga
til félagsins. „Lokonga hefur spilað
fyrir öll yngri landslið Belgíu og
verið valinn í A-landsliðið. Það er
ekki tínt upp af götunni.
Skrefið frá Anderlecht upp í ensku
úrvalsdeildina er þó ansi stórt og
spurning hversu langt aðlögunar-
ferlið verður. En ég er spenntur fyrir
þessum 21 árs leikmanni og tel að
spurningin sé frekar hvort, heldur
en hvenær, hann lætur almennilega
til sín taka hjá Arsenal.“
Tómas Þór Þórðarson tekur í
sama streng og Elvar Geir og er
spenntur fyrir komu Sanchos til
Manchester United. Þá telur Tómas
Þór að Lukaku muni gera gott mót
hjá Chelsea. Tómas Þór nefnir svo
félagaskipti sambíska landsliðs-
framherjans Patson Daka til Leic-
ester City.
„Daka kemur til Leicester City frá
Red Bull Salzburg en hann skoraði
27 mörk í 28 deildarleikjum í austur-
rísku efstu deildinni á síðustu leik-
tíð. Það verður gaman að sjá hvernig
Daka mun pluma sig á stóra svið-
inu,” segir Tóma s.
Njósnateymi Leicester City hefur
síðustu ár verið naskt við að finna
áður óþekkta demanta. Tómas Þór
telur að Daka verði enn eitt dæmi
góðrar vinnu hjá því teymi. n
Nágrannar fengu hvorn
sinn enska dáðadrenginn
Miklar vonir eru bundnar við sóknartengiliðinn Jack Grealish hjá ríkjandi meisturum Man. City. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sviðslistasjóður
Styrkir til
atvinnusviðslistahópa
Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
Sviðslistasjóði fyrir leikárið 2022/23.
Umsóknarfrestur rennur út 4. október 2021 kl. 15:00.*
Umsóknum skal skilað rafrænt á www.rannis.is.
Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, verk- og tímaáætlun,
fjárhagsáætlun og upplýsingar um þátttakendur og
umsóknaraðila.
Vakin er athygli á nýju formi fyrir fjárhagsáætlun sem skal
fylgja umsókn. Fylgigögnum skal skila með rafrænni umsókn
til Rannís.
Umsókn atvinnusviðslistahópa getur einnig gilt sem umsókn
í Launasjóð listamanna.
Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir
2019 nr.165. Svör til umsækjenda berast í janúar 2022.
Nánari upplýsingar veita Óskar Eggert Óskarsson
og Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís,
svidslistasjodur@rannis.is.
*Ath. Sjóðir hjá Rannís loka kl. 15:00.
Umsóknarfrestur 4. október kl. 15.00
ÍÞRÓTTIR 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR